Morgunblaðið - 19.04.2007, Page 47

Morgunblaðið - 19.04.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 47 Nú er komið að því að kveðja elskulegan afa okkar. Afi var stór, flottur og um- fram allt virðulegur maður sem var sí- brosandi og fullur af lífsgleði sem smitaði út frá sér. Hann var mikill húmoristi, sem sífellt var að grínast og gantast. Að vera nálægt afa veitti manni öryggi og hlýju enda hafði hann mjög sterka þægilega nærveru. Sárt er til þess að hugsa að eiga ekki lengur að þau afa og ömmu sem ávallt voru svo stór hluti af lífi okkar og fjölskyldunnar allrar. Afi var hornsteinn fjölskyldunnar og alltaf var hægt að leita til hans. Honum var mjög umhugað um að öllum liði vel í leik og starfi og fylgdist vel með því sem við barna- börnin tókum okkur fyrir hendur. Afi var yndislegur maður og erum við þakklát fyrir allar stundirnar sem við fengum með honum. Við söknum hans sárt en minning hans lifir í hjörtum okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ásdís Halla, Örlygur og Hjalti. Andlát móðurbróður míns, Þor- valdar Lúðvíkssonar, kom þeim sem til þekktu ekki á óvart eftir ríf- lega tveggja ára erfið veikindi. En líkn var það honum ekki. Hann horfði ætíð fram á veginn og hafði áætlun fyrir komandi dag. Þorvaldur var alinn upp fyrir austan fjall, á Eyrarbakka og Sel- fossi, sonur virts læknis, yngstur þriggja systkina. Systur hans tvær lifa bróður sinn. Þorvaldur var ungur maður þeg- ar ég man fyrst eftir honum, Skóla- piltur, staðsettur einhvers staðar milli okkar barnanna og þeirra full- orðnu. Hann bjó um skeið á heimili foreldra minna þegar hann var í menntaskóla. Hann var glaður í háttu, myndarlegur á velli og kvik- ur í hreyfingum. Einhvern veginn var hann mér ímynd þeirra sem Þorvaldur Lúðvíksson ✝ Þorvaldur Lúð-víksson fæddist á Eyrarbakka 23. september 1928. Hann lést 2. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 12. apríl. landið skyldu erfa. Hann var vinmargur og sitja enn mörg andlit í huga mér frá þessum tíma. Þor- valdur hafði sérstakt skopskyn, einkum og sér í lagi varðandi nafngiftir, uppnefni, sem oft virtust eins og út úr kú en án meinfýsni. Hann var stríðinn án þess að vera rætinn, hann var ákaflega skemmtileg- ur og hafði góða nær- veru. Það var eftirsóknarvert að umgangast hann og jafnvel að verða skotspænir hans. Í því lá ákveðin upphafning, að minnsta kosti fyrir yngstu kynslóðina. Ég naut hans á þessum árum, hann kynnti skáklistina fyrir mér og aðstoðaði í lestrarnámi. Þó að þolinmæði væri kannski ekki hans sterkasta hlið gekk sú samvinna bærilega. Þorvaldur var örlátur maður í víðum skilningi. Minnist ég þess að hann gaf mér sjálfblekung, mér til upplyftingar, þegar ég lá í einni barnapestinni, rétt farinn að draga til stafs. Þótti mér, barninu, mikið til koma að vera treyst fyrir slíku verkfæri. Með árunum breyttist sýnin á manninn. Bak við léttleikann bjó al- varlega hugsandi maður með sterka siðferðiskennd, sem gekk sem rauður þráður gegnum afstöðu hans til manna og málefna. Þor- valdur var ræðinn og skemmtilegur heim að sækja, hreinskiptinn og hollráður og feikilega minnugur. Þorvaldur gekk í hjónaband með Ásdísi Ólafsdóttur og saman bjuggu þau heimili sem einkenndist af látleysi, hlýju og þægilegu við- móti. Var því líkast að maður væri einn af heimilisfólkinu en ekki gest- ur. Þau eignuðust fimm börn, sem eiga fjölda afkomenda. Held ég að þau hjónin hafi aldrei unað sér bet- ur en með allan skarann í mat og mörg læri í ofninum. Ásdís lést fyr- ir um ári og hafði þá hjúkrað Þor- valdi af stakri fórnfýsi, sjálf fár- sjúk. Þorvaldur var síðustu tvö árin öðrum háður um líkamlega færni, leshæfni hafði skerst verulega en hann hélt sínu góða minni og gerði það honum auðveldara að fylgjast með atburðum líðandi stundar, einkum og sér í lagi hag sinnar stóru fjölskyldu sem hann lét sér ætíð mjög umhugað um. Naut hann stuðnings barna sinna til hinstu stundar og var til þess tekið hve annt þau létu sér um hann í veik- indum hans. Að leiðarlokum kveð ég elskuleg- an frænda minn með þökk fyrir allt. Lúðvík Ólafsson. Kunningsskapur okkar Þorvald- ar hófst er hann gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra sjúkrasamlags Reykjavíkur. Hann sat í næsta her- bergi á sama gangi í húsi Gjald- heimtunnar, Tryggvagötu 28, Reykjavík. Ólíkt höfðumst við að. Þorvaldur greiddi götu borgarbúa og lækna en ég lagði „stein í götu“ borgarbúa með því að innheimta skatta og skyldur fyrir ríki og borg, m.a. til að standa undir sjúkrasamlaginu. Eftir að Þorvaldur varð gjald- heimtustjóri 1992 höfðum við dag- lega umgengni. Má segja að þau samskipti hafi verið ánægjuleg frá upphafi til loka ævidaga hans. Ekki verður annað sagt en að mér hafi komið elju- og vinnusemi Þorvaldar nokkuð á óvart. Hann mætti fyrst- ur alla daga og alltaf tímanlega. Þó að fyrirrennari hans, Guðmundur Vignir Jósefsson, sá mikli sóma- maður, hafi einnig verið mikill vinnuþjarkur, þá gaf Þorvaldur honum ekkert eftir í dugnaði og vinnusemi. Það kom á óvart hvað Þorvaldur var snöggur að tileinka sér nýj- ungar eins og tölvutæknina og þá ekki síður hæfileiki hans við að um- gangast samstarfsfólk og virkja það til aukinna afkasta og verka. Hann var glaðsinna, uppörvandi og afburða minnugur og nákvæmur í öllum bréfaskriftum. Hann ritaði knappan stíl og vandaði jafnan mál- far sitt. En hið talaða orð sparaði hann ekki því hann kunni ógrynni sagna af mönnum og málefnum. Þorvaldi var gefinn eiginleiki, sem ekki er svo algengur en nýtist lögmönnum vel í öllum störfum sín- um. Hann var næmur fyrir eigin- leikum annarra og þ.a.l. afburða mannþekkjari. Og ekki spillti fyrir hinn mikli ættfræðiáhugi. Engan mann hef ég þekkt sem var jafn glöggur á ættir manna sem Þor- vald. Þorvaldur var mikill áhugamaður um íþróttir og sérstaklega knatt- spyrnu. Hann var sérstaklega fróð- ur um íslensku liðin og leikmenn fé- laganna enda sat hann í aganefnd KSÍ og lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ um áraraðir. Fyrir þau störf var hann sæmdur gullmerki ÍSÍ. Þrátt fyrir mikinn húmor og galsa mátti oft greina djúpa hugsun og meiningu í tilsvörum Þorvaldar ef því var að skipta. Athugsemdir hans áttu það til að vera alvarlegar en þó stuttar og markvissar og þurfti viðmælandinn bæði að þekkja aðstæður, menn og málefni frá öllum hliðum til að botna þær. Þetta m.a. gerði það að verkum að hann varð mönnum fljótt minnis- stæður. Þorvaldur hafði trú á æskunni og treysti ungum mönnum oft fyrir miklu í vinnunni þannig að þeir gátu átt það til að fara fram úr sér. Hann hafði gaman af breyskleika annarra og oft var um það rætt okkur til upplyftingar og skemmt- unar. Þorvaldur var pólitískur í meira lagi og eldhugi á því sviði. Leit á pólitík eins og skákíþrótt, þar sem hver leikur skipti máli og gat haft úrslitaáhrif um framgang. Ekki var hann samt að troða pólitík uppá okkur vini sína, en fáa hef ég þekkt, sem hafa haft jafnmikið pólitískt innsæi og hann. Hann hafði þann eiginleika að geta flokkað menn hvar þeir stóðu í pólitík án þess að spyrja þá beint um pólitíska afstöðu. Þorvaldur þótti góður málflytj- andi enda annálaður fyrir yfir- burðakunnáttu í réttarfari. Aldrei var komið að tómum kofunum hjá honum í þeim efnum. Síðustu árin hafa verið þrauta- ganga veikinda og þau bundin mikl- um erfiðleikum fyrir hann og að- standendur. Eiginkonu sína, Ásdísi Ólafsdóttur, missti hann fyrir rúmu ári síðan og vafalaust tók það á Þorvald hversu hratt það gerðist. Undirritaður vill með þessum lín- um þakka fyrir allar þær ánægju- legar stundir sem vinnufélagi til margra ára og síðar vini. Þær stundir voru skemmtilegar, fróð- legar og fjörugar. Fyrir það ber að þakka nú að leiðarlokum. Sennilega mæli ég fyrir munn margra, þegar Þorvaldur er kvadd- ur að þar hafi farið svipmikill og merkur samtíðarmaður. Megi Guð styrkja börn og barnabörn Þor- valdar Lúðvíkssonar og aðra að- standendur á þessari erfiðu sorgar- og kveðjustund. Magnús Björn Brynjólfsson. Lengi stóð hin góða vinátta okk- ar Þorvaldar eða nánar tiltekið hátt á sjöunda áratug. Við hittumst fyrst í 1. bekk Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (Ágústarskólanum) og tókst þá strax með okkur þessi langa og góða vinátta. Við urðum svo gagnfræðingar upp úr 2. bekk þessa sama skóla. Þannig fylgd- umst við að drjúgan hluta mennta- brautar, ýmist sem bekkjarbræður eða skólabræður, eða allt fram að háskólanámi. Næst lágu svo leiðir okkar sam- an í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík eða „uppi í hæðunum“ eins og einn stærðfræðikennari gagnfræðaskólans orðaði það. Og stúdentsprófi lukum við svo frá MR vorið 1949 eða sama vorið og 30. mars-óeirðirnar urðu. Vinátta okkar Þorvaldar var frá- bær og traust og þannig eru nú minningarnar gullinu betri rifjaðar upp og þakkaðar, þegar samfylgd okkar Þorvaldar er á enda. Þar er efst í huga trygglyndi hans og gam- ansemi. Og ekki skal gleymast að bæta við greiðvikninni og hjálp- seminni. Gamansamt atvik kemur í hug- ann. Það gerðist heima hjá dr. the- ol. Jakobi Jónssyni, en hann varð reyndar síðar doktor í gamansemi guðspjallanna. Séra Garðar Svaf- arsson kenndi okkur biblíusögur Tangs í „gaggó“ og svo tók séra Jakob við með sama fag og sömu bók í 3. bekk í MR. Urðum við því býsna vel að okkur í þessum fræð- um. En atvikið heima hjá doktornum var þetta: Við vorum þar á fundi í Bræðralagi (trúmálafélagi). Þor- valdur fór á sínum tíma í stærð- fræðideild og ég í máladeild. Séra Jakob notaði því tækifærðið og spurði Þorvald: „Hvers vegna fórst þú í stærðfræðideild en ekki mála- deild með allan þinn guðfræðiá- huga?“ Það stóð ekki á svarinu frá Þorvaldi: „Það gerði ég til þess að eiga auðveldara með að reikna út fjarlægðina til Guðs!“ Var svarinu fagnað með kröftugu lófataki. Veik- indi sín bar Þorvaldur með mikilli karlmennsku og einnig þá sorg, er hann missti eiginkonu sína Ásdísi Ólafsdóttur í fyrra. Þegar Þorvald- ur starfaði sem hæstaréttarlög- maður veitti ég þeim góða eigin- leika hans oft athygli, hvað honum lét vel að sætta ólík sjónarmið. En fyrst og fremst man ég Þor- vald sem hinn skarpa og velgreinda mann ávallt tilbúinn með gaman- söm og hnyttin tilsvör. Hann var sannur höfðingi í lund. Sannarlega er það eftirsóknarvert og gefandi að kynnast slíku fólki og eignast trausta vináttu þess. Það bæði lífg- ar upp og lýsir upp umhverfi sitt. Ógleymanleg atvik voru það – al- veg nýlega er Ólafur Börkur Þor- valdsson kom tvisvar á heimili okk- ar Eddu með föður sinn. Með þeim feðgum var líka Pétur Guðfinnsson samstúdent okkar Þorvaldar. Við þau tækifæri voru margar myndir teknar. Ein er þó kannski þeirra merkust og sýnir okkur Þorvald kveðjast. Hún gæti heitið síðasta kveðjan. Við þessi leiðarlok eru nú allar þessar minningar þakkaðar og blessaðar. Einnig sendi ég öllu nán- asta fólki Þorvaldar einlægar sam- úðarkveðjur og bið Guð að blessa alla, sem honum voru kærastir, sem og alla, er sakna hans mest. Hið eilífa ljós lýsi honum. Páll Pálsson prestur. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, HÓLMFRÍÐUR JÓNA ÁGÚSTSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 11. apríl. Jarðarförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 20. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kittý M. Jónsdóttir, Elías Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, ELÍN SIGDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Arnartanga 25, Mosfellsbæ, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Víðinesi, lést fimmtudaginn 5. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Bergmál eða aðrar líknarstofnanir. Sólveig Þorleifsdóttir, Erla Þoreleifsdóttir og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær eiginkona mín, HULDA PÉTURSDÓTTIR, Vogatungu 73, Kópavogi, lést á heimili sínu mánudaginn 16. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhallur I. Einarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN VILHELM ÁKASON frá Djúpavogi, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 16. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Halla Jónsdóttir, Hanna Jónsdóttir, Ingólfur Hrólfsson, Alda Jónsdóttir, Eyþór Guðmundsson, Axel Jónsson, Margrét Gísladóttir, Áki Jónsson, Bryndís Tryggvadóttir, Jóhann Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.