Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● HÆKKUN varð á hlutabréfum í kauphöll OMX á Íslandi í gær. Hluta- bréfavísitalan hækkaði um 0,7% og endaði í 7.550 stigum. Mest hækk- un varð á bréfum Vinnslustöðv- arinnar, eða 2,2%, bréf Actavis hækkuðu um 2,0% og Landsbank- ans um 1,9% Bréf Marels lækkuðu um 0,7 og Eimskipafélagsins um 0,6%. Gengi krónunnar lækkaði um 0,12% í gær. Velta á millibankamark- aði nam 21 milljarði. Hækkun í kauphöllinni ● ATLANTSSKIP hafa flutt losun og lestun skipa sinna frá Kópa- vogi til Hafn- arfjarðar. Fyrsta losun á nýju at- hafnasvæði í Hafnarfirði fór fram síðasta laug- ardag og í vikunni voru skipin Arn- arnes og Spaarnegracht losuð og lestuð í Hafnarfjarðarhöfn. Með þessari breytingu er lokið fyrri áfanga af tveimur í flutningum Atl- antsskipa til Hafnarfjarðar. Annar áfangi verður flutningur vöruhúsa- starfsemi skipafélagsins og skrif- stofu til bæjarins. Áætlað er að hon- um verði lokið fyrir loks þessa árs. Þá verður öll starfsemi fyrirtækisins kominn á einn stað í Hafnarfirði. Atlantsskip flytur til Hafnarfjarðar Skip Atlantsskip eiga Arnarnesið. ● DANSK-íslenska fríblaðið Nyheds- avisen er samkvæmt fregnum Berl- ingske Tidende og fleiri miðla að rétta úr kútnum, miðað við aukinn lestur og meiri trú auglýsingastofa á verkefninu, sem spá því að í sumar hafi blaðinu fyrir alvöru tekist að skapa sér sess á dönskum blaða- markaði. Hins vegar er sett spurn- ingarmerki við hve lengi og hve mikið eigendur blaðsins eru reiðubúnir að leggja fé í fjárfrekan reksturinn. Bent er á að lesendum Nyhedavisen hafi fjölgað um 28% frá janúarmánuði til febrúar sl., eða úr 249 þúsundum í 341 þúsund lesendur. Nyhedsavisen að ná vopnum sínum? ÁÆTLAÐ er að 40 til 50 lánshæf- iseinkunnir evrópskra og banda- rískra banka hjá matsfyrirtækinu Moody’s verði lækkaðar og er talið að íslensku bankarnir séu þar á með- al. Fram hefur komið að lánshæfis- einkunnirnar geti lækkað um einn til þrjá flokka en þær verða birtar fyrir 10 apríl næstkomandi, en sagt er frá þessu í Hálffimmfréttum greiningar- deildar Kaupþings. Í lok febrúar kynnti alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moodys Investors Service breytta aðferða- fræði við að meta lánshæfi banka. Aukin áhersla var lögð á mögulegan utanaðkomandi stuðning, t.d. af hálfu ríkissjóðs viðkomandi lands sem leiddi til þess að talsverðar breytingar urðu á lánshæfi margra banka. Í kjölfar þess hækkaði Moo- dys lánshæfismat íslensku bankanna í hæstu mögulega einkunn fyrir langtímaskuldbindingar eða Aaa. Fyrirtækið hlaut mikla gagnrýni fyrir þessar breytingar og nú um nokkra stund hefur þess verið vænst að aðferðafræðin yrði endurskoðuð. Í Hálffimmfréttum segir að af er- lendum fréttaflutningi að dæma virðist markaðsaðilar ytra gera ráð fyrir að lánshæfiseinkunnir íslensku bankanna þriggja, Glitnis, Kaup- þings og Landsbankans, verði lækk- aðar um allt að þrjá flokka og muni þeir þá í versta falli hljóta lánshæf- iseinkunnina Aa3. Ef það verður til- fellið verða bankarnir samt sem áður með betri einkunn en fyrir breyting- arnar hjá Moodys í febrúar en þá var einkunn Landsbankans A2 og ein- kunnir Kaupþings og Glitnis A1. Búist við lækkun lánshæf- ismats íslensku bankanna Moody’s birtir fljótlega endurskoðaðar einkunnir þeirra muni njóta þeirra aðgerða í formi hækkandi verðs hlutabréfa.“ Pólitísk óvissa Í greinargerð sérfræðinga Grein- ingar Glitnis er vikið að nokkrum áhrifaþáttum sem geta haft áhrif á hlutabréfaverð á árinu. Úrslit kom- andi þingkosninga er einn af þeim og óvissa sögð um hver niðurstaðan verður. Lagaleg og efnahagsleg þró- un í umgjörð hlutabréfamarkaðarins sé meiri óvissu háð en ella af þessum sökum. „Útkoma kosninganna getur haft umtalsverð áhrif á verðþróun hlutabréfa flestra félaga á markaðn- um,“ segja Glitnismenn. Glitnir spáir 37% hækkun hlutabréfa Úrslit þingkosninga gætu haft veruleg áhrif á markaðinn Morgunblaðið/Golli Hlutabréf Ef spá Greiningar Glitnis gengur eftir munu hlutabréf hækka um 37% á árinu. Hlutabréfasalar munu hafa í nægu að snúast við skjáinn. GREINING Glitnis kynnti í gær nýja afkomuspá sína fyrir hluta- bréfamarkaðinn. Horfur eru taldar góðar á árinu fyrir félög í kauphöll- inni og útlit fyrir áframhaldandi hækkun hlutabréfa. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hækkaði úrvalsvísi- tala hlutabréfa um 16,8%, sem er meira en allt árið í fyrra er vísitalan hækkaði um 15,8%. Spáir Greining Glitnis því að hlutabréfavísitalan eigi eftir að hækka um 17% til viðbótar á árinu, miðað við lokagildi hennar í lok mars, og vísitalan muni því hækka um 37% á þessu ári. Góð arðsemi og stöðugur vöxtur muni stuðla að hækkun hlutabréfanna. Gert er ráð fyrir almennt góðri af- komu fjármála- og fjárfestingafyrir- tækja og að þau styðji að stærstum hluta við hækkun á hlutabréfaverði til ársloka. Reiknað er með að mörg rekstrarfélaganna muni skila lakari ávöxtun en fyrrnefnd félög. Undan- tekningarnar er sagðar Actavis og Bakkavör, þar megi búast við góðri afkomu á árinu og viðburðaríkum mánuðum framundan. Um bankana segir m.a. í afkomuspánni: „Við teljum að ytra umhverfi bankanna sé nokkuð hagfellt sem lýsir sér m.a. í því að vöxtur þeirra er fjármagnaður með fjölbreyttari fjár- mögnunarleiðum en áður. Við teljum bankana hafa brugðist skynsamlega við gagnrýni erlendra mats- og greiningarfyrirtækja og að hluthafar Í HNOTSKURN »Greining Glitnis reiknarmeð að hlutdeild erlendra fjárfesta á innlenda mark- aðnum muni vaxa á árinu og að dýpt hans aukist samhliða. »Með innlimun KauphallarÍslands í OMX hafi sýni- leiki fyrirtækjanna á al- þjóðamarkaði aukist. »Jafnframt geti það hafttalsverð áhrif ef eitthvað í heimsbúskapnum fæli erlenda fjárfesta frá Íslandi. Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is UM 450 milljóna tap varð af rekstri Nýsis í fyrra á móti liðlega 1,6 millj- arða króna hagnaði árið 2005. Tekið skal fram að eignasafn félagsins stækkaði gríðarlega í fyrra; heildar- eignir Nýsis í árslok námu 44,9 millj- örðum króna á móti 16,4 milljörðum króna í árslok 2005. Þannig má nefna að fasteignaeign Nýsir jókst úr 11,9 milljörðum í 25,4 milljarða, verð- mæti lóða og fasteigna í byggingu jókst úr um 900 milljónum í 4,3 millj- arða króna, óefnislegar eignir fóru úr 470 milljónum í 4,3 milljarða og eignarhlutir í hlutdeildarfélögum námu 2,57 milljörðum á móti 210 milljónum í árslok 2005. Fjármagnsgjöld nær sexfaldast Þegar horft er á rekstrarreikning- inn munar mestu um svokallaða matsbreytingu fjárfestingaeigna, þ.e. væntanlega uppfærslu á gang- verði fasteigna, sem skilaði félaginu 1,9 milljörðum 2005 en 366 milljón- um í fyrra. Tekjur félagsins nær þrefölduðust milli ára, fóru úr tæp- um 1,4 milljörðum 2005 í 3,95 millj- arða í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 1,3 milljörðum á móti 2,3 milljörðum 2005. Nettó fjár- magnsgjöld jukust hins vegar gríð- arlega eða úr 344 milljónum 2005 í 2,17 milljarða króna í fyrra, þannig að tap fyrir skatta nam 525,5 millj- ónum á móti 1,98 milljarða hagnaði 2005. Jákvæð tekjuskattsfærsla upp á 75 milljónir gefur 450 milljóna tap. Nýsir keypti tvö fasteignafélög í Danmörku í fyrra og tók yfir tvö verkefni í einkaframkvæmd á Bret- landi; á haustmánuðum keypti Nýsir UK 69% hlut í breska fasteigna- stjórnunarfélaginu Operon. Stærsta verkefni félagsins hér innanlands er uppbygging tónlistar- og ráðstefnu- húss, hótels og fleiri mannvirkja við austurhöfnina í Reykjavík en Nýsir á helming í Eignarhaldsfélaginu Portus sem stofnað var kringum verkefnið. Eignir Nýsis um 45 milljarðar Tap af rekstrinum 450 milljónir og eiginfjárhlutfall lækkar úr 24% í 14% Morgunblaðið/Árni Sæberg Verk Stærsta verkefni Nýsis er að- ild að byggingu tónlistarhússins. JÓHANN Óli Guðmundsson, eigandi Wireless Broadband Sys- tems (WBS), hef- ur keypt allt hlutafé í HIVE, en áður hafði hann einnig keypt öll hluta- bréf í fjarskipta- félögunum Atl- assíma og eMax. Félögin fjögur verða sameinuð undir merkjum HIVE. Hið nýja félag mun einbeita sér að svokallaðri fjórðu kynslóð þráðlausra fjarskipta (4G) þar sem öll þjónusta, svo sem sími, sjónvarp, hvers konar nettengsl og mynd- veitur (e. Video-on-Demand), er veitt á þráðlausu svonefndu IP- formi. Farsímar fyrir fjórðu kyn- slóðina eru í hraðri þróun og standa vonir til að þeir komi á neyt- endamarkað undir lok þessa árs, segir í tilkynningu frá Hive. Er gagnahraðinn tífaldur á við þriðju kynslóðar farsíma. Fyrirtæki Jóhanns Óla, WBS, hefur á undanförnum árum unnið að tækniþróun fyrir fjórðu kynslóð- ina bæði hér á landi og í Þýska- landi. Sameinað félag hyggst efla og bæta núverandi þjónustu við hátt í 20 þúsund viðskiptavini og ryðja 4G nýjungum braut með nýj- um tæknilausnum og lækkuðu verði. Í kjölfarið er stefnan sett á markaðsfærslu kerfisins á al- þjóðamarkaði. Allur gagnaflutningur fyrir far- síma, heimasíma, nettengingar, sjónvarpsrásir og myndveitur fer fram í loftinu og verða kaplar inn í hús fyrir vikið óþarfir. Jóhann Óli kaupir Hive Jóhann Óli Guðmundsson " #   $ %   # & '() * + ,  $  -. !/  !   =9 '1 3>"'0!?'1 3>'1 3>'@! '@7+ 3'0!?'1 )"('0!?'1 +'0!?'1 0''1 1'A ?B'6  *!?C''1  '6 '1 ,'1 ,>'+'1 2! ! )!D'+$D11'1 #!'1 0.1   A/'1 +'0!?'1 E> '0!?' '1 E> >'0!?'1 F$'1 -,G'3) H& '1 H& ('1 5!('1 2     2D!B''2!! '"1 -  %34 & )'0 '1  ?$'1                                    %%'        %%' %%'             ! ! "   # #!  " " !     #           "?  H' '' ''*!?''''''''''2 ;1; 1: 1: <1<< 9 1=  ;;1:<=1 9; ;1<991:; =;1  1 9 :19 1< < ; 1;;19< ;1;< 1 91; ; ;1 =19;;1<:9 :1 1  ;;:1 91 ; 9=1 ;1 1;1: 9 1; 1:== =1 < 1:9 ;1 ; 19 1;==1<<< 1 <9 = 9 <  :< 9 < << 9 : 99 ;< 9< 9 :< == < ;<= << = ;<  < ; ; :< ;  << : < =9 9 < 9 :< ;9 < ''  : = <  '' '' '' = :  <<  := ;< << 9 :: 99 =< < 9 < == < ;<< << = =<  < ; :< ; < ; < : =< =:  << 9 < '' ''  ; < << '' '' '' '' 5?' '! 3H1'I'3!! +$(  "?  ; ;  : ; < :9   :  9 ;< = '' '' J "1" 11 << =11 << =11 << =11 << =11 << =11 << =11 << =11 << =11 << =11 << =11 << =11 << =11 << =11 << =11 << =11 << 11 << =11 << 11 << 1=1 << =11 << =11 << =11 << =11 << 1=1 << 1;1; << :1=1 << -,G6 -,G    ! !  8 8 -,G 7)G   !  !  8 8 JK'L     ! ! 8 8 +H2A J3G    ! !  8 8 -,G8; -,G'%<    !  !  8 8 ● SEÐLABANKINN byrjar að lækka stýrivexti sína í júlí nk. Þetta er mat greiningardeildar Landsbankans sem telur að niðurstaða íbúakosn- inganna í Hafnarfirði renni stoðum undir slíka spá, þó enn séu miklar líkur á áframhaldandi stóriðjufram- kvæmdum hér á landi á næstu ár- um. Óvissa sé hins vegar um tíma- setningar framkvæmda. Hverfandi líkur séu á því, að í slíkar fram- kvæmdir verði ráðist fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Vaxtalækkun í júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.