Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ICELAND Express hefur ráðið 55 flugliða til starfa í sumar og hefur félagið aldrei áður ráðið svo marga flugliða í einu. Fjölgunin stendur í beinu sambandi við fjölgun ferða félagsins í sumar en þá bætast við fimm nýir áfangastaðir; Basel í Sviss, Billund í Danmörku, Eind- hoven í Hollandi, Ósló í Noregi og París í Frakklandi. Samkvæmt upplýsingum frá fyr- irtækinu bárust vel á sjöunda hundrað umsóknir og eftir að vand- lega hafði verið farið yfir þær allar voru 150 manns kallaðir í viðtal þar sem tungumálakunnátta var einnig könnuð. Að lokum voru 55 flugliðar ráðnir, þrír karlmenn og 52 konur. Þjálfa þarf flugliðana nýju fyrir starfið og hefur nýliðanámskeið staðið yfir frá 26. mars og lýkur því 5. maí næstkomandi. Að mörgu er að hyggja við þjálfun flugliða enda þurfa þeir að geta sinnt allt frá hefðbundinni þjónustu við farþega til neyðaraðstoðar ef eitthvað fer úrskeiðis. Mikil áhersla er lögð á skyndihjálp, enda ekki hægt að hringja í Neyðarlínuna í háloft- unum. Jafnframt hefur sérsveit lögregl- unnar aðstoðað hópinn við að læra hvernig eigi að afstýra vandræðum tengdum ölvun, múgæsingi og ann- arri hegðun svokallaðra „flug- dólga“. Gusugangur Á björgunarbátanámskeiði hjá Iceland Express í Varmárlaug um síðustu helgi. Námskeiðið er hluti af flugliðanámskeiði Iceland Express. Fleiri flugliðar en áður ráðnir til Iceland Express ABC barnahjálp og 10–11-verslan- irnar hafa hafið samstarf til hjálpar nauðstöddum börnum í þróun- arríkjum. Samstarfið felst í sölu á klakaboxum og selja nú allar 10–11- verslanir klakabox til styrktar ABC barnahjálp. Allur ágóði af klakasöl- unni rennur til ABC barnahjálpar og er gert ráð fyrir að hann muni nema um einni milljón á ári. Með sam- starfinu gerist 10–11 einn stærsti styrktaraðilinn í Vinafélagi ABC. ABC barnahjálp er með víðfeðm verkefni um þessar mundir og fagn- ar því stuðningnum. Í Pakistan er verið að vígja fjórðu skólabygg- inguna og í N-Úganda er ABC að byggja heimavistir fyrir stúlkur í flóttamannabúðum. Í Naíróbí í Ken- ýa er götubörnum gefið heimili og skólaganga og í Líberíu er að hefjast stuðningur við munaðarlaus börn. Hægt er að tilkynna stuðning á www.abc.is eða í s. 414-0990. Reuters Fátækt ABC aðstoðar meðal ann- ars götubörn í Naíróbó í Kenýa. Klakasala til styrktar ABC barnahjálp Nafn Alma Lísa Jóhannsdóttir. Starf Deildarstjóri í búsetuþjón- ustu hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Fjölskylduhagir Á eitt barn. Kjördæmi Suðurkjördæmi, 2. sæti fyrir Vinstri græn. Áhugamál Listir, menning og úti- vist. Hvers vegna pólitík? Vegna þess að mér finnst við ekki geta gengið gegnum lífið án þess að reyna að hafa skoðun á því sem snertir okkur. Pólitík snýst um það. Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Já, ég held það. Ég hugsa hann sé mjög fjölbreyttur og maður fær að takast á við flest sem er að ger- ast í samfélaginu og hafa áhrif. Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Ég vil berjast gegn félagslegu órættlæti á allan hátt sem ég mögulega get. Það nær yfir vítt svið, t.d. stöðu kvenna, fatlaðra, ör- yrkja o.s.frv. Það eru svo margir hópar sem eru undir og ég vil leið- rétta það. Svo brenna umhverf- ismálin auðvitað á mér líka. Þarf breytingar? Að sjálfsögðu! Ef við viljum búa í norrænu velferðarsamfélagi þá verðum við að breyta. Vil berjast gegn fé- lagslegu óréttlæti Nýir frambjóðendur | Alma Lísa Jóhannsdóttir Að hafa skoðun Við getum ekki farið í gegnum lífið án þess að hafa skoðun á því sem snertir okkur. UMSÓKNARFRESTUR um stöðu skólameistara við Menntaskólann á Ísafirði er runninn út. Umsækj- endur eru Agnes Karlsdóttir fram- haldsskólakennari, Hildur Hall- dórsdóttir framhaldsskólakennari og Jón Reynir Sigurvinsson aðstoð- arskólameistari. Miðað er við að mennta- málaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. ágúst nk. Þrír vilja stýra MÍ NOKKURT magn af fíkniefnum fannst við húsleit á höfuðborg- arsvæðinu í gær. Talið er að þetta séu e-töflur og amfetamín. Ein kona var handtekin vegna málsins. Á öðrum stað á höf- uðborgarsvæðinu fannst lítilræði af ætluðu fíkniefni. Karlmaður um fertugt var yf- irheyrður vegna málsins sem telst að mestu upplýst. Í fyrrinótt var karlmaður á fer- tugsaldri færður á lögreglustöð en hann er einnig grunaður um fíkni- efnamisferli. Tóku fíkniefni UMSÓKNARFRESTUR um emb- ætti forstöðumanns Blindra- bókasafns Íslands er runninn út. Umsækjendur eru: Arnþór Helga- son framkvæmdastjóri, Guð- mundur Guðmarsson skjalastjóri, Hólmfríður B. Petersen bókasafns- fræðingur, Magnús A.G. Wilde nemi, Sóley Guðmundsdóttir þroskaþjálfi, Þóra Sigríður Ingólfs- dóttir bókmenntafræðingur og Örn Ólafsson háskólakennari. Miðað er við að mennta- málaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. júlí 2007 nk. Blindrabókasafnið T I L B O Ð S D A G A R Í M O T O R M A X         Motor Max Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Motor Max Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Motor Max Akureyri - Sími 460-4350 Opnunartímar í Kletthálsi: Fimmtud.: 10 - 16. Fös.: 9 - 18. Lau.: 10 - 16. Bjóðum fellihýsi, pallhýsi, hjólhýsi og tjaldvagna, 2006 árgerð, á einstöku verði á tilboðsdögum MotorMax 19. til 22. apríl. Komdu í MotorMax og gríptu þetta tækifæri. Takmarkað magn. Opið í dag sumardaginn fyrsta í verslun okkar á Kletthálsi 13. www.motormax.is Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÉG Á nú ekki að gera annað en að klippa á borðann í þetta skiptið. Svo er það kannski einhver annar sem á að synda vígslusundið. Ég er nefni- lega orðin svo gömul að ég er hætt að synda. Ef ég syndi núna þá leggst ég helst á bakið og læt mig fljóta,“ sagði Klara Klængsdóttir, fyrrverandi kennari í Mosfellsbæ, hlæjandi þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar í gær vegna þeirra frétta að hún myndi víga nýja sundlaug í Mosfellsbæ í dag, á sumardaginn fyrsta. Klara, sem hef- ur líklega kennt fleiri börnum að lesa í bænum en nokkur annar, synti vígslu- sundið í Varmárlaug þegar hún var tekin í notkun 17. júní árið 1964. Klara verður 88 ára á þessu ári en hún var ákaflega farsæll kennari á ár- um áður. Kenndi hún fyrst í Brú- arlandsskóla en síðar í Varmárskóla þar til hún hætti kennslu eftir um fimm áratuga starf. Sjálf bjó hún lengi í kennaraíbúð að Brúarlandi. „Ég er alin upp eins mikið í vatni og á þurru landi,“ segir Klara en hún hefur alla tíð búið í Mosfellsbæ. „Ég er alin upp á Álafossi undir handjaðri Sigurjóns Péturssonar, sem átti þá verksmiðjuna. Hann var mikill íþróttakappi og var m.a. oft glímu- kóngur Íslands. Hann hafði alltaf íþróttanámskeið á sumrin. Dóttir hans, Sigríður Sigurjónsdóttir, lærði sundkennslu í Danmörku og kenndi sund. Hún kenndi mér sund og svo fór ég að kenna sund með henni.“ Á þeim árum var synt í útilaug að Álafossi sem stífluð var í ánni. Einnig kom snemma innilaug á svæðinu. Klara menntaði sig síðar sem kennari og kenndi allar götur eftir það í Mosfellsbæ. „Það mætti segja mér það að Sig- urjón hafi lagt grunninn að þeirri miklu íþróttauppbyggingu sem verið hefur í Mosfellsbæ,“ segir Klara. „Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og framsýnn maður, það var hann.“ Skrúðganga verður frá Kjarnanum í Mosfellsbæ í dag kl. 13 og vígsla nýrrar íþróttamiðstöðvar í Lækj- arhlíð hefst með hátíðlegri athöfn kl. 13.40. Sundlaugin hefur þegar verið opn- uð almenningi. Morgunblaðið/Ásdís Farsæl Klara Klængsdóttir kennari vígði Varmárlaug árið 1964 og í dag vígir hún nýja laug við Lágafellsskóla. Vígir nýja sundlaug „Ég er alin upp eins mikið í vatni og á þurru landi“ SKOTIÐ var á strætisvagn á Grens- ásveginum á þriðjudagskvöld og hef- ur lögreglan tekið málið til rannsókn- ar. Í vagninum var vagnstjóri ásamt fimm farþegum og sakaði þá ekki. Skotið kom í hliðarrúðu við farþega- innganginn og brotnaði rúðan. Talið er að um loftriffil hafi verið að ræða. Að sögn vagnstjórans, sem ók leið 17, hafði hann vart fyrr hleypt út farþega á biðstöð á Grensásveginum en annar maður nálgaðist vagninn og skaut á hann með vopninu. Skotárásin varði í örfá augnablik og síðan hvarf byssu- maðurinn. Lögreglan sendi lið á stað- inn og lokaði svæðinu á meðan vett- vangsrannsókn fór fram. Tæknideild- armenn frá lögreglunni könnuðu svæðið og er málið í frekari rannsókn. Talið er að árásarmaðurinn sé á bilinu 20–25 ára gamall. Hann var klæddur hettupeysu með appelsínugulu merki á bakinu. Er hans nú leitað vegna rannsóknarinnar. Skotið á strætisvagn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.