Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í kosningabaráttunni virðast
Samfylkingin og Vinstri grænir
vera mjög upptekin af umhverf-
ismálum. Í raun er svo ekki.
Stefna Samfylkingarinnar
Fagra Ísland er græn huliðs-
skikkja um ákvarðana- og
ábyrgðarfælni flokksins. For-
ystumenn flokksins tala í kross í
stóriðjumálum og óstjórn þeirra í
efnahags- og atvinnumálum
myndi stórlega herða sultarólar
atvinnulífsins.
VG kynnir stefnuna Græn
framtíð eins og risaeðla í sauð-
argæru til að kjósendur gleymi
um stund rauðri fortíð flokksins
og afturhaldssósíalisma.
Í 12 ár stjórnuðu þessir flokkar
Reykjavíkurborg og höfðu tök á
að sýna umhverfisstefnu sína í
framkvæmd, en gerðu ekki. Þá
var tími umræðustjórnmála en
eftir sat borgarsjóður nær hung-
urmorða. Nú fyrst gerist eitthvað
þegar nýr meirihluti í Reykjavík
kynnir mikilvæg skref í umhverf-
ismálum. Nú fá námsmenn t.a.m.
frítt í strætó; nokkuð sem fyrri
meirihluti talaði um út í eitt.
Það eina sem er grænt við
vinstrigræna er að frambjóð-
endur flokksins eru grænir af öf-
und vegna frumkvæðis meirihlut-
ans í Reykjavík í
umhverfismálum en stefnu Sam-
fylkingarinnar verður hins vegar
best lýst með orðunum Magra Ís-
land.
Sveinn Andri Sveinsson
Magra Ísland
Höfundur er hæstarétt-
arlögmaður.
Í miðri kosningaumræðunni bíð-
ur Íslendinga sannkallaður gleði-
gjafi í sumardeginum fyrsta sem
haldinn verður hátíðlegur um land
allt þann 19. apríl. Á stundum er
eins og þessi vorboði sé ívið of
snemma í dagatalinu,
svona miðað við veð-
urfar, en dagurinn er
þó einn elsti hátíð-
ardagur landsmanna
og markaði upphaf
nýs árs skv. sér-
íslensku tímatali þeg-
ar árið skiptist í sum-
ar og vetur og aldur
fólks var talinn eftir
vetrum fremur en ár-
um. Það er því við
hæfi að fagna saman
að fornum sið komu
sumars hvort sem far-
ið er í skrúðgöngu með skátum
eða skemmtiferð á heimaslóð – eða
hvort tveggja.
Höfuðborgarstofa, fyrir hönd
Reykjavíkurborgar, hefur und-
anfarin fjögur ár skipulagt um-
fangsmikinn ferðaviðburð á sum-
ardaginn fyrsta, í góðri samvinnu
við sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu, ferðamálafulltrúa
landsbyggðar og fjölmarga aðila í
ferðaþjónustu. Tilgangurinn er að
opna augu almennings fyrir því
hve mikilvæg ferðaþjónustan er
fyrir atvinnulíf og efnahag lands-
manna en ekki síður að vekja at-
hygli á fjölbreytni greinarinnar.
Staðreyndin er nefnilega sú að
boðið er upp á mikið úrval ferða-
tengdrar afþreyingar hérlendis
sem er nánast eingöngu nýtt af er-
lendum ferðamönnum. Gott dæmi
er hvalaskoðun en árið 2006 fóru
ríflega 50 þúsund manns í hvala-
skoðun frá Reykjavík; og voru
langflestir farþeganna erlendir
ferðamenn. Staðreyndin er þó sú
að hvalaskoðun er mjög skemmti-
leg og fræðandi fjölskyldu-
afþreying, rétt við bæjardyr borg-
arbúa.
Sem atvinnugrein er íslensk
ferðaþjónusta í örum vexti. Erfitt
er að henda reiður á
fjölda starfa í grein-
inni þar sem mörg
þeirra eru árs-
tíðabundin en einnig
hefur komið fram
ákveðin gagnrýni
meðal þeirra sem
leggja stund á ým-
iskonar tölulegar
rannsóknir í ferða-
þjónustu að hún sé of
þröngt skilgreind. Að-
ilar í ferðaþjónustu
eru allir þeir sem
sinna þörfum ferðamanna, inn-
lendra sem erlendra. Ekki er ein-
göngu um að ræða fjölbreytta
flóru flugfélaga, ferðaskrifstofa,
upplýsingamiðstöðva, hópbílafyr-
irtækja, hótela, gistiheimila og af-
þreyingarfyrirtækja heldur eru
veitingastaðir, kaffihús, verslanir,
söfn, bensínstöðvar, kirkjur, þeir
sem standa að menningar-
viðburðum hvers konar og margir
fleiri mikilvægir aðilar í íslenskri
ferðaþjónustu. Engin ein atvinnu-
grein samtvinnast þjóðlífinu með
sama hætti. Sem dæmi má nefna
að augljóst er að veitingastaðaflór-
an í Reykjavík gæti aldrei verið
jafn blómleg í 200 þúsund manna
borg, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu,
ef ekki kæmi til vaxandi fjöldi er-
lendra ferðamanna. Í fyrra komu
ríflega 422 þúsund erlendir ferða-
menn til Íslands, sem langflestir
sóttu Reykjavík heim, og þá eru
ótaldir um 60 þúsund farþegar er-
lendra skemmtiferðaskipa. Tölur
frá árinu 2005 sýna að tæplega
13% erlendra gjaldeyristekna
landsmanna komu frá ferðaþjón-
ustu eða um 40 milljarðar. Talið er
að um 24 milljarðar þessara tekna
falli til á höfuðborgarsvæðinu og
ljóst að þessi tala fer vaxandi með
auknum fjölda ferðamanna.
Markmið Höfuðborgarstofu og
samstarfsaðila með Ferðalangi á
heimaslóð á sumardaginn fyrsta er
að leggja áherslu á það hvað
ferðaþjónustan í allri sinn breidd
er skemmtileg og fræðandi, ekki
síst gagnvart þeim hópi fólks sem
e.t.v. þekkir betur að vera ferða-
langur erlendis fremur en á
heimaslóð. Með því að kynna sér
innlenda ferðaþjónustu verða íbúar
svæðisins að auki betri og upplýst-
ari gestgjafar fyrir erlenda ferða-
menn. Dagskráin er þannig úr
garði gerð að ekki er annað hægt
en að finna eitthvað við sitt hæfi.
Ferðalangur á ferð og flugi býður
fólki upp á útsýnisflug fyrir brot
af þeim kostnaði sem slíkt æv-
intýri kostar alla jafna, hestaferð-
ir, klifur, „blocart“ sem eru litlir
seglbílar og fjórhjólaferðir við
Reykjavíkurhöfn. Skemmtiferðir á
heimaslóð bjóða íbúum höfuðborg-
arsvæðisins að kynnast dásemdum
náttúrunnar við jaðar borgarinnar.
Menningarlegur ferðalangur tekur
púlsinn á sögunni og menningunni
en söfnin á höfuðborgarsvæðinu
bjóða upp á afar fjölbreytta og
skemmtilega dagskrá. Hraustur
ferðalangur er fyrir þá sem vilja
koma blóðinu á hreyfingu en það
er staðreynd að sífellt fleiri ferðast
vítt og breitt til að taka þátt í
göngum og hlaupum af ólíkum
toga. Ferðalangur á sjó er svo fyr-
ir fólk á öllum aldri sem vill taka
þátt í ævintýrum tengdum sigl-
ingum s.s. hvalaskoðun, dorg- og
sjóstangaveiði. Samhliða ferða-
dagskránni stendur ÍTR og sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæðinu að
hefðbundinni fjölskyldudagskrá í
hverfum borgarinnar auk fjöl-
skyldu- og húsdýragarðsins. Í
prentaðri dagskrá Ferðalangs
stendur þátttakendum einnig til
boða að taka þátt í hugmynda-
samkeppni vegna átaks sem er í
undirbúningi hjá Reykjavíkurborg
í tengslum við bættar menningar-,
sögu- og náttúrumerkingar ým-
iskonar undir yfirskriftinni:
Hversu merkileg er Reykjavík?
Það er því deginum ljósara að
enginn á að þurfa að sitja heima
og láta sér leiðast á sumardaginn
fyrsta. Þessi dagur minnir okkur,
íbúa á norðurhjara veraldar, á að
við erum í þann mund að ganga á
vit vors og sumars með aukinni
birtu og fjölda ævintýra sem bíða
handan við hornið.
Fögnum með
ferðaþjónustunni
Dóra Magnúsdóttir vekur
athygli á ferðaviðburðum
á sumardaginn fyrsta
» Tilgangur Ferða-langs er að opna
augu almennings fyrir
mikilvægi ferðaþjónust-
unnar og vekja athygli á
fjölbreytni greinarinn-
ar.
Dóra Magnúsdóttir
Höfundur er markaðsstjóri ferðamála
hjá Reykjavíkurborg.
ÉG ritaði nýlega grein í Morg-
unblaðið sem bar heitið „Umhverf-
isréttur, mannréttindi
og Jónína Bjartmarz
umhverfiráðherra“.
Greininni svarar um-
hverfisráðherra í
Morgunblaðinu 16.
apríl sl. Grein hennar
ber fyrirsögnina
„Furðulegum yfirlýs-
ingum Atla Gíslasonar
svarað“. Þar setur
umhverfisráðherra
fram kenningar um að
henni hafi ekki verið
heimilt að veita
Hrafntinnuriddurum
aðild að kærumáli
vegna brottnáms
hrafntinnu úr Hrafn-
tinnuskeri til viðgerða
á Þjóðleikhúsinu. Ber
hún fyrir sig svo-
nefnda lögmætisreglu.
Ég er ósammála um-
hverfisráðherra. Regl-
ur um aðild varða
form en ekki efni máls
og er stjórnvaldi
heimilt að túlka aðild-
arreglur rúmt, nema
skýr lagaheimild
banni það. Niðurstaða
umhverfisráðherra
um aðild Hrafntinn-
uriddara var auk þess fengin með
túlkun eins og hún tekur skýrt
fram í athugasemdum sínum í
Morgunblaðinu. Umhverfisráðherra
var ekki bundinn af beinum fyr-
irmælum laga og í lófa lagið að taka
ívilnandi ákvörðun og veita Hrafn-
tinnuriddurum aðild, allt í samræmi
við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga
og réttarþróun. Slík niðurstaða
hefði rímað fullkomlega við þær að-
ildarreglur sem kveðið er á um í
Árósasamningnum og nýrri ESB-
tilskipun um umhverfismál. Mörg
fordæmi eru um að stjórnvöld hafi
veitt einstaklingum aðild að kæru-
málum þótt unnt hafi verið að úti-
loka hana með þröngri og ólýðræð-
islegri túlkun. Skýrasta dæmið um
það var þegar Siv Friðleifsdóttir,
fyrrverandi umhverfisráðherra
Framsóknarflokksins, veitti mér,
Guðmundi Páli Ólafssyni og Ólafi
Andréssyni aðild að kærumáli til
umhverfisráðuneytisins sem varðaði
umhverfismat Skipulagsstofnunar á
Kárahnjúkavirkjun. Þar kröfðumst
við staðfestingar á niðurstöðu
Skipulagsstofnunar þess efnis að
virkjunin hefði veruleg umhverfis-
áhrif í för með sér. Siv Friðleifs-
dóttir sá að vísu eftir
ákvörðun sinni en bæði
héraðsdómur og
Hæstiréttur taldi
ákvörðun hennar um
aðild okkar góða og
gilda. Hjörleifi Gutt-
ormssyni var jafnframt
veitt aðild í kæru-
málum vegna álbræðsl-
unnar í Reyðarfirði.
Jónína Bjartmarz um-
hverfisráðherra var
sem sé alls ekki bundin
af aðildarreglum þegar
hún kaus að hafna að-
ild Hrafntinnuriddara
og lýðræðislegum um-
hverfisáhyggjum
þeirra og gat tekið efn-
islega á þeim nátt-
úruspjöllum sem unnin
voru á Hrafntinnuskeri
með brottnámi hrafn-
tinnu þaðan.
Umhverfisráðherra
kýs að leiða hjá sér
spurningu mína um
það hvers vegna rík-
isstjórn Framsókn-
arflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins hefur
enn ekki veitt Áróss-
samningnum lagagildi
og lagst gegn þeim mannréttindum
í umhverfismálum sem samning-
urinn felur í sér. Svarið blasir
reyndar við. Lögfesting samnings-
ins mundi torvelda og jafnvel úti-
loka virkjanaframkvæmdir sem
hafa í för með sér óafturkræf nátt-
úruspjöll, eins og Kárahnjúkavirkj-
un hafði í för með sér og verða
óhjákvæmilega ef fyrirhugaðar
virkjanir í Þjórsá verða að veru-
leika.
Í niðurlagi athugasemda sinna
lýsir umhverfisráðherra því yfir að
hrafntinna verði aldrei aftur tekin
úr náttúru Íslands til að klæða
Þjóðleikhúsið eða aðrar byggingar.
Þessari yfirlýsingu fagna ég heils
hugar. Hrafntinnuriddarar hafa eft-
ir allt saman haft erindi sem erfiði.
Þökk sé þeim.
Hrafntinnuridd-
ararnir og
furður Framsókn-
arflokksins
Atli Gíslason svarar
athugasemdum Jónínu
Bjartmarz umhverfisráðherra
Atli Gíslason
» „Mörg for-dæmi eru
um að stjórn-
völd hafi veitt
einstaklingum
aðild að kæru-
málum þó að
unnt hafi verið
að útiloka hana
með þröngri og
ólýðræðislegri
túlkun.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
og skipar 1. sæti á lista VG
í Suðurkjördæmi.
ÞAÐ er vel við hæfi að sumardag-
urinn fyrsti sé sérstakur hátíð-
isdagur hjá skátum því að hann boð-
ar spennandi tíma með góðum
félögum. Þá er kominn tími til að
dusta rykið af tjöld-
unum fyrir útilegur
sumarsins. Í ár, á 100
ára afmæli skátahreyf-
ingarinnar í heiminum,
bíður skáta óvenju-
spennandi sumar. Fyr-
ir utan félagsmót og
hefðbundnar útilegur
munu skátar hittast á
veglegu afmælismóti á
Úlfljótsvatni í júl-
íbyrjun en rúsínan í
pylsuendanum er
heimsmót skáta á Eng-
landi í lok júlí. Þangað
munu 430 íslenskir skátar fara og
slást í hóp rúmlega 42.000 annarra
skáta frá 159 löndum.
Þeir sem ekki hafa tekið þátt í
heimsmóti skáta geta ómögulega
áttað sig á því hvílík lífsreynsla það
er að búa í 10 daga í samfélagi ein-
staklinga frá öllum heimshornum
þar sem konungar jafnt sem skóla-
fólk deilir aðstöðu, flest tungumál
heims eru töluð, öll helstu trúar-
brögð heims iðkuð, allir búa í tjöld-
um, flestir eru á aldrinum 14 til 18
ára og hægt er að taka þátt í rúm-
lega 2.000 dagskráliðum sem spanna
nær öll svið þjóðfélagsins og menn-
ingu jarðarbúa, s.s. að læra þjóð-
dansa frá Mósambík,
smakka smákökur frá
Póllandi, og máta
gervifót frá Össuri á Ís-
landi, svo eitthvað sé
nefnt. Síðast en ekki
síst að búa í samfélagi
þar sem ríkir friður og
bræðralag óháð deilum
sem annars virðast ein-
kenna sambúð manna á
jörð.
Með þátttöku sinni í
heimsmóti skáta vilja
íslenskir skáta sýna
það og sanna að hið
ómögulega er mögulegt. Það er
hægt að byggja samfélag þar sem
fólki er umhugað um náungann og
umhverfi sitt, samfélag vináttu og
samstarfs. Á heimsmóti skáta öðlast
skátarnir reynslu sem gerir þeim
kleift að vera boðberar friðar og
stuðla að samhug og vináttu í því
samfélagi sem þeir búa í alla jafna.
Það er einlæg trú skáta að hver
einstaklingur geti haft áhrif og lagt
sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta
það samfélag sem hann býr í. Því
hvetja íslenskir heimsmótsfarar
landsmenn alla, jafnt unga sem
aldna, til að færa íslensku þjóðinni
þá sumargjöf að þeir strengi þess
heit að gera það sem í þeirra valdi
stendur til að stuðla að friðvænlegra
þjóðfélagi. Ef landsmenn allir taka
þessari áskorun og fagna sumri með
þeirri trú að þeir geti lagt sitt af
mörkum til betra samfélags mun
sumardagurinn fyrsti ekki einungis
marka upphaf sumars heldur vera
dagur vonar, vonarinnar um bjarta
og sólríka framtíð.
Sumardagurinn
fyrsti – dagur vonar
Bragi Björnsson skrifar
um skátastarfið » Það er hægt aðbyggja samfélag þar
sem fólki er umhugað
um náungann og um-
hverfi sitt, samfélag vin-
áttu og samstarfs.
Bragi Björnsson
Höfundur er aðstoðarskátahöfðingi
og aðalfarastjóri íslenskra skáta á
heimsmót skáta 2007.