Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF UM PÁSKANNA
Páskar í Garðapreskalli
Skírdagur: Á skírdagskvöld verður
helgistund í Bessastaðakirkju kl.
20. Bjartur Logi Guðnason org-
anisti mun leiða logjörðina ásamt
söngkvartett, en sr. Friðrik J.
Hjartar þjónar fyrir altari. Helgi-
stund í Vídalínskirkju kl. 22. Þar
fer fram afskrýðing altaris og alt-
arisganga. Sr. Friðrik J. Hjartar og
Nanna Guðrún Zoëga þjóna fyrir
altari. Félagar úr kór Vídal-
ínskirkju leiða lofgjörðina. Föstu-
dagurinn langi: Guðsþjónusta í Ví-
dalínskirkju kl. 11. Sr. Jóna Hrönn
Bolladóttir og Nanna Guðrún
Zoëga þjóna fyrir altari, en kór Ví-
dalínskirkju syngur undir stjórn
Bjarts Loga Guðnasonar. Passíusál-
malestur hefst að lokinni guðsþjón-
ustu um kl. 11.30 og má gera ráð
fyrir að lestrinum ljúki um kl. 16. Á
milli sálmanna flytja Guðný Guð-
mundsdóttir og Gunnar Kvaran
tónverkið „Sjö hugleiðingar fyrir
fiðlu og selló“ eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson. Verk Magnúsar Tóm-
assonar „Handhæga settið“ verður
til sýnis í kirkjunni. Páskadagur:
Hátíðarguðsþjónusta verður í Ví-
dalínskirkju kl. 8. Sr. Friðrik J.
Hjartar og Nanna Guðrún Zoëga
djákni þjóna fyrir altari og sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir predikar. Morg-
unverður í boði Garðasóknar að
lokinni guðsþjónustunni. Hátíðar-
guðsþjónusta í Bessastaðakirkju kl.
11. Bjartur Logi Guðnason org-
anisti leiðir lofgjörðina ásamt Álft-
aneskórnum. Sr. Jóna Hrönn Bolla-
dóttir predikar og þjónar fyrir
altari. Allir velkomnir.
Hafnarfjarðarkirkja
Frambjóðendur til alþingis fjalla
m.a. um píslarsöguna í fjölbreyttu
helgihaldi dymbilviku og páska.
Helgihald verður fjölbreytt í Hafn-
arfjarðarkirkju í dymbilviku og á
páskum. Við guðsþjónusta á föstu-
daginn langa, 6. apríl, kl. 14., ath.
tímann, munu frambjóðendur til al-
þingiskosninga, Gunnar Svav-
arsson bæjarfulltrúi, Samúel Örn
Erlingsson fréttamaður, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra og Ögmundur Jón-
asson alþingismaður, lesa písl-
arsöguna úr Jóhannesarguðspjalli
og gera í fáeinum orðum grein fyr-
ir gildi hennar fyrir sig. Hjörleifur
Valsson leikur á fiðlu og félagar úr
kór kirkjunnar leiða sálmasöng.
Skírdagskvöld, 5. apríl, kl. 20 fer
fram helgistund með altarisgöngu.
Unglingakór kirkjunnar syngur
undir stjórn Helgu Loftsdóttur við
undirleik Önnu Magnúsdóttur.
Páskadagsmorgun, 8. apríl, hefst
hátíðarguðsþjónusta kl. 8. árdegis,
ath. tímann. Gunnar Gunnarsson
leikur á flautu og kór kirkjunnar
leiðir söng. Eftir guðsþjónustuna er
boðið til páskamorgunverðar í Há-
sölum Strandbergs. Laugardaginn
fyrir páska, 7. apríl, kl. 20 verða
haldnir gospel-tónleikar á vegum
Hjálpræðishersins á Íslandi í kirkj-
unni undir yfirskriftinni Horft til
himins. Hera Björt Þórhallsdóttir,
Kristjana Stefánsdóttir, Kurílena
og Knut Anders Sören frá Noregi
syngja og koma fram ásamt hljóð-
færaleikurum. Páskadagskvöld, 8.
apríl, kl. 20 fer fram hátíð-
arsamkoma Hjálpræðishersins með
miklum tónlistarflutningi. Prestar
Hafnarfjarðarkirkju.
Kyrravika og páskar í
Laugarneskirkju
Fimmtudagur 5. apríl, skírdagur:
Messa kl. 20. Altarisganga – altarið
afskrýtt. Sr. Hildur Eir Bolladóttir
prédikar og þjónar ásamt Sig-
urbirni Þorkelssyni meðhjálpara,
fulltrúum lesarahóps og sókn-
arnefndar. Gunnar Gunnarsson
leikur á orgelið og kór kirkjunnar
leiðir safnaðarsöng. Messunni lýk-
ur ekki, heldur halda viðstaddir út í
náttmyrkrið hugsi yfir atburðum
kvöldsins.
Föstudagur 6. apríl, föstudag-
urinn langi: Kl. 11 heldur messan
frá kvöldinu áður áfram. Sr. Hildur
Eir prédikar og þjónar ásamt Sig-
urbirni meðhjálpara, lesurum,
Gunnari og kórnum. Þorvaldur
Halldórsson syngur einsöng.
Kl. 13. Messa í sal Sjálfsbjargar í
Hátúni 12. Sr. Hildur Eir Bolladótt-
ir prédikar og þjónar ásamt Gunn-
ari Gunnarssyni organista, Kristni
Guðmundssyni meðhjálpara, Guð-
rúnu K. Þórsdóttur djákna og fleir-
um.
Kl. 14. Messa í hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni. Sr. Hildur Eir Bolla-
dóttir prédikar og þjónar ásamt
Jóni Jóhannssyni djákna. Félagar
úr kór Laugarneskirkju leiða söng-
inn undir stjórn Gunnars Gunn-
arssonar organista og tónlistar-
stjóra Laugarneskirkju.
Sunnudagur 8. apríl, páskadag-
ur: Kl. 8 er hátíðarguðsþjónusta.
Sr. Hildur Eir Bolladóttir prédikar,
Laufey Geirlaugsdóttir söngkona
tónar hátíðartón, Gunnar Gunn-
arsson leikur á orgelið og stýrir kór
kirkjunnar sem syngur fyrir kröft-
ugum almennum safnaðarsöng.
Þorvaldur Þorvaldsson syngur ein-
söng. Meðhjálpari er Sigurbjörn
Þorkelsson. Að lokinni guðsþjón-
ustunni um kl. 08.50 býður sókn-
arnefnd Laugarneskirkju upp á ný-
bökuð rúnnstykki með osti og
marmelaði, kaffi, ávaxtasafa og
dýrmætt samfélag. Allir velkomnir.
Kl. 11. Sunnudagaskóli í Hús-
dýragarðinum í Laugardal. Umsjón
hafa Stella Rún Steinþórsdóttir,
Þorvaldur Þorvaldsson, María Rut
Hinriksdóttir og sr. Hildur Eir
Bolladóttir.
Helgihald í Krists-
kirkju í Landakoti frá
skírdegi til páska
Fimmtudaginn 5. apríl er skírdag-
ur. Kvöldmáltíðarmessa er kl.
18.00. Að messu lokinni er tilbeiðsla
altarissakramentisins við Jósefsalt-
arið til miðnættis. Við erum beðin
af fara ekki strax úr kirkjunni (eða
koma aftur seinna) heldur dvelja
um stund á bæn. „Getið þið ekki
beðið með mér eina stund?“ spurði
Jesús lærisveina sína í grasgarð-
inum. Þessum orðum Jesú er beint
enn í dag til fylgjenda hans og
hvetja þau okkur til að dvelja með
honum á bæn.
Föstudagurinn langi. Föstuboðs-
og kjötbindindisdagur. Guðsþjón-
usta er kl. 15.
Krossferilsbæn á íslensku kl. 11.
Krossferilsbæn á ensku kl. 17.
Laugardaginn 7. apríl: Páskavaka
hefst kl. 22. Aðfaranótt páska er
helgasta nótt í kirkjuári. Það er
fyrst um sinn dimmt í kirkjunni. Þá
verður kveiktur páskaeldur og af
honum er kveikt á páskakerti sem
tákni fyrir upprisu Jesú Krists.
Presturinn ber það í hátíðlegri
helgigöngu inn í myrkvaða kirkj-
una og syngur: Lumen Christi –
Kristur, ljós vort! Í orðsþjónustunni
eru lesnir valdir kaflar bæði úr
Gamla og Nýja testamentinu þar
sem minnst er langrar sögu sam-
skipta Guðs við mennina. Að pré-
dikun lokinni er skírnarvatnið
blessað og allir endurnýja skírn-
arheit sitt. Biskupinn mun staðfesta
það með því að stökkva vígðu vatni
á söfnuðinn.
Sunnudaginn 8. apríl er páska-
dagurinn. Biskupsmessa kl. 10.30
einnig í tilefni af 50 ára prests-
vígsluafmæli Jóhannesar Gijsen
biskups. Sendiherra páfans á Norð-
urlöndum, hr. Giovanni Tonucci,
erkibiskup, flytur hátíðarprédikun.
Hátíðarmessa á ensku 18.
Annan í páskum, 17. apríl, er
messa kl. 10.30. Biskupsmessa á
pólsku og ensku kl. 15.
Ferð eldri borgara í
Laugarneskirkju að
Gljúfrasteini
Á fimmtudaginn 12. apríl heldur
eldriborgarastarf Laugarneskirkju
upp í ferð að Gljúfrasteini í Mos-
fellsdal til að skoða hús skáldsins.
Gljúfrasteinn var heimili og vinnu-
aðstaða Halldórs Laxness og fjöl-
skyldu hans í um hálfrar aldar
skeið en er nú opið almenningi sem
safn. Farið verður með rútu frá
Laugarneskirkju stundvíslega kl.
14. Í bakaleiðinni verður komið við
í Grafarvogskirkju þar sem veit-
ingar verða bornar fram og kirkjan
skoðuð.
Áhugasömum sem ekki eru þeg-
ar skráðir í ferðina er bent á að
skrá sig hjá Gunnhildi Ein-
arsdóttur, kirkjuverði Laugarnes-
kirkju, á þriðjudaginn 10. eða mið-
vikudaginn 11. apríl í síma 588 9422
eða hjá Sigurbirni Þorkelssyni,
framkvæmdastjóra Laugarnes-
kirkju, sem verður fararstjóri í
ferðinni í síma 863 0488.
Einsöngur á páska-
dagsmorgun
Kór Áskirkju flytur Jóhann-
esarpassíu J.S. Bachs, BWv 245, í
Fossvogskirkju á skírdag, 5. apríl,
og föstudaginn langa, 6. apríl.
Flytjendur eru Kór Áskirkju ásamt
Íslensku kammersveitinni, kons-
ertmeistari Hjörleifur Valsson. Ein-
söngvarar Ágúst Ólafsson barítón,
Bergþór Pálsson barítón, Eyjólfur
Eyjólfsson tenór, Gunnar Guð-
björnsson tenór, Hallveig Rúnars-
dóttir sópran og Jóhanna Ósk Vals-
dóttir messósópran. Stjórnandi er
Kári Þormar. Tónleikarnir hefjast
kl. 17 báða dagana.
Kyrravika og páskar í
Hallgrímskirkju
Á skírdag verður kvöldmessa í
Hallgrímskirkju kl. 20. Sr. Birgir
Ásgeirsson prédikar og þjónar fyr-
ir altari ásamt sr. Jóni D. Hró-
bjartssyni og messuþjónum. Org-
anisti Hörður Áskelsson sem
stjórnar Mótettukórnum. Í lok
messunnar verður höfð Getsem-
anestund. Altarið verður afklætt og
fimm rósir bornar fram og settar á
altarið sem tákn um fimm sára-
merki Krists. Þá verður sett fram
altarisklæði sem á sér ekki hlið-
stæðu hér á landi. Það er látið
standa í kirkjunni yfir föstudaginn
langa sem myndræn íhugun. Klæð-
ið er svart og ber mynd pelíkanans.
Klæðið gerði frú Unnur Ólafsdóttir
listakona.
Myndin af pelikananum er fornt
tákn píslanna og friðþæging-
arinnar.
Á föstudaginn langa guðsþjón-
usta kl. 11 í umsjá sr. Jóns D. Hró-
bjartssonar og messuþjóna. Org-
anisti og kórstjóri Björn Steinar
Sólbergsson, en Mótettukórinn
syngur og stýrir almennum safn-
aðarsöng.
Kl. 13.30 hefst lestur passíusál-
manna, en að þessu sinni verða
þessir lesarar: Grétar Einarsson og
leikararnir Arnar Jónsson, Guðrún
Ásmundsdóttir og Ragnheiður
Steindórsdóttir. Á milli lestra mun
Björn Steinar Sólbergsson leika á
orgel kirkjunnar. Síðla kvölds
þennan dag eða kl. 22 verður frum-
flutt í Hallgrímskirkju óratórían
Hallgrímspassía eftir Sigurð Sæv-
arsson. Verkið er byggt á Pass-
íusálmum Hallgríms Péturssonar.
Flytjendur eru kammerkórinn
Schola cantorum, og einsöngvarar
úr hans röðum, sem fara með hlut-
verk persóna píslarsögunnar, Jó-
hann Smári Sævarsson bassi, í hlut-
verki Hallgríms Péturssonar, og
kammerhópurinn CAPUT. Stjórn-
andi er Hörður Áskelsson.
Á páskadag verða tvær hátíð-
armessur, árdegisguðsþjónusta kl.
8 í umsjá sr. Birgis Ásgeirssonar og
hátíðarmessa og barnastarf kl. 11 í
umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar.
Magnea Sverrisdóttir djákni stýrir
barnastarfinu. Mótettukórinn syng-
ur í báðum messunum undir stjórn
Harðar Áskelssonar og Björn Stein-
ar Sólbergsson verður organisti.
Ensk messa verður á páskadag
kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs
Bjarnasonar.
Annan í páskum verður hátíð-
armessa með fermingu kl. 11.
Helgihald í Árbæj-
arkirkju um bænadaga
og páska
Það verður mikið um að vera í Ár-
bæjarsöfnuði um bænadagana og
páska. Fimmtudaginn 5. apríl, skír-
dag, munu á fjórða tug ungmenna
fermast í tveimur athöfnum, sú
fyrri hefst kl. 10.30 og sú síðari kl.
13.30. Á föstudaginn langa verður
guðsþjónusta kl. 11, sr. Sigrún Ósk-
arsdóttir þjónar fyrir altari. Lit-
hanían flutt. Magnús Guðmundsson
syngur einsöng og Bryndís H.
Gylfadóttir leikur á selló. Kirkju-
kórinn leiðir almennan safn-
aðarsöng undir stjórn Krizstine
Kalló Sklenár. Dagurinn er tekinn
snemma sunnudaginn 8. apríl á
páskadegi. Hátíðarguðsþjónusta
hefst kl. 8.00 árdegis, sr. Þór
Hauksson þjónar fyrir altari og
prédikar. Guðmundur Hafsteinsson
leikur á trompet. Bjarni Atlason
syngur einsöng. Kirkjukórinn leiðir
hátíðarsöng undir stjórn Krisztine
Kalló Sklenár. Eftir guðsþjón-
ustuna er kirkjugestum boðið í
safnaðarheimilið í páskamorg-
unverð. Fjölskylduguðsþjónusta er
kl. 11.00. Hátíðleg stund þar sem
ungum sem eldri er mætt með upp-
risuboðskapinn. Öll börn fá lítið
páskaegg þegar heim er farið.
Mánudaginn 9. apríl, annan dag
páska, er fermingarmessa kl. 10.30.
Kvöldvaka í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði
Að kvöldi föstudagsins langa verð-
ur dagskrá í Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði sem hefur yfirskriftina
kvöldvaka við krossinn. Kvöldvak-
an hefst kl. 20.30. Flutt verður
vönduð dagskrá í tali og tónum sem
tengist atburðum föstudagsins
langa. Stór kross hangir í kórdyr-
um og þar undir verða tendruð sjö
kertaljós meðan sunginn er sálm-
urinn Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré. Síðustu orð
Jesú á krossinum verða lesin og í
lok stundarinnar verða öll ljós í
kirkjunni slökkt og kirkjugestir yf-
irgefa kirkjuna myrkvaða. Kór Frí-
kirkjunnar leiðir söngdagskrá und-
ir stjórn Arnar Arnarsonar.
Listaflétta í
Langholtskirkju
Listaflétta og tónleikar föstudaginn
langa, 6. apríl, kl. 20. Kór Lang-
holtskirkju flytur föstutónlist.
Ljóðalestur – dans – myndlistarsýn-
ing.
Passíusálmalestur í
Hallgrímskirkju
Í Hallgrímskirkju á föstudaginn
langa verður lesið úr Passíusálm-
unum sem er í umsjón Grétars Ein-
arssonar en lesendur auk hans
verða leikararnir Arnar Jónsson,
Guðrún Ásmundsdóttir og Ragn-
heiður Steindórsdóttir. Flutning-
urinn verður óvenjulegur að því
leyti að lesendur skipta ekki heilum
sálmum milli sín heldur einstökum
erindum eftir efni og samhengi.
Þau hafa líka hugsað sér að nýta
rými kirkjunnar meira en venju-
lega og færa sig smám saman innar
og nær altarinu. Björn Steinar Sól-
bergsson organisti sér um tónlist-
arflutning milli lestra.
Átta kristin trúfélög
saman á skírdag
Að morgni skírdags, 5. apríl, kl. 11
verður haldin samkirkjuleg guðs-
þjónusta í kirkju Óháða safnaðarins
við Háteigsveg. Högni Valsson, for-
stöðumaður fríkirkjunnar Veg-
arins, predikar og safnaðarprestur
Óháða safnaðarins, sr. Pétur Þor-
steinsson, leiðir stundina. Fulltrúar
hinna safnaðanna í Samstarfsnefnd
kristinna trúfélaga á Íslandi flytja
bænir, fólk frá Aðventkirkjunni,
Hvítasunnukirkjunni, Íslensku
Kristskirkjunni, Kaþólsku kirkj-
unni og Þjóðkirkjunni. Hjálpræð-
isherinn annast tónlistarflutning og
söng með Miriam Óskarsdóttur og
Óskar Jakobsson í forystu. Allir eru
innilega velkomnir á þessa sam-
kirkjulegu bæna- og lofgjörð-
arstund í Óháða söfnuðinum.
Hátíðarguðsþjónusta á
páskadagsmorgun
í Laugarneskirkju
Hátíðarguðsþjónusta verður í
Laugarneskirkju á páskadags-
morgun kl. 8. Sr. Hildur Eir Bolla-
dóttir prédikar og Laufey Geir-
laugsdóttir söngkona tónar
hátíðartón. Organisti og kórstjóri
er Gunnar Gunnarsson. Kór Laug-
Morgunblaðið/ÓmarBessastaðakirkja