Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í TÍÐ núverandi stjórnar hafa
kjör eldri borgara og öryrkja orðið
óviðunandi. Í velferðarsamfélagi
okkar er ekki rúm
fyrir þessa hópa.
Fjandskapur stjórn-
valda í garð þeirra
hefur aukist ár frá
ári. Bótaskerðingar
frá TR voru ekki til
fyrir 1993. Þá hófust
þær og árið 2000 urðu þær hrein-
asta ómannúð og lögleysa. Gleym-
um ekki síhækkuðum gjöldum til
heilsugæslu og þjónustu. Eldri
borgari og öryrki skilar smán-
arkjarabótum sínum fljótt til rík-
isins í hækkuðum gjöldum, þátttöku
í lyfjakostnaði o.s.frv. Nú er svo að
ef t.d. öryrki fær greiðslur úr líf-
eyrissjóði og vinnur líka fyrir smá-
tekjum, er strax byrjað að skerða
örorkulífeyrinn. Ef tekjurnar fara
krónu yfir vissa fjárhæð er sú fjár-
hæð tvöfölduð og reiknast sem
skuld við TR. Er hægt að vera
ómannúðlegri? Trúlega vegna
hræðslu við yfirvofandi framboð
eldri borgara, leyfðu stjórnvöld ör-
yrkjum að vinna fyrir 25 þús. kr.
brúttó frá 1.1. 2007 á mán. (átti að
verða 2010). Upphæðin er svo fá-
ránleg að engu tali tekur. Blaðberi
fær 40–50 þús. kr. á mánuði. Hvers
vegna eru alltaf svona „mörk“ á
tekjum? Ekkert annað en illvilji því
að enga atvinnu er að fá sem gefur
af sér 25 þús. kr. brúttó.
Bygginga- og matvörukeðjur
hafa tekið upp á að bjóða eldri
borgurum vinnu. Það er virðing-
arvert skref í rétta átt, en hentar
betur karlmönnum. Konur sem eru
öryrkjar eða komnar af léttasta
skeiði fá ekki vinnu þótt þær séu
vel menntaðar og geti gefið sig all-
ar að vinnunni án áhyggna af börn-
um og heimili. En íslensk fyrirtæki
vilja ekki eldri konur. Ungdóms-
dýrkunin er í algleymingi – reynsla
skiptir ekki máli. Það er mikið at-
vinnuleysi meðal eldri kvenna.
Samtök okkar gilda jafnt fyrir
unga, miðaldra og eldri borgara,
þ.e. alla. Þau krefjast þess að líf-
eyrir allra eldri borgara og öryrkja
verði lágmark 210 þús. kr. og
hækki í samræmi við launavísitölu.
Ennfremur að sett verði í forgang
bygging leiguíbúða fyrir eldri borg-
ara og að hjúkrunarheimila-
hneykslið verði leyst. Ríkið hafði
bæði í fyrra og hittiðfyrra 60 millj-
arða í tekjuafgang svo að gamla
lumman: „engir peningar eru til“ er
tóm þvæla.
Þjóðfélag okkar er á skelfilegri
leið. Getur verið að íslenskir stjórn-
málamenn séu svona illgjarnir og
vondir? Að þeir eigi ekki foreldra,
frændur, frænkur, afa og ömmur,
hafi ekki þekkt fólk sem er fátækt
eða öryrkja og séð hvernig að þeim
er búið? Að þeir sjái ekki smánarlíf-
eyrinn sem verka- og launafólkið
fær? Aldrei komið inn á hjúkr-
unarheimili? Hvað er að þeim?
Stjórnarþingmenn „vilja ekki sjá“
það ósómaþjóðfélag sem þeir hafa
búið til. Þeir sitja alltof lengi,
áhyggjulausir um allt, hugsa um
það eitt að sitja nógu lengi, helst út
stutta starfsævi sína – og allir
flokkar eru ein samtrygging spill-
ingar.
Með vissu millibili fara fram
þjóðarsafnanir fyrir „veik börn“. Þá
er þjóðin samhent, vinnur sjálf-
boðastörf, allir gefa og gefa. Þá
gleymist að heilbrigðiskerfinu á að
vera skylt að sinna veikum börnum,
jafnt og öllum veikum þegnum.
Fólk tekur að sér fjármögnun fyrir
ríkið. – En sé hægt að veita veikum
börnum, börnum með alls kyns
fæðingargalla og/eða fötluðum
börnum þá hjálp að þau lifi verða
þau fljótt 18 ára og þar með full-
orðið fólk. Þá eru mörg þeirra ör-
yrkjar, andlega og/eða líkamlega
vanheil – og þá byrjar sultarlíf
þeirra. Smánarlega lágar bætur
sem allt er gert til að skerða, líf á
stofnunum þar sem umönnun er
upp og niður og aðstandendur líða.
Andlega veilt fólk er litið hornauga,
þótt hið gagnstæða sé fullyrt á há-
tíðastundum.
Hið sama gildir um þá sem lenda
í neyslu vímuefna eða áfengis. Þjóð-
félagið þykist í orði vera ánægt með
að fólk leiti sér hjálpar, „fari í með-
ferð“. Á borði er þetta fólk litið
hornauga og talað um „aumingja“.
Hvers vegna skyldi þessu fólki ella
vera sagt við útskrift að krossa við
„nei“ ef í atvinnuumsókn er spurt
hvort viðkomandi hafi átt við
neyslu- og/eða geðræn vandamál að
stríða? Svona er hræsnin, fordóm-
arnir blómstra. Hugleiðum líka
stöðu SÁÁ – alltaf í fjárskorti; sýnir
það góðan hug ráðamanna til þeirr-
ar þjóðarnauðsynlegu stofnunar?
Við lesum sífellt um hræðileg
slys þar sem „fólk kemst lífs af“,
eftir legu í öndunarvél vikum sam-
an. Er fylgst með því, lífi þess og
afkomu? Fréttum við frá sjúkra-
deildum hvort það varð heilbrigt
eða liggur lamað og þaðan af verra?
Ef til vill fyrirvinnur heimila?
Fólki almennt detta hvorki slys,
örorka né alvarlegir sjúkdómar í
hug og að verða þar með baggi á
stjórnvöldum. Þess vegna eru kjör
eldri borgara og öryrkja því fjar-
læg. Ef slíkt hendir „ekki ég“ fólk-
ið, kynnist það fyrst ósóma þeirrar
stjórnar sem hér hefur farið með
völd sl.12 ár. Þrautagöngu í gegn-
um illviljað kerfi, bætur sem er ólif-
andi af. Fólk situr í áhyggjum fá-
tæktargildru, lífsneistinn slokknar
þegar það hefði mesta þörf fyrir að-
stoð og gleði inn í líf sitt.
„Ung(ur) í dag, lífeyrisþegi á
morgun“ mætti segja. Mikið er
rætt um lífeyrisárin sem besta ævi-
skeiðið. Svo gæti verið ef almennur
lífeyrir væri tilhlökkunarefni.
Hvað sannar betur að alþingis-
mennska á ekki að verða lífsstarf?
Burt með þaulsætnar, veru-
leikafirrtar, ómannúðlegar og hug-
sjónalausar stjórnir. Hámarkssetu
á þingi þarf að lögfesta.
Hvers vegna er nú knýjandi þörf
á framboði eldri borgara og öryrkja?
Eftir Arndísi H. Björnsdóttur
Höfundur er formaður
Baráttusamtaka eldri
borgara og öryrkja.
Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina,
sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu-
leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Alþingiskosningar
FYRIR ber að frásagnir fjöl-
miðla snarskekkja upplýsingar
um það efni sem greina átti frá.
Fyrir nokkrum dögum var því
lýst á ársfundi Orkustofnunar á
Akureyri að álitamál sé hve mikl-
ar niðurgreiðslur eigi að vera á
raforkuverði í dreifbýli and-
spænis möguleikum til þess að
auka orkusparnað með umbótum
á húsnæði.
Ríkisútvarpið skýrði frá þessu
með þeim hætti að allmargir
skildu sem svo að sú stefna hafi
verið tekin að draga mjög úr eða
jafnvel fella niður allar nið-
urgreiðslur á raforkuverði í dreif-
býlinu.
Þetta er fjarri öllu lagi. Á þessu
ári verður varið tæpum 1.100
milljónum króna til niður-
greiðslna og tengdra verkefna. Á
síðasta ári var tæpum milljarði
króna varið í sama skyni. Auk nið-
urgreiðslna er meðal annars um
að ræða framlög til stofnkostn-
aðar hitaveitna, framlög til orku-
sparnaðar og húsaviðgerða og
fleira.
Mikið hefur verið rætt um að
orkukostnaður í dreifbýlinu hafi
hækkað verulega síðustu tvö til
þrjú ár, eftir að nýskipan raforku-
mála var komið á. Yfirlit frá Rarik
bendir ekki til þess að þetta eigi
sér stoð í veruleikanum. Miklu
fleiri njóta sambærilegs verðs eða
5–15 % lækkunar í raunverði á
tímanum frá 2004 heldur en þeir
sem hafa þurft að taka á sig
hækkanir. Þær hækkanir sem þó
hafa orðið eru hjá flestum innan
við 15 % á þessum tíma.
Greining á ástæðum verðhækk-
ana á raforku í dreifbýli á þessum
sama tíma leiðir ekki til þess að
sömu ástæður finnist hjá öllum
eða flestum þeim sem hafa orðið
fyrir hækkunum. Svo virðist sem
einkum sé um atviksbundnar
hækkanir að ræða. Í þessu efni
ber að hafa í huga að það getur
skipt máli meðal annars hvort um
er að ræða vel einangruð hús eða
ekki, og einnig ber að hafa í huga
að niðurgreiðslur eiga aðeins við
um íbúðarhúsnæði.
Nauðsynlegt er að vanda grein-
ingu slíkra ástæðna og velja af
kostgæfni þau úrræði sem koma
til greina í hverju atviki. En sú
stefna ríkisstjórnarinnar liggur
alveg fyrir að mæta þörfum fólks-
ins í dreifbýlinu með nið-
urgreiðslum og aðstoð við hita-
veitur og einnig við viðgerðir á
húsnæði.
Jón Sigurðsson
Niðurgreiðslur á
raforkuverði
Höfundur er formaður
Framsóknarflokksins
Í bígerð eru kaup á björgunarþyrlum fyrir Landhelgisgæslu Íslands
(LHG). Við það er miðað að í þyrlusveit LHG verði þrjár nýjar, stórar
og langdrægar björgunarþyrlur, auk núverandi Dauphin-þyrlu Gæsl-
unnar. Þessum áformum ber að fagna og á dómsmálaráðherra heiður
skilinn fyrir það áræði og þá framsýni sem hann hefur sýnt við upp-
byggingu öryggisþátta íslenskra borgara.
Í umræðum um þessi áform hefur verið rætt um þann
kost að setja eitt af þessum björgunartækjum niður á
Akureyri þar sem það væri í tengslum við varasjúkra-
hús landsins, miðstöð sjúkraflugs og mun nær sjófar-
endum fyrir norðan og austan land en björgunartæki
sem staðsett væri í Reykjavík.
Viðbragðstíminn skiptir sköpum
Það sem skiptir sköpum við björgunarstörf er viðbragðstími og ferða-
tími á slysstað. Vegalengdin milli Akureyrar og Reykjavíkur eru 135
sjómílur í beinni loftlínu og bætast við 30-40 mílur ef fljúga þarf með
ströndinni. Ef fljúga á TF-LIF, þyrlu Gæslunnar, í dag frá Reykjavík
og norður fyrir land þá þarf þetta mikilvæga björgunartæki að stoppa
– lenda og taka eldsneyti – þar sem flugþol hennar er takmarkað við
625 sjómílur. Ef þyrlan væri hins vegar staðsett á Akureyri hefði hún
flugþol upp á um 300 sjómílur hvora leið og að auki gæti tímasparn-
aður skipt sköpum fyrir þann sem í nauðum væri staddur og þyrfti að-
stoðar þessa björgunartækis. Þyrla sem staðsett væri á Akureyri gæti
þjónað öllu Norðurlandi, Vestfjörðum, Austurlandi og e.t.v. víðar.
Fyrsta skrefið...
Það liggur í augum uppi að björgunartæki, sem eiga að geta brugðist
við áföllum um allt land og á miðum umhverfis landið, þjóna best til-
gangi sínum með því að þau verði staðsett sem næst hugsanlegum
verkefnum sínum. Því er óhjákvæmilegt að byggja upp þennan þátt ör-
yggismála landsins með þeim hætti í framtíðinni að björgunarþyrlur
verði staðsettar í öllum fjórðungum landsins. Við hæfi er að fyrsta
skrefið í þeirri uppbyggingu verði tekið á Akureyri.
Björgunarþyrla á Akureyri
eftir Kristján Þór Júlíusson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar Akureyrar og skipar 1. sæti á
D-lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
HEFJA þarf til vegs á ný hin
góðu gildi sem felast í náungakær-
leika, velferð barna og fjölskyldulífi.
Kjör lífeyrisþega verður að stór-
bæta. Tryggja þarf aukinn rétt
þeirra til launatekna án skerðingar
grunnlífeyris. Kja-
ramunur innan ein-
stakra hópa þjóð-
félagsins hefur
aukist gífurlega á
síðustu árum og
ógnar samstöðunni.
VG leggur áherslu á
umhyggju fyrir nátt-
úrunni og verðmætum hennar, að
þeim sé ekki spillt fyrir komandi
kynslóðum.
Atvinnumál – umhverfismál
VG krefst þess að látið verði stað-
ar numið í frekari stóriðju en í stað
þess verði kröftum og fjármunum
varið til að byggja upp aðra atvinnu-
kosti, s.s. matvælavinnslu, ferða-
þjónustu, hátækni- og þjónustu-
iðnað á forsendum heimafólks á
hverju svæði. Tryggja þarf sam-
keppnisstöðu atvinnulífs og búsetu
vítt og breitt um landið, m.a. hvað
varðar aðgengi fjármagns fyrir
minni fyrirtæki á landsbyggðinni.
Jöfnun flutningskostnaðar er for-
gangsmál.
Landbúnaður – Sjávarútvegur
VG vill efla ferðaþjónustu, mat-
vælaframleiðslu og landbúnað. Fjöl-
skyldubúin og sjálfseignarbóndinn
eiga að vera grunneiningin í land-
búnaði. Uppkaup og söfnun jarða á
fárra hendur er ein mesta ógnun við
byggð og atvinnulíf til sveita. Hátt
verð á jörðum og framleiðslurétti
gerir ungu fólki nánast ókleift að
taka við eða stofna til búskapar.
Þessu verður að breyta. Grípa þarf
til markvissra aðgerða sem auð-
velda og hvetja til nýliðunar í sjáv-
arútvegi og landbúnaði. End-
urheimta þarf skilgreind
fiskveiðiréttindi til sjávarbyggð-
anna.
Ný sókn í menntamálum
Efling menntunar í heimabyggð
er forsenda blómlegrar byggðar.
Þetta skynjar fólk og barátta kenn-
ara og íbúa hefur svo sannarlega
skipt sköpum þegar verja þarf líf-
akkeri byggða sem felst í skólunum,
hvort heldur um litla grunnskóla
eða framhaldsskóla er að ræða.
Nauðsynlegt er að efla menntun á
öllum skólastigum. Starfsmenntun
og tæknimenntun er mikilvæg for-
senda framfara. Sjálfstæður háskóli
á Ísafirði er sérstakt baráttumál
Vestfirðinga.
Stórátak í samgöngum
VG vill að gert verði stórátak í
fjarskiptum og vegagerð. Loforð
ríkisstjórnarinnar í þeim efnum
hafa verið margsvikin. Fram-
kvæmdir í vegamálum 2006 eru þær
minnstu um áratuga bil. Góðir vegir
inn til dala og út til stranda ásamt
fjarskiptum er forsenda fyrir sam-
keppnishæfri búsetu og atvinnulífi.
Félagshyggja og samhjálp í
stað einkavæðingar
Sala Símans kom hart niður á
þjónustustigi við dreifbýlið. Einka-
væðing raforkunnar er komin á fulla
ferð. Ríkisstjórn Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks sendi Rík-
isútvarpið upp í einkavæðing-
arvagninn. Vinstri græn munu beita
sér fyrir hagsmunum almennings og
vinda ofan af einkavæðingu grunn-
þjónustunnar. Velferð fyrir alla á
grunni hugsjóna félagshyggju og
samhjálpar er baráttumál Vinstri
grænna.
Hin góðu gildi
hafin til vegs á ný
Eftir Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður
Vinstri grænna.
vaxtaauki!
10%
Fréttir á SMS
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn