Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
NÝ GRÍNMYND
FRÁ SÖMU OG
GERÐU SHAUN
OF THE DEAD
/ KEFLAVÍK
MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
MEET THE ROBINSONS kl. 5:50 LEYFÐ
WILD HOGS kl. 8 B.i. 7 ára
THE HITCHER kl. 10:10 B.i. 16 ára
/ AKUREYRI
MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 6 - 8 LEYFÐ
ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
WILD HOGS kl. 8 - 10 B.i. 7 ára
300 kl. 10 B.i. 16 ára
RENÉE ZELLWEGER VAR TILNEFND TIL GOLDEN
GLOBE SEM BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI.
„HREIN UNUN FRÁ
BYRJUN TIL ENDA“
eeee
SUNDAY MIRROR
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ
AUDREY TAUTOU
eee
- S.V., Mbl
eee
- K.H.H., Fbl
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ
GAD ELMALEH
STÆRSTA GRÍNMYNDIN Í
BANDARÍKJUNUM Á ÞESSU ÁRI
SANNSÖGULEG MYND UM
BEATRIX POTTER, EINN ÁST-
SÆLASTA BARNABÓKA-
HÖFUND BRETA FYRR
OG SÍÐAR
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
BECAUSE I SAID SO kl. 6 - 8:15 - 10:30 LEYFÐ
MISS POTTER kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
WILD HOGS kl. 6 - 8:15 - 10:30 LEYFÐ
THE GOOD GERMAN kl. 8 B.i. 16 ára
300 kl. 10:20 B.i. 16 ára
LADY CHATTERLEY kl. 8 (Frönsk mynd)
TELL NO ONE (NE LE DIS À PERSONNE) kl. 5:40 (Frönsk mynd)
HORS DE PRIX kl. 5:50 (Frönsk mynd)
eeee
VJV, TOPP5.IS
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ e
STÓRLÖGGUR. SMÁBÆR. MEÐAL OFBELDI.
„FYNDNASTA SPENNUMYND ÁRSINS“ - GQ
eeee
- LIB Topp5.is
eeeee
- Sunday Mirror
eeeee
- Cosmo
BESTA MAMMA Í HEIMI
GETUR LÍKA GERT MANN
GEÐVEIKANN
SAGAN hefst þar sem Richard Novak ligg-
ur sárkvalinn á heimili sínu, svo kvalinn
reyndar að hann hringir í neyðarlínuna,
enda er hann sannfærður um að hann sé að
lifa sínar síðustu stundir. Þegar hann er
kominn á sjúkrahúsið finnst ekkert að hon-
um og þótt hann fái slík kvalaköst aftur, að
vísu ekki eins slæm og það fyrsta, finna
læknar ekkert athugavert. Lesandinn áttar
sig aftur á móti fljótlega á því að Novak er
sjúkur á sál, ekki líkama, og þessi sársauki
er til kominn vegna þess að hann lifir inn-
antómu lífi.
Framundan er mikið ferðalag þar sem
Novak bjargar hesti úr jarðfalli við heimili
hans (rímar við jarðfallið í sálinni), myndar
trúnaðarsamband við grátandi konu í stór-
markaði, bætir samskiptin við aldraða for-
eldra sína, sem virðast reyndar hafa lítinn
áhuga á börnum sínum yfirleitt, sættist við
bróður sinn, bjargar stúlku undan morð-
óðum nauðgara og svo má telja. Mest er um
vert að hann nær loks að kynnast syni sínum
sem hann hefur ekki hitt árum saman.
Af bókinni má ráða að lífið í Los Angeles
sé í meira lagi súrrealískt, svo mengað sé líf í
borginni af kvikmyndaiðnaðinum að allir séu
fastir í götóttu kvikmyndahandriti þar sem
lífið er ekki spurning um það sem er heldur
það sem sýnist. Smám saman verður Novak
meðvitaður um delluna sem viðgengst í
kringum hann, sem veitir von um að ná að
sigrast á sársaukanum í sálinni, þótt hann
haldi áfram að makka með, sé enn hluti af
þessu sérkennilega samfélagi.
A.N. Homes er þekkt (alræmd) fyrir bæk-
ur þar sem hún tekur á ýmsum snúnum og
vandasömum málum og gerir það oft á
krassandi hátt. Ólíkt fyrri verkum hennar er
þessi bók skrifuð í gamansömum tón þótt
viðfangsefnið sé háalvarlegt. Hún er líka
sannkölluð skemmtilesning, lipurlega skrif-
uð og bráðfyndin á köflum. Ristir vissulega
grunnt, en viðeigandi í ljósi þess að verið er
að skrifa um borg þar sem allt ristir grunnt,
líka átakanlegir atburðir og harmþrungin
örlög.
Jarðfall í sálinni
A.M. Homes – This Book Will Save Your
Life. Granta gefur út 2007.
Árni Matthíasson
1. Viltu vinna milljarð?
– Vikas Swarup
2. Íslensk orðabók I-II
– Mörður Árnason ritst.
3. Hringur Tankados – kilja
Dan Brown
4. Sér grefur gröf –
Yrsa Sigurðardóttir
5. Arfur Nóbels –
Lisa Marklund
6. Flugdrekahlauparinn –
Khaled Hosseini
7. Sálmabók – Ýmsir
8. Stafsetningarorðabók
– Dóra Hafsteinsdóttir ritst.
9. Skólinn hans Barbapabba
– Annette Tison
Eymundsson
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
Þrátt fyrir glæsta ímynd á
draumaborgin Hollywood sér
ýmsar dökkar og ógeðfelldar
hliðar og það eru svosem eng-
ar fregnir. Völd og peningar
bjóða yfirleitt spillingunni
heim. Í bókinni The Whole
Equation; A History of Holly-
wood sem kom út árið 2004
dregur kvikmyndagagnrýn-
andinn David Thomson ým-
isleg óhreinindi kvikmynda-
iðnaðarins í Hollywood upp á
yfirborðið. Það gerir hann
með því að segja sögur nokk-
urra misþekktra einstaklinga
sem hafa komið á einhvern
hátt að draumaverksmiðjunni
og brennt sig á henni. Um leið
reynir höfundur að uppgötva
og afhjúpa hið raunverulega
eðli þessarar umræddu verk-
smiðju og sérstaklega með
hvaða hætti henni hefur tekist
að móta fólk og skoðanir þess
allt frá fyrri hluta síðustu ald-
ar. Bókin spyr meðal annars
hvort Hollywood sé trúar-
brögð sem eru að verða til eða
hvort þau séu gömul og næst-
um dauð?
Thomas einblínir á tvo þætti
í þessu rannsóknarverkefni
um Hollywood; annars vegar
skoðar hann fólkið sem gerði
kvikmyndirnar frægar og hins
vegar hvernig þær voru fjár-
magnaðar. Skoðar hann meðal
annars fólk eins og D.W. Grif-
fith, Charlie Chaplin, Louis B.
Mayer, David O. Selznick,
Francis Ford Coppola, George
Lucas, Bette Davis og Nicole
Kidman.
Áhrif Hollywood eru –
hvað sem öllu líður – gíf-
urlega mikil og ná víða en
Thomson segir meðal ann-
ars í bókinni að það hafi í
rauninni verið óvænt und-
ur að Hollywood skyldi
verða þessi áhrifamikli
fjöldaframleiðandi. Thom-
son er greinilega mjög
umhugað um þetta mikla
áhrifavald sem Hollywood
hefur gagnvart gíf-
urlegum fjölda fólks. Á
sama tíma er hann sér
meðvitandi um þá hættu
sem slíku áhrifavaldi
fylgir þar sem auðveld-
lega er hægt að nota það
til að ráðskast með hug-
myndir og skoðanir fólks.
Bókinni lýkur svo á nokk-
uð rosalegri spurningu:
„Hvað hafa kvikmynd-
irnar gert okkur?“
Umfram allt peningar
Titill bókarinnar, The
Whole Equation, er til-
vísun í setningu úr skáld-
sögunni The Last Tycoon, sem
skrifuð er af Scott Fitzgerald, en
hann dagaði uppi sem heldur
ógæfusaman handritshöfund í
Hollywood þrátt fyrir glæsta fortíð.
Í sögu Fitzgeralds er þessi setning
notuð um togstreitu fjármagns og
listrænnar hugsjónar í kvikmynda-
iðnaðinum. Líkt og Thomson velti
Fitzgerald mikið fyrir sér hinu
raunverulega eðli draumaverk-
smiðjunnar.
Í The Whole Equation dregur
höfundurinn upp mynd af kvik-
myndaiðnaðinum í borginni sem
stórri ráðgátu uppfullri af við-
skiptajöfrum, útgefendum, um-
boðsmönnum, verkalýðsfélögum,
þrýstihópum og umfram allt; pen-
ingum.
David Thomson hefur fengið
mikið lof í gegnum tíðina fyrir skrif
sín um kvikmyndir og kvikmynda-
iðnaðinn og þykir hafa sérlega öfl-
uga og túverðuga rödd í þeim efn-
um. Honum tekst jafnframt að vera
laus við öfgafullan málflutning þó
svo að hann spyrji stundum heldur
stórt. Þá er stíll Thomsons mjög
skemmtilegur og fleytir lestrinum
áfram um bæði bjartar og skítugar
slóðir í frásögnum af draumaverk-
smiðjunni Hollywood. Þó er tölu-
vert meira af skítugum frásögnum.
Forvitnilegar bækur: The Whole Equation
Trúin á Hollywood
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. Nineteen Minutes – Jodi Picoult.
2. Shopaholic & Baby
– Sophie Kinsella.
3. Daddy’s Girl – Lisa Scottoline
4 .Whitethorn Woods
– Maeve Binchy
5. For a Few Demons More
– Kim Harrison
6. Step on a Crack
7. Sisters – Danielle Steel.
8. Heart-Shaped Box – Joe Hill.
9 .The Double Bind
– Chris Bohjalian.
New York Times
1. Harry Potter and the Deathly
Hallows – J.K. (Barnaútgáfa)
Rowling
2. Harry Potter and the Deathly
Hallows – J.K. Rowling (Fullorð-
insútgáfa)
3. The Interpretation of
Murder – Jed Rubenfeld
4. Restless – William Boyd
5. Heart-shaped Box – Joe Hill
6. This Book Will Save Your
Life – A.M. Homes
7. Half of a Yellow Sun
– Chimamanda Ngozi Adichie
8. Suite Francaise
– Irene Nemirovsky, et al.
9. The Tenderness of Wolves
– Stef Penney
Waterstones