Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 52
Ég tók föður minn í nefið. Hann var brenndur og ég stóðst ekki mátið að blanda honum saman við kókaín… 55 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÚRSLITAÞÁTTURINN í X-Factor fer fram á föstudaginn. Af því tilefni var boðað til blaðamannafundar í gær þar sem keppendur í úrslitum og dómarar sátu fyrir svörum. Til úrslita keppa Hara-systurnar, þær Rakel og Hildur Magnúsdætur, og Færeyingurinn Jógvan Hansen. Flytjendur syngja þrjú lög hvorir um sig, m.a. verður frumflutt lagið „Hvern einasta dag“ eftir Óskar Pál Sveinsson og Stefán Hilmarsson, sem var sérstaklega samið fyrir X- Factor og verður gefið út með þeim sem sigrar. Sérstakir gestir í úrslitaþættinum eru Nylon-flokkurinn og allir sem komust í úrslit, sem flytja saman eitt lag. Þá mun eftirminnilegasti kepp- andinn úr áheyrnarprófunum stíga á svið. Mikil spenna hefur myndast fyrir X-Factor-keppninni í Færeyjum og verður úrslitaþátturinn sýndur í beinni útsendingu þar. Færeyingar munu þó ekki geta kosið sinn mann til sigurs. Páll Óskar Hjálmtýsson, einn dómara, sagðist búast við að mjótt yrði á munum milli keppenda, Einar Bárðarson tók undir það og sagði al- veg vera innistæðu í landinu fyrir annarri umferð af X-Factor m.v. þá hæfileika sem komu fram í þessari þáttaröð. Aðspurðir sögðust keppendur ekki vera hræddir um að þeir gleymdust strax eftir lokaþáttinn og ætla að nýta þessa athygli í gegnum X-Factor til að koma sér áfram í tón- listarheiminum. Í lok blaðamanna- fundarins fengu gestir að hlusta á brot úr hinu nýja lagi, „Hvern ein- asta dag“, og var augljóst að þar er íslenskt eðalpopp á ferð. X-Factor sýndur í Færeyjum Morgunblaðið/G.Rúnar X-Factor Páll Óskar, Hildur og Rakel í Hara, Jógvan og Einar Bárðarson.  Herra Ísland, Jón Gunnlaugur Viggósson, hafnaði í 13.–44. sæti í keppninni um fegursta karlmann heims sem fram fór í Kína á laugardag- inn. Það var Herra Spánn sem hreppti titilinn en eins og Jón Gunnlaugur segir á heimasíðu sinni kom það flestum á óvart. Þar segir Jón Gunnlaugur enn- fremur að ferðin hafi verið skemmtileg og mikil upplifun að vera höfðinu hærri en almenn- ingur í Kína og þó hann hafi ekki gert sér miklar vonir um sigur var hann farinn að gæla við að komast a.m.k. inn á meðal 12 efstu keppendanna. Herra Ísland hafði ekki erindi sem erfiði í Kína  Staðfest hefur verið að gríndá- valdurinn Sailesh sé á leið til lands- ins og mun hann troða upp á skemmtistaðnum Broadway föstu- daginn 27. apríl. Sailesh getur kinnroðalaust slegið um sig með nafnbótinni Íslandsvinur þar sem hann hefur komið á klakann alls þrisvar sinnum áður og haldið hátt í tuttugu sýningar um landið allt. Í þetta sinn verður þó aðeins um þessa eina sýningu að ræða, að sögn aðstandenda. Miðasala er hafin á www.midi.is, verslunum Skífunnar og BT úti á landi. Sailesh á leiðinni  Í Morgunblaðinu í gær kom fram að viðtal við Magnús Scheving lík- amsræktarfrömuð og athafnaskáld væri að finna í nýjasta hefti hins virta tímarits The Economist. Það sem gleymdist að minnast á og margir myndu telja aðalfrétt, er að samkvæmt viðtalinu stendur Magn- ús í samningaviðræðum við Nin- tendo-leikjarisann um framleiðslu á tölvuleik byggðum á Latabæ. Nintendo-leikur í smíð- um um lífið í Latabæ? GOLDMINE er eðlilega stórkostlegasta plata sem út hefur komið, fyrr og síðar, og við dauð- legir menn eigum að vera þakklátir fyrir að Silvía Nótt, eða Silvia Night, miskunni sig yfir okkur með óviðjafnanlegri poppsnilld sinni. Plat- an er reyndar það stórfengleg að hún lyktar bókstaflega af jarðarberjum. Sölvi Blöndal, tón- listarmaður og nemi við HÍ, vélaði um tónlistina á plötunni ásamt tveimur öðrum en segist ekki hafa unnið hana með Silvíu Nótt. „Ég vann hana með Ágústu Evu Erlends- dóttur,“ segir hann, „og tók engan þátt í leikrit- inu. Enda er búið að fella tjöldin.“ Súrrealískt Talið berst í framhaldinu að þessum tilbúna raunveruleika sem Silvía Nótt tilheyrir. Hvað er raunverulegt og hvað ekki? „Ef við lítum til söngkvenna eins og t.d. Kelis og Paris Hilton, þá eru þær jafn raunverulegar – eða óraunverulegar – og Silvía Nótt,“ segir Sölvi. „Þessar söngkonur höfðu viss áhrif á framvindu plötunnar.“ Platan var unnin síðasta sumar og Sölvi myndaði teymi ásamt þeim Birgi Erni Stein- arssyni og Sveinbirni Bjarka Jónssyni. „Það var frábært að vinna með þeim tveimur og allir voru mjög sammála um hverju ætti að ná fram. Þá á Warren Riker mikinn þátt í loka- útkomunni, en hann hljóðblandaði plötuna. Hann tók hluti sem ég hélt að væru eins ýktir og mögulegt væri og fór með þá enn lengra. Það var eiginlega súrrealískt vinnuferli í kringum plötuna, því þegar ég samþykkti að taka verkið að mér, í byrjun maí, var ég ekki með neitt í höndunum. En svo raðaðist þetta einhvern veg- inn saman hratt og örugglega.“ Grípandi Sölvi segist frá upphafi hafa verið einslags línuvörður í heimi Silvíu Nætur; Gaukur Úlf- arsson og Ágústa eru vinir hans frá fornu fari og hugmyndirnar og húmorinn á bakvið Silvíu voru honum því þegar tamar. „Og það er ekki hægt að hugsa sér betri út- gefanda að plötunni en Jakob Frímann Magn- ússon (útgáfufyrirtæki hans, Reykjavik Records, gefur út). Maður sem hefur gert mynd eins og Hvíta máva veit upp á hár út á hvað þetta geng- ur.“ Sölvi segir að í kringum Silvíu Nótt sé mikið leikrit, en þegar einhver grunlaus kaupandi í Þýskalandi pikki upp plötuna þá er þetta plata með söngkonunni Silviu Night – sem er jafn raunveruleg fyrir honum og næsta manneskja. Trikkið hafi því legið í því að búa til plötu sem hafi getað staðið ein, utan við gerviheim Silvíu Nætur. „Í raun og veru vil ég samt henda þessu mál- skrúði frá, því að mér gæti ekki staðið meira á sama um þennan ofurraunveruleika Silvíu Næt- ur. Ég er fyrst og síðast að reyna að búa til eins grípandi popplög og ég mögulega get, lög sem geta lifað framyfir eina hlustun. Ég frelsaðist til popps fyrir nokkrum árum, lagðist í Beach Boys ker og sé nú og heyri glögglega að poppið er ekki ómerkilegri list en önnur.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Poppari „Ég sé nú og heyri glögglega að poppið er ekki ómerkilegri list en önnur.“ Sölvi og Silvía Sölvi Blöndal semur tónlistina á fyrstu plötu Silvíu Nætur, Goldmine Silvia Night treður upp á NASA í kvöld ásamt Trabant og Gullfoss og Geysi. Tónleikarnir hefj- ast um miðnætti og er aðgangseyrir 1.500 kr. Quarashi Sölvi með þeim Steinari Orra og Ómari Erni árið 2003. Stjarnan Silvía Nótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.