Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 65 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ALLIR í grænum bruna burt út úr bænum, bíddu eftir mér, ó gleym mér ei,“ sungu Hrekkjusvínin á sín- um tíma í laginu Sumardagurinn fyrsti. Fólk þarf ekki að bruna út úr bænum í dag því það verður nóg um að vera í tilefni sumarkomunnar. Tónlistarfélag Mosfellsbæjar stendur fyrir fjölskyldutónleikum í sal Lágafellsskóla í Mosfellsbæ þar sem Hljómskálakvintettinn ásamt Diddú munu flytja fjölbreytta dag- skrá kl. 14:30. Tónlistarfélag Borg- arfjarðar fagnar um þessar mundir 40 ára starfsafmæli sínu og heldur tónleika af því tilefni í kvöld kl. 20 í Borgarneskirkju. Tónleikar verða í Dómkirkjunni kl. 17 með söngkonunni Signýju Sæ- mundsdóttur, Hjörleifi Valssyni fiðluleikara og orgelleikurunum Marteini H. Friðrikssyni og Úlrik Ólasyni. Sönghópurinn VoxFox heldur sér- staka sumartónleika í Iðnó kl. 20 og flytur efni sem á bæði eftir að gleðja og ylja hverju hjarta. Reijo Kumpulainen og Tatu Kant- omaa koma fram á harmoniku- tónleikum í Neskirkju kl. 13.00 og í Vinabæ á Blönduósi kl. 20.30 í kvöld. Kl. 17 fagnar nýstofnaður kvenna- kór við Háskóla Íslands sumri með tónleikum í hátíðarsal Háskólans. Á DOMO Bar kl. 21 leikur bandið Ahmad Jamal Tribute nokkur af vin- sælustu lögum Ahmad Jamal- tríósins. Á Egilsstöðum byrjar Rás 2 að plokka hringinn með tónleikum Lay Low, Pétri Ben. og Ólöfu Arnalds ásamt austfirska stúlknakvintett- inum Without The Balls í Mennta- skólanum kl. 21. Í Garðabæ hefst djasshátíð og í dag sveiflar Stórsveit Reykjavíkur sér í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjöl- brautaskólans í Garðabæ, ásamt Borgardætrum. Til að gleðja börnin koma leikarar úr leikhópnum Á senunni fram og syngja lög úr söngleiknum Abba- babb!. Þeir verða í félagsmiðstöðv- unum Hólmaseli og Miðbergi á milli 14 og 15, á Thorsplaninu í Hafn- arfirði rétt fyrir kl. 16 og við afhend- ingu Bókaverðlauna barnanna í Borgarbókasafninu í Grófinni kl. 14.00. Á sumardaginn fyrsta er líka gaman að vera barn í Þjóðminja- safninu. Öll börn fá blöðrur og huldustrákurinn Vöggur verður með leiðsögn klukkan 14, 15 og 16. Kl. 15 munu forverðir á Land- námssýningunni í Aðalstræti leiða gesti um sýninguna og útskýra störf sín á ensku. Í Listasafni ASÍ verður Borghild- ur Óskarsdóttir með listamanns- spjall kl. 15 og kynnir sýninguna Opnur – sögur frá liðnum tíma í ljósi mynda. Nóg um að vera á Sumardaginn fyrsta Sumar Ólöf Arnalds heldur tónleika í Menntaskólanum á Egilsstöðum. menning Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Barnastjörnur óskast! LA leitar að börnum á aldrinum 7–14 ára til að leika við hlið atvinnuleikara í fyrstu frumsýningu haustsins 2007. Þar er á ferðinni fjölskylduleikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Jón Ólafsson semur tónlist fyrir sýninguna og stýrir hljómsveit. Skráning í áheyrnarprufurnar fer fram í leikhúsinu á Akureyri á morgun, föstudaginn 20. apríl milli kl. 14 og 15. Áheyrnarprufur fara svo fram 5. og 6. maí n.k. Nánari upplýsingar veittar við skráningu og á www.leikfelag.is KAFFISALA VATNASKÓGAR Sumardaginn fyrsta 19. apríl frá 14 - 18 í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28, til styrktar starfinu í Vatnaskógi. Í sumar býður Vatnaskógur upp á dvalarflokka fyrir drengi frá 9 ára aldri, ævintýraflokk fyrir stálpaða pilta, unglingaflokk fyrir bæði kynin, tvo feðgaflokka og heilsudaga fyrir karlmenn. Skráning fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK, Holtavegi 28, Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 8:00 -17:00. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi í sumar! Vinir Vatnaskógar fjölmennið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.