Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 28
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Það er auðvitað gaman aðvera fyrsti íslenski víking-urinn sem fær að stjórnahinum eina sanna rússí- bana. Þetta er skemmtileg vinna, sem felur í sér adrenalínkikk enda er ég svolítill spennufíkill í mér. Á hinn bóginn verður maður að vera pínu léttgeggjaður til að tolla í svona vinnu,“ segir Ásgerður Eir Jónas- dóttir, sem er nú að hefja sitt annað starfsár sem rússíbanastjóri í Tívolí- inu í Kaupmannahöfn. Ásgerður Eir, sem nú er að verða 25 ára, ólst upp í Villingaholtshreppi rétt fyrir utan Selfoss, og fluttist til Kaupmannahafnar fyrir fjórum árum þar sem móðir hennar og tveir bræð- ur búa líka. Hún byrjaði að vinna fyr- ir sér sem uppvaskari í mötuneytum, en sótti svo um vinnu hjá Tívolíinu um áramótin 2005. „Þar sem ég þyki nokkuð sterk- byggð kona, bauðst mér síðasta sum- ar að vera einn stjórnenda gamla rússíbanans, sem er frá árinu 1914 og er elsti starfandi rússíbani í heimi. Í fyrstu tóku við þriggja daga þjálfun- arbúðir, sem m.a. fólust í því að tékka á þoli eða óþoli hins verðandi rússí- banastjóra með því að fara í nokkrar rússíbanaferðir, sitjandi í því sæti, sem fólk kemur gjarnan ælandi úr, ef það er á annað borð veikt fyrir,“ segir Ásgerður rússíbanastjóri, sem fer í allar rússíbanaferðirnar sjálf þegar hún á vakt. Ökumaðurinn situr nefni- lega í rússíbananum miðjum og þarf að nota alla sína líkamskrafta til að handstýra bremsubúnaðinum, sem er handbremsa í ýktri stærð, svo ekki fari allt í bál og brand. „Krítíska“ sætið mun hinsvegar vera sætið fyrir framan ökumanninn. Handbremsað á þremur stöðum „Sem rússíbanastjórnandi þarf maður að vera vel á verði gagnvart öllum aðsteðjandi hættum. Líkam- lega er þetta erfið vinna og hentar ekki öllum konum enda vegur tækið mannlaust heil fimm tonn. Rússíban- inn tekur 22 einstaklinga í einu. Hver ferð tekur um þrjár mínútur á 65–70 km hraða og á brattasta staðnum er hann hífður upp og gossar svo niður í frjálsu falli. Það þarf að gæta þess að bremsa á réttum stöðum svo að rússí- baninn fari nú ekki á fullu blússi alla leiðina.“ Tívolíið í Kaupmannahöfn var opn- að almenningi síðastliðinn föstudag, en að sögn Ásgerðar hefst háanna- tími ekki fyrr en upp úr 20. júní. „Þá er ég að vinna frá hádegi til miðnætt- is og keyri allt upp í 150 rússíbana- ferðir á dag. Það eru ekki bara tækin í Tívolíinu sem eru skemmtileg, held- ur ekki síður félagsskapurinn í kring- um þetta, auk þess sem þetta er best launaða vinna sem ég hef verið í. En maður á sér svo sem ekkert líf fyrir utan Tívolíið á meðan opið er, enda erum við starfsmennirnir flestir á lausu og kunnum vel við þetta sí- gaunalíf. Þetta er eins og ein risastór fjölskylda.“ Keyrir í hálftíma í senn Gamli rússíbaninn er vinsælasta tækið í Tívolíinu, en að sögn Ásgerð- ar er ekki ráðlegt að sami ökumað- urinn keyri lengur en hálftíma í senn. „Næsta hálftíma stend ég við útgang- inn, síðan við innganginn og einn hálftíma hvíli ég mig áður en ég sest á ný í ökumannssætið,“ segir Ásgerð- ur, sem hefur líka verið að læra að stjórna fljúgandi teppinu og gullna turninum. „Það eitt er þó víst, að ég væri ekki að keyra rússíbana ef ég væri ekki spennufíkill.“ Rússíbanaökuþórinn Ásgerður Eir Jónasdóttir stýrir elsta starfandi rússíbana í heimi í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. Erfiðisvinna Nota þarf líkamskraftana til að handstýra bremsubúnaðinum, en mannlaus vegur rússíbaninn 5 tonn. Á fleygiferð „Maður verður að vera pínu léttgeggjaður til að tolla í svona vinnu,“ segir Ásgerður, sem situr örlítið hærra í rússíbananum en aðrir. Gott fyrir spennufíkil að stýra rússíbana |fimmtudagur|19. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Hvernig ætli það sé að þurfa sí- fellt að vera að leiðrétta það að pabbi sé pabbi manns en ekki afi? »30 uppeldi Mjög stórum koffínskömmtum geta fylgt bæði líkamleg og andleg óþægindi, enda um örv- andi efni að ræða. »32 neytendur Tíska, menning og matur lifa góðu lífi í ítölsku borginni Mílanó sem heillaði Unni H. Jóhanns- dóttur upp úr skónum. »34 ferðalög Úrval af kjöti á grillið setur sterkan svip á helgartilboð matvöruverslana að þessu sinni. »32 helgartilboðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.