Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar Í flennistórri fyrirsögn í Frétta- blaðinu miðvikudaginn í síðustu viku stendur: „Fiskveiðikvóti Vestfirðinga hefur nær tvöfaldast frá 2001.“ Vitnað er til skýrslu frá Landssambandi íslenskra útvegs- manna, LÍÚ. Stað- reyndin er hins vegar sú, ef litið er á tölur Fiskistofu, að landaður botn- fisksafli á Vest- fjörðum, frá Brjánslæk til Hólmavíkur, minnkar frá árinu 2001 til 2006 um 30%. Árið 2001 var landaður botn- fisksafli á Vestfjörðum 52.624 tonn eða 13% hlutdeild í heildarbotn- fisksafla. Árið 2006 er landaður botn- fisksafli á Vestfjörðum 49.488 tonn eða 10% af hlutdeildinni. Land- aður botnfiskafli á Vestfjörðum er því um 3.000 tonnum minni 2006 en 2001 og hlutdeild í heildarbotn- fisksafla landsmanna 30% minni en þá. Blekkingar og áróður LÍÚ Í áróðursfréttinni frá LÍÚ er talað um tvöföldun á veiðiheim- ildum sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum frá árinu 2001 til 2006. Hér er mjög hallað réttu máli. Hvergi er þess getið að miklar breytingar hafa orðið á þessu árabili, sérstaklega á stöðu smábátaflotans. Þannig var sett aflahámark á kvótabáta vegna veiða á ýsu, ufsa og steinbít árið 2001 sem ekki var áður. Árið 2004 vara dagabátakerfið lagt niður með lögum og fært inn í kvóta- kerfið. Auðvitað breyttust þá veiðidagarnir í kvóta og koma inn í þessar tölur, sem LÍÚ er að tala um, sem aukinn kvóti að því marki sem sá kvóti hefur orðið til og haldist áfram á Vestfjörðum. Fisk- veiðiheimildir dagabátanna reikn- uðust eðlilega ekki inn sem kvóta- eign. Með breytingu úr dögum í kvóta er í sjálfu sér ekki verið að auka veiðiheimildir á svæðinu. Að mínu mati var það röng ákvörðun að leggja niður dagabátakerfið enda hefur sú breyting komið mjög hart niður á mörgum sjáv- arbyggðum, ekki síst Vestfjörðum. Vestfirðingar bera skarðan hlut frá borði Í frétt á BB 11. apríl síðastlið- inn er greint frá því að atvinnu- tekjur af fiskveiðum á Vest- fjörðum hafi lækkað um 36% á árunum 1998 til 2005: „Á árinu 1998 voru atvinnutekjur í fisk- veiðum um 2.273 milljónir eða um 9,16% af heildaratvinnutekjum at- vinnugreinarinnar á landinu öllu. Atvinnutekjur af fiskveiðum voru hins vegar einungis 1.463 milljónir á árinu 2005 eða um 9,99% af heildaratvinnutekjum landsins. At- vinnutekjur af fiskveiðum á Ís- landi hafa haldist óbreyttar í krónutölu á tímabilinu 1998–2005 og því má segja að ef Vestfirðir hefðu haldið hlut sínum í greininni hefðu atvinnutekjur verið um 453 milljónum hærri á árinu 2005. Þá fækkaði starfandi einstaklingum í fiskveiðum í fjórðungnum um 47% á sama tímabili en um 34% á land- inu öllu.“ Íbúar sjávarbyggðanna eigi varinn rétt til auðlindarinnar BB-fréttir greina frá því 14. apríl sl. að Kambur á Flateyri hafi sagt 9 konum upp í fiskvinnslunni og að ástæðan sé hagræðing. Jafn- framt kemur fram að bátur sem hafi lagt þar upp með 220 tonna þorskígildi hafi verið seldur ásamt aflaheimildum til Grindavíkur. Þetta sýnir hversu berskjaldað fólk í landi er, bæði sjómenn og fiskvinnslufólk og íbúar viðkom- andi svæða, fyrir því að aflaheim- ildir geti fyrirvaralaust verið seld- ar burtu úr héraði. Auðvitað reyna útgerðarmenn á Vestfjörðum sem eru tryggir sín- um byggðarlögum að kaupa og leigja til sín kvóta eftir mætti til að halda uppi atvinnu og taka þeir þar mikla áhættu. En ef leiguverð á þorskígildi er komið yfir 200 kr. á kíló og kaupverðið allt að 3.000 kr. á kílóið hlýtur boginn að vera spenntur. Engin atvinnugrein get- ur staðið undir slíkum fjármagns- kostnaði til lengdar. Stærst er áhættan hjá íbúum sjávarbyggð- anna sem fá litlu sem engu ráðið um atvinnuöryggi sitt og afkomu. Að blása nýjum byr í seglin Í bréfi sem Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, skrifaði forsætisráðherra 5. mars sl. og sendi okkur þingmönnum kjördæmisins afrit af kallar hann eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum hvað varðar atvinnu- líf og uppbyggingu á störfum á Vestfjörðum: „Bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar leggur áherslu á að algera hugarfarsbreytingu þarf og pólitíska samstöðu hjá stjórnvöld- um til að snúa við óheillaþróun síðustu ára …“ Ég tek heils hugar undir þau orð bæjarstjórans. En hver býst við hugarfarsbreytingu frá ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins er setið hafa að völdum í 16 ár samfleytt? Það er forgangsmál að treysta atvinnuöryggi sjávarbyggðanna og festa skilgreind fiskveiðiréttindi við byggðirnar. Sjávarútvegurinn er undirstaða atvinnulífs og bú- setu á Vestfjörðum. Fái íbúar sjávarbyggðanna að njóta auðlinda sinna munu nýir og ferskir vindar blása auknum byr í segl Vestfirð- inga, þjóðinni allri til heilla. Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs sumars. LÍÚ blandar sér í kosningaslaginn á Vestfjörðum Eftir Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjör- dæmi.  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 ÁRSALIR EHF - FASTEIGNAMIÐLUN ef þú þarft að selja, leigja eða kaupa fasteign, mundu 533 4200 eða senda okkur póst: arsalir@arsalir.is        Nýr þáttur er kominn á mbl.is þar sem meistarakokkarnir Ragnar og Bjarni eru í sumarskapi og grafa lax á auðveldan og ljúffengan hátt, ásamt því að blanda gómsæta graflaxsósu. Þú sért uppskriftirnar á Vefvarpi mbl.is Á MÁNUDAGINN birti Hag- stofa Íslands niðurstöður útreikn- inga sinna á aukningu ráðstöf- unartekna heimilanna á árabilinu 1994 til 2005. Niðurstöðurnar hljóta að teljast mikilvægt innlegg í umræður sem átt hafa sér stað síð- ustu daga um það hvernig efna- hagsþróunin hefur haft áhrif á kjör fólksins í landinu. Í sem stystu máli leiðir rann- sókn Hagstofunnar í ljós að á um- ræddu árabili jókst kaupmáttur að meðaltali um 56% og hækkuðu ráðstöfunartekjur á mann um 4,2% á ári. Rannsóknin miðast að sjálf- sögðu við að gefa sem raunsann- asta heildarmynd af þróun þess- ara mála. Þannig er á tekjuhlið horft til þróunar launatekna, eignatekna, svokallaðra til- færslutekna (m.a. bóta og annarra greiðslna úr opinberum sjóðum) og reiknaðs rekstrarafgangs en á gjaldahlið til eignaútgjalda (m.a. vaxtagjalda vegna húsnæðiskaupa) og tilfærsluútgjalda (m.a. skatta og iðgjaldagreiðslna til lífeyr- issjóða). Í niðurstöðunum er svo auðvitað tekið tillit til þróunar verðlags og mannfjölda. Niðurstöður Hagstofunnar sýna ótvírætt að stefna ríkisstjórn- arinnar hefur skilað heimilunum í landinu verulegum ávinningi. Bætt starfsumhverfi atvinnulífsins, upp- gangur íslenskra fyrirtækja innan lands og utan, einkavæðing og skattalækkanir hafa stuðlað að vexti í efnahagslífinu, sem hefur skilað sér í stórbættum kjörum alls almennings. Niðurstöðurnar gefa líka fyrirheit um að ef áfram verður haldið á sömu braut séu miklir möguleikar á áframhaldandi kjarabótum. Forsenda þess að það takist er hins vegar sú að atvinnu- lífinu verði áfram gefið svigrúm til að vaxa og dafna og stjórn rík- isfjármála verði ábyrg og skyn- samleg. Reynslan sýnir að það er auðvelt að glutra svona árangri niður á örskömmum tíma ef til valda komast öfl, sem ávallt eru tilbúin að eyða um efni fram og láta sér í léttu rúmi liggja hvernig verðmæti verða til í samfélaginu. Staðfesting á stórfelldri kaupmáttaraukningu Eftir Birgi Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Í nýju riti Samfylkingarinnar um efnahagsmál, sem Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, ritstýrir, er fjallað á málefnalegan hátt um hagstjórnarvandamál samfélagsins. Bent er á hið mikla ójafnvægi sem ríkir í hagkerfinu s.s. verðbólgu, viðskiptahalla, gengissveiflur, kerf- islægan halla ríkissjóðs, mikinn vaxtamun og hinn vax- andi ójöfnuð milli fjölskyldna í landinu. Í ritinu eru lagðar til skynsamlegar aðgerðir til að takast á við þennan hagstjórnarvanda. Hvatt er til þjóð- arsáttar um að ná jafnvægi og bent er á jákvæða reynslu Íra. Samkeppnislög verði látin ná til allra at- vinnugreina og að dregið verði úr höftum í landbúnaði. Þá er bent á að evru-aðild sem skilgreint markmið gæti virkað sem kjölfesta fyrir hagstjórnina enda þarf að uppfylla mörg skilyrði áður en hægt verður að stíga það skref. Hvatt er til sanngjarnari skattlagningar án þess að skattar hækki að meðaltali, m.a. með heildarendurskoðun á skatt- og lífeyriskerfinu. Sérstakt átak þarf til að bæta kjör aldraðra, öryrkja og barnafjöl- skyldna enda sé það bæði þjóðhagslega hagkvæmt sem og siðferð- islega rétt. Menntun, menning, jafnrétti kynjanna og umhverfismál eru nefnd í ritinu sem mikilvægir áhrifsþættir í hagkerfinu. Öllum sem glugga í þetta rit má vera ljóst að Samfylkingin er ábyrg í efnahagsmálum þar sem jafnvægi er meginmarkmið og kjör almenn- ings eru sett í forgrunn, enda sýna kannanir að fyrirtæki eru almennt samkeppnishæfari í þeim löndum þar sem það er gert. Við teljum okk- ur geta stjórnað efnahagsmálunum betur en núverandi ríkisstjórn hef- ur gert og ég er sannfærður um að við munum gera það. Skynsöm hagstjórn Samfylkingar Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.