Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 45
ÍSLANDSMÓT barnaskólasveita
2007 fór fram í húsakynnum Tafl-
félags Reykjavíkur um síðustu helgi.
Alls mættu 22 sveitir til leiks og fyr-
irfram var búist við að keppnin um
sigurinn stæði á milli A-sveitar Sala-
skóla í Kópavogi og A-sveitar
Grunnskóla Vestmannaeyja. Sveit
Salaskóla átti titil að verja og framan
af á Íslandsmótinu í ár hafði liðið for-
ystu á mótinu. Það bar sigur úr být-
um í öllum viðureignum sínum en
það dugði ekki til sigurs þar sem
Eyjapeyjarnir eitilhörðu unnu stóra
sigra og hrifsuðu titilinn úr greipum
Kópavogsbúa. Lokastaða efstu
sveita á mótinu varð þessi:
1. Grunnskóli Vestmannaeyja A
30½ vinningur af 36 mögulegum. 2.
Salaskóli A, Kópavogi 29½ v. 3.
Grunnskóli Seltjarnarness 27 v. 4.
Laugalækjarskóli A 25 v. 5. Rima-
skóli A 23 v. 6. Grunnskóli Vest-
mannaeyja B 19½ v. 7. Glerárskóli
Akureyri 19 v. 8. Hjallaskóli A 18½ v.
9–10. Salaskóli B og Rimaskóli B
17½ v. Keppnin á milli tveggja efstu
sveitanna varð æsispennandi en fyr-
ir utan að A-sveit Grunnskóla Vest-
mannaeyja varð Íslandsmeistari
náði B-sveit Eyjamanna bestum ár-
angri slíkra sveita. Til borðaverð-
launa unnu eftirfarandi keppendur:
1. borð: Eiríkur Örn Brynjarsson,
Salaskóla A, með 9 v. af 9. 2. borð:
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir,
Grunnskóla Seltjarnarness, 8 v. 3.
borð: Sindri Freyr Guðjónsson,
Grunnskóla Vestmannaeyja A, 7½ v.
3. borð: Birkir Karl Sigurðsson,
Salaskóla A, 7½ v. 4. borð: Hallgrím-
ur Júlíusson, Grunnskóla Vest-
mannaeyja A, 9 v. af 9.
Páll Sigurðsson sá um mótshaldið
fyrir hönd Skáksambands Íslands og
var jafnframt skákstjóri mótsins.
Nánari upplýsingar um mótið er að
finna á heimasíðu Skáksambands Ís-
lands, www.skaksamband.com, en
þar er að finna fjölda mynda af þátt-
takendum.
Kaupþingsmótið um páskana
Á síðasta ári fór fram alþjóðlegt
mót um páskana sem Taflfélagið
Hellir hélt í samvinnu við Kaupþing
banka. Nú í ár endurtekur félagið
leikinn ásamt bankanum og Tafl-
félagi Reykjavíkur. Í fyrra var einn
tíu manna flokkur þar sem mögulegt
var fyrir keppendur að næla sér í
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli
en í ár verða flokkarnir tveir þar sem
í öðrum þeirra verður mögulegt að
verða sér úti um áfanga að stór-
meistaratitli en í hinum áfanga að al-
þjóðlegum meistaratitli.
Kauþingsmótið hefst miðvikudag-
inn 4. apríl og lýkur mánudaginn 9.
apríl næstkomandi. Í A-flokki taka
stórmeistararnir Aloyzas Kveinys
(2.546) frá Litháen, Normund Miezis
(2.523) frá Lettlandi og John Shaw
(2.441) frá Skotlandi. Alþjóðlegu
meistararnir Stefán Kristjánsson
(2.485), Emil Hermansson (2.475) frá
Svíþjóð, Jón Viktor Gunnarsson
(2.419) og Bragi Þorfinnsson (2.384)
taka einnig þátt ásamt þeim Birni
Þorfinnssyni (2.348), Róberti Harð-
arsyni (2.332) og Guðmundi Kjart-
anssyni (2.279). Meðalstig flokksins
eru 2.423 stig en í hinum flokknum
eru meðalstigin 2.301 stig og þar er
skoski stórmeistarinn Colin McNab
(2.418) sá stigahæsti. Alþjóðlegu
meistararnir Robert Bellin (2.381)
frá Englandi og Charles Lamoureux
(2.360) frá Frakklandi eru einnig á
meðal keppenda sem og Pólverjinn
Kazimierz Olszynski (2.256). Heima-
varnarliðið skipa Sigurður Daði Sig-
fússon (2.330), Sigurbjörn Björnsson
(2.329), Ingvar Þ. Jóhannesson
(2.299), Snorri G. Bergsson (2.296),
Heimir Ásgeirsson (2.180) og Hjörv-
ar Steinn Grétarsson (2.156).
Fyrstu umferðirnar verða tefldar í
félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur
en síðustu sex umferðirnar fara fram
í húsakynnum Taflfélagsins Hellis í
Mjódd. Nánari upplýsingar um mót-
ið er að finna á heimasíðu Hellis,
www.hellir.com.
Eyjapeyjar Íslandsmeistarar
Helgi Áss Grétarsson
Íslandsmeistarar Eyjapeyjarnir Nökkvi Sverrisson, Alexander Gautason,
Sindri Freyr Guðjónsson og Hallgrímur Júlíusson ásamt tveim liðsstjórum
sveitarinnar og varaforseta S.Í., Óttari Felix Haukssyni.
SKÁK
Skáksamband Íslands
ÍSLANDSMÓT BARNASKÓLASVEITA 2007
31. mars–1. apríl 2007
daggi@internet.is
samskiptahæfnin nýttust honum vel í
skólastjórastarfinu og síðar þegar
hann átti í nánu samstarfi við skóla-
stjórnendur í borginni. Eins og sönn-
um skólamanni sæmir var hann bók-
hneigður og fróðleiksfús og
óþreytandi að miðla þeirri þekkingu
sem hann bjó yfir. Aldrei var komið
að tómum kofunum hjá honum þegar
umræðan snerist um skólasögu og
skólaþróun. Hann var líka hlýr og
skemmtilegur vinnufélagi og ávallt
boðinn og búinn að grípa inn í hvers
manns starf ef á þurfti að halda. Síð-
ast kom Þráinn til okkar í gamla Mið-
bæjarskólann í febrúar sl. í hóf fyrir
starfsfólk sem var að láta af störfum í
grunnskólum borgarinnar. Þar naut
hann sín vel, enda var hann alltaf au-
fúsugestur í gamla skólanum þar sem
hann hóf og lauk sínum farsæla
starfsferli.
Gamlir félagar kveðja góðan dreng
með hlýhug og þakka fyrir áralangt
samstarf. Fyrir hönd Menntasviðs
Reykjavíkurborgar er Þráni þakkað
ómetanlegt framlag til skólastarfs í
borginni. Fjölskyldu hans vottum við
dýpstu samúð.
Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri
Menntasviðs Reykjavíkurborgar.
Í dag kveðjum við Þráin Guð-
mundsson, fyrrverandi skólastjóra og
forystumann skákhreyfingarinnar til
margra ára.
Kynni okkar Þráins hófust í
gróskumiklu starfi Skáksambands Ís-
lands á áttunda áratugnum. Við störf-
uðum lengi saman að þessu sameig-
inlega áhugamáli okkar. Sérstaka
ánægju höfðum við báðir af unglinga-
starfi skákhreyfingarinnar. Í mörg ár
undirbjuggum við og skipulögðum
samskipti íslenskra unglingahópa við
nemendur hins virta skákkennara
John W. Collins í New York. Þetta
var mikið og gefandi starf og fjöl-
margir íslenskir unglingar fóru í
skákferðir vestur um haf og tóku síð-
an á móti bandarískum jafnöldrum
sínum hér heima á Íslandi. Þráinn var
frábær í samstarfi, boðinn og búinn til
allra verka, skrifaði greinar og stýrði
fjölbreyttu útgáfustarfi, tengdu þess-
um ánægjulegu verkefnum.
Í mörg ár héldum við góðum
tengslum, sérstaklega í skemmtileg-
um skákklúbbi sem hist hefur reglu-
lega um 20 ára skeið. Við félagarnir
söknum góðs vinar og margra
ánægjulegra stunda sem við áttum
saman. Í skákinni vorum við Þráinn
með svipaðan styrkleika og höfðum
alltaf gaman af því að tefla. Þráinn
tefldi jafnan trausta franska vörn og
ég reyndi allar kúnstir til að sýna og
sanna veikleika hennar með misjöfn-
um árangri.
Góður vinur er genginn en eftir
standa margar minningar sem hugg-
un harmi gegn.
Ég sendi Margréti, börnum og öðr-
um nánum ættingjum og vinum inni-
legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Þráins Guðmundssonar.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Það var örugglega haustið ’63.
Ég að koma í skólann eftir sum-
ardvöl í Mýrdalnum.
Skólinn var byrjaður nokkrum
dögum áður og ég of seinn. Hugar-
angur mitt var sem fyrr og oft síðan,
hvort ég lærði meira á lífið á skóla-
bekk eða í haustamstri sveitarinnar.
Þráinn var nýr yfirkennari í
Laugalæk og ég man enn er hann
lagði höndina á öxl mér og sagði eitt-
hvað svo hlýtt og jákvætt að við urð-
um mestu mátar upp frá því augna-
bliki.
Augun sérstök en fagurtær, brosið
alltaf næst við glott en svo jákvætt.
Ég kláraði annan bekk undir stjórn
hans og þegar komið var að kveðju-
stund að loknu skyldunámi hafði hann
oft kallað á mig út úr tíma sem for-
fallakennara yngri bekkjanna, en ár-
gangurinn okkar var sá fyrsti og elzti
í Laugalækjarskóla í ört vaxandi
hverfi.
Að loknu stúdentsprófi var hann
búinn að munstra mig á stóra stunda-
töflu, algjörlega að mér forspurðum,
sendi mér bara skilaboð að koma og
tala við sig: „Þú átt að byrja á þriðju-
daginn.“
Traust hans á mér var alltaf meira
en mitt eigið og það togaði mig alltaf
til þroska, til að gera meira og betur.
Hann er einn allra mesti áhrifa-
valdur í lífi mínu.
Svo hittumst við í fyrra, hárið hafði
gránað en augun og brosið eins. Við
smullum aftur saman eins og tíminn
hefði aldrei komið eða farið frá haust-
inu ’63.
Þráinn Guðmundsson á sér mörg
og merk spor í menntasögu Íslands.
Hann var ásamt Arngrími Ísberg
einn sá allra fyrsti, sem gaf almenn-
ingi kost á því á fullorðinsárum að ná
aftur upp skólaþræði sem af alls kon-
ar ástæðum hafði slitnað. Fólk sem
hafði hætt námi eða vildi taka upp
hvar frá var horfið áður. Það var ekki
siglt á draumaskipum stórum, þar
skyldi almenningur fá tækifæri til að
klára gagnfræðaprófið gamla.
Þetta var óhemjuvinsælt og vinna
þeirra félaga kvöldin öll og veturna
langa finnst mér allt of oft að gleymist
en var í raun gífurlega stórt og giftu-
ríkt skref almenningi til heilla.
Allt of fljótt ertu nú farinn, vinur
kær.
Megi Guð leiða þig til nýrra heim-
kynna, leið þín hér er vörðuð mörgum
þakklátum hjörtum og sporin eflaust
oft þung sem þú þurftir að stíga þegar
sigla þurfti milli þess, sem kennara og
skólamanni er ætlað og hvar heimilið
tæki við. Oft ræddum við saman um
hlutverk skólans, hvar fræðslan byrj-
ar og uppeldið endar. Hvar væru
landamæri heimilis og skóla þegar
kæmi að velferð lands og þjóðar og þá
helzt barnanna.
Fjölskyldunni allri sendi ég ósk um
blessun Guðs og huggun til hlýrra
minninga.
Takk fyrir mig, góði vinur.
Pjetur Þ. Maack
Elsku afi,
þú varst besti afi í heimi og
ég sakna þín svo mikið. Við fór-
um svo oft saman til útlanda og
það var svo skemmtilegt. Þú
varst alltaf svo glaður af því
mér gekk vel í skólanum.
Ég skal passa ömmu fyrir
þig.
Halldóra Ósk.
Elsku afi minn
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum.)
Kveðja
Þráinn Halldór.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar um Þrá-
in Guðmundsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Hún amma mín og
nafna Vigdís var oftast
kölluð „Nenna“. Ég
man alltaf eftir henni sem brosandi,
ákveðinni en góðlegri konu sem hafði
gaman af íslenskum krosssaumi og
bakaði með mér bleikar kókoskúlur
þegar ég var lítil. Hún var svo tign-
arleg og stolt, og þess vegna fannst
mér ég koma inn í lítið konungsríki
þegar ég kom til hennar. Þegar ég var
lítil og kom í heimsókn kenndi hún
mér oftast að sauma eða prjóna. Mér
fannst ég alltaf svo merkileg þegar ég
hafði náð tökum á því að prjóna og
Vigdís Kristjánsdóttir
Schram
✝ Jónína VigdísKristjánsdóttir
Schram fæddist á
Vesturgötu 36 í
Reykjavík 14. júní
1923. Hún lést í
Reykjavík 28. mars
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Dómkirkjunni 3.
apríl.
alltaf sýndi amma
áhuga sinn á því sem
ég væri að gera, hvort
sem það voru bara
ómerkilegar lykkjur
eða krumpað hárband.
Hún var líka alltaf
nammi-amman í huga
mér þar sem hún átti
endalaust af karamell-
um, súkkulaði og
lakkrís. Hún geymdi
allt þetta inni í falleg-
um skáp í borðstof-
unni, og þegar ég kom
þangað, stundum með vinkonu, var
alltaf boðið upp á gotterí. Það var allt-
af svo hlýlegt og notalegt að koma í
heimsókn til hennar. Þegar hún lést,
miðvikudaginn 28. mars, leið mér al-
veg hræðilega. Amma Nenna var dá-
in. Ég hugsaði mikið um þetta, en
mundi svo að hún hafði verið veik. Það
þýðir ekkert fyrir svona tignarlega
konu að verða veik. Ég áttaði mig á
því, að núna væri hún komin til
himna, og væri sko sprækari en
nokkru sinni fyrr. Ég mun syrgja
hana og gráta en ég veit að hún er
með öllum ættingjum og vinum sem
hún hafði misst í gegnum ævina, að
segja þeim sögur og hlæja. Ég sakna
hlýleikans, hlátursins og notalegu
stundanna með henni, en ég veit að
hún verður alltaf hjá mér í hjarta
mínu og minningum.
Vigdís Vala Valgeirsdóttir.
Með fráfalli Nennu frænku minnar
er slitinn einn hlekkur föðurfjölskyld-
unnar. Nenna hefur um skeið verið
elsti fulltrúi ættboga afa og ömmu,
Ellerts og Magdalenu Schram, mjög
verðugur fulltrúi og sannur Vest-
urbæingur.
Hún var fædd og uppalin á Vest-
urgötunni og átti stóra húsið þar alla
tíð öruggan stað í hjarta hennar, enda
hóf hún sinn búskap þar með Ragnari
manni sínum. Í barnshuga mínum var
alltaf söknuður að vera ekki í Reykja-
vík og á Vesturgötunni um jól. Þar
voru allir samankomnir til að ganga
kringum jólatréð í boði Kristjáns og
Láru, amma og afi af Stýró, börn
þeirra og barnabörn.
Fyrstu minningar mínar um
Nennu voru þegar hún ásamt vinum
kom til Akureyrar í skemmtiferð, ung
og glæsileg. Það lá eitthvað í loftinu
enda Ragnar ekki langt undan.
Aldursmunur var nokkur á okkur
frænkum en með tímanum styrktust
böndin. Það var ekki amalegt að geta
skotist til Nennu ef fóstruneminn
þurfti að athuga máltöku barns. Þá
hafði fjölskyldan stækkað og síðar
með dugnaði og atorku komu þau
Ragnar sér upp húsi utan við bæinn.
Þangað var gaman að koma, njóta út-
sýnis af höfðanum yfir sundin blá,
skoða hestana og eiga samveru með
fjölskyldunni.
Nenna setti það ekki fyrir sig þó að
ekkert væri rennandi vatnið, sam-
göngur strjálar og langt í verslanir.
Seinna þegar þrengdi að þeim vegna
útþenslu borgarinnar fluttu þau á
Rauðalækinn. Þá var stutt á milli okk-
ar þar sem við Helgi bjuggum einnig
fyrir austan læk. Nenna vann á Rann-
sóknarstofu Háskólans í mörg ár og
það var aðdáunarvert að fylgjast með
hve vel þau Ragnar sinntu Kristjáni
og Láru. Oft mætti Nenna fyrr í vinn-
una til að eiga meiri tíma með þeim.
Eftir lát þeirra og Ragnars gerði
einmanaleiki stundum vart við sig, en
þar sem Nenna var ákaflega fé-
lagslynd var hún dugleg að blanda
geði við fólk, fara á sýningar og heim-
sækja vini og vandamenn. Hún var
aufúsugestur alls staðar, alltaf svo
smekklega klædd og tíguleg í fasi.
Við hér í fjölskyldunni vorum hepp-
in að eiga Nennu að vinkonu. Ófá
kvöldin sátum við saman og ræddum
menn og málefni. Nenna hafði mikinn
áhuga á gömlu Reykjavík, lífi fólks og
merkum atburðum tengdum menn-
ingu og listum og var mjög fróð um
þau efni.
Ættfræði fjölskyldu hennar og
Ragnars var henni mikið viðfangsefni
og hún safnaði og átti mikið af heim-
ildum, bæði í rituðu máli og myndum.
Henni var annt um að koma fróðleik
til skila þar sem henni fannst þörf á
og í Húsinu á Eyrarbakka má sjá ým-
islegt sem hún sendi þangað, enda átti
Ragnar nokkrar rætur þar.
Margar skemmtilegar sögur sagði
Nenna okkur af sér og sínum, eins og
ferðasögur af sér og Ragnari. Þau
hjónin nutu þess að ferðast og heim-
sækja börnin sem þá bjuggu í útlönd-
um.
Minningar sínar margar hefur
Nenna sett á blað og er það mikill
fengur fyrir afkomendur hennar að
geta lesið þær og tengt sig þannig við
ættmóður sína.
Við Helgi söknum Nennu nú þegar
hún hefur kvatt í hinsta sinn. Minn-
ingarnar lifa og við vottum börnum
hennar og öðrum aðstandendum inni-
lega samúð.
Margrét G. Schram.