Morgunblaðið - 19.04.2007, Page 20

Morgunblaðið - 19.04.2007, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING AHMAD Jamal-tríóið verður heiðrað með tónleikum á Domo í kvöld kl. 21, þar sem þeir Þorgrímur Jónsson, Agn- ar Már Magnússon og Erik Qvick leika nokkur af vinsæl- ustu lögum tríósins, meðal annars Poinciana. Þremenningarnir eru marg- reyndir í tónlistinni, en fyr- irmynd þeirra að tónleikunum í kvöld, Ahmad Jamal, er einn virtasti djasspíanóleikari Bandaríkjanna. Stjörn- ur eins og Keith Jarret og Miles Davis hafa lofa hann og prísað og talið meðal mestu áhrifavalda á þeirra eigin list. Tónlist Ahmad Jamal heiðraður Ahmad Jamal FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing í Þjóð- arbókhlöðu á laugardag, en til- efnið er tveggja alda minning Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns. Málþingið hefst kl.13.30 og því lýkur um kl. 16.30. „Ég má með engu móti missa þig“ heitir erindi Stein- unnar Haraldsdóttur um vin- áttu Tómasar og Jónasar Hall- grímssonar eins og hún birtist í bréfaskriftum þeirra; Hjalti Hugason talar um guðfræði Tómasar. Viðhorf hans til fræðslumála eru viðfangsefni Inga Sigurðssonar og loks talar Sigurður Líndal um Tómas og Jón Sigurðsson. Fræði Tveggja alda minning Tómasar Tómas Sæmundsson VOX Fox heitir sönghópurinn sem syngur í Iðnó í kvöld kl. 20. Á efnisskrá eru lög frá Bítlunum, Billy Joel, Bobby McFerrin, ABBA, Beach Boys og Magga Eiríks, allt í búningi sex söngradda. Vox Fox sér- hæfir sig í flutningi verka a cappella, eða án undirleiks. Hópurinn leggur mikið upp úr krefjandi útsetningum og syngur popp, rokk, djass og klassík. Vox Fox skipa: Þórdís Sævarsdóttir, Vig- dís Garðarsdóttir, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Gunnar Thorarensen, Hreiðar Ingi Þorsteinsson og Sverrir Örn Hlöðversson. Tónlist Syngja popp, rokk, djass og klassík Bítlarnir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MYNDLISTASKÓLINN í Reykja- vík fagnar 60 ára afmæli sínu um þessar mundir. Um helgina efnir skólinn í samvinnu við Knowhow- verkefnið til námstefnu, þar sem spurt verður hvort almenna skóla- kerfið geti notið góðs af þeim aðferð- um sem viðhafðar eru í listnámi í listaskólum og kallast á ensku: a studio approach to teaching and le- arning. Námstefnan hefst í dag kl. 16 og lýkur á laugardag, en hún verður haldin í Reykjavíkurakademíunni við Hringbraut. Einn fyrirlesara er Rita Irwin pró- fessor við Háskólann í Bresku Kól- umbíu í Kanada, en hún er virk í al- þjóðlegri umræðu um listir í skólastarfi og hefur flutt fyrirlestra og skrifað bækur um efnið. Sköpun fremur en miðlun Rita segir muninn á hefðbundinni kennslu og listnámsaðferðinni þann að í þeirri síðarnefndu sé meira rými fyrir rannsóknir, kannanir og skap- andi aðgerðir; þar sé gert ráð fyrir að nemandi og kennari geti í samvinnu leitað að lausnum á þeim spurningum sem upp kunna að koma. „Því miður er þessi lausn ekki nýtt nægilega vel í almennu námi, því rannsóknir hafa margsýnt, að listnámsaðferðin gefur mjög góða raun. Hefðbundnar kennsluaðferðir byggjast fyrst og fremst á miðlun, þar sem kennarinn, sá sem miðlar, er um leið skör ofar nemendum sínum. Með listnáms- aðferðinni skapast möguleiki á ann- ars konar hugsun og fleiri leiðum að lausn viðfangsefna.“ Aðspurð um hvort listnáms- aðferðin krefjist ekki meira sjálf- stæðis og aga af nemendum, segir Rita Irwin það einmitt vera eitt af markmiðum aðferðarinnar að svo verði. „Við viljum að nemendur séu forvitnir, spyrji spurninga og finni sér hugðarefni sem þeir vilja einbeita sér að, skoði, poti, prófi, rannsaki, meti og skilgreini, læri af öðrum – og vinni með öðrum. Nemendur með reynslu af listnámi verða gjarnan glöggir á samfélagið og umhverfi sitt og öðlast aðra og skapandi sýn. Ég tel ríða á að nemendur séu þjálfaðir til skapandi og gagnrýninnar hugs- unar og verka, en ekki eingöngu í því að taka við því sem að þeim er rétt. Listirnar hafa svo margt að bjóða sem gæti nýst vel í almennu námi,“ segir Rita Irwin. Galdurinn er í aðferðinni Oft hafa verið raktar niðurstöður rannsókna sem sýna að nemar í list- námi standi sig að jafnaði betur í öðru námi en þau sem ekki njóta listnáms. Rita segir þetta ekki þýða það, að list- námið sjálft sé endilega forsenda vel- gengni þessara barna, heldur séu það aðferðirnar við námið sem hafi þessa kosti. Myndlistaskólinn í Reykjavík efnir til námstefnu um aðferðafræði listnámskennslu Spyrja, skoða, pota og prófa EFNT var til verkefnisins Knowhow í því skyni að vekja athygli á verk- stæðiskennslu og á gildi list- og verkgreina og um leið að vekja umræðu um námsleiðir fyrir alla þá hæfileikaríku einstaklinga sem ekki njóta sín innan hefðbundins bóknáms. Knowhow-verkefnið er styrkt er af Leonardo da Vinci-áætlun Evrópusambandsins. Morgunblaðið/Ómar Svo allir krakkar geti notið sín STÖÐUGAR hræringar eru í heimi hljómsveitarstjóra þessa dagana. Ashkenazy á leið til Sydney, Gustavo Dudamel að taka við af Esa-Pekka Salonen í San Francisco, eins og frá hefur verið greint síðustu daga. Í dag barst svo frétt um að ráðið hefði verið í stöðu hljómsveitarstjóra Bandarísku þjóðarhljómsveit- arinnar í Washington, en þar hef- ur þungavigtarstjórnandinn Leonard Slatkin ráðið húsum. Þetta er þó enginn happafeng- ur fyrir þann nýráðna, Iván Fischer, sem sjálfur er enginn ný- græðingur á stjórnandapallinum, því ráðningin er tímabundin og aðeins til tveggja ára, eða þar til búið er að finna framtíðarstjórn- anda hljómsveitarinnar, eins og það var orðað í erlendu frétt- unum í gær. Iván Fischer er stofnandi og aðalhljómsveitarstjóri Hátíð- arhljómsveitarinnar í Búdapest, og hefur þegar átt farsæla daga á pallinum hjá amerísku hljóm- sveitinni. Þar steig hann fyrst á svið árið 1997 sem gestastjórn- andi og kom þangað aftur 2001. Árið 2005 var hann gerður að að- al-gestastjórnanda. Iván Fischer sagði í gær að samstarf sitt við Bandarísku þjóðarhljómsveitina gleddi sig ávallt. „Hér er góður andi og alltaf mikil áhersla lögð á fagmennsku. Þess vegna leist mér vel á enn nánara samstarf. Það er mér mikil ánægja að geta orðið að liði við að koma hljóm- sveitinni gegnum þetta millibils- ástand.“ Ekki hefur spurst hvort Fischer hafi verið boðið starf að- alstjórnanda, en það þykir feitur biti að stjórna þessari virtu sveit. Fischer arftaki Slatkins Meðan framtíðar- stjórnanda er leitað Fischer Í Washington um sinn. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VERALDLEGUR kórsöngur á sér djúpar rætur í gildum mið-evrópskra iðnaðarmanna en ekki síður innan veggja háskólanna í álfunni. Við flesta elstu háskóla Norðurlandanna hafa verið starfræktir kórar frá upp- hafi, og sumir þeirra eru enn meðal þeirra bestu í heiminum, eins og Þjónar Orfeifs, Orphei Drängar í Svíþjóð. Stúdentasöngvar og verk eins og Glúntarnir eftir Gunnar Wenneberg eru arfur frá þessari hefð. Skömmu eftir stofnun Háskóla Íslands var stofnaður Stúdentakór. En, og aftur en – eins og gefur að skilja var háskólakórsöngurinn karlamennt, enda konur ekki at- kvæðamiklar í háskólasamfélögum fyrri alda. Á síðustu öld spruttu upp blandaðir kórar innan háskólaveggja víða, og hér á landi leysti blandaður kór, Háskólakórinn Stúdentakórinn af hólmi, og hefur nú verið starf- ræktur í þrjátíu ár. Undir lok ald- arinnar, þegar konur voru farnar að láta verulega til sín taka í háskóla- samfélögum heims, urðu kórar há- skólakvenna æ algengari. Allar með mikla söngreynslu Kvennakór Háskóla Íslands er nýr sproti í flóru kórastarfs í landinu. Hann var stofnaður óformlega í fyrra, en formleg starfsemi hófst í haust. Um þrjátíu ungar konur syngja í kórnum en kórstjóri er Mar- grét Bóasdóttir. Kórinn heldur sína fyrstu vortónleika í dag kl. 17, í Há- tíðasal Háskólans. Að sögn Margrétar er kjarni kórs- ins skipaður stúlkum sem höfðu sungið í barna- og unglingakórum og höfðu mikla reynslu af kórstarfi ell- egar hljóðfæranámi. Prófað var inn í kórinn og komust færri að en vildu. „Þarna er barna- og unglingakóra- starfið að skila sér upp á háskólastig- ið, því þetta eru allt stúlkur með langa söngreynslu, koma úr ýmsum kórum og eru við nám í öllum deild- um skólans. Þetta er tímanna tákn. Í dag eru konur meira en helmingur háskólanema; háskólarektor er kona, og þá hlaut að koma kvennakór,“ segir Margrét og hlær. Hún segir kórinn ekki keppa um athygli við Há- skólakórinn sem að sjálfsögðu starfi áfram, þetta sé einungis ný og þörf skrautfjöður í hatt skólans, sem geti vonandi stuðlað að því að skólinn nái því markmiði að verða einn af þeim hundrað bestu. Tónleikarnir í dag bera yfirskrift- ina Heimshornaflakk og heim með Jónasi, en þar er vísað í Jónasarlög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð þjóðskáldsins. Fyrir hlé verða hins vegar sungin lög frá átta löndum. Eitt þeirra á sér merka sögu. Það er Boléro eftir Ravel, vel þekkt og gríð- arvinsælt hljómsveitarverk, en í ein- stakri og sögulegri útsetningu fyrir kvennakór. „Það er sungið á orðlausum at- kvæðum, vegna þess að konan sem útsetti, Norah Chambers, gerði það fyrir konur af ólíkum þjóðernum. Í lok seinni heimsstyrjaldarinnar her- tóku Japanir Súmötru. Það evrópska fólk sem var svo óheppið að vera statt þar, var sett í fangabúðir, konur og börn sér, og karlar sér. Í fanga- búðunum hittust tvær konur, önnur með lokapróf í tónlist frá Kon- unglega tónlistarskólanum í London, en hin var mikil músíkáhugakona með gríðarlegt sjón- og heyrn- arminni. Saman skrifuðu þær niður þætti úr þekktum hljómsveit- arverkum, eins og Sinfóníuna úr Nýja heiminum, Menúett eftir Moz- art, Boléro og fleira, og útsettu fyrir konurnar í fangabúðunum. Þær æfðu kór og héldu tónleika, og þeir urðu um þrjátíu áður en yfir lauk.“ Söngkonurnar dóu í búðunum „Eftir eitt og hálft ár lagðist kór- inn af því margar kvennanna voru dánar úr hungri og af illri meðferð. Samstarfskona Noru dó í fangabúð- unum. Myndin Paradise Road var gerð um þetta og tónlistin, sem er mjög áhrifamikil, var gefin út á nót- um,“ segir Margrét. Þótt kórinn sé nú einungis með eina af útsetningum Noruh Chambers, segir Margrét til standa að Kvennakór Háskólans syngi fleiri þessara útsetninga. „Konurnar í fangabúðunum voru af ólíkum uppruna, og þess vegna var tónlistin sungin á atkvæðum, en ekki orðum. Söngurinn var það mál sem þær skildu allar.“ Kvennakór hefur tekið til starfa við Háskóla Íslands og heldur tónleika í skólanum í dag Söngurinn var málið sem allar konurnar skildu Morgunblaðið/Sverrir Kvennakórinn Kjarni kórsins er skipaður stúlkum sem hafa mikla reynslu af kórstarfi eða hljóðfæranámi. Færri komust í hann en vildu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.