Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 12
ÞEGAR tölur yfir framleiðslu og
sölu á nautgripakjöti fyrir síðasta
ársfjórðung (des. 06–feb. 07) eru
skoðaðar, má sjá að talsverð aukn-
ing hefur orðið á þessu tímabili,
m.v. sama tíma fyrir ári. Nemur
framleiðsluaukningin 21,3%. Mest
munar um aukna framleiðslu ung-
nautakjöts en hún hefur aukist um
28,2% á tímabilinu.
Sala á nautgripakjöti hefur verið
góð og ívið meiri en framleiðslan,
eða 3.333 tonn á síðustu 12 mán-
uðum, þannig að gengið hefur á
birgðir. Þær eru reyndar mjög litl-
ar á hverjum tíma, eða aðeins sem
nemur nokkurra daga slátrun,
enda er mestallt íslenskt nautakjöt
selt ferskt – og gott, segir á heima-
síðu kúabænda, naut.is
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Grænt og gott Nautpeningurinn í Langholtskoti í Hreppum úðar hér í sig
kjarngott grænfóðrið en mikil aukning hefur orðið í kjötframleiðslunni.
Umtalsverð aukning fram-
leiðslu og sölu á nautgripakjöti
12 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Vökvadælur
Vökvamótorar
Stjórnbúnaður
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
VIÐMIÐUNARVERÐ á þorski
hækkaði hinn fyrsta apríl um 7%.
Verðið hækkaði síðast hinn 7. marz
um 10% og þar áður um 3% 30. jan-
úar á þessu ári. Frá því fyrir um ári
síðan hefur viðmiðunarverðið hækk-
að um 59%. Viðmiðunarverðið gildir
sem lágmarksverð í beinum við-
skiptum útgerðar og fiskvinnslu.
Meginforsenda fyrir þessari
hækkun á viðmiðunarverði þorsks er
að verð á fiskmörkuðum innanlands í
marz hefur hækkað mikið milli ára
eins og í janúar og febrúar og hefur
það áhrif til hækkunar á viðmið-
unarverði þorsks. Verð á þorski er
um 50% hærra á mörkuðum nú í
marz miðað við sama tíma árið 2006.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
50% verðhækkun á
þorski á mörkuðum
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Veiðar Hann var fallegur fiskurinn sem skipverjar á Narfa VE lönduðu um daginn. Verð á fiski er nú með allra
hæsta móti. Því veldur gengislækkun krónunnar, mikil eftirspurn erlendis og hækkað verð á afurðum ytra.
Verð á þorski í beinum viðskiptum hefur hækkað um 59%
„Við höfum ekki breytt verði á fiski hjá okkur, þrátt
fyrir sveiflur í báðar áttir. Verðið hefur verið óbreytt
hjá okkur og við lækkuðum það ekki, þegar virðisauk-
inn var lækkaður úr 14% í 7%. Reyndar hækkuðum við
verð á lúðu og skötusel lítillega. Okkur þykir bezt að
halda verðinu stöðugu. Það er hins vegar liðin tíð að
fiskur sé ódýr,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir, fram-
kvæmdastjóri Fylgifiska.
Fiskverð er mjög mismunandi eftir verzlunum. Mik-
ið er um tilboð og margvíslega tilbúna fiskrétti, sem
torveldar verðsamanburð. Yfirleitt virðast verð-
sveiflur á fiskmörkuðum ekki koma fram í fiskbúðum
nema að takmörkuðu leyti. Kíló af roð- og beinlausum ýsuflökum kostar
1.150 krónur hjá Fylgifiskum. Á vef Hagstofunnar kemur fram vegið með-
altal fyrir verð á flökunum á síðasta ári. Það var þá 939 krónur í febrúar,
925 í maí, lægst 892 krónur í ágúst en hæst í nóvember 1.067 krónur.
Það er liðin tíð að fiskur sé
ódýr matvara á Íslandi
Guðbjörg
Glóð Logadóttir
BRIM hf. hefur gengið frá kaupum á
norskum frystitogara, sem er um 70
metra langur og var tekinn í notkun
árið 2003. Það er norska útgerðar-
fyrirtækið Nordland Havfiske sem
er að selja flaggskipið Vestvind frá
Melbu til Íslands. Fyrirtækið eru í
eigu fyrirtækis Kjell Inge Rökke,
Aker Seafoods.
Guðmundur Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Brims, segir að þessi
skipakaup séu liður í að endurnýja
skipaflota fyrirtækisins, en þau skip
Brims sem áður voru í eigu ÚA voru
komin til ára sinna. Guðmundur seg-
ir að ekkert liggi fyrir hvort þessum
kaupum fylgi aðrar breytingar á
skipastól Brims. Hann vill ekki gefa
upp hvert kaupverð skipsins er.
Frá þessu er greint á norskum
fréttavefjum og þar kemur fram að
gert er ráð fyrir að söluhagnaður
norska fyrirtækisins gæti orðið um
400 milljónir króna. Sala skipsins er
háð endanlegri skoðun á því og er
gert ráð fyrir að skipið verði afhent
fyrir lok júnímánaðar. Vestvind er
frystiskip, var upphaflega smíðað til
veiða á rækju og bolfiski. Síðustu ár-
in hefur verð á rækju verið svo lágt
og olíuverð svo hátt að útgerð skips-
ins hefur engum hagnaði skilað af
rækjuveiðunum. Ætlunin er að finna
nýrra skip, sem verður ódýrara í
rekstri. Með því móti getur fyrirtæk-
ið dregið úr útgerðarkostnaði, sem
gæti numið 100 milljónum króna fyr-
ir skatta. Þá er gert ráð fyrir að
þessar breytingar losi fé sem nemi
allt að einum milljarði króna. Brim
keypti nýlega frystitogarann Kleifa-
berg og hefur tekið við útgerð hans.
Brim kaupir norskt skip
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur
skipað nefnd til að kanna starfsemi
vist- og meðferðarheimila fyrir
börn. Í nefndinni eiga sæti Róbert
R. Spanó, prófessor í lögfræði við
HÍ, sem er formaður, Sigrún Júl-
íusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf
við HÍ, Jón Friðrik Sigurðsson, yf-
irsálfræðingur á LSH, og Ragnhild-
ur Bjarnadóttir, dósent í sálfræði
við KHÍ. Ritari nefndarinnar er Aa-
got V. Óskarsdóttir, sérfræðingur
hjá Lagastofnun HÍ. Nefndinni er í
fyrstu ætlað að kanna starfsemi
vistheimilisins Breiðavíkur á ár-
unum 1950 til 1980. Nefndinni er
ætlað að skila skýrslu um könn-
unina til forsætisráðherra eigi síð-
ar en 1. janúar 2008.
Nefnd um með-
ferðarheimili
ÞRÍR ráðherrar í ríkisstjórn Ník-
aragva skrifuðu á dögunum undir
samstarfssamning við Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands. Gísli Pálsson
umdæmisstjóri ÞSSÍ í Níkaragva
skrifaði undir samstarfssamn-
ingana fyrir hönd Íslendinga. Und-
irritunin vakti umtalsverða athygli
fjölmiðla og fjallað var um sam-
starfið við Íslendinga á öllum helstu
sjónvarpsstöðvum landsins, segir í
frétt frá ÞSSÍ. Atlantshafsströndin
er fátækasti hluti landsins og hefur
ríkisstjórnin, sem tók við völdum í
janúar, lagt áherslu á þróun á þeim
svæðum í öllum málaflokkum.
ÞSSÍ í Níkaragva
ÞJÓÐGARÐURINN á Þingvöllum,
Umhverfisstofnun, Landsvirkjun
og Orkuveita Reykjavíkur hafa
samið um samstarf sín á milli um
vöktun á lífríki Þingvallavatns.
Vöktunin mun veita mikilvægar
upplýsingar um ýmsa grunnþætti í
lífríki vatnsins sem er nauðsyn-
legur þáttur í verndun þess. Mark-
miðið með vöktuninni er að beita
samfelldum langtímamælingum svo
unnt verði að kortleggja hugs-
anlegar breytingar á lífríkinu í
vatninu vegna meintra álagsþátta
svo sem nýtingar vatnsins, frá-
rennslis, vatnsmiðlunar eða vega-
gerðar.
Morgunblaðið/Golli
Náttúra Séð yfir Þingvallarvatn.
Vöktun
á Þingvöllum
ÞREMUR ítölskum ferðamönnum
var komið til bjargar á mánudag á
Öxarfjarðarheiði, þar sem þeir
höfðu fest bíl sinn í vondu færi og
krapa. Vegurinn var lokaður og
voru merkingar uppi við, bæði á ís-
lensku og ensku.
Festu bíl sinn
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu stöðvaði á mánudagsmorgun
akstur konu á fertugsaldri vegna
gruns um ölvun undir stýri. Það
væri vart í frásögur færandi nema
að konan var með barn sitt, á leik-
skólaaldri, í bílnum. Konan má bú-
ast við sekt, sviptingu ökuleyfis og
að mál hennar verði sent barna-
verndaryfirvöldum.
Ölvuð með barn
FRÉTTIR