Morgunblaðið - 04.04.2007, Side 19

Morgunblaðið - 04.04.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 19 MENNING Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is SKÁLDSAGA Halldórs Laxness Sjálfstætt fólk er nú komin út í Portúgal í íslenskri þýðingu Guð- laugar Rúnar Margeirsdóttur. Guðlaug Rún hefur verið bú- sett í Portúgal undanfarið 21 ár og hafði portúgölsk bókaútgáfa samband við hana í því skyni að þýða verk íslenska nóbelsskáldsins. „Bókin er þessa dagana að koma í bókaverslanir í Portúgal og bindur útgefandi vonir við góð- ar viðtökur ytra. Útgefandi stefn- ir að markaðsátaki á næstunni í kjölfar útgáfunnar þar sem hér þykir um merkilegt ritverk að ræða, með tilliti til sérstöðu verksins, en Halldór fékk Nób- elsverðlaun fyrir verkið árið 1955. Segja má að nóbelsskáldið okkar sé lítið sem ekkert þekkt í Portú- gal, en vonir standa til að nýja þýðingin muni breyta því,“ segir Guðlaug Rún. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem verk Halldórs Laxness kem- ur út á portúgölsku í Portúgal. Ef viðtökur við Sjálfstæðu fólki reyn- ast góðar hefur portúgalski útgef- andinn, Cavalo de Ferro, hug á frekari þýðingum úr safni Hall- dórs og gerir Guðlaug Rún þá ráð fyrir að taka að sér frekari þýð- ingar. „Þessi þýðing var mjög krefj- andi og tímafrek og var ég reglu- lega í tölvusambandi við portú- galskan bókmenntaráðgjafa á vegum útgáfunnar sem staðfærði málfar. Ég hef haft mikið álit á Halldóri sem nóbelsskáldi og hafði lesið eitthvað eftir hann á mínum yngri árum. Þessi vinna færði mig þó nær honum enda býr verkið yfir ótrúlegum gullmolum. Svona vinna verður eins og barnið manns þegar með- göngutíminn er svona langur, en eitt og hálft ár er liðið síðan ég hófst handa. Þegar kemur loks að fæðingunni þá heldur maður ekki barninu sínu heldur þarf að láta það frá sér þótt manni finnist eins og maður sé aldrei alveg tilbú- inn,“ segir Guðlaug Rún í samtali við Morgunblaðið, en hún er nú stödd hér á landi í stuttu fríi eftir vinnutörnina. Fjölskyldan á leið til Íslands Guðlaug Rún býr í strandbæn- um Figueira da Foz fyrir norðan Lissabon ásamt portúgölskum eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra. Þau hyggja hins vegar á flutning til Íslands á næstunni. Hún stundaði nám við Coimbra-háskóla í samnefndri borg þar sem hún lagði stund á tungumál og bókmenntir. Hún hefur m.a. starfað sem fararstjóri, viðskiptatengill og verið fulltrúi Íslendinga á heimssýningunum í Hannover og Lissabon. Sjálfstætt fólk eftir Lax- ness komin út í Portúgal Morgunblaðið/Ásdís Þýðandinn Krefjandi og tímafrek þýðing á Sjálfstæðu fólki. PACIFICA-kvartettinn var stofnaður fyrir tíu árum. Hann er af mörgum talinn einn besti strengjakvartett Bandaríkjanna og hafa þau fjórmenningar hlotið mikið lof gagnrýnenda, bæði fyrir tónleikaflutning sinn sem og útgefn- ar plötur. Á því virðist lítið lát en gagnrýnandi The New York Times, Anthony Tommasini, er mjög hrifinn af nýlegri plötu sveitarinnar, Declarations: Music Between the Wars. Á plötunni flytur kvartettinn þrjú verk sem samin voru á níu árum snemma á síðustu öld. Í dómnum segir meðal annars að gæði plöt- unnar hafi ekki komið gagnrýnanda á óvart þar sem hann hafi áður heyrt til stórgóðrar spilamennsku kvartettsins. „Pacifica gerir styrkleika verksins fullkomin skil í kraftmiklum flutningi sínum,“ segir með- al annars um flutning þeirra á strengjakvar- tett nr. 2 eftir Leos Janacek. Kvartettinn er skipaður þeim Sigurbirni Bernharðssyni, Simin Ganatra, Brandon Va- mos og Masumi Rostad. Pacifica Sigurbjörn er annar frá vinstri. Pacifica þykir góður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.