Morgunblaðið - 19.04.2007, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur
samþykkti í gær samhljóða að láta
auglýsa nýja tillögu að deiliskipulagi
sem gerir ráð fyrir að Zimsen-húsið
verði flutt á Grófartorg og gert þar
upp. „Húsið fer einstaklega vel á
þessum stað,“ sagði Hanna Birna
Kristjánsdóttir, formaður skipulags-
ráðs. Skipulagsferlið tekur að lág-
marki þrjá mánuði en hún gerir ráð
fyrir að hægt verði að flytja húsið á
torgið á þessu ári.
Zimsen-húsið var reist sem pakk-
hús á árunum 1884 og 1889 og fram í
maí í fyrra stóð það við Hafnarstræti
21. Þá var húsið híft í heilu lagi upp á
vörubílspall og flutt út á Granda þar
sem það hefur staðið og beðið eftir
framtíðarheimili síðan.
Gildandi deiliskipulag á Grófar-
torgi gerir ráð fyrir nýbyggingu á
þeim stað sem Zimsen-húsinu er nú
ætlaður en Hanna Birna sagði að
mikil samstaða hefði verið um að
mun betur færi á að Zimsen-húsið
fengi að standa þar í staðinn. Húsið
myndi sóma sér vel á þessum stað,
það félli vel að öðrum húsum í kring
og myndaði auk þess skemmtilega
tengingu við Listasafn Reykjavíkur
og hafnarsvæðið.
Í tengslum við endurreisn hússins
á að endurgera Grófartorg og draga
fram að áður fyrr lá sjávarkambur-
inn upp að þeim stað sem torgið er
nú. Gerður hefur verið samningur
við Minjavernd um að gera húsið upp
en ekkert liggur fyrir um hvaða
starfsemi mun fara þar fram.
Hanna Birna sagði að menn hefðu
töluvert velt fyrir sér nýrri staðsetn-
ingu fyrir húsið, m.a. að flytja það á
Mýrargötusvæðið þar sem uppbygg-
ing mun hefjast innan skamms. Að
lokum hefðu menn séð að best færi á
því að húsið stæði við Grófartorg.
Zimsen-húsið
fari í Grófina
Flutt Zimsen-húsið mun brátt flytjast á nýjan stað, Grófartorg, aðeins steinsnar frá Hafnarstræti 21.