Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 45 Í alþingiskosningunum í næsta mánuði verður kosið um velferð- arkerfið. Stjórnarflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn, hafa stórskaðað velferðarkerfið á 12 ára valdatímabili. Þegar almannatrygg- ingar komust á hér á landi 1946 fyrir til- stuðlan Alþýðu- flokksins var Ísland í fremstu röð í heim- inum að því, er vel- ferðarkerfi varðaði. En í dag hefur Ís- land dregist aftur úr öðrum þjóðum í þessum efnum og er með versta vel- ferðarkerfið á Norðurlöndum. Ójöfnuður hefur stóraukist hér á landi síðustu 12 árin. Samfylkingin vill bæta velferðarkerfið og auka jöfnuð á ný í þjóðfélaginu. Kjör aldraðra verði stórbætt Samfylkingin vill stórbæta kjör aldraðra. Undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur hefur Samfylkingin flutt á þingi margar tillögur um bætt kjör aldraðra, um afkomutryggingu aldraðra og um nýskipan í lífeyr- ismálum aldraðra. Þessar tillögur gera ráð fyrir, að lífeyrir aldraðra verði strax stórhækkaður, dregið verði verulega úr tekjutengingum og eldri borgurum heimilað að vinna fyrir 100 þúsund krónum á mánuði án þess að það skerði lífeyri frá al- mannatryggingum. Framvegis hækki lífeyrir aldraðra síðan í sam- ræmi við hækkun á framfærslu- kostnaði samkvæmt könnun Hag- stofu Íslands. Í dag eru neysluútgjöld einstaklinga 210 þús- und kr. á mánuði samkvæmt athug- un Hagstofu Íslands. Þá vill Sam- fylkingin gera stórátak í vistunar- og hjúkrunarmálum aldraðra. 400 manns eru nú á biðlista eftir hjúkr- unarrými. Samfylkingin vill leysa vanda þessa fólks strax. Stór hópur aldraðra verður að búa við margbýli á sjúkrastofum. Allir eldri borgarar eiga að vera á einbýlisstofum, nema þeir búi með maka sínum. Unga Ísland Jafnframt átaki í málefnum aldr- aðra vill Samfylkingin stórbæta að- stöðu barna. Samfylkingin hefur birt nýja stefnuskrá í málefnum barna, Unga Ísland. Þar er gert ráð fyrir, að dregið verði úr tekjutengingum barnabóta, að tannvernd barna verði aukin með ókeypis eftirliti og for- varnaraðgerðum og auknum nið- urgreiðslum á tannviðgerðum barna. Námsbækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðarlausu. Velferðarkerfið er mikilvægasta málið í væntanlegum kosningum. Samfylkingin setur það mál í for- gang. Ýmis önnur mál skipta miklu máli svo sem atvinnumálin og um- hverfismálin. Samfylkingin er einnig með skýra stefnu í þeim málaflokk- um. Samfylkingin vill endurskoða kvótakerfið og binda enda á brask með kvóta. Það á að setja ákvæði um það í stjórnarskrá að mikilvægasta auðlind okkar, fiskurinn í sjónum, sé sameign íslensku þjóðarinnar. Og það á enginn að geta braskað með þessa auðlind okkar. Samfylkingin vill bæta velferðarkerfið Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræð- ingur og skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík-Suður. vaxtaauki! 10% Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Allt fyrir bílinn – á afbragðsverði aðeins í dag kl. 12–16 rýmingarsala Kíktu á Klettháls 9 og gríptu tækifærið: Alls kyns aukahlutir í fjölmargar tegundir bíla – á hreint einstöku rýmingarverði. 50 til 80% afsláttur: Loftsíur Vindskeiðar Lexusljós Bassabox Rúðuþurrkur Hátalarabox Álfelgur Perur Sport-stýri Aukaljós Spoiler Kit Króm-stútar ÁG Mótorsport – Kletthálsi 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.