Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 62
Nessun dorma er orð- ið hálfgert fótboltalag eftir að Pavarotti tók það á HM 1990… 68 » reykjavíkreykjavík SEX íslenskar hljómsveitir og tón- listarmenn spila á The Great Escape tónlistarhátíðinni í Brighton í Bret- landi sem fer fram 17. til 19. maí næstkomandi. Þetta eru Lay Low, Jakobínarína, Seabear, Benni Hemm Hemm, Nix Nolte og Hafdís Huld. Þau verða væntanlega landi og þjóð til sóma. The Great Escape er hátíð þar sem ungum og upprunalegum tón- listarmönnum víðsvegar að úr heim- inum gefst tækifæri til að koma sér á framfæri og útgáfufyrirtækin mæta á, til að hafa upp á nýju blóði í tónlistarheiminum. Á daginn er þetta tónlistarráðstefna en á kvöldin tónlistarhátíð. Tónlistarkonunni Lay Low var boðið að spila á hátíðinni eftir að að- standendur hátíðarinnar sáu hana spila á By:Larm tónlistarráðstefn- unni í Noregi, sem henni var boðið á eftir að aðstandendur By:Larm sáu hana spila á Iceland Airwaves. Lay Low mun spila tvívegis á The Great Escape en af þeim rúmlega 100 hljómsveitum sem koma þar fram er aðeins um 15 boðið að spila tvisvar, svo um mikinn heiður er að ræða. Seinna kvöldið mun hún þar á meðal spila á aðalsviði hátíðarinnar á sérstöku kvöldi Mojo tímaritsins. Spila í Brighton Ljósmynd/Árni Torfason Góður Benni Hemm Hemm ásamt hljómsveit á Iceland Airwaves 2006 en hann mun koma fram á The Great Escape í Bretlandi um miðjan maí.Tónlistarkona Lay Low. www.escapegreat.com  Metsöluhöf- undur Íslands, Arnaldur Indr- iðason, er með nýja bók í bígerð. Mikil leynd hvílir yfir sögu- þræðinum eins og við er að bú- ast en þær upplýsingar hafa fengist staðfestar hjá Eddu-útgáfu að bók- in nýja verði um rannsóknarlög- reglumanninn Erlend Sveinsson og félaga hans. Útgáfudagur bók- arinnar hefur í gegnum tíðina verið 1. nóvember og verður ekki gerð undantekning á því í ár. Arnaldur með nýja bók um Erlend í smíðum  Nú fer hver að verða síðastur að skila inn smásögu í Gaddakylfuna, glæpasmásagnakeppni Mannlífs, Hins íslenska glæpafélags og Grand Rokk. Skilafresturinn renn- ur út á miðnætti þann 1. maí og tek- ið er á móti sögum á netfanginu rt@birtingur.is. Höfundar hafa að mestu frjálsar hendur svo lengi sem þeir fást við glæpi af einhverju tagi í smásögunum og halda sig innan 2.500 orða lengdarmarka. Frestur að renna út  Síðastliðinn föstudag hófst árleg tónleikaröð í Tívolíinu í Kaup- mannahöfn. Hvern föstudag fram til 21. september fara fram tón- leikar í Tívolíinu klukkan 22. Fjöldi þekktra tónlistarmanna hefur kom- ið fram í tónleikaröðinni síðustu ár, bæði danskir og erlendir. Í ár verð- ur stærsta nafnið trúlega Pet Shop Boys, sem leika þann 1. júní. Eng- inn aðgangseyrir er á tónleikana, einungis að Tívolíinu. Tónleikaröð í Tívolí Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG féll fyrir landi og þjóð um leið og ég kom hingað. Það var líka mjög undarlegt að þegar ég hitti frændur mína og frænkur fyrst var eins og við hefðum alltaf þekkst, eins og við hefðum alist upp saman,“ segir Justin Newman, þrítugur tón- listarmaður frá San Diego í Bandaríkjunum. Amma Justins sem nú er látin var íslensk og seg- ist hann því vera ¼ Íslendingur. Hann kom fyrst hingað til lands árið 2004 til þess að vera við- staddur ættarmót en síðan þá hefur hann heim- sótt landið fjórum sinnum, bæði til tónleika- halds, en einnig til þess að hitta vini og ættingja. „Ég hef til dæmis spilað á Dubliner, Hressó, Café Oliver, Salti og líka nokkrum sinnum á Ak- ureyri. Ég hef bara verið með gítarinn minn en nú vil ég færa þetta á annað stig. Ég er ekki trúbador, ég er söngvari og lagahöfundur. Og ég vil halda tónleika þar sem fólk kemur til að sjá mig, en ekki bara einhvern mann sem spilar á bar.“ Lokar ekkert inni Justin er fæddur og uppalinn í Sacramento í Kaliforníu og hefur stundað tónlistarnám í San Diego State, CSU Sacramento og American Ri- ver College. Hann lærði djasstrommuleik en spil- ar auk þess bæði á gítar og syngur. „Ég hef spil- að á trommur frá fimmtán ára aldri en svo var eins og ég næði ekki nógu miklu út úr þeim þannig að ég fór að spila á gítar og syngja,“ seg- ir Justin, en Every Night er hans fyrsta plata. „Þetta er svona létt og nútímaleg dægurtónlist, en það eru líka töluverð djassáhrif á plötunni auk þess sem hún er mjög tilfinningaþrungin. Það er reyndar ekki eins og ég þurfi einhverja öxl til að gráta á en ég sé heldur enga ástæðu til þess að loka tilfinningar mínar inni.“ Platan er fáanleg frá og með deginum í dag í verslunum Skífunnar, en hún er ekki enn komin út í Bandaríkjunum. Justin segist hins vegar stefna að því að koma henni út þar í landi fyrr eða síðar, en hann sér sjálfur um útgáfuna. Aðspurður segir Justin sína helstu áhrifavalda í tónlistinni vera David Gray, Norah Jones, Sting, Dwight Yoakam og Waylon Jennings. Þá segist hann einnig vera mjög hrifinn af mörgum íslenskum tónlistarmönnum. „Mér finnst margt mjög vel gert á Íslandi, ég er til dæmis mjög hrif- inn af Mugison, hann er alveg frábær. Svo fór ég á tónleika Bjarkar sem voru mjög góðir auk þess sem Gus Gus er frábær hljómsveit og ég ætla að sjá þá á tónleikum á laugardaginn. Síðan er Lay low mjög flott líka,“ segir Justin sem fer til Bandaríkjanna eftir rúma viku, en hann stefnir að því að koma aftur til landsins í sumar. Tónleikarnir á Oliver hefjast klukkan 21 í kvöld og aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/G.Rúnar Justin „Ég hef spilað á trommur frá fimmtán ára aldri en svo var eins og ég næði ekki nógu miklu út úr þeim þannig að ég fór að spila á gítar og syngja.“ „Ég er ekki trúbador“ Hinn íslensk-ættaði Justin Newman heldur útgáfutónleika á Café Oliver í kvöld www.myspace.com/justinnewmanmusic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.