Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 65
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ALLIR í grænum bruna burt út úr
bænum, bíddu eftir mér, ó gleym
mér ei,“ sungu Hrekkjusvínin á sín-
um tíma í laginu Sumardagurinn
fyrsti. Fólk þarf ekki að bruna út úr
bænum í dag því það verður nóg um
að vera í tilefni sumarkomunnar.
Tónlistarfélag Mosfellsbæjar
stendur fyrir fjölskyldutónleikum í
sal Lágafellsskóla í Mosfellsbæ þar
sem Hljómskálakvintettinn ásamt
Diddú munu flytja fjölbreytta dag-
skrá kl. 14:30. Tónlistarfélag Borg-
arfjarðar fagnar um þessar mundir
40 ára starfsafmæli sínu og heldur
tónleika af því tilefni í kvöld kl. 20 í
Borgarneskirkju.
Tónleikar verða í Dómkirkjunni
kl. 17 með söngkonunni Signýju Sæ-
mundsdóttur, Hjörleifi Valssyni
fiðluleikara og orgelleikurunum
Marteini H. Friðrikssyni og Úlrik
Ólasyni.
Sönghópurinn VoxFox heldur sér-
staka sumartónleika í Iðnó kl. 20 og
flytur efni sem á bæði eftir að gleðja
og ylja hverju hjarta.
Reijo Kumpulainen og Tatu Kant-
omaa koma fram á harmoniku-
tónleikum í Neskirkju kl. 13.00 og í
Vinabæ á Blönduósi kl. 20.30 í kvöld.
Kl. 17 fagnar nýstofnaður kvenna-
kór við Háskóla Íslands sumri með
tónleikum í hátíðarsal Háskólans.
Á DOMO Bar kl. 21 leikur bandið
Ahmad Jamal Tribute nokkur af vin-
sælustu lögum Ahmad Jamal-
tríósins.
Á Egilsstöðum byrjar Rás 2 að
plokka hringinn með tónleikum Lay
Low, Pétri Ben. og Ólöfu Arnalds
ásamt austfirska stúlknakvintett-
inum Without The Balls í Mennta-
skólanum kl. 21.
Í Garðabæ hefst djasshátíð og í
dag sveiflar Stórsveit Reykjavíkur
sér í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ, ásamt
Borgardætrum.
Til að gleðja börnin koma leikarar
úr leikhópnum Á senunni fram og
syngja lög úr söngleiknum Abba-
babb!. Þeir verða í félagsmiðstöðv-
unum Hólmaseli og Miðbergi á milli
14 og 15, á Thorsplaninu í Hafn-
arfirði rétt fyrir kl. 16 og við afhend-
ingu Bókaverðlauna barnanna í
Borgarbókasafninu í Grófinni kl.
14.00.
Á sumardaginn fyrsta er líka
gaman að vera barn í Þjóðminja-
safninu. Öll börn fá blöðrur og
huldustrákurinn Vöggur verður með
leiðsögn klukkan 14, 15 og 16.
Kl. 15 munu forverðir á Land-
námssýningunni í Aðalstræti leiða
gesti um sýninguna og útskýra störf
sín á ensku.
Í Listasafni ASÍ verður Borghild-
ur Óskarsdóttir með listamanns-
spjall kl. 15 og kynnir sýninguna
Opnur – sögur frá liðnum tíma í ljósi
mynda.
Nóg um að vera á
Sumardaginn fyrsta
Sumar Ólöf Arnalds heldur tónleika í Menntaskólanum á Egilsstöðum.
menning
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Barnastjörnur óskast!
LA leitar að börnum á aldrinum 7–14 ára til að leika við hlið atvinnuleikara í fyrstu frumsýningu
haustsins 2007. Þar er á ferðinni fjölskylduleikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar. Jón Ólafsson semur tónlist fyrir sýninguna og stýrir hljómsveit.
Skráning í áheyrnarprufurnar fer fram í leikhúsinu á Akureyri á morgun, föstudaginn
20. apríl milli kl. 14 og 15. Áheyrnarprufur fara svo fram 5. og 6. maí n.k.
Nánari upplýsingar veittar við skráningu
og á www.leikfelag.is
KAFFISALA VATNASKÓGAR
Sumardaginn fyrsta 19. apríl frá 14 - 18
í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28, til styrktar
starfinu í Vatnaskógi.
Í sumar býður Vatnaskógur upp á dvalarflokka
fyrir drengi frá 9 ára aldri, ævintýraflokk fyrir
stálpaða pilta, unglingaflokk fyrir bæði kynin, tvo
feðgaflokka og heilsudaga fyrir karlmenn.
Skráning fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK,
Holtavegi 28, Reykjavík.
Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 8:00 -17:00.
Nú fer hver að verða síðastur
að skrá sig í Sumarbúðir
KFUM í Vatnaskógi í sumar!
Vinir Vatnaskógar fjölmennið!