Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 32
neytendur 32 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bónus Gildir 18. apr. – 22. apr. verð nú verð áður mælie. verð Bónus ferskar kjúklingabringur .............. 1.398 1.798 1.398 kr. kg Bónus ferskir kjúklingaleggir ................. 298 398 298 kr. kg Bónus fersk kjúklingalæri ...................... 298 398 298 kr. kg KF ferskt lambafillet ............................. 1.998 2.998 1.998 kr. kg Lambalæri einiberjakryddað ................. 1.069 1.604 1.069 kr. kg Bónus kornbrauð 1 kg .......................... 97 129 97 kr. kg Bónus grillsvínakótilettur ...................... 1.049 1.259 1.049 kr. kg Bónus grillsvínahnakkasneiðar .............. 749 898 749 kr. kg Bónus grillsvínalærissneiðar ................. 898 1079 898 kr. kg KF hrásalat / kartöflusalat 350 g .......... 98 159 280 kr. kg Hagkaup Gildir 19. apr. – 22. apr. verð nú verð áður mælie. verð Nýsjálenskar nautalundir úr kjötborði..... 2.798 3.471 2.798 kr. kg Lambaframhryggjarsneiðar úr kjötborði .. 998 1.651 998 kr. kg Víkingalambalæri m/ karrí&kókos ......... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Grísk lambalærissteik........................... 2.031 2.539 2.031 kr. kg New Orleans BBQ-svínarif..................... 985 1.407 985 kr. kg Ítalskur sítrónu-sorbet .......................... 339 0 339 kr. pk. Ítalskur skógarberja-sorbet ................... 339 0 339 kr. pk. Ítalskur tiramisu-ís ............................... 339 0 339 kr. pk. Ítalskur kókosís .................................... 339 0 339 kr. pk. Krónan Gildir 18. apr. – 22. apr. verð nú verð áður mælie. verð Krónu lambalæri, grillsneiðar ................ 1.299 1.782 1.299 kr. kg Lambafille m/fiturönd .......................... 2.598 3.283 2.598 kr. kg Goða pítubakki .................................... 699 889 699 kr. pk. Grillborgarar m/brauði 4 stk ................. 399 467 399 kr. pk. Freschetta Napolí-pítsur 2 tegundir ....... 199 328 663 kr. kg Krónubrauð stórt og gróft...................... 99 121 129 kr. kg Hunts BBQ-sósur 4 tegundir ................. 149 156 243 kr. kg Shop R. Devils food cake mix................ 149 189 287 kr. kg Egils mix 2 ltr....................................... 89 123 45 kr. ltr Góu tvenna ......................................... 349 389 349 kr. pk. Nóatún Gildir 18. apr. – 22. apr. verð nú verð áður mælie. verð Nóatúnsgrísarif BBQ............................. 898 1.398 898 kr. kg Grísahnakki úrbeinaðar sneiðar............. 998 1.498 998 kr. kg Grísalundir .......................................... 1.298 2.439 1.298 kr. kg Ungnautasirloin ................................... 1.698 2.719 1.698 kr. kg Skötus. fiðrildi í tómat&hvítlauk ............ 1.698 2.298 1.698 kr. kg SS grand orange lambafille .................. 2.430 3.471 2.430 kr. kg HM lífrænt spelthveiti ........................... 299 369 329 kr. kg Egils appelsín 2 ltr ............................... 129 180 65 kr. ltr Shop R.-álpappír 30 cm x 7,6 m ........... 199 229 199 kr. stk. Samkaup/Úrval Gildir 19. apr. – 22. apr. verð nú verð áður mælie. verð Goða ofnsteik með ítölskum blæ ........... 1.109 1.735 1.109 kr. kg lambalærissneiðar úr kjötborði.............. 1.398 1.875 1.398 kr. kg Goða lambanaggar 400 g..................... 399 515 399 kr. stk. Borgarnes helgargrís með pestó ............ 1.198 1.722 1.198 kr. kg Matfugl kjúklingavængir magnkaup ....... 169 281 169 kr. kg Trópí 3 pk allar tegundir........................ 119 168 119 kr. stk. Egils appelsín 0,5 lítra dós ................... 69 89 138 kr. ltr Göteborg Remi-kex .............................. 119 150 119 kr. stk. Knorr spaghetteria carbonara................ 159 196 159 kr. stk. Epli rauð ............................................. 99 196 99 kr. kg Þín verslun Gildir 19. apr. – 25. apr. verð nú verð áður mælie. verð BK grísahnakki úrb. mediterranean........ 1.219 1.527 1.219 kr. kg BK jalapeno-pylsur .............................. 849 1.063 849 kr. kg 1944 núðlur m/kjúklingi í sojasósu....... 464 580 1.289 kr. kg SS rauðvínshelgarsteik ......................... 1.395 1.744 1.395 kr. ltr SS ömmukæfa 200 g........................... 179 225 895 kr. ltr Remi piparmyntukex 100 g................... 119 149 1.190 kr. kg Condis heslihnetukrem 100 g ............... 119 149 1.190 kr. kg Daloon vorrúllur 720 g ......................... 399 525 554 kr. kg Egils Pepsi 2 ltr.................................... 109 199 55 kr. kg helgartilboðin Grillkjöt fyrir fyrstu sumardagana Kaffi er sennilega þaðfyrsta sem okkur dettur íhug þegar orðið „koffín“ber á góma. Koffín, sem er náttúrulegt, örv- andi efni, finnst ekki aðeins í fræj- um kaffiplöntunnar heldur í um það bil sextíu plöntutegundum þótt magn koffíns í þessum plöntum sé afar mismunandi. Helst er það að finna í telaufi, matelaufi, kakóbaun- um, kólahnetum eða gúar- anakjörnum auk kaffibauna. Vörur sem unnar eru úr þessum jurtum, svo sem eins og kaffi eða kóladrykk- ir, innihalda koffín í mismiklum mæli. Jafnvel í súkkulaði er koffín í litlu magni, að sögn Zulemu Sullca Porta, sérfræðings á matvælasviði Umhverfisstofnunar. En hvers vegna skyldi koffínið vera svona eftirsótt? „Við sækjumst helst eftir ákveðnum örvandi áhrifum koffíns, en það getur dregið úr einkennum þreytu og slens og aukið einbeit- ingu. Þetta á þó einkum við þegar koffíns er neytt í hóflegu magni. Koffín nær hratt inn í blóðrásina og hefur áhrif á miðtaugakerfið, þar sem það grípur inn í flókið ferli, sem stjórnar vöku- og hvíldarfösum. Örvandi áhrif koffíns á líkamann í gegnun miðtaugakerfið verka á blóðrásina þannig að æðarnar víkka út, hjartsláttur verður tíðari og blóðflæði eykst til allra líffæra. Þar að auki hefur koffín áhrif á öndunar- miðstöðvar líkamans auk þess sem það örvar meltingu og eykur þvag- myndun. Of mikið magn af koffíni, til dæm- is þrír til átta bollar af kaffi, getur haft ýmis óþægileg áhrif á líkamann í formi skjálfta, hjartsláttartruflana, svima og höfuðverks. Auk þess getur koffín haft geð- ræn áhrif og til dæmis orsakað kvíðatilfinningu,“ segir Zulema. Börnin líklega viðkvæmust Vitað er að börn jafnt sem full- orðnir bregðast afar misjafnlega við áhrifum koffíns enda er það ein- staklingsbundið hversu viðkvæmt fólk er fyrir áhrifum efnisins. „Á meðan tiltölulega lítill skammtur af koffíni getur valdið magaverkjum og svefntruflunum hjá einum þola aðrir koffín í stórum stíl án þess að kenna sér nokkurra óþæginda. Þó hafa rannsóknir sýnt að neysla sem er umfram 400 mg af koffíni á dag, sem samsvarar um það bil þremur kaffibollum, getur aukið hættuna á skaðsemi umtals- vert. Almennt séð eru börn, ófrískar konur og eldra fólk viðkvæmari fyr- ir koffíni en aðrir. Börn eru þó sennilega allra viðkvæmasti hóp- urinn þar sem taugakerfi þeirra er enn óþroskað. Sem dæmi má nefna að óæskileg áhrif geta komið fram hjá börnum, jafnvel eftir „til- tölulega“ litla neyslu koffínríkra gosdrykkja. Það er því ekki aðeins sykur heldur líka koffín í gos- drykkjum og sælgæti sem getur verið óæskilegt. Sem dæmi má nefna að í þremur stórum dósum af kóladrykk og þremur súkku- laðistykkjum er álíka mikið af koff- íni og í tveimur kaffibollum eða um það bil 200 mg af koffíni. Skammtur sem þessi getur orsakað tímabundn- ar aukaverkanir hjá barni, sem veg- ur 30 kíló, sem lýsa sér til dæmis í viðkvæmni, taugaveiklun og kvíða. Hugsanleg neikvæð áhrif mikillar koffínneyslu fyrir barnshafandi kon- ur valda vissum áhyggjum. Engu að síður benda rannsóknir til þess að jöfn koffínneysla, sem er innan við 300 mg á dag, hafi engin neikvæð áhrif á fóstrið. Þó er barnshafandi konum yfirleitt ráðlagt að minnka koffínneyslu eins og hægt er. Þær ættu með öðrum orðum að forðast drykkjarvörur sem innihalda koffín. Neysla á kaffi ætti ekki að vera meiri en sem nemur tveimur bollum á dag og neysla á tei ætti ekki að fara fram úr þremur til fjórum boll- um á dag,“ segir Zulema. Heilsudrykkir líka með koffíni En í hvaða matvælum leynist koffínið og í hve miklu magni? „Koffín fyrirfinnst í mismiklum mæli í vörum, sem unnar eru úr kaffi- eða kakóbaunum, kólahnetum, telaufi eða gúaranakjörnum. Þar að auki eru svokallaðir „orku-drykkir“ með íblönduðu koffíni, oft í töluvert miklu magni. Svokallaðir „heilsu- drykkir“ geta líka innihaldið nátt- úrulegt koffín, sem venjulega kemur úr plöntum á borð við te, mate og gúarana. Í síðustu neyslukönnum á Íslandi, sem gerð var árið 2002, var meðal- koffínneysla fullorðinna á aldrinum 18 til 80 ára metin. Könnunin náði til kaffis, tes, svokallaðra orku- drykkja og gosdrykkja sem inni- halda koffín. Koffínneysla á mann var um 235 mg á dag. Fullorðnir fá koffín að- allega úr kaffi eða sem samsvarar 86% heildarkoffínneyslu. Úr gos- drykkjum koma 9% og úr tei 5%. Hins vegar neyta unglingar á aldr- inum 15–19 ára gosdrykkja í ríkum mæli, en úr gosdrykkjaþambinu fengu drengir 97% af heildarkoff- ínneyslunni og stúlkur um 90%. Koffínneysla hjá strákum var að meðaltali 76,66 mg á dag en aðeins 26,97 mg á dag hjá stúlkum. Upplýsingar um neyslu níu ára barna og 15 ára unglinga á sykr- uðum gosdrykkjum, þar með töldum gosdrykkjum sem innihalda koffín, voru birtar árið 2006. Níu ára börn neyta 92,7 ml af sykruðum gos- drykkjum á dag en 15 ára unglingar 259,8 ml. Af því má áætla að dagleg koffínneysla fyrir níu ára börn sé um 15 mg og fyrir 15 ára unglinga um 40 mg,“ segir Zulema. Engar samræmdar reglur til En hvað má vera mikið af koffíni í matvælum í Evrópu og hér á landi? „Í flestum Evrópulöndum hafa verið sett mörk fyrir því hversu miklu koffíni má bæta í drykkjar- vörur, svo sem gosdrykki og svo- kallaða „orkudrykki“. Innan Evr- ópusambandsins eru þó engar samræmdar reglur um hámark koff- íns í drykkjarvörum, heldur hefur hvert ríki í sambandinu og á Evr- ópska efnahagssvæðinu, þar með talið Ísland, sett sér sínar eigin reglur um hámark koffíns í drykkjarvörum. Hér á Íslandi er leyfilegt hámark koffíns 150 mg/l fyrir allar drykkjarvörur. Þar sem reglur um hámark geta verið breytilegar frá einu landi til annars getur koffíninnihald sama drykkjar því verið mismunandi eftir því hvar varan er framleidd. Svefn besta vörnin gegn sleni Neyslutölur barna og unglinga á gosdrykkjum hafa sýnt okkur hvert þróunin stefnir og því er afar mikil- vægt að fylgjast með koffínmagni í gosdrykkjum. Við sækjumst eftir áhrifum koff- íns af því við vitum að það getur dregið úr einkennum þreytu og slens og virðist jafnframt geta aukið einbeitingu. En eitt þurfum við ávallt að hafa í huga þegar koffíns er neytt. Í stórum skömmtum getur það haft ýmis óþægileg áhrif á lík- amlegt og andlegt ástand, ekki síst hjá börnum og unglingum. Benda má á að besta vörnin gegn þreytu og sleni er góður svefn,“ segir Zulema. Koffínið hefur mismikil áhrif á fólk Morgunblaðið/Þorkell Magn koffínsins misjafn Koffín fyrirfinnst, í mismiklum mæli þó, í vörum sem unnar eru úr kaffibaunum, kakó- baunum, kólahnetum, telaufi, matelaufi og svo gúaranakjörnum. Mjög stórum koffín- skömmtum geta fylgt bæði líkamleg og andleg óþægindi. Zulema Sullca Porta, sérfræðingur á matvælasviði Umhverf- isstofnunar, sagði Jó- hönnu Ingvarsdóttur að koffín leyndist ekki bara í kaffi og kóladrykkjum. Í flestum Evrópulöndum hafa verið sett mörk fyrir því hversu miklu koffíni má bæta í drykkjarvörur, svo sem gosdrykki og svokallaða „orkudrykki“ Þetta er þriðja greinin af nokkrum í greinaflokki sem er samstarfs- verkefni matvælasviðs Umhverf- isstofnunar og Morgunblaðsins.       &'  )* '+#,'- '..    0. 0. +12'..#0!'23 .. 4 , ,#0 56#0 7 8  7& 9 9 9 ." #,( $ 0'+ !" !" #"" !"" #!" "" ""        "" !" $ !" %&'&" ! ("     -   :+..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.