Morgunblaðið - 04.04.2007, Page 4

Morgunblaðið - 04.04.2007, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skráðu þig fyrir 15. maí 2007. MA í skattarétti „ÞETTA hefur verið vandamál undanfarin ár,“ seg- ir Daníel Friðjónsson, formaður stjórnar Lúðra- sveitar Reykjavíkur, um veggjakrot á Hljómskál- anum við Fríkirkjuveg. Um þessar mundir er húsið útbíað í slíku kroti og raunar hefur veggjakrot víða verið til ama í borginni í vetur. Daníel segir sveitina ekki eiga peninga til að mála yfir krotið á húsinu um leið og þess verður vart. „Við höfum varla efni á að mála húsið einu sinni, hvað þá oft,“ segir hann. Nýtt krot bætist við í hverjum mánuði, en lúðrasveitin beri kostnað af viðhaldi við húsið. Hann segist vonast til að málað verði yfir veggjakrotið á Hljómskálanum með vor- inu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Höfum varla efni á að mála“ RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært tvo menn vegna mengunarslyss á Eskifirði 27. júní í fyrra, þegar klórgas slapp út í kjallara sund- laugarbyggingar og olli því að fjöldi fólks veikt- ist. Ákæran á hendur stöðvarstjóra Olís á Reyðarfirði og eins undirmanns hans var þing- fest hjá Héraðsdómi Austurlands í gær og geta mennirnir átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Í ákæru er stöðvarstjóra Olís gefið að sök að hafa afgreitt þúsund lítra tank, sem merktur var 80% ediksýra, í stað þúsund lítra af 15% klórlausn sem átti að dæla í klórtank sundlaug- arinnar á Eskifirði. Honum er einnig gefið að sök að hafa gefið undirmanni sínum fyrirmæli um að fara með tankinn og dæla innihaldi hans á klórtank laugarinnar. Undirmaðurinn er ákærður fyrir að dæla 200 lítrum af ediksýrunni í klórtankinn án þess að ganga úr skugga um hvort í honum væri klór- lausn. Þetta hafi leitt til þess að ediksýran blandaðist 300 lítrum af klórlausn sem fyrir var í klórtankinum og við það myndaðist hin eitr- aða lofttegund klórgas. Í kjölfarið hafi 45 manns orðið fyrir eitrunaráhrifum, þar á meðal sviða í augum, uppköstum, ertingu og verkjum í öndunarfærum og lungum, sem í alvarlegustu tilfellum leiddu til mikilla öndunarerfiðleika. Ákært er fyrir brot á 165. gr. almennra hegningarlaga þar sem fangelsi er lagt við því ef einhver bakar öðrum tjón m.a. með út- breiðslu skaðlegra lofttegunda. Mun það vera mjög sjaldgæft að höfðað sé mál fyrir brot á þessari hegningarlagagrein. Tekið er á brotum sem þessum í 28. kafla hegningarlaga um al- mannahættu. Aðalmeðferð í málinu fer fram 22. maí n.k. hjá Héraðsdómi Austurlands. Ákært vegna mengun- arslyss á Eskifirði Ljósmynd/Helgi Garðarsson Eitrað andrúmsloft Sundlaugargestir og aðrir nærstaddir glímdu við öndunarerfiðleika og uppköst er klórgasið myndaðist. HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrí- tugsaldri til sjö mánaða fangels- isvistar fyrir innbrot og þjófnað. Maðurinn sem á að baki nokk- urn sakaferil hlaut síðast dóm í Hæstarétti í maí 2005 og var þá dæmdur í árs fangelsi. Hann fékk reynslulausn í mars á síðasta ári og rauf því skilyrði hennar með brotum sínum. Játaði brotin Maðurinn játaði brotin en hon- um var gefið að sök að hafa brotist inn í verslun á Akureyri og stolið þaðan tóbaki, sælgæti og fimmtán þúsund krónum í reiðufé. Einnig var hann ákærður fyrir innbrot í íbúðarhús í Hafnarfirði þar sem meðal annars var stolið rafhlöðum, hleðslutæki fyrir GSM- síma, sokkum og snyrtivörum. Freyr Ófeigsson dómstjóri kvað upp dóminn. Eyþór Þorbergsson fulltrúi lögreglustjórans á Akur- eyri sótti málið af hálfu ákæru- valdsins. Stal sokk- um og raf- hlöðum Dæmdur í 7 mánaða fangelsi í héraðsdómi BJÖRGVIN G. Sigurðsson hefur fyrir hönd Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd óskað eftir fundi í nefndinni til að fara yfir stöðuna í kjaradeilu fangavarða og yfirvalda. „Staðan er að mati okkar mjög alvarleg og teflir í tvísýnu starf- semi fangelsa landsins. Það stefnir í neyðarástand í íslenskum fang- elsum leysist kjaradeilan ekki og teljum við ófært að bíða þar til eftir kosningar með umfjöllun allsherj- arnefndar um málið,“ segir í til- kynningu frá Björgvin. Björgvin óskar eftir að á fundinn komi fulltrúi fangavarða og fulltrúi dómsmálayfirvalda, fangels- ismálastjóri og dómsmálaráðherra. Björgvin vill einnig að á fund- inum verði rædd sú staða sem uppi er í fangelsismálum vegna húsnæð- iseklu, biðlista eftir betrun og „þeirra viðvarandi mannréttinda- brota sem framin eru á þeim föng- um sem vistaðir eru við hörmulegar aðstæður í fangelsinu á Skóla- vörðustíg,“ eins og segir í tilkynn- ingu Björgvins. Stefnir í neyð- arástand í fangelsum ÞEIR sem áttu leið um Ólafsbraut- ina í Ólafsvík um hádegið í gær ráku upp stór augu, þegar þeir gengu framhjá húsi númer 50. Þar var Pól- verjinn Zbigniew Pienkowski að slá blettinn, en það telst til tíðinda að menn taki til við slík verk svona snemma vors. Zbigniew sá greini- lega ástæðu til þess og býr kannski að reynslu frá gamla landinu. Fyrsti sláttur í Ólafsvík Morgunblaðið/Alfons HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð héraðs- dóms Reykjaness yfir ungum karl- manni vegna fjölmargra auðgunar- og fjármunabrota, auk fíkniefna- og umferðarlagabrota á tveggja mánaða tímabili. Segir í dómi héraðsdóms að kom- ið hafi í ljós að maðurinn sé í mikilli óreglu og án atvinnu. Er það mat lögreglu að hann muni halda áfram afbrotum ef hann verði látinn laus, en hann fjármagnar fíkniefna- neyslu með innbrotum. Maðurinn mun sitja í gæslu til 23. apríl nk. Í mikilli óreglu og án atvinnu TÍÐARFAR í mars var fremur óró- legt. Það var þó lengst af hagstætt til landsins, en til sjávarins var gæfta- lítið og tíðin talin slæm. Samgöngu- truflanir á heiðarvegum voru með tíðara móti sökum illviðra, en snjór var með minna móti í lágsveitum miðað við árstíma. Þetta kemur fram í yfirliti frá Veðurstofu. Þrátt fyrir hlýindi vel yfir með- allagi voru þrír marsmánuðir á síð- ustu árum hlýrri en þessi (2003, 2004 og 2005). Meðalhiti í Reykjavík mældist 2,2 stig og er það 1,7 stigum ofan meðallags. Á Akureyri var með- alhitinn 2,0 stig sem er 3,3 stigum of- an meðallags. Á Hveravöllum var meðalhiti -3,6 stig og er það 2,3 stig- um ofan við meðallag. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 3,1 stig. Úrkomusamt var í mánuðinum. Í Reykjavík mældist úrkoman 129 mm og er það 57% umfram meðallag og mesta úrkoma í mars frá árinu 2000, en þá mældist hún 146 mm. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 101 og er það 10 stundum undir meðallagi marsmánaðar. Á Akureyri mældust sólskinsstund- irnar 51 og er það 26 undir með- allagi. Þetta er minnsta sólskin í mars á Akureyri síðan 1981, en ámóta sólarlítið var þó 1994. Hæsti hiti sem mælst hefur í marsmánuði Lægsti hiti á landinu í mars mæld- ist á Kolku nærri Blöndulóni, -21,4 stig, en lægsti hiti í byggð mældist í Möðrudal 20. mars, -19,9 stig. Hæsti hiti mældist á Sauðanesvita hinn 31., 16,9 stig. Hiti fór í 18,4 stig á Dala- tanga síðar um kvöldið hinn 31. Það hámark telst til aprílmánaðar í bók- um Veðurstofunnar. 28. mars árið 2000 mældist hiti á Eskifirði 18,8 stig og er það hæsti hiti sem mælst hefur í marsmánuði hér á landi, en á mannaðri stöð hefur hiti orðið hæst- ur á Sandi í Aðaldal 27. mars 1948. Frekar órólegt tíð- arfar í marsmánuði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.