Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GAMLA REYKJAVÍK Það var gamla Reykjavík, sembrann í gær. Fyrir þá sem eldrieru hvílir ákveðinn ævintýra- blær yfir húsunum, sem brunnu í gær. Það á þó sérstaklega við um húsið, þar sem verzlun Haraldar Árnasonar var til húsa. Sú verzlun er minnisstæð öll- um þeim, sem þangað komu og þá ekki sízt afgreiðslukerfið, þar sem pening- ar, sem greiddir voru fyrir vörur voru sendir innan húss í rörum og afgang- urinn kom til baka sömu leið. Fyrir þá, sem muna þessa tíma hefur reisn þessara húsa ekki verið mikil seinni árin, þótt saga þeirra sé merkileg. Það hafa miklir brunar orðið í mið- borg Reykjavíkur, bæði í tíð þeirra, sem nú lifa og fyrr á tíð. Og þrátt fyrir fullkomnar brunavarnir og eftirlit brenna hús aftur og aftur. Bruni eins og sá, sem varð í gær mun vekja miklar umræður um fram- haldið. Hvernig á að byggja þetta horn upp? Enn eitt glerhúsið af þeirri gerð, sem nú eru í tízku út um alla borg? Eða á að reyna að halda þeim gamla anda, sem einkenndi þessi hús í meira en 150 ár? Fyrstu viðbrögð Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar borgarstjóra eru aug- ljóslega þau að hallast að síðari kost- inum. Segja má að miðborg Reykjavíkur hafi byggzt upp í samræmi við tíðar- andann hverju sinni. Þegar gamla Morgunblaðshúsið var byggt í Aðal- stræti um miðjan sjötta áratuginn voru hugmyndir manna þær að reisa nútímaleg hús á því svæði og rífa Grjótaþorpið. Þegar umræðurnar hófust um Bernhöftstorfuna spurði Sveinn heit- inn Benediktsson, útgerðarmaður, hvort menn vildu halda í danskar fúa- spýtur eins og hann orðaði það með eftirminnilegum hætti og tókst að endurspegla viðhorf sinnar kynslóðar til sjálfstæðisbaráttunnar með þess- um tveimur orðum. En vegna þess að tíðarandinn hverju sinni hefur ráðið ægir saman gömlum húsum og nýjum í miðborg- inni með nánast furðulegum hætti. Endurbygging hluta Aðalstrætis í gömlum stíl hefur heppnast vel og gefur til kynna að endurbygging á lóð- um húsanna á horni Austurstrætis og Lækjargötu geti heppnast með því að reyna að viðhalda andrúmi gömlu Reykjavíkur. Nú má ekki rasa um ráð fram. Nú verða borgaryfirvöld að vanda sig vel og ekki láta neina sérhagsmuni ráða ferðinni eða skammsýn sjónarmið eins og þegar hús var byggt á horni Hafnarstrætis og Lækjargötu. Það hefur margt misheppnast í end- urbyggingu miðborgarinnar. Eitt af því er Ingólfstorg, sem hefur orðið kaldur og dauður staður, þótt hug- myndin um skautasvellið sé góð. Endurbygging hornsins, sem brann í gær má ekki misheppnast. Hún verð- ur að takast. FISKUR OG FERÐAMANNAÞJÓNUSTA Vestfirðir verða ekki byggðir upp ágrundvelli skýrslu opinberrar nefndar. Með því að segja þetta er ekki verið að varpa rýrð á störf þeirr- ar nefndar, sem forsætisráðherra skipaði og skilaði áliti í gær. Það er einfaldlega staðreynd, að byggðarlög byggjast ekki upp fyrir opinberan at- beina heldur vegna framtaks þess fólks, sem staðina byggir. Í sumum tilvikum eru aðstæður þannig, að það er ekki hægt að viðhalda byggð á ein- staka stöðum, þótt staðir, sem fara úr byggð geti risið á ný mörgum áratug- um seinna. Það var ekki hægt að viðhalda byggðinni á Hesteyri og í Aðalvík fyr- ir rúmri hálfri öld, þegar síðustu íbú- arnir fluttu þaðan og þrátt fyrir hetjulega baráttu manna eins og Gunnars Friðrikssonar, sem korn- ungur reyndi að bjarga æskustöðvum sínum í Aðalvík frá því að fara í eyði. En nú sækja afkomendur fólksins í Aðalvík og á Hesteyri til baka á sumrin. Það er einkennilegt aðdrátt- arafl, sem dregur fólk til uppruna síns. Vestfirðingar eiga kröfu á vegabót- um til jafns við aðra landsmenn og í þeim efnum hafa þeir setið á hakan- um. Vestfirðingar eiga líka kröfu á aðstöðu til framhaldsnáms til jafns við aðra landshluta. Hugmyndir um eflingu háskólanáms á Vestfjörðum eru sjálfsagðar. En grundvöllurinn að byggð á Vestfjörðum er fiskurinn og nálægð byggðanna við auðug fiskimið. Ná- lægðin veitir ekki sama forskotið og áður og í því er vandi Vestfjarða kannski fólginn umfram margt ann- að. Vestfirðir sem ferðamannasvæði eru vannýtt auðlind. Það á við um alla Vestfirði en alveg sérstaklega Djúpið sjálft, Jökulfirðina, Hornstrandir og norðanverðar Strandir. Það liggur við að segja megi að hér sé um ónumið land að ræða, þegar horft er til ferðaþjónustu. Vestfirðingar eiga ekki að horfa til opinberra aðila um leiðir út úr þeim vanda, sem þeir standa frammi fyrir. Geri þeir það verða þeir fyrir miklum vonbrigðum eins og allir, sem hafa reynt að byggja einhverjar vonir á opinberri fyrirgreiðslu. Það eru hættulegustu mistök, sem menn gera. Fiskur og ferðamannaþjónusta munu draga Vestfirðinga langt. Bættar samgöngur munu stuðla að aukinni vinnslu og auknum viðskipt- um með fisk. Háskólastarfsemi og önnur rannsóknarstarfsemi, sem tengist fiski, fiskveiðum, fiskvinnslu og veiðarfærum á hvergi fremur heima en í byggðunum við norðanvert Djúp. Vestfirðir eiga að geta orðið upp- spretta hugmynda og nýjunga í sam- bandi við sjávarútveg okkar. Þar býr fólk, sem hefur sérþekkingu á fiski. Opinberar skýrslur eru ágætar en leysa engan vanda. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Andra Karl andri@mbl.is Slökkviliðsmenn unnu mikiðþrekvirki í baráttu sinni viðstórbrunann sem lagðiundir sig stórann hluta af Lækjargötu 2 og gjöreyðilagði Austurstræti 22 í miðborg Reykja- víkur í gærdag. Eldurinn var gífur- lega erfiður við að eiga og á milli 80 og 100 manns voru við slökkvistarf frá því rétt eftir klukkan tvö og fram á kvöld. Ljóst er að eyðilegging er mikil, sárið sem eftir situr stórt og þörf á brýnu hreinsunar- og upp- byggingarstarfi á reitnum. Að sögn lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu er talið líklegt að kviknað hafi í út frá loftljósi í söluturni sem stendur á milli bygginganna. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt eftir klukkan tvö í gærdag og þá þegar var ljóst hvað var að gerast. Eldur breiddist út í tvö af elstu húsum Reykjavíkur og það hratt – enda um timburhús að ræða. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu sá um að rýma húsnæði frá Iðuhúsinu við Lækjargötu og að Ey- mundsson í Austurstræti. Gekk starfið vel og sakaði engan í brun- anum. Reykurinn sem steig upp og lá yfir miðborginni teygði sig hins vegar yfir og inn í fjölmörg fyrirtæki og íbúðarhúsnæði sem í grennd er og hefur án efa valdið töluverðum óþægindum. Að sögn vegfaranda fannst reykjarlyktin að minnsta kosti út í Háskóla Íslands og líklega mun lengra. Allt tiltækt slökkvilið á höfuð- borgarsvæðinu var kallað út en áður en það kom á vettvang höfðu fjöl- margir tekið sér stöðu í Bankastræti og á Lækjartorgi til að fylgjast með – enda sjónarspilið mikið. Eldtung- ur stóðu út um glugga á veitinga- staðnum Café Óperu, Kebab-húsinu og skemmtistaðnum Pravda og fljót- lega rann það upp fyrir öllum við- stöddum að tjónið yrði gífurlegt. Nærliggjandi hús vel varin Slökkvistarf gekk vel og var stórum hópi slökkviliðsmanna skipt upp. Miðuðu aðgerðir m.a. að því að verja nærliggjandi hús, s.s. Iðuhúsið og Hressingarskálann. Gekk það vel og hefur þar veðrið átt stóran þátt en fremur kyrrt veður var í borg- inni. Nokkuð góð stjórn var komin á eldsvoðann í Lækjargötu 2 leytið en verr gekk að ráða um eldsins í Austurstræt sem Pravda var til húsa. Þ að vatni væri stanslaust sp og undir þakplötur blossaði ávallt aftur upp. Slökkv höfuðborgarsvæðisins, Jó Matthíasson, segir ástæðu vera þá að húsið hafi oft v urnýjað og þá oftar en ekk innan yfir eldri klæðning var búið að setja plástu plástur og við þurftum að til að komast að eldinum.“ Eftir að hafa barist við ann í um tvo og hálfan klu var ákveðið að rífa þak Pr það var notuð stór járnkló kallaður krabbi. „Það var g þess að mikil hætta var á myndi hrynja og ég treysti til að senda menn inn við stæður. Menn sáu burð hann var allur kolaður þann var aðeins spurning um mínútur þar til hann hefði h Þakið var rifið af smátt og vatni sprautað á af mikl á meðan. Á um hálftím slökkviliðsmenn stjórn á el Slökkviliðs  Gríðarlegt tjón varð í miðborg Reykjavíkur skemmtistaðurinn Pravda var til húsa, er gjöró
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.