Morgunblaðið - 19.04.2007, Side 30

Morgunblaðið - 19.04.2007, Side 30
daglegt líf 30 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Barnaskemmtun verður á Minjasafninu á Ak- ureyri í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 14–16. Flutt verður dagskrá um þennan merkisdag í Minjasafnskirkjunni og sumarið verður sungið inn með hárri raust. Ýmsir leikir fyrir börn og fullorðna verða á flötinni neðan við safnið.    Ingólfur Ásgeir Jóhannsson er áhugamaður um margt, m.a. náttúruvernd. Hann skrifar at- hyglisverðan pistil á blogg sitt í fyrrakvöld: „Fyrir örfáum misserum voru Krossanes- borgir norðan Akureyrar friðlýstar sem fólk- vangur og hefur verið unnið að gerð göngu- stíga og skilta og fleira gert til að fólk geti notið náttúrunnar. Hluti fólksvangsins er lok- aður umferð fólks á varptíma fugla, einkum votlendið. Sérlega gaman er að rölta um Krossanesborgirnar skömmu eftir að varp- tíma lýkur. Nú hefur svo ólánlega – að ekki sé fastar að orði kveðið – tekist til að nýtt bílastæði fyrir gesti fólkvangsins hefur verið gert í jaðri mýr- arinnar beint sunnan Hundatjarnar og grafnir skurðir til að þurrka það upp. Þetta mun hafa slæm áhrif á vatnsbúskap mýrarinnar auk þess sem bílastæðið er að hluta undir vatni og nýtist þá eflaust síður sem bílastæði – sem er í besta falli grátbroslegt en þó einkum óþægi- legt. Þar að auki þarf að brúa skurðinn til að gestir komist í fólkvanginn og hætta er á að sú umferð verði of nálægt varpsvæðinu. Nýja bílastæðið er skammt frá Bykóbúðinni á leið- inni norður úr bænum. Í raun og veru sýnist hér um að ræða algera svívirðu – þvert á góðar fyrirætlanir bæjaryf- irvalda með því að ná fram friðlýsingunni. Var alls ekki hægt að setja bílastæðið upp í móann nokkrum tugum metra nær þjóðveginum?“    Aðalfundur Hollvina Húna verður haldinn í kvöld kl. 20 í Allanum.    Menningarhagfræði – skapandi atvinnugrein- ar 21. aldarinnar kallast fyrirlestur sem dr. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, heldur í Ketilhúsinu á morgun, föstudag, kl. 14.50. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeyp- is.    Þórdís Lilja Gísladóttir kynnir á fundi ÍSÍ á Akureyri á föstudaginn niðurstöður rann- sóknar sinnar, „Hagrænt gildi íþrótta í ís- lensku nútímasamfélagi“, sem hún vann í tengslum við lokaverkefni sitt til MA-prófs í menningar- og menntastjórnun. Fundurinn verður í Verkmenntaskólanum frá kl. 17 til 18.30. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Íþróttir Hagrænt gildi þeirra er sagt mikið. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Álandsfundi Sjálfstæðis-flokksins dreifði Magni Kristjánsson skipstjóri í Neskaupstað vísum Tryggva heitins Vilmundarsonar, sem lengi var netamaður í skipshöfn hans á Berki: Ekki byrjar það björgulega með brælum og stræk og veiðitrega. Að vestan koma látlaust að landi lægðir eins og á færibandi. Vörur stíga, víxlar falla, vonlaust sýnist að borga þá alla. En verst af öllu um vertíð slíka er að vera hættur að drekka líka. Og fleira orti Tryggvi: Hvort ekki yrði tilveran einhvers virði já unaðsleg ef Börkur fullur alltaf yrði en ekki ég. Loks orti Tryggvi og vitnaði til lokaritgerðar Hjálmars fiskifræðings frá Mjóafirði, sem fjallaði um marhnútinn: Loðnan er fundin, það lán er fyrir alla látum því helvítis gengið falla. Hjalli er laus við hræðsluna og kvíðann. Enda hefur hann ekki þagnað síðan. Á miðunum vitleysan gerðist gróf gott mun ei af því leiða ef Mjófirðingur með marhnútapróf úr málunum á að greiða. Af brælu og víxlum VÍSNAHORNIÐ HVERNIG ætli það sé að eiga pabba sem er miklu eldri en flestir pabbar annarra barna? Og hvernig ætli það sé að þurfa sífellt að vera að leið- rétta það að pabbi sé ekki afi heldur pabbi? Því geta þau börn eflaust svarað sem eiga aldraða feð- ur, en feðrum sem komnir eru yfir sextugt hefur fjölgað á undanförnum árum. Í velmegunarsamfélögum nútímans heldur fólk lengur góðri heilsu en áður var og eins nær fólk hærri aldri. Ein afleiðing þess er að karlar eignast börn fram eftir allri ævi. Karlar sem skilja við eiginkonur sínar um eða eftir fimmtugt ná sér sumir í mun yngri konur sem enn eru á barneign- araldri og þeir þurfa þá sumir að fara á byrjunar- reit og eignast börn á sama tíma og þeir verða af- ar barnabarnanna frá fyrra hjónabandi. Helber sjálfselska? Á vefútgáfu The New York Times segir frá Tony nokkrum sem varð faðir þegar hann var 77 ára og hann sagðist hlakka til að fara út í garð og leika við barnið þegar það væri orðið 15 ára. „Þá verð ég ekki nema níræður.“ En blessaður mað- urinn náði ekki að lifa það því hann dó 84 ára og ekki aðeins frá sjö ára dóttur sinni heldur líka sex ára syni. Margir líta svo á að það sé helber sjálfselska að eignast börn svo seint á ævinni, því viðkomandi sé fullljóst að börnin verði föðurlaus helst til snemma. Gerð var könnun í Bandaríkjunum á líðan barna eldri feðra og kom í ljós og þessi börn óttast það að pabbi deyi frá þeim. Sumum börnum eldri manna er líka strítt á gömlu körlunum og vissu- lega getur líka verið einkennileg staða að eiga systkini sem eru svo miklu eldri að þau gætu verið foreldrar manns. Eins virðast oft verða erfiðleikar í samskiptum við fyrrverandi konuna og fullorðnu börnin sem faðirinn átti með henni. Náð auknum þroska Kosturinn við það að verða faðir á efri árum er sá að þá hafa menn róast og æsa sig minna yfir smámunum og þeir hafa náð ákveðnum þroska sem kemur með árunum. Þeir eru því að mörgu leyti betri uppalendur og gefa sér auk þess meiri tíma til að vera með börnum sínum en yngri menn, bæði vegna þess að þeir hafa löngu lokið sínu starfsframapoti og forgangsröðunin í lífinu verður önnur. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þó nokkur áhætta fylgi því fyrir barnið þegar faðirinn er kominn á efri ár. Eftir því sem faðirinn er eldri, þeim mun meiri hætta er á að barnið eigi við sálræna erf- iðleika að etja, sé með athyglisbrest og eigi fé- lagslega erfitt, greinist með geðklofa eða sé dvergur. Augljóslega er líka meiri hætta á að þessir pabbar missi heilsuna og sumar ekkjur slíkra manna segjast ekki vissar um að þær hafi gert rétt með því að eignast börn með svo gömlum mönnum. Frægir menn virðast eiga nokkuð auðvelt með að ná sér í yngri konur þegar aldurinn færist yfir og eignast þá gjarnan börn með nýju konunum. Dæmi þar um er Rod Stewart sem eignaðist son þegar hann stóð á sextugu, Paul McCartney eign- aðist dóttur þegar hann var 61 árs, Kenny Rogers eignaðist tvíbura þegar hann var 65 ára og Julio Iglesias á von á barni en hann er 63 ára. Þessum mönnum finnst kannski að þeir öðlist nýtt líf með nýjum börnum og þeir hafa vissulega efni á að veita börnum sínum fjárhagslegt öryggi, en þeir lifa það tæplega að fá að fylgjast með þeim vaxa úr grasi. Hann er ekki afi minn, hann er pabbi minn Reuters Eldri faðir Paul McCartney og Heather Mills á meðan allt lék í lyndi. McCartney var 61 árs gam- all er barn þeirra fæddist. Rokkari Penny Lan- caster og Rod Stewart. Sveitasæla Kenny Rogers og Wanda. pebl@mbl.is SVO LÍTIÐ sem fimm mínútna æf- ingar virðast geta hjálpað reyk- ingamönnum að halda aftur af fíkn- inni í tóbakið. Sýnt var fram á þetta eftir að nokkrar rannsóknir voru skoðaðar ofan í kjölinn. Frá þessari niðurstöðu er sagt á vefnum MSNBC.com. Niðurstaðan sýnir að hófleg hreyfing, eins og ganga, dregur mjög úr fráhvarfseinkennum reyk- ingamanna. „Ef fyndist lyf sem hefði sömu áhrif yrði það tafarlaust selt sem hjálparlyf til þeirra sem vilja hætta að reykja,“ segir dr. Adrian Taylor, sem stýrði rannsókninni og er pró- fessor í heilsusálfræði við Exeter- háskóla. Taylor og félagar rýndu í tólf rannsóknir þar sem skoðuð voru tengslin milli hreyfingar og nikótín- skorts. Helst voru skoðaðar æfingar sem hægt var að gera utan leikfimi- salar, eins og ganga og teygjuæf- ingar. Greining þeirra var að oft þurfti einungis fimm mínútna æf- ingu til að komast yfir þörfina fyrir níkótínskammtinn. „Það sem kemur á óvart er hversu mikil áhrifin eru,“ segir dr. Robert West, prófessor í heilsusálfræði við háskóla í London, en hann tók einnig þátt í rannsókninni. „Þátttakendur komust að því að áhrifin af æfing- unum voru jafnmikil og af nikótín- plástri.“ West sló þó þann varnagla að ekki væri vitað hversu lengi áhrif- in af æfingunum entust. „Segja má að nota megi æfingar til að draga til skamms tíma úr nikótínþörf, en við vitum ekki hvort þær hjálpa til lengri tíma,“ segir hann. Trúlega þurfi að gera æfingar samhliða öðr- um hjálparmeðulum gegn reyk- ingum til að ná langtímaárangri. Svo að segja allt sem kemur í veg fyrir að fólk reyki er álitið vera til hjálpar en vísindamenn hefur lengi grunað að æfingar geti verið áhrifa- ríkar. Kenning Taylors er að æfing- ar geti framkallað hið skapbætandi hormón dópamín og þar með dregið úr þörf reykingamanna fyrir nikótín. Þrátt fyrir allt eru vísindamenn ekki á einu máli um hversu hag- kvæmar þessar niðurstöður munu reynast. „Læknar geta sagt sjúk- lingum að gera eitthvað út í hið óendanlega en erfitt getur reynst að fá fólk til að byrja að hreyfa sig,“ segir dr. Peter Hajek, prófessor í klínískri sálfræði við Queen Mary- háskólasjúkrahúsið í London. Hajek tók ekki þátt í rannsókninni. Hann segir að ef fólki séu kenndar einfald- ar æfingar sem það getur gert við skrifborðið gæti það hugsanlega bægt frá þörfinni fyrir sígar- ettupásu. „Þegar fólk dauðlangar í sígarettu getur það prófað að gera æfingar í staðinn,“ er jafnframt haft eftir honum. Níkótínfíknin gengin burt Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Reykleysi Áhrif af æfingum reynd- ust jafn mikil og af nikótínplástri. úr bæjarlífinu eftir nokkur ár þegar gróðurhúsaáhrifin hafa breytt veðrinu enn meira og enn minni skil verða á milli sumars og veturs. Þegar Víkverji var stubbur var alltaf snjór á veturna, hægt að renna sér á snjóþotu í marga mánuði og skaut- arnir fengu ekki frí, en núna má þakka fyrir ef það kemur smáföl í nokkra daga, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Þó að það sé kalt og dimmt þá er ekkert vetrarveður nema í nokkra daga á ári, kannski sem betur fer fyrir suma en því miður fyrir aðra. Eftir nokkra áratugi verður lík- lega, ef fram heldur sem horfir, alveg snjólaust á Íslandi, veturinn verður aðeins smátími, snjóþotur fást ekki lengur í búðum og aðeins verður hægt að skauta á tilbúnu svelli. Það verður örugglega ákaflega notalegt en líka sorglegt því veturinn hefur sinn sjarma með kulda og trekk. Nú er Víkverji svartsýnn, sem hæfir ekki á slíkum hátíðisdegi, hann ætti að gleðjast yfir því að sumar sé að koma frekar en að syrgja veturinn. Víkverji býður les-endum gleðilegt sumar. Sumardagurinn fyrsti hefur alltaf skip- að sérstakan sess í huga landans og vel þess verðugur að vera frídagur. Enda aldrei of mikið af frídögum fyrir vinnusjúka og þreytta Íslendinga. Víkverji man vel eftir tilhlökkuninni eftir þessum degi á yngri ár- um, hann var einn af þeim sem trúðu því á tímabili að sumarið kæmi þennan dag. Trú- in var svo sterk að stundum voru stuttbuxurnar dregnar fram að morgni sumardagsins fyrsta og ekki farið úr þeim fyrr en kvölda tók. Sumarveðrið var samt yfirleitt ekki meira en gluggaveður, þegar út kom urðu leggirnir fljótt bláir og kaldir og lítið fór fyrir sumrinu, jafn- vel voru litlir snjóskaflar hér og þar sem skildu ekki að þeirra væri ekki lengur þörf þar sem sumarið var komið. x x x Víkverji veltir fyrir sér hvort sum-ardagurinn fyrsti missi sinn sess     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.