Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 59 Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16.30 handa- vinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 9.30 boccia. Kl. 10.30 helgistund. Kl. 11 leikfimi. Kl. 13.30 mynd- list. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Ævin- týri í Póllandi: Félag eldri borgara í Kópavogi efnir til vorferðar 23.-28. maí undir fararstjórn dr. Þor- leifs Friðrikssonar, sagnfræðings. Upplýsingar og skráningarlistar á töflum í Gjábakka og Gullsmára. Kynningarfundir verða föstudaginn 20. apríl í Gjá- bakka kl. 15.45 og Gullsmára kl. 15. Ath breyttan tíma. Félag eldri borgara, Reykjavík | Almennur fé- lagsfundur um réttindamál aldraðra verður í Stangarhyl 4, laugardaginn 21. apríl, kl. 14. Bryn- hildur Flóvenz lektor við lagadeild HÍ og formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu mun ræða um réttindamál aldraðra. Félagsheimilið Gjábakki | Á morgun, föstudag, kl. 14 ætla gestir og starfsmenn Gjábakka að fagna sumri með fjölbreyttri dagskrá. Á dagskrá verður m.a.: Einsöngur, sumri fagnað, tónlistaratriði, ferðakynning FEBK á Póllandsferð í maí. Vöfflu- kaffi, kr. 400. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Sumardagurinn fyrsti lokað. FAG óskar öllum bæjarbúum og starfsmönnum félags-, tómstunda- og íþrótta- starfs eldri borgara gleðilegs sumars. Félagsstarf Gerðubergs | Í dag, sumardaginn fyrsta, fellur starfsemi niður. Starfsfólk sendir þátttakendum, samstarfsaðilum og velunnurum um land allt bestu óskir um gleðilegar og góðar sólskinsstundir, með þakklæti fyrir samstarf og stuðning á liðnum vetri. Hraunbær 105 | Gleðilegt sumar. Hvassaleiti 56-58 | Gleðilegt sumar, þökkum samstarfið í vetur. Minnum á leikhúsferð föstudag- inn 11. maí kl. 20, að sjá leikritið Ást. Skráning stendur yfir í síma 535-2720. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og Listasmiðja á Korpúlfsstöðum kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9.00-12.30, bókband kl. 9-13, handavinnustofan opin allan dag- inn, morgunstund kl. 9.30, hárgreiðslu og fótaað- gerðarstofan opin frá kl. 9, boccia kl. 10, gler- skurður kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Allir velkomnir í félagsmiðstöðina sama á hvaða aldri þið eruð. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Foreldra- morgnar kl. 10 í fræðslusal. Bænastund kl. 12. Barnastarf 6-9 ára kl. 17.15. Unglingastarf fyrir 13 ára kl. 19.30-21.30. (www.digraneskirkja.is) Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6-9 ára starf, kl. 16.30-17.30. Hjálpræðisherinn í Reykjavík | Kirkjustræti 2. Sumarvaka í kvöld kl. 20. Á dagskrá m.a. happ- drætti og veitingar. Umsjón: Anne Marie Rein- holdtsen. Laugarneskirkja | Fermingarmessur kl. 11 og 13.30. Sr. Hildur Eir Bolladóttir fermir, Kór Laugar- neskirkju leiðir söng undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar organista. Meðhjálpari er Sigurbjörn Þor- kelsson. AA fundur í safnaðarheimilinu kl. 21. Adrenalín gegn rasisma, unglingastarf kl. 17. Um- sjón sr. Hildur Eir Bolladóttir og Stella Rún Stein- þórsdóttir. Neskirkja | Bjartsýnisbusl Neskirkju, Ægisbúa og Nedó í Sundlaug Vesturbæjar kl. 10.30. Helgistund í umsjá Sigurvins Jónssonar, sr. Þorvaldar Víðis- sonar og sr. Sigfúsar Kristjánssonar. Ari Agnars- son leikur undir á harmonikku. Eftir stundina verð- ur m.a. sæhestakapphlaup og „blautbolaboðhlaup“. Allir velkomnir. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrir- bænastund í kvöld kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. 70ára afmæli. Laugar-daginn 21. apríl verður séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir, prestur Kvennakirkj- unnar, Kastalagerði 11, Kópavogi, sjötug. Af því til- efni heldur Kvennakirkjan morgunmessu klukkan 10 á afmælisdaginn og Auður Eir býður í morgunkaffi í safn- aðarheimilinu á eftir. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda til- kynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Hlutavelta | Þessar duglegu stelpur, Elma Jenný Þórhalls- dóttir og Helga Sóley Björns- dóttir, héldu tombólu fyrir ut- an Nettó í Salahverfi og söfnuðu alls 3.233 krónum til styrktar Rauða krossinum. dagbók Í dag er fimmtudagur 19. apríl, 109. dagur ársins 2007 Orð dagsins: En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni. (Sálm. 17, 15.) Hátíð verður í Vesturbæ í dagí tilefni af fyrsta sum-ardegi. Meðal viðburða ersöguganga um Hólavalla- garð við Suðurgötu kl. 9.30. Heimir Janusarson leiðir gönguna: „Árið 1838 tók Hólavallagarður við af grafreitnum í Aðalstræti sem þá var fyrir löngu var orðinn fullgrafinn. Mikl- ar deilur voru þó á sínum tíma um hvort ætti virkilega að flytja garðinn svona langt frá dómkirkjunni, alla leið upp á mela,“ segir Heimir. „Þegar sú ákvörð- un varð loks ofaná kom þó í ljós annar vandi, því samkvæmt þjóðtrú verður sá sem fyrstur er grafinn í kirkjugarði vökumaður garðsins, og tekur á móti þeim sem grafnir eru þar á eftir hon- um. Ekki var hægt að treysta hvaða kotungsmanni sem er fyrir verkinu, en það vildi svo til að í nóvember 1838 deyr Guðrún Oddsdóttir, kona Þórðar Svein- björnssonar háyfirdómara og þótti hún ágætur kandídat í starf vökumanns og tímabært að vígja garðinn.“ Hólavallagarður hefur leikið stórt hlutverk í menningu borgarinnar: „Þar gerast atburðir í Ofvita Þórbergs Þórð- arsonar, Tímaþjófi Steinunnar Sigurð- ardóttur og Dauðarósum Arnalds Indr- iðasonar,“ segir Heimir. „Hólavallagarður er sannkallaður lista- garður, og hafa verið reist í garðinum minnismerki um hina látnu sem eru sannkölluð listaverk. Garðurinn býr líka að einstökum gróðri, og skoðum við trjásögu garðsins sem endurspeglar ræktunarsögu Íslands frá upphafi trjá- ræktar, en í garðinum er að finna fá- gætar tegundir sem vitna um framsýni þeirra sem þar hafa gróðursett.“ Hólavallagarður endurspeglar líka borgarskipulag Reykjavíkur: „Í byrjun eru grafirnar frekar óskipulagðar og stígar hlykkjóttir. Síðar kemst meiri regla á skipulag garðsins, línur verða beinar og reitir steyptir, á sama tíma og meiri regla kemst á skipulag borg- arinnar.“ Sögugangan hefst eins og fyrr segir kl. 9.30 í dag. Aðgangur er öllum heim- ill og ókeypis en þátttakendur minntir á að klæða sig eftir veðri. Notað er hljóðkerfi svo allir geti vel heyrt leið- sögnina en áætlað er að gangan taki um klukkustund. Finna má frekari upplýsingar um Hólavallagarð og aðra kirkjugarða höf- uðborgarsvæðisins á www.kirkjug- ardar.is Þjóðfræði | Gengið um Hólavallagarð og sagt frá flóru, sögu og list Ólíkar hliðar garðsins  Heimir Björn Janusarson fædd- ist á Akranesi 1962. Hann lauk offsetljósmynd- aranámi og starf- aði í prentiðnaði í 12 ár. Hann lauk námi í skrúðgarð- yrkju frá Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölf- ussi 1994 og hefur starfað hjá kirkjugörðum Reykjavíkurprófast- dæma frá 1995 og er forstöðumaður Gufunesgarðs. Heimir er kvæntur Sól- veigu Ólafsdóttur sagnfræðingi og eiga þau þrjú börn. Tónlist DOMO Bar | Ahmad Jamal Tribute. Hljómsveitin leikur nokkur af vinsælustu lögum Ahmad Jamal tríósins, m.a. Poinciana. DOMO Bar, Þingholtsstræti 5. 19 apríl kl. 21. Agnar Már Magnússon, Erik Qvick, Þorgrímur Jónsson. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ | Kl. 20-22. Stórsveit Reykjavíkur sveiflar sér í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjöl- brautaskólans í Garðabæ. Borgardætur; Andrea Gylfa- dóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jón- asdóttir koma fram með Stórsveitinni og syngja bæði sem einsöngvarar og tríó. Stjórnandi er Össur Geirsson. Ókeypis aðgangur. Fjölbrautaskóli Suðurlands | Kór Fjölbrautaskóla Suð- urlands heldur vortónleika í skólanum fyrsta sumardag, 19. apríl kl. 20. Kór og hljómsveit framhaldsskólans á Frederiksberg í Kaupmannahöfn kemur fram, einnig hljómsveitin These Days. Rokk frá 1960-2007, einnig sí- gild verk. Stjórnandi kórs FSu er Stefán Þorleifsson. Langholtskirkja | Vortónleikar kl. 17-19. Á tónleikum Skagfirsku söngsveitarinnar í Reykjavík eru m.a. syrpur eftir Sigfús Halldórsson, syrpa úr Vesalingunum og úr My fair lady auk fjölda annarra laga. Stjórnandi er Björgvin Þ. Valdimarsson. Listasafn Reykjanesbæjar | SRB fagnar sumri með tónleikum í Bíósalnum, Keflavík kl. 15. SRB skipa: Helgi Þór Ingason, harmoniku, Matthías Stefánsson, fiðlu, Ólafur Sigurðsson, mandólín, Kormákur Bragason, gítar, Ólafur Þórðarson, gítar og Grétar Grétarsson, kontra- bassa. Myndlist Aurum | Sævar Karl sýnir málverkið „Landslag“ í Aur- um Bankastræti 4. Opið er mán.-fös. 10-18 og lau. 11-16. Skriðuklaustur | Skriðuklaustur verður opið á sum- ardaginn fyrsta kl. 13-17. Þá gefst tækifæri til að skoða 21 af Passíusálmamyndum Barböru Árnason og njóta góðra veitinga hjá Klausturkaffi. Söfn Víkin Sjóminjasafnið í Reykjavík | Sigrún Magnúsdóttir verður með leiðsögn um aðalsýningu Sjóminjasafnins við Grandagarð á Sumardaginn fyrsta kl. 13-17. Bjarni Jónsson listmálari kynnir málverkasýninguna Á flyðru- velli. Seldar verða pönnukökur og lummur með kaffinu, en aðgangur er ókeypis. Þá eru síðustu sýningardagar Úr ranni forfeðranna. SPÆNSKI nautabaninn Lopez Chavez sést hér fagna eigin frammi- stöðu í nautaati í Maestranza-hringnum í Sevilla á Spáni í gær. Sam- kvæmt hefðinni sýnir nautabaninn hugdirfsku sína með ögrandi stell- ingu og mikilli nálægð við nautið, sem virðist aðframkomið. Nautaat er rótgróin hefð á Spáni, hvort sem menn líta á það sem list, íþrótt eða misþyrmingar á dýrum, en í því á nautabaninn að sýna vald sitt yfir dýrinu og eigið hugrekki með ýmsum tilþrifum. Hættuleg hefð Dansað við dauðann Reuters Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.