Morgunblaðið - 04.04.2007, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2007 59
FORMA-tónleikarnir fóru fram síðastliðinn sunnudag á NASA. Tónleik-
arnir voru styrktartónleikar gegn átröskun en allur ágóði af miðasölu
rann til velferðarsjóðs Forma sem styður við bakið á átröskunarsjúkling-
um og fjölskyldum þeirra. Á meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum
voru Mugison, Björk, Wulfgang, Pétur Ben, Magga Stína og KK en það
þarf að leita langt aftur til að finna jafn miklar stjörnur samankomnar á
einu kvöldi enda málstaðurinn góður og Forma samtök sem ber að styðja.
Auk tónlistaratriða lásu stjórnmálamenn upp úr dagbókum átrösk-
unarsjúklinga.
Morgunblaðið/Eggert
Forma Þær Alma Geirdal og Edda Ýrr Einarsdóttir bera hitan og þungann
af starfsemi Forma-samtakanna og þær voru að sjálfsögðu viðstaddar.
Góður Tónlistarmaðurinn Pétur Ben er á fleygiferð þessa dagana og lét
sitt ekki eftir liggja á NASA á sunnudaginn.
Klassísk Magga Stína er sívinsæl og var á meðal þeirra sem lagði mál-
staðnum rödd sína og tóna viðstöddum til mikillar ánægju.
Björk Jónas Sen lék undir með Björk Guðmundsdóttur sem frumflutti lög
af nýju plötunni, Volta, sem væntanleg er í verslanir í maí.
Stjörnur gegn átröskun
FÆREYSKA tónlistarhátíðin AME
fór fram á laugardag og var af-
skaplega vel sótt af Færeyingum bú-
settum hér á landi sem og vinum
þeirra íslenskum sem fjölgar víst
dag frá degi. Margar af skærustu
stjörnum færeyskrar dæg-
urtónlistar tróðu upp og má þar
nefna Eivöru Pálsdóttur, Teit,
Brand Enni og hljómsveitina Gesti
sem margir þekkja. Arnar Eggert
Thoroddsen tónlistargagnrýnandi
Morgunblaðsins skrifaði um tón-
leikana á mánudaginn og hafði með-
al annars þetta um þá að segja:
„Þetta var „fínur tónleikur“ á
NASA, og ég vona einlæglega að
AME-kvöldin verði að reglubundn-
um viðburði.“
Fullorðinn Brandur Enni er engin
barnastjarna lengur og sannaði það
á tónleikunum á laugardag.
Teitur Frægð þessa manns nær
langt út fyrir landsteina Færeyja.
Morgunblaðið/Eggert
Eivör Það gustaði að Evöru Pálsdóttur á tónleikunum og voru tónleika-
gestir bergnumdir yfir flutningi hennar.
„Fínur
tónleikur“
á NASA