Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÓHÆTT er að segja að þrátt fyrir að aðeins rústir einar séu eftir af veitingastaðnum Café Óperu sé húsið þó betur farið en Austur- stræti 22, þar sem skemmtistað- urinn Pravda var til húsa. Óvíst er hver afdrif húsnæðisins verða en afstaða til þess verður tekin á næstu dögum eða vikum. Lítið eftir nema rústir einar Morgunblaðið/Sverrir Eftir Andra Karl andri@mbl.is ENGAN sakaði í brunanum sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur í gær- dag en þó nokkrir voru við störf í því húsnæði sem síðar varð alelda. Með- al annars var unnið að endurbótum á veitingastaðnum Café Óperu sem opna átti á nýjan leik í næsta mán- uði. Bjarni Sigurðsson kokkur og Pat- rekur Sigurvinsson þjónn á Café Óp- eru voru inni á staðnum þegar smið- ur sem þar var við vinnu kallaði í þá og lét vita að reykur væri í húsinu. „Við kíktum á þetta og urðum svo varir við að reykurinn var að koma í gegnum veggina,“ segir Bjarni. „Við fórum þá út á þak Fröken Reykja- víkur og færðum til gaskúta svo hægt væri að koma þeim burtu ef um stórbruna væri að ræða.“ Tveir fullir gaskútar voru á þakinu en þeim var komið burtu af slökkviliðsmönnum þegar þeir komu á vettvang. Bjarni segir að næst hafi þeir séð eldtungur koma upp úr niðurfalli inni á salerni veitingastaðarins og var þá náð í slökkvitæki og það tæmt ofan í niðurfallið. „Þá gaus þessi svakalegi reykur upp og við tókum þá ákvörðun að yfirgefa bygginguna. Við slógum út rafmagninu og hlup- um út. Þá var lögregla komin á stað- inn.“ Þeir ætluðu því næst aftur inn í húsið til að ná í eigur sínar og bjarga verkfærum en reykurinn var orðinn það þykkur að engin leið var að fara upp stigann. Bjarni segir að þetta hafi allt gerst á um fimmtán mín- útum. Næstu skref að meta tjónið Fasteignafélagið Eik á Lækjar- götu 2, þar sem Café Ópera var til húsa. Framkvæmdastjóri Eikar, Garðar Friðjónsson, segir afskap- lega dapurlegt að húsnæðið skuli vera svo illa farið en það sem skipti mestu máli sé að ekki varð mann- tjón. „Þetta lítur út fyrir að vera gríðarlegt tjón en það mun koma betur í ljós á næstu dögum. Við erum rétt búnir að jafna okkur á brunan- um og tala við leigutaka sem urðu flestir fyrir miklu tjóni.“ Fyrir utan Café Óperu og Fröken Reykjavík eru einnig í byggingunni Kebab hús- ið, Café Rosenberg og Highlanders. Garðar segir að næstu skref séu að meta tjónið sem varð á húsinu og svo verða afdrif þess ráðin. Skemmst er að minnast að í des- ember 2004 kviknaði eldur í steik- arpotti í eldhúsi Kebab hússins og barst upp í loftræstistokk. Þá hafði eldurinn læst sig í þakskeggið á Café Óperu og þó greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn var aðeins mínútu- spursmál að hann næði sér á strik og bærist í nærliggjandi hús. Garðar segir að þá hafi komið í ljós hversu vel húsnæðið er byggt. „Það þurfti mikið til að eldurinn blossaði upp, þannig að þetta hefur verið gríðarlegur eldur.“ Morgunblaðið/Júlíus Eldhaf Hátt í 100 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunum í gær en eldtungur loguðu út úr Cafe Óperu og skemmtistaðnum Pravda þegar mest gekk á. Eldtungurnar stóðu upp úr niðurfalli inni á Café Óperu Í HNOTSKURN »Verið var að leggja loka-hönd á endurbætur veit- ingastaðarins Café Óperu og var áætlað að staðurinn yrði opnaður að nýju í næsta mánuði. Morgunblaðið/Sverrir Ónýt Þessi klukka á Cafe Óperu segir ekki til um tímann framar. VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri var mættur á vettvang stórbrunans um klukkan hálfþrjú í gær og fylgdist með slökkvistörfum fram á kvöld en hann sagðist líta svo á að það væri beinlínis skylda sín sem borgarstjóri að vera á vett- vangi þegar aðrir eins atburðir yrðu í borginni. „Mér finnst bæði dapurt og sárt að þurfa að upplifa brunann og átök- in við eldinn og sjá smám saman þessar afleið- ingar,“ sagði Vil- hjálmur og bætti við að slökkvilið og lögregla hefðu unnið frábært starf. Slökkviliðsmennirnir væru þraut- þjálfaðir og hefðu barist af þraut- seigju og lögregla lokað vettvanginn af með myndarskap. Slökkviliðið væri eitt það besta í heiminum eins og hefði komið fram í mælingum. Húsin sem brunnu mynda eina elstu og mikilvægustu götumynd í miðborg Reykjavíkur. Vilhjálmur sagði að borgaryfirvöld myndu fljót- lega ræða við eigendur húsanna um næstu skref. Hann liti svo á að halda þyrfti í þessa sögufrægu götumynd. Það væri þó ljóst að Austurstræti 22 væri nánast ónýtt og ekki víst að húsið sem risi í þess stað yrði ná- kvæmlega eins, enda hefði húsinu verið breytt mikið frá því það var reist. Aðspurður hvort borgin hefði á valdi sínu að tryggja að götumynd- in héldist sagði Vilhjálmur að borgin hefði skipulagsvaldið og gæti sett skilyrði um útlit húsanna. Mikilvægt væri að uppbyggingin tækist vel og að húsin endurspegluðu söguna. Málið væri ekki einfalt og hafa yrði í huga að eigendur ættu töluverð verðmæti í lóðum húsanna. Vilhjálmur var að koma af fundi þegar hann fékk upplýsingar um eldsvoðann og var varla klæddur til langrar útiveru. Hann fékk því galla lánaðan hjá slökkviliðinu og hjálm enda þurftu allir sem voru innan hins afgirta svæðis að ganga með slíkt höfuðfat. Þess má geta að Vil- hjálmur og Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri höfðu fyrir nokkru mælt sér mót klukkan þrjú í gær. Dapurt og sárt að sjá brunann Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Götumyndin haldist og viðgerðir hefjist fljótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.