Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 15 HEILDARVELTA í kauphöll OMX á Íslandi nam 350 milljörðum króna í marsmánuði. Er veltan fyrstu þrjá mánuðina orðin 1.329 milljarðar króna, sem er 3% aukning frá sama tíma í fyrra. Velta með hlutabréf í kauphöllinni er 822 milljarðar það sem af er árinu, sem er 18% aukn- ing frá síðasta ári. Velta á skulda- bréfamarkaði það sem af er ári er 495 milljarðar króna og er því um 15% samdrátt að ræða borið saman við fyrsta ársfjórðung síðasta árs. Úrvalsvísitalan hækkaði um 16,9% á ársfjórðungnum og vísitala fjármálaþjónustu hækkaði um 19,2% á sama tíma. 18% meiri velta með hlutabréf ÚTLIT er fyrir að að minnsta kosti eitt svissneskt farsímafyrirtæki fái úthlutað leyfi til starfrækslu GSM 1800 kerfis hér á landi. Í gær voru opnuð tilboð í tíðniheimildir fyrir starfrækslu slíkra kerfa hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Fjögur fyrirtæki lögðu fram til- boð, tvö erlend og tvö íslensk: Ami- telo AG (Sviss), BebbiCell AG (Sviss), Núll-Níu ehf og IP fjar- skipti ehf. Allt að tveimur umsækjendum verður úthlutað tíðniheimildum. Sérhver tíðniheimild gildir fyrir allt landið. Hverjum umsækjanda var úthlut- að stigum og verður farið eftir þessari stigagjöf við úthlutun leyf- anna, að sögn Hrafnkells V. Gísla- sonar, forstjóra Póst- og fjarskipta- stofnunar. Við útreikning stiganna var miðað við hver áætluð út- breiðsla viðkomandi farsímakerfis verður eftir eitt og hálft ár og eftir þrjú ár. Stigafjöldi umsóknar er reiknaður á þann veg að prósentu- tala útbreiðslu við hvorn áfanga fær mismunandi vægi þannig að því fyrr sem útbreiðslu er náð fást fleiri stig. Úthlutun í lok apríl Heildarstigafjöldi bjóðenda skv. tilboðum var eftirfarandi: Amitelo AG var með 127,5 stig, en gert er ráð fyrir 95% útbreiðslu eftir þrjú ár. BebbiCell AG var með 123,0 stig og er gert ráð fyrir 94% útbreiðslu eftir þrjú ár. Núll-Níu ehf. var með 118,0 stig og áætlaða útbreiðslu upp á 80% eftir þrjú ár. IP fjarskipti ehf. voru með 97,5 stig og er gert ráð fyrir 65% útbreiðslu eftir þrjú ár. Að sögn Hrafnkells er miðað við að þau fyrirtæki tvö sem eru með hæsta stigatölu fái úthlutað leyf- unum. Hins vegar segi í útboðslýs- ingu að sé munur á stigatölu ákveð- ins fyrirtækis og þess fyrirtækis sem flest stig fékk, innan við 10% sé hægt að horfa til annarra þátta við úthlutun leyfanna. Leyfum verður úthlutað í lok þessa mánaðar og hafa fyrirtækin tvö, sem fá leyfin afhent, eitt og hálft ár til að ná fyrstu dreifing- armarkmiðum sínum, eins og áður segir. Að þremur árum liðnum verður dreifingin að hafa náð því marki sem áður hefur verið lýst. Að sögn Hrafnkells hefur Póst- og fjar- skiptastofnun yfir nokkrum úrræð- um að ráða komi til þess að fyr- irtæki standi ekki við loforð um dreifingu. Fyrsta úrræðið væru dagsektir, en stofnunin hefur ætíð þann möguleika að svipta fyrirtæki rekstrarheimild sé dreifing langt frá áætluðum markmiðum og lítið útlit fyrir að það breytist. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kerfi Tvö ný farsímakerfi verða komin í gagnið eftir eitt og hálft ár, gangi áætlanir eftir. Útbreiðsla kerfanna á að hafa náð hámarki eftir þrjú ár. Styttist í opnun tveggja nýrra farsímakerfa Tvö svissnesk fyrirtæki sækja um leyfi til starfrækslu farsímakerfis á Íslandi RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að ráðstafa umtals- verðum hluta af innstæðu ríkissjóðs í Seðlabankanum til að efla eiginfjárstöðu bankans um 44 milljarða króna. Þetta kom fram í ræðu Geirs H. Haarde forsætisráð- herra á ársfundi Seðlabank- ans sl. föstudag. Fyrir var eiginfjárstaða bankans rúmir 48 milljarðar króna í lok febrúar sl. Í til- kynningu frá forsætisráðuneytinu segir að með þessari ákvörðun sé enn- fremur fylgt eftir þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að styrkja stöðu Seðlabankans. Ríkissjóður hafi í fyrra tekið erlent lán til fimm ára upp á einn milljarð evra, um 88 milljarða króna á núvirði, og endurlánað bank- anum til að styrkja gjaldeyrisforða hans. Morgunblaðið/Ómar Eigið fé Seðlabankans aukið AÐALFUNDUR Actavis Group fer fram í dag og m.a. verður ný stjórn kjörin. At- hygli vekur að forstjóri fyr- irtækisins, Ró- bert Wessman, er í framboði til stjórnar og kem- ur þar nýr inn í stað Karl Wernerssonar, sem ekki gefur kost á sér. Aðrir frambjóð- endur hafa setið í stjórninni áður, þ.e. Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður, Magnús Þor- steinsson, Andri Sveinsson og Sindri Sindrason. Frambjóðandi í varastjórn, sem ekki hefur verið áð- ur hjá Actavis, er Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipafélagsins. Fátítt er að forstjórar skráðra fé- laga á markaði hér á landi sitji í stjórnum fyrirtækjanna, nema þá sem starfandi stjórnarformenn, líkt og t.d. með Sigurð Einarsson í Kaupþingi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Actavis er Róbert Wessman ekki að stíga úr stóli for- stjóra, til að taka við stjórnarfor- mennsku, en að loknu kjöri mun ný stjórn skipta með sér verkum. Þess má geta að Róbert og félög í hans eigu eiga samanlagt um 136 milljónir hluta í Actavis, eða 4,1% af heildarhlutafé. Markaðsvirði hlutarins er um 10 milljarðar kr. Róbert Wessman í stjórn Actavis Róbert Wessman HAGNAÐUR Sparisjóðs Vestmannaeyja fyrir skatta nam 391 milljón króna á síðasta ári og hagnaður eftir skatta 320 milljónum, samanborið við 192 milljónir árið 2005. Heildarrekstrartekjur námu 1,3 milljörðum og gjöld tæpum 900 milljónum króna, að meðtöldum afskriftum. Bókfært eigið fé sparisjóðsins í árslok 2006 var 1,3 milljarðar og hafði hækkað á árinu um 40,6%. Þess má geta að Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis sameinaðist sparisjóði Eyjamanna á síðasta ári. Innlán og verð- bréfaútgáfa sjóðsins námu í árslok 7,6 milljörðum og hækkuðu um 66,7% á árinu. Heildarútlán að meðtöldum fullnustueignum námu í árslok 6,6 millj- örðum sem er hækkun um 60% milli ára. Sparisjóðurinn í Eyjum í gróða 635BM 18"/20" 415C 16"/18" 324C 17"/18" 530 5700 Fellsmúla 24, 108 Reykjavík Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík 587 5588 Ægisíðu 102, 107 Reykjavík 552 3470 431 1777 Dalbraut 14, 300 Akranesi 555 1538 Reykjavíkurvegi 56, 221 Hafnarfjöður 566 8188 Langatanga 1a, 270 Mosfellsbær HjólbarðahöllinGúmmívinnustofanHjólVest Hjólbarðaviðgerðin Dekkið Bæjardekk 26 41 / T ak tik 2 9. 03 .0 7 635 C 17"/18" Öflug hjólbarðaþjónusta ...og rétti tíminn fyrir sumardekkin undir bílinn þinn. Komdu við hjá okkur, við byggjum á áratuga reynslu og þekkingu. -sérfræðingar í dekkjum- Kynntu þér Dekkjahótelið. Við geymum dekkin fyrir þig og þau bíða þín þegar þú þarft næst á þeim að halda. (ath. gildir aðeins fyrir Hjólbarða- höllina og Gúmmívinnustofuna) Flottar felgur. Kynntu þér úrval álfelga hjá okkur. Ekki amalegt að skella nýju setti undir í leiðinni. Það verður gaman í sumar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.