Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur samþykkti í gær samhljóða að láta auglýsa nýja tillögu að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir að Zimsen-húsið verði flutt á Grófartorg og gert þar upp. „Húsið fer einstaklega vel á þessum stað,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulags- ráðs. Skipulagsferlið tekur að lág- marki þrjá mánuði en hún gerir ráð fyrir að hægt verði að flytja húsið á torgið á þessu ári. Zimsen-húsið var reist sem pakk- hús á árunum 1884 og 1889 og fram í maí í fyrra stóð það við Hafnarstræti 21. Þá var húsið híft í heilu lagi upp á vörubílspall og flutt út á Granda þar sem það hefur staðið og beðið eftir framtíðarheimili síðan. Gildandi deiliskipulag á Grófar- torgi gerir ráð fyrir nýbyggingu á þeim stað sem Zimsen-húsinu er nú ætlaður en Hanna Birna sagði að mikil samstaða hefði verið um að mun betur færi á að Zimsen-húsið fengi að standa þar í staðinn. Húsið myndi sóma sér vel á þessum stað, það félli vel að öðrum húsum í kring og myndaði auk þess skemmtilega tengingu við Listasafn Reykjavíkur og hafnarsvæðið. Í tengslum við endurreisn hússins á að endurgera Grófartorg og draga fram að áður fyrr lá sjávarkambur- inn upp að þeim stað sem torgið er nú. Gerður hefur verið samningur við Minjavernd um að gera húsið upp en ekkert liggur fyrir um hvaða starfsemi mun fara þar fram. Hanna Birna sagði að menn hefðu töluvert velt fyrir sér nýrri staðsetn- ingu fyrir húsið, m.a. að flytja það á Mýrargötusvæðið þar sem uppbygg- ing mun hefjast innan skamms. Að lokum hefðu menn séð að best færi á því að húsið stæði við Grófartorg. Zimsen-húsið fari í Grófina Flutt Zimsen-húsið mun brátt flytjast á nýjan stað, Grófartorg, aðeins steinsnar frá Hafnarstræti 21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.