Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 43 UMRÆÐAN GLEÐILEGT SUMAR Krítar og myndlist Vinstri grænt sumar, kíktu í kaffi á Suðurgötuna milli 15 - 18 HAPPY SUMMER FELIZ VERANO WSZYSTKIEGO NAJLEPSZEGO Z OKAJI PIERWSZEGO DNIA LATA Einnig opið á Kosningamiðstöðvum VG í Hamraborg 1-3 og á Grensásvegi 16a. Allir velkomnir Teiknum framtíðina á götuna ÁTTA prestar þjóðkirkjunnar hafa kært fríkirkjuprest til siðanefndar prestafélagsins fyrir ummæli er hann viðhafði í sjónvarpsviðtali. Þeir telja sér misboðið og þrír áttmenn- inganna (nöfn hinna hafa ekki komið fram) segja ummæli fríkirkjuprests gróf og líka að þau séu dropinn sem fyllti mælinn. Ummæli prestsins eru vissulega fast skeyti á þjóðkirkjuna en gróf, það er spurning. Sekir verða sannleikanum gjarnan sárreiðastir. Fór fríkirkjuprestur yfir mörkin? Og hvað var þetta með þennan dropa sem fyllti mælinn. Hvaða mæli? Það þurfti einn dropa til að fylla hann. Er þetta mælir krist- innar trúar, eða mælir sannleika og sanngirni, kannski mælir réttlæt- iskenndar eða mælir öfundar, nú eða mælir biskupsstofu sem nýverið hef- ur fengið á sig héraðsdóm, eða er það mælir safnaða um land allt sem hafa klofnað og tvístrast vegna átaka innan okkar ágætu þjóðkirkju þar sem erfðaprinsar hafa jafnan haft betur í átökum um embætti en ástríkir og vinsælir þjónandi prest- ar? Já baráttan um brauðið er hörð! Þeir prestar sem kæra eru í áskrift að launum sínum og rukka aukalega fyrir prestverk unnin utan hefð- bundinnar messugjörðar og sumir messa ekki einu sinni reglulega, en launin fá þeir í áskrift og aukaget- una hafi þeir nennu á að sinna henni. Fríkirkjuprestur er hugsjónamaður og hikar ekki við að gagnrýna þann aðstöðumun sem þjóðkirkjan hefur fram yfir aðra söfnuði. Hikar ekki við að gagnrýna að prestar þjóð- kirkjunnar líti á kirkjurnar OKKAR sem sína eign. Þeir á móti segjast virða „sóknarmörk“ sem þýðir og það er nýverið staðfest af bisk- upsstofu : að sálgæslu- og prests- hlutverk beri þeim aðeins að inna af hendi við sálir sem skráðar eru inn- an þeirra sóknarmarka. Já, leyfið börnunum að koma til mín því ... þau eru innan sóknarmarka? Nýlega fermdist barnið mitt í Hjallakirkju og skilaboð ferming- arbarnsins frá prestunum voru: bara þeir allra nánustu í kirkju. Já varast skulum vér að fylla kirkjur vorar, því gætu fylgt óþægindi. Bíddu, hvað sagði frelsarinn um þetta, eða skiptir hann ekki máli í þessari kjara- og vinsældardeilu um sókn- armörk og aðgang að kirkjum lands- ins. Nýlega var tvennum brúð- hjónum úthýst úr kirkju vegna tónleika –tvíbókað, sorrý – „heilagt hjónaband“ víkur fyrir vænt- anlegum háhelgum tónleikum meist- ara Megasar (með fullri virðingu) og drottinn lýtur í gras enda trekkir Megas væntanlega betur að með sinn „guð í gaddavírnum amma“. Og núna hafa prestar í Digranessókn beðist opinberlega afsökunar á að hafa vísað barni frá ferming- arfræðslu vegna annarlegra sjón- armiða þeirra. Eitt sinn sat hér á biskupsstóli friðarhöfðinginn og fræðimaðurinn hr. Sigurbjörn Ein- arsson, hann var sú eik sem tign- arlega reis, epli hans féllu eins og vera ber ekki langt frá eikinni, en eitt eplanna rúllaði alla leið í næsta hérað og síðan hefur allt logað í ill- deilum svona af og til en þó reglu- lega, ég nenni ekki að telja upp dæmin, þau eru svo mörg. Fríkirkjan í Reykjavík hefur nán- ast tvöfaldað fjölda safnaðarmeð- lima á fjórum til fimm árum, í Fíla- delfíu hefur fjölgað mjög, eins í Krossinum og Veginum að ekki sé talað um kaþólikkana sem og fjöl- mörg trúarbrögð önnur. Í þjóðkirkj- unni hefur hlutfallslega ekkert fjölg- að nema síður sé, og þó situr hún ein að fjármagni skattgreiðenda og hennar skyldur einar virðast vera að – virða sóknarmörk og messa þegar nenna er til, rukka fyrir aukaverk og hindra aðra í að sinna sálgæslu í sín- um sóknum í alltof mörgum til- fellum. Og að lokum: Kæra þegar þeirra mælir er fullur. Lagði Frels- arinn mælistiku á fólk? Ég bið ykk- ur, ágætu þjóðkirkjuprestar, að upp- lýsa mig fáfróðan um það. En að síðustu langar mig að benda á bók, hún er þykk og hún er gömul, hún snýst ekki um form, hún snýst um kærleik, sanngirni og trú og giskið þið nú. Þeir njóta kannski meiri kyrrðar, með kæru, sem allt á að laga, þessir sóknarmarka-sálnahirðar vorar sálir í dilka nú draga. (Heimir Bergmann) HEIMIR BERGMANN er verkamaður. Villuráfandi sauðir? Frá Heimi Bergmann Ég hef undanfarin misseri slegið greinar Indriða Aðalsteinssonar, bónda á Skjaldfönn, inn á tölvu og komið þeim áleiðis til Morgunblaðs- ins eða Fréttablaðsins eftir atvik- um. Þegar ég hafði slegið inn svar hans við athugasemdum Jóns Krist- jánssonar alþingismanns við grein Indriða um Framsóknarmaddö- muna níræða, sem birtist í dag, sunnudag, fletti ég upp tilvitnun í Íslandsklukkuna, sem þar er, til þess að ganga úr skugga um að hún væri orðrétt. Ég komst að raun um að þar er orðamunur, sem er mik- ilvægur ef grannt er skoðað; „Feit- ur þjónn er lítill maður“ hafði Indr- iða orðið á að skrifa, eftir minni, en rétt er það: „Feitur þjónn er ekki mikill maður.“ Það er náttúrlega dauðasynd að vitna rangt í nóbelskáldið svo ég bjargaði Indriða úr gálganum – hélt ég. Upphaflega greinin hafði birst í báðum blöðunum en Jón svaraði henni í Fréttablaðinu. Þar sem það blað hefur mun stífari reglur um hámarkslengd en Mbl. stytti ég verulega svarið sem þangað var sent, í samráði við Indriða, en gleymdi að lagfæra greinina sem fór til Morgunblaðsins. Þrettánda kafla síðustu bókar trí- lógíunnar, „Eldur í Kaupinhafn“, lýkur svona: „Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.“ Ég bið alla sem í hlut eiga afsök- unar á þessum mistökum. Það var ég sem var festur upp í gálgann en Indriði slapp með skrekkinn. ÞORGRÍMUR GESTSSON, Austurgötu 17, Hafnarfirði. „Feitur maður er ekki mikill maður“ Frá Þorgrími Gestssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.