Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 72
FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 109. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Stórbruni rakinn til loftljóss í söluturni  Húsið Austurstræti 22 gereyði- lagðist í eldsvoða í gær og stór hluti af Lækjargötu 2 varð eldinum að bráð. Talið er að kviknað hafi í út frá loftljósi í söluturni á milli bygging- anna. » Forsíða, 2, 4 og miðopna Samfylkingin sækir á  Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk- urinn auka fylgi sitt verulega sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent Gallup. Fylgi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs minnkar. » 6 Brenndust í vatnsflaumi  Sjö voru fluttir á slysadeild Land- spítalans í Fossvogi í gærkvöldi eftir að hafa brennst af völdum sjóðheits vatnsflaums niður Vatnsstíg og Laugaveg. » Forsíða Hátt í 200 lágu í valnum  Nær 200 manns biðu bana í nokkrum sprengjutilræðum í Bag- dad í gær, þar af um 140 í einni árás. Er það mesta mannfall sem orðið hefur í hryðjuverkum á einum degi í borginni. » 14 SKOÐANIR» Ljósvaki: Af hverju er hún ekki feit? Staksteinar: Glampi í augum Forystugreinar: Gamla Reykjavík og Fiskur og ferðamannaþjónusta Af listum: Franskt vor enn í blóma UMRÆÐAN» Fögnum með ferðaþjónustunni Landið var fagurt og frítt Hvað verður um okkur? Bútasaumur Grisjun og gerð göngustíga Skógur í þéttbýli Kolefnisreiknivélin Snæfoksstaðir – framtíðarskógur SKÓGRÆKT» 1 % )7 " - ( ) 8    ! 3 6/ /  / / / / /6   6/ /6 / / / / /6  / / + 9&3 " /  / /6 / 6/ /6 /66  :;<<.=> "?@=<>A8"BCA: 9.A.:.:;<<.=> :DA"9 9=EA. A;="9 9=EA. "FA"9 9=EA. "4>""A! G=.A9> H.B.A"9? H@A ":= @4=. 8@A8>"4(">?.<. Heitast 5 °C | Kaldast 0 °C  Hæg vestlæg átt og yfirleitt bjart. Þykknar smám saman upp vest- anlands. Hiti yfirleitt á bilinu 0–5 stig. » 10 Hin nýríka þjóð í norðri í gegnum fjöl- miðlaheim, við- skiptaheim og undir- heima Íslands. » 68 BÓKMENNTIR» Íslensk sögusápa TÓNLIST» Íslenskar hljómsveitir á The Great Escape. » 62 Það er nóg um að vera í dag, sum- ardaginn fyrsta, tón- leikar víða um land- ið, leiksýningar fyrir börnin o.fl. » 65 MENNING» Sumarið er komið FÓLK» Herzigova vildi helst vera ólétt í tíu ár. » 64 FÓLK» Ferrell rífst við tveggja ára leigusala. » 69 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Þök rifin af brennandi húsum … 2. Talið að eldurinn hafi kviknað … 3. Stórbruni í miðborginni 4. Eldur í Austurstræti Morgunblaðið/Ásdís GLEÐILEGT SUMAR! SUMARDAGURINN fyrsti er í dag og af því tilefni verður fjöldinn allur af viðburðum um allan bæ. Tónleikar eru haldnir víða um land, m.a. stendur Tónlist- arfélag Mosfellsbæjar fyrir fjölskyldutónleikum í Lága- fellsskóla og sönghópurinn VoxFox er með sérstaka sum- artónleika í Iðnó. Þjóðminja- safn Íslands heldur úti sér- stakri barnadagskrá í dag ásamt því að Safnabúðin er með tombólu. Í nótt var 1–7 gráða frost um landið og því ljóst að vetur og sumar frusu saman. Það eru góð tíðindi því næturfrost á mótum vetrar og sumars er sagt vita á gott sumar. Í dag er gert ráð fyrir hæg- viðri víðast hvar um landið og björtu þó að þykkni upp vestan til með deginum. Það er því um að gera að kíkja út úr húsi og fagna sumri. | 65 Tími stutt- buxna runn- inn upp? Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SVO virðist sem borgarbúar séu að taka rækilega við sér á sviði hjól- reiða þessi dægrin og koma hjólum sínum í yfirhalningu á verkstæð- um, því ríflega vikubið er eftir tíma hjá reiðhjólaverkstæði Arnarins í Faxafeni. Sprengjan sprakk fyrir alvöru í síðustu viku og með skán- andi veðurfari lítur út fyrir að allir séu að draga fram hjólin sín. Og margir vilja láta sérfræðingana yf- irfara gripinn fyrir sumarið. Einn sérfræðinganna er Atli Már Bragason, verkstæðisformað- ur hjá Erninum. Auk þess að sinna tugum fastakúnna sem hjóla allt árið um kring á nagladekkjum um vetur og í sérhæfðum hlífðargöll- um með öflugan ljósabúnað á hjól- unum þarf að sinna hinum mý- mörgu hjólreiðamönnum, -konum og -krökkum sem nota hjólin sín á sumrin. Velflestir koma við á verk- stæðinu áður en hjólað er út í sum- arið. „Ég á lausan tíma á föstudaginn í næstu viku,“ segir Atli. „Álagið hófst fyrir alvöru í síðustu viku þótt vart hafi orðið einhverrar hreyfingar fyrr í vor. Í millitíðinni kom frost en að því loknu hófst ný skorpa með látum. Það er vægast sagt komið mikið líf í hjólreiðarnar og það er vitlaust að gera.“ Á verkstæði Arnarins er einkum farið yfir bremsur og gíra, dekk og annað sem þarf að athuga á hjól- unum. Og inn á verkstæðið koma gömul hjól sem ný, dýr og ódýr. „Við gerum við allar gerðir hjóla,“ segir Atli Már. Vitlaust að gera á reiðhjólaverkstæðinu Morgunblaðið/Ásdís Viðgerðir Kjartan Hjaltason hjá Erninum hafði nóg að gera í gær. Meira en vikubið er eftir tíma hjá verkstæði Arnarins KORNUNGUR Íslendingur, Brynjar Ragn- arsson, er orðinn atvinnumaður í ruðningi (rugby) í Ástralíu. Hann hefur vakið tals- verða athygli fyr- ir frammistöðu sína þar í landi og þykir mikið efni í íþróttinni. Brynjar er aðeins 18 ára gamall en er óvenju stór og kröftug- ur, tveggja metra hár og 112 kíló að þyngd, og er byrjaður að leika af full- um krafti með varaliði Brisbane Broncos. Hann bíður eftir tækifæri með aðalliði félagsins og sagði við Morgunblaðið að hann væri tilbúinn í slaginn þegar kallið kæmi. Foreldrar Brynjars voru því mót- fallnir að hann legði ruðninginn fyrir sig vegna mikillar meiðslahættu og vonuðust til þess að hann yrði körfu- boltamaður í staðinn. „Við áttuðum okkur ekki á því þá hve öflugur hann væri í íþróttinni en eftir það var ekki annað fyrir okkur að gera en að læra leikreglurnar og veita honum fullan stuðning,“ sagði faðir Brynjars við Morgunblaðið. | Íþróttir Íslenskur ruðnings- kappi Brynjar Ragnarsson VIÐSKIPTI » Sjá mikil tækifæri í Icepharma Skuggi fellur á Moody’s Svipmynd af forstjóra Ericsson Hvað mega eigendur banka gera?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.