Morgunblaðið - 10.04.2007, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengi-
legra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Alþingiskosningar
ÞEGAR ég var við laganám við Háskóla Íslands á árunum 1968–1974 var
mannréttindum ekki gert hátt undir höfði, nema ef til vill eignarrétti.
Á níunda áratug síðustu aldar fór að örla á breyttum viðhorfum og þeirra
fór að gæta í dómum Hæstaréttar. Þegar komið var fram á tíunda áratuginn
má segja að bylting hafi orðið í viðhorfum til mannréttinda og
annarra lýðréttinda með lögfestingu Mannréttindasáttmála
Evrópu, lögum um Umboðsmann Alþingis, stjórnsýslu- og upp-
lýsingalögum. Það er ánægjulegt að upplifa í dag sömu þróun
umhverfisréttar. Sameinuðu þjóðirnar hafa af ærnu tilefni lát-
ið umhverfismál mjög til sín taka. Yfirlýsing heimsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, Ríó – yfirlýsingin
frá árinu 1992, markaði þáttaskil. Kjarnaatriði yfirlýsing-
arinnar eru reglan um sjálfbæra þróun, mengunarbótareglan
og varúðarreglan. Það er ennfremur lagt til grundvallar að best verði tekist á
um umhverfismál með þátttöku allra þegna sem hlut eiga að máli.
Samkvæmt yfirlýsingunni skulu ríki auðvelda og örva skilning og þátttöku
almennings með því að veita honum greiðan aðgang að upplýsingum og raun-
verulegan aðgang að stjórnsýslukerfum og réttarúrræðum. Í lögum nr. 2/1993
um Evrópska efnahagssvæðið kristallast sömu sjónarmið. Með þeim hefur Ís-
land ásamt öðrum Evrópuþjóðum einsett sér að varðveita, vernda og bæta um-
hverfið og sjá til þess að náttúruauðlindir séu nýttar og varðveittar af varúð og
skynsemi, einkum á grundvelli meginreglunnar um sjálfbæra þróun og þeirrar
meginreglu að grípa skuli til varúðarráðstafana og fyrirbyggjandi aðgerða.
Réttarþróunin hefur síðan verið ör og endurspeglast í fjölda tilskipana frá
ESB og öðrum alþjóðareglum. Þar ber hæst svonefndan Árósasamning frá 25.
júní 1998 um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku
og aðgang að réttlátri meðferð í umhverfismálum. Í samningnum er því slegið
föstu að hann sé ný tegund samnings um umhverfismál. Hann viðurkennir að
menn hafi skyldum að gegna gagnvart komandi kynslóðum og staðfestir að
sjálfbærri þróun verði ekki náð án aðildar allra hagsmunaaðila og tengir sam-
an ábyrgð stjórnvalda og umhverfisvernd. Samningurinn beinir athyglinni að
gagnverkandi áhrifum almennings og stjórnvalda í lýðræðislegu samhengi og
kveður á um ný ferli varðandi þátttöku almennings. Í formála samningsins eru
umhverfisvernd og mannréttindi tengd saman og réttindum í umhverf-
ismálum veitt sama staða og öðrum mannréttindum. Guðmundur Bjarnason,
þáverandi umhverfisráðherra Framsóknarflokksins, undirritaði Árósasamn-
inginn fyrir Íslands hönd en hann hefur ekki hlotið fullgildingu Alþingis. Evr-
ópusambandið hefur lögleitt reglur Árósasamningsins með tilskipun 2003/35/
EC.
Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins hefur í verki lagst gegn
þeim mannréttindum sem Árósasamningurinn felur í sér.
Af hverju? spyr ég þig, Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra. Og af hverju
veittir þú „Hrafntinnuriddurunum“ ekki aðild að kærumáli vegna brottnáms
hrafntinnu úr Hrafntinnuskeri til viðgerða á Þjóðleikhúsinu?
Þér var það í sjálfs vald sett en þú kaust að hafna aðild og lýðræðislegum
áhyggjum Hrafntinnuriddara. Af hverju?
Umhverfisréttur, mannrétt-
indi og Jónína Bjartmarz,
umhverfisráðherra
Eftir Atla Gíslason:
Höfundur skipar 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
ÉG SAT mjög áhugaverða ráðstefnu fyrr í þessum mánuði, ráðstefnu um
innflytjendur og framhaldsskólann í Kennaraháskóla Íslands. Þar voru
mörg afar athyglisverð erindi flutt um málefni erlendra ungmenna á Ís-
landi. Nefnd voru dæmi um ýmislegt sem hafði heppnast vel sem og afar
sorgleg dæmi, og verð ég að viðurkenna að þá táraðist ég.
Misrétti til náms í okkar fína velferðarríki er greinilega
staðreynd, staðreynd sem fáir vilja horfast í augu við.
Mér finnst svo ótrúlegt að í svona litlu samfélagi sé ekki
hægt að gera ALLT vel og bera hag allra fyrir brjósti, að
haga málum út frá því að hver einstaklingur í þjóðfélaginu
skiptir máli.
Allir sem þarna fluttu erindi höfðu af sérstakri og mikilli
þekkingu að miðla, erindin voru öll afskaplega fróðleg og
vönduð. Það er of langt mál að fara út í það hér, en ég vona að KHÍ haldi
utan um þessi gögn og að hægt sé að nálgast þau á Netinu.
Eitt sló mig þó sérstaklega og það var orðið „málskipti“ sem var hluti
fyrirsagnar erindis Sólveigar Brynju Grétarsdóttur. Hvað er það eig-
inlega? Jú, það kom í ljós, að þótt ég þekkti ekki þetta orð, þá styður það
einmitt kenningu og niðurstöðu ályktunar Vinstri grænna frá landsfundi
okkar 27. febrúar síðastliðinn að brýnt sé að staða móðurmálsins sé sér-
staklega skilgreind innan fjölmenningarstefnu skólayfirvalda:
„Brýnt er að skólar og skólayfirvöld setji sér fjölmenningarstefnu þar
sem hlutverk og staða móðurmáls er sérstaklega skilgreind. Þá er brýnt að
skilgreina með hvaða hætti komið verður til móts við móðurmálsmenntun
jafnt utan sem innan skóla eftir aðstæðum hverju sinni.“
„Málskipti“ þýðir nefnilega það að nemandi þarf hreinlega að skipta um
móðurmál, að aðfluttur krakki geti ekki talað og eflt sitt móðurmál nema
kannski inni á heimili sínu og stundum ekki einu sinni þar.
Samkvæmt þeim rannsóknum sem Sólveig Brynja Grétarsdóttir vitnar
til er stuðningur við móðurmál hvers og eins grundvallaratriði, alger
grundvöllur alls náms og vitsmunaþroska! Móðurmálið er undirstaða alls,
einnig árangurs í íslenskunámi og ekki bara í íslenskunámi heldur er það
undirstaða í öllum námsgreinum. Ég er ekkert að monta mig af okkar
flokki og vinnu okkar um málefni innflytjenda, en það er gott til þess að
hugsa að Vinstri græn eru að gera og hugsa hlutina rétt!
Vinstri græn eru að vinna með innflytjendum og í samræmi við þeirra
reynslu og greinilega í anda þess sem koma skal, nái rannsóknir eyrum yf-
irvalda.
Svo ég vitni aftur í ályktun Vinstri grænna frá síðasta landsfundi stend-
ur þar einnig orðrétt:
„Efla skal menntun kennara til að þeir hafi staðgóða þekkingu til að
sinna fjölmenningarlegri kennslu.
Efla skal færni kennara til að kenna íslensku sem annað mál á öllum
skólastigum og innan fullorðinsfræðslu.
Efla þarf rannsóknir á sviði tvítyngis og hlúa að þeirri þekkingu sem
þegar er til staðar.“
Þá þakka ég Alþjóðahúsinu og KHÍ sérstaklega fyrir þessa vel heppnuðu
og tímabæru ráðstefnu.
Móðurmálið er undir-
staða alls náms
Eftir Mireyu Samper:
Höfundur er í 4. sæti í framboði fyrir Vinstri græn í
Suðvesturkjördæmi og er formaður Vinstri grænna í Kópavogi.
FRAKKAR og Íslendingar eiga
þess nú kost að fela konu æðsta
embætti framkvæmdavaldsins á
komandi vori. Hjá Frökkum er
sósíalistinn Royal í
sterkri stöðu og
annar tveggja sem
líklegastir eru til
að heyja einvígi um
forsetaembættið.
Hjá okkur hefur
einn stjórn-
málaflokkur falið
kvenmanni formennsku, Samfylk-
ingin. Fái hún góða kosningu get-
ur hún myndað ríkisstjórn og þá
verður Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir forsætisráðherra.
Í aðdraganda þessara kosninga
í báðum löndum magnast viðnám
upp eftir því sem líklegra verður
að þessar konur setjist í æðsta
valdastólinn. Það birtist m.a. í því
að hamrað er á ótrúverðugleika
þessara kvenna. Í tilfelli Royal
voru valin ummæli, snúið út úr
þeim og þau útlögð þannig að hún
gat litið út fyrir að vera ekki nógu
vel heima í öllu því sem forseti á
að kunna skil á. Á sama tíma var
aldrei minnst á ýmis ummæli
keppinautar hennar Sarkozy, m.a.
ein svo klaufaleg að þau hrundu
af stað margra vikna óeirðum.
Þetta ástand virðist ekki stafa
nema að litlu leyti af því að mönn-
um Sarkozy tekst vel upp við að
varpa rýrð á trúverðugleika Ro-
yal. Skýringin virðist heldur vera
sú að fjölmiðlar eru móttækilegir
fyrir áróðri sem byggist á alda-
löngum fordómum í garð kvenna.
Það er eins og nú, þegar kona get-
ur orðið forseti, verði menn skelk-
aðir og kjósa að falla í faðm gam-
alla hugmynda um að karlmenn
séu betur fallnir til stjórnunar.
Andstæðingum Samfylking-
arinnar hefur ekki tekist síður vel
upp. Ingibjörg hefur markvisst
verið „töluð niður“. Þetta byrjaði
þegar henni var bolað út úr borg-
arstjórastól. Samstarfsflokkunum
stafaði ógn af trúverðugleika sem
hún öðlaðist sem farsæll borg-
arstjóri og óttuðust um eigin hag
ef hún tæki þátt í framboði Sam-
fylkingarinnar. Reynt var að láta
þetta líta út sem klaufaskap henn-
ar og skipbrot þegar raunin var
sú að hún neitaði að beygja sig
fyrir yfirgangi hinna flokkanna.
Um leið og hún hóf baráttu sína
2003 sem forsætisráðherraefni
Samfylkingarinnar byrjuðu árásir
á hana. Í ritstjórnarpistli Við-
skiptablaðsins á því ári er t.d. tal-
að um að hún geri ein mistök á
viku. Svo kom „Borgarnesræðan“.
Þar setti Ingibjörg Sólrún fram
hvassa en rökstudda gagnrýni á
stjórnarhætti Davíðs Oddssonar.
Það var látið eins og Ingibjörg
hefði farið langt yfir eitthvert
ímyndað strik þegar aðeins var
um sköruglegan málflutning for-
ystumanns stjórnarandstöðu að
ræða. Það var ekki sama hvort
karl eða kona væri beitt í mál-
flutningi sínum.
Nú magnast andstaðan gegn
Ingibjörgu enn í aðdraganda
kosninga. Markvisst er reynt að
gera hana tortryggilega, t.d. þeg-
ar var snúið út úr því sem hún
sagði um þingflokk Samfylking-
arinnar í ræðu sl. haust. Það var
túlkað sem vantraust á núverandi
þingmenn þegar formaðurinn var
einfaldlega að lýsa þeirri stað-
reynd að þingflokkurinn hefði enn
ekki fengið ótvírætt umboð þjóð-
arinnar til að stýra landinu.
Dæmi um að fjölmiðlar eru
„næmir“ fyrir neikvæðri umfjöll-
un um Ingibjörgu var í fréttum
ríkissjónvarpsins fyrir nokkrum
vikum. Forsætisráðherra var að
svara gagnrýni stjórnarandstöðu
og nefndi í svari sínu „óheppileg
ummæli“ formanns Samfylking-
arinnar. Þessi orð voru uppleggið
í frétt sjónvarpsins sem snerist í
raun um allt annað. Að sama
skapi eru sömu fjölmiðlar lítt
næmir fyrir verulega gagn-
rýniverðum ummælum forystu-
manna af karlkyni, t.d. þegar Geir
talar um stúlkur sem „gera sama
gagn“ og sætasta stelpan. Það er
ekki sama að vera Jóna eða Jón í
spegli fjölmiðla þegar keppt er
um hin raunverulegu völd.
Það er því margt líkt með
Frökkum og Íslendingum. Þó er
sá munur að samherjar Royal
hafa staðið þétt saman um hana.
Þegar „niðurtalið“ var farið að
hrífa steig öll forystusveit sósíal-
ista fram til varnar. Fáir taka til
máls til að verja Ingibjörgu: sífellt
nöldur hjá andstæðingum hennar
en áberandi þögn úr röðum for-
ystumanna Samfylkingarinnar.
Ég trúi því þó að með meiri ein-
urð og samstöðu þeirra muni þessi
helsti málsvari félagslegra fram-
fara á Íslandi síga upp á við í
skoðanakönnunum og vinna góð-
an sigur í komandi kosningum.
Því þörfin er brýn. Þökk sé
samningnum um hið evrópska
efnahagssvæði sem forveri Sam-
fylkingarinnar kom á stendur
efnahagslífið vel. Aftur á móti
hefur félagslega og heilbrigð-
iskerfið látið á sjá og skattkerfið
breyst á kostnað þeirra sem
minna hafa. Til að breyta þessu er
engum betur treystandi en Ingi-
björgu. Sem borgarstjóri tókst
hún á hendur að bæta úr van-
rækslu Sjálfstæðisflokks sem fór í
montverkefni eins og Perlu og
Ráðhús í stað þess að byggja upp
leikskóla og grunnskóla. Hún
leysti þetta verkefni myndarlega
auk þess sem hún gerði Reykjavík
að fyrirmynd annarra sveitarfé-
laga með árangursríkri jafnrétt-
isstefnu.
Það er einmitt trúverðugleiki
Ingibjargar sem skýrir andróð-
urinn gegn henni. Nú er mál að
stíga út úr skugga karlveldisins
og líta á þá stefnu og framtíð-
arsýn sem Samfylkingin og for-
maður hennar hafa mótað. Hún
ber vott um skynsemi og framsýni
og umfram allt sterka réttlætisvit-
und. Reynslan sýnir að Ingibjörgu
er vel treystandi til að hrinda
henni í framkvæmd.
Kosningar í skugga karlveldis
Eftir Torfa Tulinius:
Höfundur er prófessor við
HÍ og félagi í Samfylkingunni.
ÞAÐ gleymist seint uppákoma á
Alþingi Íslendinga laugardaginn 17.
mars síðastliðinn. Um morguninn
birtist í Fréttablaðinu að Óperukór-
inn söng á kostnað
Framkvæmdasjóðs
aldraðra, Lions-
klúbburinn í Búð-
ardal fékk styrk úr
Framkvæmdasjóði
aldraðra, Söngskól-
inn í Reykjavík fékk
styrk úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra, Tjónaljón
fékk styrk úr Framkvæmdasjóði
aldraðra, svo væri víst lengi hægt að
telja.
Framkvæmdasjóður aldraðra var
stofnaður samkvæmt lögum fyrir
allnokkrum árum, í dag greiðir hver
skattgreiðandi rúmar 6.000 kr. í
Framkvæmdasjóð aldraðra á ári.
Fyrir utan þessar upplýsingar í
Fréttablaðinu hefur komið áður
fram að heilbrigðisráðherra hefur
greitt úr þessum sjóði í áróð-
ursbækling fyrir sig og ráðuneyti
sitt. Greitt fyrir rekstur hjúkr-
unarheimila, sem alls ekki var mein-
ingin með Framkvæmdasjóði aldr-
aðra, sem nafnið gefur reyndar til
kynna.
Aum svör ráðherrans
Aumari svör hefur undirritaður
varla heyrt en er heilbrigð-
isráðherra, þingmaður Framsókn-
arflokksins í Suðvesturkjördæmi,
gaf á háttvirtu Alþingi Íslendinga
laugardaginn 17. mars. Skýringar á
þessum styrkjum. Þvílíkt yfirklór,
að réttlæta þessar styrkveitingar
með reglum er hún setur sjálf.
Ráðherrann ætti að skammast sín
og biðja eldri borgara afsökunar á
þessari misnotkun á framkvæmda-
sjóði aldraðra.
Enn og aftur sýnir heilbrigð-
isráðherra hug sinn til eldri borgara
í Suðvesturkjördæmi og reyndar
allra eldri borgara þessa lands.
Skiptum um ríkisstjórn
Nei, góðir eldri borgarar í Suð-
vesturkjördæmi og reyndar eldri
borgarar um allt land, þessi ráð-
herra er algjörlega búinn að missa
allt traust í sínum störfum fyrir
landsmenn.
Við skulum muna vel 12. maí
hvernig Siv Friðleifsdóttir heilbrigð-
isráðherra hefur misnotað fjármagn
úr Framkvæmdasjóði aldraðra sér
og sínum glasmyndum til fram-
dráttar.
Til að tryggja betri sýn á málefni
eldri borgara 12. maí næstkomandi
setjum við X við S og tryggjum þar
með réttlátari meðhöndlum fjár úr
Framkvæmdasjóði aldraðra okkur
eldri borgurum til raunverulegra
hagsbóta.
Þetta er
skammarlegt,
heilbrigðis-
ráðherra
Eftir Jón Kr. Óskarsson:
Höfundur er varaþingmaður
Samfylkingar í Suðvesturkjör-
dæmi.
Fréttir
í tölvupósti