Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 45

Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 45 Í alþingiskosningunum í næsta mánuði verður kosið um velferð- arkerfið. Stjórnarflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn, hafa stórskaðað velferðarkerfið á 12 ára valdatímabili. Þegar almannatrygg- ingar komust á hér á landi 1946 fyrir til- stuðlan Alþýðu- flokksins var Ísland í fremstu röð í heim- inum að því, er vel- ferðarkerfi varðaði. En í dag hefur Ís- land dregist aftur úr öðrum þjóðum í þessum efnum og er með versta vel- ferðarkerfið á Norðurlöndum. Ójöfnuður hefur stóraukist hér á landi síðustu 12 árin. Samfylkingin vill bæta velferðarkerfið og auka jöfnuð á ný í þjóðfélaginu. Kjör aldraðra verði stórbætt Samfylkingin vill stórbæta kjör aldraðra. Undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur hefur Samfylkingin flutt á þingi margar tillögur um bætt kjör aldraðra, um afkomutryggingu aldraðra og um nýskipan í lífeyr- ismálum aldraðra. Þessar tillögur gera ráð fyrir, að lífeyrir aldraðra verði strax stórhækkaður, dregið verði verulega úr tekjutengingum og eldri borgurum heimilað að vinna fyrir 100 þúsund krónum á mánuði án þess að það skerði lífeyri frá al- mannatryggingum. Framvegis hækki lífeyrir aldraðra síðan í sam- ræmi við hækkun á framfærslu- kostnaði samkvæmt könnun Hag- stofu Íslands. Í dag eru neysluútgjöld einstaklinga 210 þús- und kr. á mánuði samkvæmt athug- un Hagstofu Íslands. Þá vill Sam- fylkingin gera stórátak í vistunar- og hjúkrunarmálum aldraðra. 400 manns eru nú á biðlista eftir hjúkr- unarrými. Samfylkingin vill leysa vanda þessa fólks strax. Stór hópur aldraðra verður að búa við margbýli á sjúkrastofum. Allir eldri borgarar eiga að vera á einbýlisstofum, nema þeir búi með maka sínum. Unga Ísland Jafnframt átaki í málefnum aldr- aðra vill Samfylkingin stórbæta að- stöðu barna. Samfylkingin hefur birt nýja stefnuskrá í málefnum barna, Unga Ísland. Þar er gert ráð fyrir, að dregið verði úr tekjutengingum barnabóta, að tannvernd barna verði aukin með ókeypis eftirliti og for- varnaraðgerðum og auknum nið- urgreiðslum á tannviðgerðum barna. Námsbækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðarlausu. Velferðarkerfið er mikilvægasta málið í væntanlegum kosningum. Samfylkingin setur það mál í for- gang. Ýmis önnur mál skipta miklu máli svo sem atvinnumálin og um- hverfismálin. Samfylkingin er einnig með skýra stefnu í þeim málaflokk- um. Samfylkingin vill endurskoða kvótakerfið og binda enda á brask með kvóta. Það á að setja ákvæði um það í stjórnarskrá að mikilvægasta auðlind okkar, fiskurinn í sjónum, sé sameign íslensku þjóðarinnar. Og það á enginn að geta braskað með þessa auðlind okkar. Samfylkingin vill bæta velferðarkerfið Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræð- ingur og skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík-Suður. vaxtaauki! 10% Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Allt fyrir bílinn – á afbragðsverði aðeins í dag kl. 12–16 rýmingarsala Kíktu á Klettháls 9 og gríptu tækifærið: Alls kyns aukahlutir í fjölmargar tegundir bíla – á hreint einstöku rýmingarverði. 50 til 80% afsláttur: Loftsíur Vindskeiðar Lexusljós Bassabox Rúðuþurrkur Hátalarabox Álfelgur Perur Sport-stýri Aukaljós Spoiler Kit Króm-stútar ÁG Mótorsport – Kletthálsi 9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.