Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 27 AUSTURLAND 50% erlendar lágvaxtamyntir - 50% íslenskar krónur. Þannig færðu lánið á lægri vöxtum en býrð við mun minni gengisáhættu en ef lánið væri 100% í erlendri mynt. Fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf í útibúum Glitnis eða í þjónustuveri í síma 440 4000. 4,5% * M.v. vaxtatöflu og 1 mánaða libor vexti 13.04.2007 ** Verðtryggt jafngreiðslulán *** 50% íslenskar krónur / 50% erlent lán í CHF og JPY **** EUR, USD, GBP, CHF og JPY SAMANBURÐUR Á LÁNUM 100% íslenskar krónur** NÝTT HELMINGASKIPT LÁN*** Engin Hófleg Mikil Lág Lág Há Hæg Í meðallagi Hröð 4,95% 4,50%* 6,14%*100% erlend myntkarfa**** VEXTIR GREIÐSLUBYRÐIGENGISÁHÆTTA EIGNAMYNDUN Ný helmingaskipt húsnæðislán með lægri vöxtum Fáskrúðsfjörður | Markaðsstofa Austurlands hélt aðalfund sinn á Fá- skrúðsfirði á dögunum. Við það tæki- færi voru afhentar viðurkenningarn- ar Frumkvöðull í ferðaþjónustu og Kletturinn. Var þetta í sjöunda sinn sem Markaðsstofan útnefnir frum- kvöðul fyrir að sýna áræði og hug- myndaauðgi við uppbyggingu á ferðaþjónustu og í þriðja sinn sem Kletturinn er veittur aðila sem um árabil hefur staðið í framlínu ferða- þjónustu á Austurlandi. Hann kom í hlut Petru Sveinsdóttur á Stöðvar- firði sem hefur um áratugaskeið leyft ferðamönnum að heimsækja heimili sitt og skoða óviðjafnanlegt safn steina. Steinasafn Petru er fyrir löngu orðið heimsþekkt og hefur um árabil verið eitt fjölsóttasta safn landsins, langfjölsóttasta safnið á Austurlandi og því hornsteinn í aust- firskri ferðaþjónustu. Mjóeyri frumkvöðull ársins Að þessu sinni fékk Ferðaþjónust- an á Mjóeyri Frumkvöðulinn. Að henni standa Sævar Guðjónsson og Berglind Steina Ingvarsdóttir sem hafa frá árinu 2004 byggt upp fjöl- þætta ferðaþjónustu á Mjóeyri við Eskifjörð. Bjóða þau upp á gistingu, bátaleigu, veiðiferðir og gönguferðir svo fátt eitt sé nefnt. Þau hafa nú reist fimm nýbyggingar á Mjóeyri til að auka við gistimöguleika á staðn- um. Hvert hús rúmar sex til sjö manns og er með öllum þægindum. Í sumar eru áætlaðar nokkrar ferðir með gönguhópa um Gerpissvæðið, bátaleigan hefur verið opnuð fyrir sumarið og síðast en ekki síst er hreindýraleiðsögumaðurinn Sævar búinn að bóka heilmikið fyrir hrein- dýravertíðina. Áræði og framsýni Ljósmynd/GG Frumkvöðlarnir Berglind Steina Ingvarsdóttir og Guðjón Sævarsson, ásamt handhafa Klettsins, Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði. Djúpivogur | Nýtt fyrirtæki, Fisk- markaður Djúpavogs, hóf nýverið starfsemi á Djúpavogi. Fiskmark- aðurinn býður auk fiskviðskipta upp á slægingar- og löndunarþjón- ustu. Núverandi eigendur keyptu hann af Vísi hf. í Grindavík fyrir skömmu. Áætlanir eigendanna gera ráð fyrir aukinni umferð báta um Djúpavogshöfn og er þess nú þegar farið að sjá stað. Mun það að sjálfsögðu hafa margfeldisáhrif fyrir ýmsa þjón- ustuaðila á svæðinu. Einnig er ljóst að Djúpivogur liggur vel að veiði- svæðum smærri og stærri báta sem sækja til fiskjar úti fyrir Austur- landi. Miklu af aflanum verður ekið á suðvesturhorn landsins og við flest skilyrði er hægt að aka þang- að frá Djúpavogi, án þess að reyni á Evrópureglur um hvíldartíma. Sveitarfélagið stuðlaði að fram- gangi málsins með því að selja svo- kallað Fiskmarkaðshús við Víkur- land 1B undir starfsemina en keypti á móti iðnaðarhúsið Voga- land 5 af Vísi. Eigendur og starfs- menn Fiskmarkaðar Djúpavogs eru þeir Nökkvi F. Flosason, Sig- urjón Stefánsson, Jón Ægir Ingi- mundarson og Birgir Vilhjálmsson.    Atvinnuslökkvilið Alls bárust 22 umsóknir um átta stöðugildi hjá nýju atvinnuslökkviliði í Fjarða- byggð. Verið er að ráða í stöðurnar. All- ir slökkviliðsmenn í atvinnuliðinu verða auk slökkviliðsmenntunar með réttindi til að starfa við sjúkraflutninga og hafa aukin öku- réttindi. Atvinnuslökkviliðið mun hafa að- stöðu í nýrri Öryggismiðstöð á Hrauni við Mjóeyrarhöfn í Reyð- arfirði og sinna á öllum sjúkra- flutningum á Eskifirði og Reyðar- firði þaðan frá 1. júlí nk. Bjóða upp á slæg- ingu og löndun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.