Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÁSKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta kl. 11 í
umsjá sóknarprests og leiðtoganna Elías-
ar og Hildar Bjargar. Síðasta samvera vetr-
arins.
BORGARNESKIRKJA: | Guðsþjónusta kl
13.30. Barnakór syngur undir stjórn Stein-
unnar Árnadóttur. Sóknarprestur.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: |
Fermingarmessa kl. 13.30. Gunnar Krist-
jánsson sóknarprestur.
BÚSTAÐAKIRKJA: | Samverustund í Bú-
staðakirkju. Frá klukkan 12.45-13.15. Sr.
Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir samveruna.
Renata Ivan organisti sér um undirleik.
Svavar Knútur Kristinsson frístunda- og fé-
lagsauðsráðgjafi í Þjónustumiðstöð Laug-
ardals og Háaleitis talar og syngur. Tvö
ungmenni Álfheiður Guðmundsdóttir og
Jakob Gunnarsson syngja hvort sitt lagið.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Ferming-
armessa kl. 14. Almennan safnaðarsöng
leiða Anna Sigga og Carl Möller, en báðir
prestarnir okkar, Hjörtur Magni Jóhanns-
son og Ása Björk Ólafsdóttir, þjóna. Alt-
arisganga.
GLERÁRKIRKJA: | Skátamessa kl. 11. Sr.
Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Allir vel-
komnir. Fermingarmessa kl. 13.30. Fé-
lagar úr Kór Glerárkirkju leiða söng. Org-
anisti er Hjörtur Steinbergsson. Sr.
Gunnlaugur og sr. Arnaldur þjóna.
GRAFARVOGSKIRKJA: | Ferming kl.
10.30. Séra Vigfús Þór Árnason og séra
Anna Sigríður Pálsdóttir. Nöfn ferming-
arbarna er að finna á heimasíðu kirkj-
unnar: grafarvogskirkja.is og einnig á síðu
mbl.is/fermingar
HALLGRÍMSKIRKJA: | Skátamessa kl. 11.
Skátakórinn syngur. Margrét Tómasdóttir,
skátahöfðingi flytur ræðu. Tónlist í umsjá
skáta. Prestur sr. Birgir Ásgeirsson.
HÁTEIGSKIRKJA: | Taizé-messa í kvöld kl.
20. Kyrrlát kvöldstund með bæna- og íhug-
unarsöng, orði Guðs, fyrirbænum, handa-
yfirlagningu og smurningu. Góð slökun í
erli dagsins. Allir velkomnir.
HVERAGERÐISKIRKJA: | Skátaguðsþjón-
usta kl. 11. Skátar aðstoða við Guðsþjón-
ustuna. Jón Ragnarsson.
KÁLFATJARNARSÓKN: | Fermingarguðs-
þjónusta í Kálfatjarnarkirkju kl. 11.
KEFLAVÍKURKIRKJA: | Skátaguðsþjón-
usta kl. 12.30. Skátar vinna sín skátaheit
og að því loknu verður haldið í skrúðgöngu
um bæinn. Prestur er sr. Skúli S. Ólafs-
son.
LANGHOLTSKIRKJA: | Fermingarmessa kl.
11 í umsjá sr. Guðnýjar Hallgrímsdóttir,
prests fatlaðra. Organisti Jón Stefánsson.
SELJAKIRKJA | Fjölskylduhátíð í Selja-
hverfi. Skrúðganga frá Þín verslun kl. 13
og gengið til kirkju þar sem verður fjöl-
skyldustund kl. 13.30.
TORFASTAÐAKIRKJA | Fermingarmessa
kl. 14. Fermd verður Kristín Karólína
Bjarnadóttir, Brautarhóli Biskupstungum.
Sóknarprestur.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Sunnudaga-
skóli kl. 11. Síðasta skiptið. Hanna Vil-
hjálmsdóttir og María Rut Baldursdóttir
segja börnunum sögur og stjórna söng. Að
loknum er öllum boðið í grillaðar pylsur.
Sóknarprestur.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Messa kl.
11. Barn borið til skírnar. Fermd verður
Snædís Bára Þorsteinsdóttir Lágseyla 25.
Kór kirkjunnar leiðir söng við undirleik Na-
talíu Chow Hewlett organista. Meðhjálpari
Ástríður Helga Sigurðardóttir. Sókn-
arprestur.
Jesús kom að luktum
dyrum.
(Jóh. 20.)
Morgunblaðið/ÞÖKSólheimar í Grímsnesi.
MESSUR / KIRKJUSTARF Á SUMARDAGINN FYRSTA
Skátamessa
í Hallgrímskirkju
og hátíðahöld
Skátamessa verður í Hallgrímskirkju
sem hefst kl. 11 f.h. Fyrir messu kl.
10.30 munu skátar ganga fylktu liði
frá Arnarhóli upp Skólavörðustíg að
Hallgrímskirkju. Séra Birgir Ás-
geirsson mun þjóna til altaris.
Ræðumaður verður Margrét Tóm-
asdóttir skátahöfðingi. Skátakórinn
undir stjórn Margrétar Sigurð-
ardóttur mun leiða sönginn. Hljóð-
færaleikur: Kjartan Valdemarsson
(orgel og píanó), Hjörleifur Valsson
(fiðla), Gunnar Hrafnsson (kontra-
bassi). Eftir hádegið munu skátafé-
lögin í Reykjavík standa að og taka
þátt í hátíðahöldum víða um Reykja-
vík í samstarfi við félagsmiðstöðvar
ÍTR, íþróttafélögin, kirkjur og skóla.
Byggðasafnið
í Skógum
Hin árlega söngstund í Skógum
verður á sumardaginn fyrsta kl.
20.30. Dagskráin hefst með stuttri
helgistund í Skógakirkju sem séra
Haraldur M. Kristjánsson, prófast-
ur í Vík, annast. Síðan verður komið
saman í gamla barnaskólahúsinu
frá Litla-Hvammi í Mýrdal, þar sem
gömul ættjarðar- og sumarlög
verða leikin og sungin. Kristín
Björnsdóttir organisti annast undir-
leik og stjórnar almennum söng við-
staddra, með kórfólk úr Mýrdal og
undan Eyjafjöllum í broddi fylk-
ingar. Eftir að raddböndin hafa ver-
ið þanin verður boðið upp á kaffi og
pönnukökur í Samgöngusafninu, í
boði safnsins og kórfélaga. Mik-
ilvægt er að allir sem unna söng í
sumarbyrjun láti sig ekki vanta á
þetta árvissa söngkvöld í Skógum.
Fjölmennum.
Kaffihúsakór
Landakirkju syngur
inn gleðilegt sumar
í Grafarvogskirkju
Kaffihúsakór Landakirkju í Vest-
mannaeyjum syngur inn gleðilegt
sumar í Grafarvogskirkju í Reykja-
vík. Kaffihúsamessan verður í Graf-
arvogskirkju í Safnaðarheimilinu
niðri klukkan fjögur. Söngurinn er
öflugur gospelsöngur undir stjórn
Óskars Sigurðssonar frá Hvassa-
felli. Í kaffihúsamessunni er einnig
lesið úr guðspjalli og prestar
Landakirkju og Grafarvogskirkju
leiða stundina með prédikun orðs-
ins, bæn og blessun. Sköpuð er um-
gjörð kaffihúss með því að fólkið sit-
ur við borð og kertaljós, slakar á og
fær sér kaffi og kleinur eða vöfflur
á meðan stundin líður. Prédikun
prestanna hefur oftar en ekki verið
samtalsprédikun eða samtal prédik-
arans við söfnuðinn.
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Sími 588 4477
• Þriðja hæð 346 fm efsta hæð, vandaðar og glæsilegar skrifstofur ásamt
fundaraðstöðu og opnu rými. Hæðin er inndregin með mjög góðum svölum.
• Jarðhæð 250 fm. og 162 fm. skrifstofur, mikið opið rými.
Sameiginlegt eldhús ásamt mötuneyti.
Til leigu - Lágmúli - skrifstofur
Glæsilegt húsnæði, mjög góð
staðsetning.
Óskað er eftir tilboði í leigu.
Upplýsingar veitir
Magnús Gunnarson í símum
588 4477 og 822 8242
Björn S Ingólfsson. Sölufulltr.
S 8600-299, bjorn@remax.is
Björgvin Pétursson. Sölufulltr.
S 8200-747, bjorgvin@remax.is
Rúnar S Gíslason. Hdl og
löggildur fasteignasali.
STJARNAN
RE/MAX Stjarnan kynnir tvö sumarhús
að Lambholti 10 og 12
Opið hús í dag kl. 15-17
Leiðarvísir: Keyra eftir vegi nr. 35 Biskupstungnabraut. Fara inn á veg nr. 351
Búrfellsveg. Keyra framhjá Hitaveitu, þegar komið að Hæðarenda skal fylgja eftir
RE/MAX merkingu. RE/MAX fána. Frá Þingvallavegi nr. 36. Fara inn á veg nr. 351
Búrfellsveg við Ásgarðsland. Fara fram hjá kirkjunni við Búrfell. Þegar komið að
Hæðarenda skal fylgja eftir RE/MAX merkingu. RE/MAX fána.
Takið auglýsinguna með ykkur.
Vandað heilsárshús í landi
Hæðarenda í Grímsnes- og
Grafningshreppi á eins hektara
eignarlóð 91,5 fm. Skilast full-
búið að utan án verandar. Fjarri
umferð á friðsælum stað með
góðu útsýni til Ingólfsfjalls,
Heklu og Eyjafjallajökuls. Hægt er að fá húsin afhent við kaupsamning
og byrja að njóta þess í sumar að vera í sínu eigin sumarhúsi í fallegu
veðri í hjarta suðurlands.Fullbúið einbýli, laust strax.
Nýkomið glæsilegt nýtt, tvílyft
einbýli m. innbyggðum bílskúr,
samtals ca 235 fm. Húsið skiptist
m.a. þannig: Stofa m. arni, 4
rúmgóð svefnherbergi, glæsilegt
stórt eldhús m. borðstofu, tvö
glæsileg baðherbergi o.fl. Flísar
og parket á gólfum. Góð stað-
setning og útsýni.
Garður frágenginn.
Sjón er sögu ríkari.
Myndir á mbl.is. V. 68 millj.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Asparhvarf - Kóp. nýtt - glæsilegt
Þróunarsamvinnustofnun Íslands og
Kristniboðssambandið undirrituðu
fyrir stuttu samkomulag um upp-
byggingu fjögurra framhaldsskóla í
Pókothéraði í Kenýa. Um er að
ræða tveggja ára áætlun sem hljóð-
ar upp á 10,75 milljónir, þar sem
ÞSSÍ fjármagnar 60% af kostnaðin-
um en Kristniboðssambandið og
samstarfsaðilar 40%. Ætlunin er að
byggja þrjár heimavistir, tvær
kennslustofur og fjóra matsali með
eldunaraðstöðu. Tveir skólanna eru
fyrir bæði kynin, einn fyrir drengi
og einn fyrir stúlkur. ÞSSÍ styrkti
uppbyggingu þriggja þessara skóla
með 2,5 milljóna króna framlagi árið
2005 og var þeirri vinnu lokið í
fyrra.
Íslenskir kristniboðar hafa verið
að störfum í Pókothéraði sem m.a.
liggur meðfram landamærum Úg-
anda, í tæp 30 ár. Þar hafa þeir tekið
þátt í safnaðaruppbyggingu, fræðslu
og margvíslegum þróunarverkefn-
um og á tímum neyðaraðstoð.
Starfið hefur vaxið gríðarlega og
eru heimamenn búnir að taka við því
að mestu leyti.
Samið um
uppbyggingu
við fram-
haldsskóla
í Kenýa