Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.04.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 9 FRÉTTIR SÍÐUMÚLA 11 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 575 8500 - www.fasteignamidlun.is Pálmi Almarsson lögg. fasteignasali Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Brynjar Fransson lögg. fasteignasali Þór Þorgeirsson lögg. fasteignasali TRAUST, ÞEKKING, FAGMENNSKA OG REYNSLA ERU OKKAR LYKILORÐ ERUM TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚNIR - 100 ÁRA SAMANLÖGÐ REYNSLA Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Glæsilegur sparifatnaður fyrir hátíðirnar Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík Símar: 515 1735 og 898 1720, fax: 515 1717 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingis- kosninganna 12. maí nk. er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Hjá Sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, er kosið alla virka daga kl. 9.00 – 15.30, laugardaga, sunnudaga og aðra helgidaga kl. 12-14, en lokað föstudaginn langa og páskadag. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Ný sending Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Kjólar við buxur str. 36-56 ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, átti síðastliðinn mánu- dag viðræður við forystumenn Ohio ríkisháskólans, stærsta háskóla Bandaríkjanna. Samkvæmt upplýs- ingum forsetaskrifstofunnar kom fram ríkur vilji til að efla samstarf við íslenska vísindasamfélagið um rannsóknir á fjölmörgum sviðum. Rannsóknarverkefni í land- græðslu, orku og jöklafræðum Í heimsókninni voru undirritaðir þrír samningar milli Ohio-háskól- ans og þriggja íslenskra háskóla, Háskóla Íslands, Landbúnaðarhá- skólans og Háskólans á Akureyri. Við þetta tækifæri voru jafn- framt mótaðar tillögur um rann- sóknarverkefni í landgræðslu, orku- málum, jöklafræðum og um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í heimsókninni átti forseti einnig viðræður við nýkjörinn ríkisstjóra Ohio, Ted Strickland, um fjölþætt tækifæri sem fólgin eru í aukinni samvinnu milli Ohio og Íslands á sviði vísinda, rannsókna og við- skipta. Var forseta boðið að flytja opn- unarfyrirlestur í nýrri alþjóðlegri fyrirlestraröð sem háskólinn hefur efnt til. Fjallaði hann þar meðal annars um framlag Íslands á sviði alþjóðlegra rannsókna og hvernig Íslendingar gætu með samvinnu við fremstu háskóla og rannsóknar- stofnanir í veröldinni vísað veginn að nýjum lausnum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og gróð- ureyðingu. Átti viðræður við John Glenn Ólafur Ragnar átti við þetta tækifæri einnig viðræður við John Glenn, fyrrum öldungadeildarþing- mann og geimfara, en hann var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem fór á braut kringum jörðina. Mikla at- hygli vakti og fyrir tíu árum þegar Glenn endurtók leikinn og varð hann þá jafnframt elsti maðurinn til fara út í geiminn. Við Ohio-ríkisháskólann starfar ný stofnun kennd við John Glenn þar sem stundaðar eru rannsóknir á sviði stjórnsýslu, stefnumótunar og þróunar lýðræðis. Forsetinn og John Glenn ræddu meðal annars nýjar aðferðir á vettvangi þjóðmála og alþjóðlegra samskipta og hvern- ig þær gætu greitt fyrir lausnum á mörgum þeirra vandamála sem helst brenna á heimsbyggðinni. Í fylgd með forseta í heimsókn- inni til Ohio voru Sveinn Runólfs- son, forstjóri Landgræðslunnar, Ágúst Sigurðsson, rektor Landbún- aðarháskóla Íslands, Andrés Arn- alds, aðstoðarforstjóri Landgræðsl- unnar, Ása Aradóttir prófessor og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni. Þau hafa unnið að undirbúningi viðamikillar alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin verður á Íslandi í byrj- un september. Á ráðstefnunni verð- ur einkum fjallað um það hvernig hundrað ára reynsla Íslendinga í landgræðslu og skógrækt getur lagt grundvöll að verkefnum víða um heim til að hamla gegn þeim gríðarlega uppblæstri og gróður- eyðingu sem ógnar afkomu hundr- aða milljóna manna, einkum í Afr- íku og Asíu. „Slíkar landbætur geta orðið veigamikið framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum enda beinist athygli heimsbyggðarinnar í vaxandi mæli að því hvernig gróður bindur koltvísýring. Slík kolefnis- binding getur jafnframt orðið veigamikil undirstaða matvæla- framleiðslu í þróunarlöndum.“ Fundar með forystumönnum hjá MIT háskólanum í dag Í dag mun Ólafur Ragnar eiga viðræður við forystumenn og pró- fessora við MIT-háskólann í Boston (Massachusetts Institute of Technology) um orku- og umhverf- ismál. Í fréttatilkynningu frá háskólan- um er haft eftir Jefferson Tester, prófessor við MIT, að Ísland sé í fremstu röð í heiminum í nýtingu jarðvarma til orkuframleiðslu og Bandaríkjamenn geti margt lært af Íslendingum og þeirri tækni sem hér er í þróun við vetnisframleiðslu. Svafa Grönfeldt, rektor Háskól- ans í Reykjavík, verður í fylgd með forsetanum. Í frétt MIT-háskólans kemur fram að Svafa hafi áhuga á að efla samvinnu við MIT en eins og fram hefur komið er verið að hrinda úr vör samstarfi á vegum HR við MIT um þekkingu og ný- sköpun. Víðtækt samstarf við Ohio-háskóla Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskólinn og Háskólinn á Ak- ureyri gera samninga við stærsta háskóla Bandaríkjanna Ræddu saman Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og John Glenn, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og geimfari, ræðast við en við Ohio- ríkisháskólann starfar ný stofnun sem kennd er við John Glenn. Í HNOTSKURN »Tillögur voru mótaðar umrannsóknarverkefni í landgræðslu, orkumálum, jöklafræðum og um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. »Alþjóðleg ráðstefna umlandgræðslu verður á Ís- landi í september. »Forsetinn ræddi við rík-isstjóra Ohio um tækifæri sem fólgin eru í aukinni sam- vinnu milli Ohio og Íslands á sviði vísinda, rannsókna og viðskipta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.