Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Sandgerði | Kol- brún Vídalín opnar í dag myndlistarsýn- ingu í Fræðasetr- inu í Sandgerði. Sýningin er í nýj- um en ófull- gerðum sal á jarðhæð Fræða- setursins en sal- urinn er kallaður „Gamli frystiklefinn“ með vísan til fyrri notkunar húsnæðisins. Landslagsmyndir eru þema sýn- ingar Kolbrúnar. Sýningin hennar er opin alla virka daga frá kl. 9 til 17 og um helgar frá 13 til 17. Sýn- ingin stendur til 31. maí. Kolbrún er fædd í Hafnarfirði á árinu 1958 og býr í Sandgerði. Hún hefur sótt fjölda myndlist- arnámskeiða á undanförnum 25 ár- um, meðal annars í Baðstofunni í Keflavík og Myndlistarskólum Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga, ekki síst í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Sýning í „Gamla frystiklefanum“ Kolbrún Vídalín Bylgja Dís hefur lokið við að syngja hlutverk Laurette í Gianni Schicchi eftir Puccini en uppfærslan var samstarfsverkefni skólans og Skosku óperunnar. Fékk hún góða dóma í blöðunum fyrir framlag sitt. Þessa dagana er hún að undirbúa sig fyrir hlutverk Donnu Önnu í óperu Mozarts, Don Giovanni, sem sett verður upp á vegum skólans. Í beinu framhaldi af því syngur hún hlut- verkið í átta sýningum á vegum Clonter-óperuhússins á Englandi. Lautarferð og óperusýning Clonter er úti í sveit, í Cheshire sem er suður af Manchester. Bylgja Dís segir að Englendingar fari gjarnan í lautarferð og í óperuna á eftir. Þangað komi umboðsmenn og fólk úr stóru óperuhúsunum til að leita að söngvurum framtíðarinnar. „Það tekur vonandi einhver eftir mér þarna,“ segir hún. Tvær sýningar Clonter verða í London. Þegar skólanum lýkur mun Bylgja Dís halda áfram að syngja fyrir sem víðast og reyna að koma sér á fram- færi. „Svo verður að sjá hvað kemur Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | Bylgju Dís Gunnarsdótt- ur sópransöngkonu úr Keflavík hef- ur verið boðið að syngja hlutverk Donnu Önnu í óperunni Don Giov- anni við lítið óperuhús á Englandi í sumar og haust. Hún er að ljúka mastersnámi í óperusöng við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow í Skotlandi. Bylgja Dís lýkur í sumar tveggja ára námi við skólann. Hún er ánægð með þennan tíma. Segist hafa lært mikið og fengið mikla reynslu. Nám- ið hefur gengið vel eins og sést á því að Bylgja fékk Chevron-verðlaunin fyrir framúrskarandi námsárangur en það er samnefnt bandarískt fyr- irtæki sem gefur verðlaunin. Tók hún við þeim við athöfn í Drum-kast- ala í Aberdeen. úr úr þessu. Síðan ætla ég að reyna að taka þátt í sem flestum keppnum, árangur á þeim vettvangi getur kom- ið manni á kortið,“ segir hún. Bylgja Dís stjórnaði Barnakór Keflavíkurkirkju áður en hún fór til Glasgow og starfaði sem einsöngv- ari. Hún stefnir að því að flytja heim með fjölskylduna að námi loknu en reiknar með því að vera áfram mikið erlendis til þess að reyna fyrir sér í hinum harða heimi óperunnar. Vonandi tekur einhver eftir mér Bylgja Dís Gunn- arsdóttir syngur í ensku óperuhúsi Árangur Bylgja Dís Gunnarsdóttir með skál til minningar um Chevron- verðlaunin sem hún fékk fyrir framúrskarandi námsárangur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.