Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 51 og bleiur. Úr því varð víst aldrei. Síðustu vikurnar fyrir andlát Benna hugsaði ég mikið um að við ættum að láta verða af því að hittast. Fletti nafninu hans upp í símaskránni til að kanna hvort hann væri enn með sama númer og ætti heima á sama stað. Ætlaði að fara að hringja. Rifj- aði ósjálfrátt upp ýmsar minningar eins og þegar ég átti 18 ára afmæli og Benni lét foreldra sína hjálpa sér að syngja afmælissönginn í gegnum símann þegar hann hringdi í mig. En svo fékk ég fregnir af því að Benni væri dáinn og að engin yrðu símtölin. „Svona er lífið,“ hefði Benni sennilega sagt og í stað þess að gráta það sem ég hefði átt að gera en gerði ekki,er vert að halda upp á þær minningar sem ég á um Benna og gleðjast yfir að eiga þær. Ég óska þess af öllu hjarta að hann Benni minn hafi fundið frið og um leið votta ég hans nánustu mína allra dýpstu samúð. Far vel, vinur minn, Berta. Elsku Benni frændi, mér finnst svo skrýtið að þú sért farinn frá okkur. Ég er búinn að eiga svo ótrú- lega góðar stundir með þér, eins og þegar ég, þú og Ármann Ingvi fór- um saman upp á Vífilsfell. Það var nú meiri svaðilförin, ég varð nú svoldið smeykur því veðrið var ekki alltof gott, en þú hvattir mig áfram og sagðir mér bara að „massa“ þetta og endaði fjallgangan vel. Svo man ég eftir skemmtilegum veiðiferðum á Þingvelli þar sem ýmislegt var brallað. Mér fannst líka gaman þeg- ar ég kom til þín á Bókhlöðustíginn og fékk að spila á trommurnar þínar og öll hin hljóðfærin sem þú áttir. Meira að segja Ísak Máni litli bróðir fékk líka að tromma. Svo var svo gaman þegar þú hélst garðveisluna þegar Ísabella Ronja átti afmæli og á þorrablótinu þegar þú varst að spila á gítar fyrir okkur og komst öllum í þvílíkt stuð. Það var alltaf gaman þegar við hittumst og ég er heppinn að hafa átt þig sem frænda. Þú varst svo ótrúlega góður og skemmtilegur frændi og ég sakna þín svo mikið. Guð geymi þig. Þinn frændi Alexander Hugi. Þegar hjartað grætur vegna þess sem það hefur misst, hlær andinn, vegna þess sem hann hefur hreppt. Elsku vinur, hjartað grætur af söknuði en minningin vekur hlátur. Þú fékkst mig svo oft til að hlæja. Ég minnist margra stunda þar sem við söfnuðumst í kringum þig og hlustuðum. Hvort sem við vorum að vinna að spuna eða tala saman utan leikhússins var það áhugavert. Þú fékkst stóra vöggugjöf. Mikill sögu- maður og einstaklega sannfærandi og gast næstum fengið mann til að trúa hverju sem var. Listrænum hæfileikum þínum voru engin tak- mörk sett þó svo að veikindin gerðu það. Ég man eftir þér brosandi með Ronju í fanginu, litla sólargeislann ykkar Öddu. Þú áttir góða að sem eiga mikið af minningum, myndefni og Ronja mun njóta góðs af því. Elsku Benni minn, ég vona að þú öðlist ró og hvílir í friði. Innilegar samúðarkveðjur til Ronju, Öddu og fjölskyldunnar. Þín vinkona Vigdís. Mig langar til að minnast vinar míns Benedikts Inga Ármannssonar í örfáum orðum. Leiðir lágu saman fyrst á mennta- skólaárum og síðar í gegnum leik- listina, bæði í Stúdentaleikhúsinu og í inntökuprófum við Leiklistarskóla Íslands. Benni hafði einstakan kraft, ímyndunarafl, húmor og sköpunar- gáfu sem því miður alltof fáir fengu að njóta. Hann var skemmtikraftur af guðs náð og skein einna skærast þegar uppistandarinn fékk að leika lausum hala enda gæddur óvenju- góðum spuna- og tónlistarhæfileik- um. Ég hitti Benna fyrir stuttu og við áttum einlægt spjall um lífið og til- veruna. Áhugamálin og baráttan við listagyðjuna var meðal þess sem sameinaði okkur en í þetta skipti ræddi Benni líka mikið um það sem skipti hann mestu máli í lífinu, dótt- urina Ronju. Hann gerði mér ljóst að í honum ætti ég alltaf vin og þar var á ferðinni örlátur vinur sem hafði einstakt lag á að snúa alvöru upp í grín þegar við átti. Eftir síð- ustu samtöl okkar vonaðist ég til að Benna tækist að finna fljótt frið og jafnvægi í glímunni við lífið og sjálf- an sig. Það gerðist með öðrum hætti en ég hafði í huga en nú fylgir mér hugskotsmynd af Benna á friðsælli göngu, umvafinn jafnsterku ljósi og því sem hann hafði alltaf að geyma hið innra. Ísabellu Ronju og öllum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Þóra Karítas. Stelpurnar krotuðu stressaðar á krumpað blaðið, meðan nemenda- félagsformenn annarra gagnfræða- skóla höfuðborgarsvæðisins þuldu ábyggilegir yfir dagskrá vetrarins með skilmerkilegum glærum í gömlu félagsmiðstöðinni í Tónabæ. Ég var gjaldkeri Langholtsskóla og formaðurinn og ritarinn höfðu kippt mér upp í leigubíl úr skólanum án þess að segja mér hvað væri í gangi því þær voru of uppteknar af blaðinu sem var orðið útkrotað og óskiljanlegt núna þegar röðin var komin að okkur. Þá ýttu þær því skyndilega að mér, „Þú verður!“ Salurinn beið, ég þreif blaðið sem ég vissi að ég gæti ekki lesið af og hugsaði með mér að ef spunaskáld- aða skemmtidagskráin mín ætti að vera meira sannfærandi en glærurn- ar á undan þyrfti ég að vera skemmtilegri. Það tókst! þrátt fyrir skjálfta í hnjánum komst ég aftur í sætið mitt. Á eftir mér kom formæl- andi Vogaskóla. Hann var ekki ein- ungis yngstur (13 ára), heldur líka minnstur og blaðlaus. Í gulri úlpu hreif hann salinn með sér með út- réttum örmum og boðaði fagnaðar- erindið, sem í þessu tilviki var skemmtun. Þarna kynntist ég Benna fyrst almennilega þrátt fyrir að hafa kannast við hann úr hverf- inu. Eftir að við höfðum tekið yfir umræðurnar í hópnum sem við lent- um saman í á þessari unglingaráð- stefnu héldum við áfram tveir á hröðu hugarflugi um takmarkalaus- an hugarheiminn. Þess háttar flug náði sennilega hámarki þegar við unnum fyrir Löndun hvor á móti öðrum í 3 daga í röð við að hlaða 30 kg fiskikössum inn í gáma sem áttu að fara til Kína (sennilega til að vera seldir í Frakklandi). Þó að hendurn- ar ynnu á ógnarhraða fór hugurinn ekki hægar og andlega örvunin var þvílík að hún endist mér út ævina. Við áttum til að skemmta okkur saman, lifa brot úr þeim stundum sem sólargeislar í hjarta mér. Hann kom í gleðskap upp í sumarbústað og er mér eftirminnilegt þegar við í gauragangi hvolfdum báti út á vatn- inu og enduðum öll hálfnakin fyrir framan arininn með fötin hangandi til þerris allt í kringum okkur. Eftir það varð það að reglu að synda í vatninu. Seinna enduðum við í morgunsólinni allsber í blómstrandi hlíðinni og veltumst um í hláturs- kasti. Hugarfar okkar snerti á einhvern hátt sömu strengi og við fengum ákveðna útrás við að finna sam- hljóminn. Við skildum við barns- mæður okkar á sama tíma og upp- lifðum svipað mynstur gagnvart lífinu sem gerði vitundina um hvor annan sterkari. En við náðum ekki sama flugi og áður þótt sú tilfinning tendraðist ósjálfrátt innra með mér, það var frekar eins og við værum í hringiðu. Benni háði orrustu innra með sér og hann vildi að ég berðist líka, aðallega fyrir að fara alla leið með eigin leið þannig að einhver snilld kæmi út úr því sem sýndi hin- um í tvo heimana. Honum var um- hugað um hvernig ég kæmi út, las mér pistilinn og sagði mér að finna mér stað og gera eingöngu mitt. Ég fór að ráðum Benna og hreiðraði um mig í sumarbústaðnum. Í seinasta partíinu áttum við góðar stundir. Það var að sjálfsögðu grillað og synt í vatninu en í þetta skiptið um miðj- an vetur í tunglskininu. Jón Þórarinn Þorvaldsson. Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST KRISTJÁNSSON, Klettási 25, Garðabæ, áður til heimilis í Selbrekku 9, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 10. apríl. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 20. apríl kl. 13.00. Hekla Þorkelsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Sigurður Ólafsson, Fanný María Ágústsdóttir, Illugi Örn Björnsson, Þorkell Ágústsson, Ingunn Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát, útför og minningarathöfn elskulegrar eiginkonu, móður og dóttur, HÖNNU ERLENDSDÓTTUR, Backmo, Svíþjóð. Guð geymi ykkur öll. Ægir Guðmundsson, Jóhanna Jónsdóttir, Helga Björk Ægisdóttir, Stefanie Ægisdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall elskulegs eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, BORGÞÓRS JÓNSSONAR, Gullengi 13, Reykjavík. Halldóra Guðmundsdóttir, Guðmundur Borgþórsson, Margrét Tryggvadóttir, Arndís Borgþórsdóttir, Ísleifur Gíslason, Jón Gunnar Borgþórsson, Kristín Jóhannsdóttir, Ólafur Borgþórsson, María Lea Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, JÓHANNS GUÐLAUGSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir og Bjargi á Seltjarnarnesi fyrir góða og kær- leiksríka umönnun. Samferðafólki er þökkuð áratuga tryggð og vinátta. Guð blessi ykkur öll. Lilja Guðrún Guðlaugsdóttir, Jón Guðmundur Guðlaugsson og aðstandendur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu, systur og mágkonu, GUÐBJARGAR KRISTÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Vogum, Grandavegi 47, Reykjavík. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, Bergur Felixson, Rósa Guðmundsdóttir, Ludvig Á. Guðmundsson, Jóna Borg Jónsdóttir, María S. Guðmundsdóttir, Einar Benediktsson, Guðjón Guðmundsson, Heiða Elín Jóhannsdóttir, Gunnar Þór Guðmundsson, Hrönn Hjálmarsdóttir, Friðrik Guðjónsson, Kristín Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, RAGNHEIÐUR FRIÐRIKA JÓNASDÓTTIR, Skálabrekku, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík mánudaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 20. apríl kl. 14.00. Auður Hermannsdóttir, Hreiðar Olgeirsson, Halla Hallgrímsdóttir, Pétur S. Olgeirsson, Ása D. Hólmgeirsdóttir, Jón Olgeirsson, Hulda Salómónsdóttir, Skarphéðinn J. Olgeirsson, Kristjana V. Ketilsdóttir, Egill Olgeirsson, Pálína Stefánsdóttir, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Kristján B. Olgeirsson, Fríða S. Rúnarsdóttir, Björn Olgeirsson, Rúna B. Sigurðardóttir, Heiðar Geir Olgeirsson, Brynja B. Halldórsdóttir, Sigríður Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR frá Vötnum, Álftarima 5, Selfossi, sem andaðist föstudaginn 6. apríl, verður jarðsung- in frá Selfosskirkju laugardaginn 21. apríl kl. 14.00. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, Aðalbjörg Valdimarsdóttir, Lúter Þór Gunnlaugsson, Guðni Björn Gunnlaugsson, Júlía Katrín Behrend, Helgi Páll Gunnlaugsson, Sigurður Gísli Gunnlaugsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.