Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.04.2007, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Benni var hneigður til lista og fór ótroðnar slóðir í sköpun sinni. Hann var drifkraftur í félagslífi Menntaskól- ans við Sund þar sem leiðir okkar lágu saman. Okkur rennur seint úr minni gamanleikur sem leikfélagið Frímann, þá annað tveggja leikfélaga skólans, setti á svið haustið 1997 með Benna í broddi fylkingar. Verkið var samið fáeinum stundarfjórðungum fyrir sýningu og til að gefa sýningunni virðulegan blæ var kallaður til blaðagagnrýnandi frá Morgun- blaðinu. Í umsögn um verkið sem birtist 21. nóvember sama haust sagði að kveikjan að verkinu hefði verið heimsmetstilraun í skjótum aðdraganda að frumsýningu leik- verks. Síðan sagði meðal annars: „Leikgleðin var mikil, svo mikil að jaðraði við galsa. Á stundum var textinn og samtölin svo samheng- islaus að absúrdískustu verk Iones- cos sjálfs eru hreinustu viðvanings- verk í samanburði. Þótt Þrír hörpudiskar fóru í fjallgöngu sé ekki verk sem markar tímamót í íslenskri leikritun er það góð áminning um að hjakk í sama fari, sömu „klassísku“ verkin sýnd aftur og aftur, lítið sem ekkert breytt frá einni uppfærslu til þeirrar næstu, er bezta leiðin til að ganga af leikhúslífi dauðu. Frímenn- ingar voru ekkert að reyna að vera eitthvað sem þeir eru ekki. Þeir voru bara að gera grín, aðallega að sér, og leyfðu öðrum að sjá.“ Annar okkar, sem þetta skrifum, var einn leikenda en hinn fylgdist með úti í sal ásamt öðrum áhorfendum sem af viðbrögðum að dæma þótti gjörn- ingurinn vera tilraunarinnar virði og vel það. Þessi ógleymanlega kvöld- stund var vottur þess að Benni gat fyrirhafnarlítið skemmt fólki og ef- laust hefur hrifning gagnrýnandans orðið til þess að rýni hans varð vandaðri en efni stóðu til. Úr henni má lesa einkenni hugsandi og um- fram allt skemmtilegrar persónu sem eins og marga listamenn hendir nýtur ekki ævinlega skilnings sam- ferðafólks. Svona er lífið, við deyjum. (Eugéne Ionesco) Eiríkur Áki Eggertsson og Stefán A. Svensson. Það sem maður upplifir sig lítinn og máttvana á svona stundum. Benni er farinn og eftir situr sorgin. Það eina sem hægt er að gera er að minnast góðu stundanna sem voru ótal margar. Benni fékk fólk alltaf til að hlæja með sínum oft á tíðum stjarnfræðilega óviðeigandi húmor. Hann fékk vini sína til að gera hluti sem þeir héldu að þeir væru ekki færir um og mig hvatti hann ótal sinnum áfram þegar ég hélt mig ekki geta meira. Hann gat gert hversdagslegustu hluti að hátíð, oft- ast með einhverjum fíflagangi. Hann lét alla finnast þeir vera sér- stakir, enda svo einstakur sjálfur að mig sem líffræðingi langaði oft að lýsa honum sem sérstakri tegund, aðskildri afgangi mannkyns. Það var alltaf hægt að treysta á Benna þegar lífið var að sliga mann. Ekki það að spádómsperlur hans leystu vandann. Þvert á móti. Það var heldur að hann smækkaði vandamálin og setti þau í rétt sam- hengi með því að benda á spaugilegu hliðina á þeim, og ef það var engin slík hlið þá bjó hann hana til. Þessi hæfileiki gerði hann að trúnaðarvini svo margra. Þessir trúnaðarvinir sitja nú og syrgja og bera allir þá Benedikt Ingi Ármannsson ✝ Benedikt Ingi Ár-mannsson fædd- ist í Reykjavík 27. apríl 1978. Hann lést sunnudaginn 1. apríl síðastliðinn og var jarðsunginn frá Langholtskirkju 12. apríl. hljóðu ósk í brjósti að hafa getað gert það sama fyrir hann og hann gerði fyrir þá, að gera honum kleift að hlæja að vanda- málinu. Á svona stundum er munaður að trúa á Guð og himnaríki. Sú vissa að Benni öðlist sálarró á himnum gerir þessa erfiðu vordaga aðeins bjart- ari og erfitt er að ímynda sér Benna á nokkrum öðrum stað en við him- neskt veisluborð með Jesú, Pétri og Móður Theresu í spili sem Benni fann sjálfur upp. Í þessu spili vinnur enginn og það tapar enginn. Eina markmiðið er að gera smá grín að hinum og enn meira að sjálfum sér, gleyma sér og hlæja þangað til magavöðvarnir geta ekki meir. Tryggvi Gunnarsson. Ég get sagt með hreinni samvisku að ég hef aldrei hitt annan mann eins og Benna. Og að sama skapi efast ég um að ég muni nokkurn tímann gera það aftur. Mér varð það ljóst fljótlega eftir að ég kynntist honum í London fyrir rúmum tveim- ur árum að þarna væri afar sér- stakur maður á ferð. Mér hreinlega blöskraði hversu gáfaður hann var en á sama tíma var augljóst að hann hafði enga almennilega útrás fyrir þær ótrúlegu gjafir sem náttúran hafði gefið honum. Hann var því stöðugt leitandi, eins og þotuhreyfill án farartækis til að knýja áfram. Samtöl við Benna voru alltaf líf- leg, upplífgandi og djúp. Við eydd- um löngum stundum bara í það að sitja og kjafta um líf okkar, þá sem okkur þótti vænt um og framtíðina. Það var mikið hlegið og við vorum báðir ófeimnir við að vera gjörsam- lega heiðarlegir hvor við annan. Í góðu sem slæmu. Þannig byggðist mikið traust okkar á milli og við leit- uðum hvor til annars með það sem við treystum ekki öllum fyrir. Styrktum hvor annan á tíma sem við vorum báðir að reyna að ná jafnvægi á nýjan leik. Hann átti sér fáa ramma og vegna þessa átti hann það til að hugsa sig í og úr vandræðum. Ég hef það á til- finningunni að hann hafi verið of- urnæmur sem tilfinningavera. Þann- ig gerði Benni allt um of. Elskaði of sterkt, dæmdi of harkalega, tók hluti of nærri sér en var hamingju- samasti maður í heimi þegar hann náði að fylla hjarta sitt gleði. Sjálf- skipaður hrókur alls fagnaðar. Það var aldrei dauður tími í kringum þennan mann. Hann var kannski ekki eins og fólk er flest en hann var ljúfur sem lamb. Þannig var ekki hægt að finna mann sem var jafn reiðubúinn til þess að fórna eigin tíma í aðra. Hann var alltaf til staðar þegar maður þurfti á honum að halda. Af sama skapi reyndi ég að gefa allt það sem ég hafði að gefa á móti til hans. Ég veit að hann vissi að ég var vinur sem hann gat alltaf leitað til og talað við. Ég á eftir að sakna þín heilmikið, elsku vinur minn. Mér þótti afar vænt um þig. Hvíl í friði. Birgir Örn Steinarsson. Þegar skrifa skal minningargrein um Benedikt Inga Ármannsson þá verður maður að passa sig á því að ritskoða sig vel. Ef það var eitt sem Benni var þekktur fyrir þá var það að ögra fólki með drepfyndnum og jafnframt svörtum húmor. Allt frá því ég kynntist honum fyrst, í leik- félagi Menntaskólans við Sund árið 1998, þar til hann kvaddi svo ótíma- bært þennan heim, þá hlógum við saman. Sjaldan var neitt svo alvar- legt að ekki var hægt að gera grín að því en þó var einnig alltaf hægt að snúa gríninu yfir í alvarlegri um- ræðuefni án þess að blásið væri úr nös. Þannig eru bestu minningar mínar af Benna; þegar við keyrðum 2 saman upp í sveit eftir stúdents- prófin mín; þegar við ætluðum í blautbolskeppni í Nauthólsvíkinni en hættum við því hún var tóm; öll uppátækin í skálaferðum með Thal- íu og Stúdentaleikhúsinu o.s.frv. Ei- líf gleði og kátína, sem þó var grundvölluð á traustri vináttu og sameiginlegri virðingu. Miðvikudaginn 28. mars var ég á göngu í miðbænum og ég rekst á Benna í Austurstrætinu. Ég hafði ekki hitt hann í dágóðan tíma, að- eins talað við hann í síma, og voru miklir fagnaðarfundir. Það vildi svo skemmtilega til að leiðir okkar lágu í sömu átt og við gengum saman í ca. 10 mínútur. Við ræddum saman um skólann hjá mér, vinnuna hans Benna og við slógum á létta strengi. Við skildum á horni Þingholtstrætis og Bjargarstígs, töluðum um að við ættum að fá okkur kaffi saman í næstu viku og kvöddumst. Þetta var í síðasta skiptið sem hittumst. Í dag situr ennþá í mér þessi göngutúr okkar og er ég þakklátur fyrir að hafa átt með Benna náðugt augna- blik, þar sem við hlógum og spjöll- uðum líkt og svo oft áður í gamla daga. Þannig minnist ég Benna, sem gleðigjafa, sem trausts vinar, sem mannsins sem var til í allt og fram- kvæmdi það. Ég veit að þú skemmtir þér, hvar sem þú ert, og skemmtir öllum öðrum í leiðinni. Ég mun sakna þín, elsku vinur. Hannes Óli Ágústsson. Mig langar að skrifa minningar, en síðan finnst mér þær ekki koma neinum við. Mig langar að skrifa hvað hefði orðið, en svo varð ekkert. Mig langar að láta í ljós hversu mik- ið ég kunni að meta vin minn, en bæði hann og þeir sem eiga að vita það, vita það nú þegar, og restin, sem pissaði á hann, þarf ekki að vita neitt um það. Mig langar bara til að spóla til baka, því þetta er vitlaus endir á alveg rosalega góðri mynd. Bless elsku vinur minn, og takk fyrir að vera allt sem þú varst. Ég splæsi kaffi næst. Áfram Ísland. Ólafur Pétur. Alvarleg efni er ekki unnt að skilja án hlægi- legra né andstæður yfirleitt án andstæðna. (Platon) Elsku Benni. Manstu þegar þú komst í heim- sókn til okkar á Haraldsgötuna vor- ið 2004. Þú og Adda og Ísabella Ronja og Sara. Þegar þú lékst við mig feluleik og tókst mig í flugferð um alla stofuna, þegar að við nuffg- uðum á okkur sportröndina og sung- um hálft kvöldið fyrir utan Stengade 30 „Fáskrúðsfjörðuuuur!“. Manstu eftir göngutúrunum um alla Kaupmannahöfn. Við strák- arnir, ég, þú, Þráinn og Ísabella Ronja lítil í vagninum. Það er fyndið að mér finnst lífið sjaldan hafa verið eins áhyggjulaust og þá, bara við á röltinu að tala saman um allt og ekki neitt. Við skoðuðum Hafmeyjuna og Kristjaníu og enduðum eitt skiptið á Roberts Café þar sem við tókumst á við áskoranir hvors annars við mis- munandi undirtektir kaffihúsagesta. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað þú hlóst óstjórnlega þegar að ég varð við áskorun ykkar, senni- lega af því að það hló enginn annar. Elsku kúturinn minn, ég mun allt- af hugsa til þín með bros á vör. Takk! Sindri Birgisson. Elsku Benni minn, nú þegar þú ert farinn hugsa ég mikið hvað ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér á þinni stuttu en litríku ævi. Þegar ég hugsa um allar góðu minn- ingarnar sem þú gafst okkur læðist bros í gegnum tárin en mikið er sárt að þurfa að kveðja þig, elsku vinur. Ljósið í myrkrinu er Ronja litla sem að ég veit að þú vakir yfir og vernd- ar öllum stundum. Þín er sárt sakn- að og ég mun aldrei gleyma þér. Takk fyrir allt. Sara. Minning mín um Benna, fyndn- asta mann sem ég þekkti, er fjöl- þætt og margbrotin. Grilltaktar fram á morgun í Alviðru, öfugt Fimbulfamb, frjálslega ráðnar krossgátur, ævintýralegar sögur af sjómönnum og uppskipurum, stjörnubjört en óskýr nótt á þilfari króatískrar ferju, fjölsóttir en efnis- skrárlausir tónleikar á jazzbar, um- deilt siguratriði í hæfileikakeppni þar sem peysu er breytt aftur í kind, Benni og Ylfa með álpappír á höfð- inu í tveggja manna Kings, trampól- ínsumar, skilaboðin þegar Ronja fæddist, margar langar samræður um alls konar ígræðslur, ágræðslur og aflimanir í misgagnlegum til- gangi, hugleiðingar um ormakisur, ferðalög, matarboð, samdrykkjur, spilakvöld og ótal óskilgreindar samverustundir – svo fátt eitt sé nefnt. Af nógu er að taka og vafa- laust gæti ég skrifað margar síður. Hér hyggst ég hins vegar nota tæki- færið til að útkljá gamalt deilumál. Í Búdapest, þegar við áttum þar leið um, var boðið upp á gosbrunna- sýningu með tónlist úr nýlegum og klassískum stórmyndum. Ég viðraði strax efasemdir og úrtölur, en Benni og aðrir samferðamenn okkar sóttu það stíft að við létum þetta ekki framhjá okkur fara. Eftir hálfsdags ómak við að hafa uppi á staðnum og koma okkur þangað, auk býsna ríf- legs aðgangseyris, tókum við okkur sæti í fámennri stúku við jaðar yf- irgefins skemmtigarðs. Í meira en eina og hálfa klukkustund fylgd- umst við með vatni spýtast upp úr pípum í óljósu samhengi við tónlist úr Hringadrottinssögu, Stjörnu- stríði og sjónvarpsþáttunum Dallas sem barst okkur úr hljóðkerfi í fjarska. Ég minnist þess að hafa sagt við Benna að ég myndi aldrei fyrirgefa honum þetta. En nú vil ég sem sagt brjóta odd af oflæti mínu og segja: Allt í góðu, félagi. Mér þykir vænt um þig og mun alltaf þykja vænt um þig. Og ég er óend- anlega þakklátur að hafa náð að segja þér það áður en þú fórst. Hvíldu í friði, vinur minn. Friðgeir Einarsson Benedikt Ingi, eða Benni boy eins og ég kallaði alltaf frænda minn, er dáinn. Hann var elsti sonur Ebbu systur og Ármanns. Það var mér mikil gleði og ánægja að eignast Benna boy sem frænda, hann hafði allt til að bera sem stóri frændi ósk- aði sér að nýr fjölskyldumeðlimur hefði. Benni boy var skemmtilegur, uppátækjasamur, litríkur og fjöl- hæfur einstaklingur, það stóð hon- um fátt fyrir þrifum. Hann var alltaf til í leikinn! Við höfum átt góðar stundir saman; smíðað kassabíla sem aldrei fóru nógu hratt, klifið fjöll sem aldrei voru nógu há og sagt sögur sem aldrei voru nógu svæsn- ar. Benni boy var glaður og aldrei sparsamur á að deila gleðinni með öðrum. Stærsta og dýrmætasta augnablikið í lífi Benna boy var þeg- ar hann eignaðist dótturina Ísabellu Ronju, hún var honum allt. Hann var upptekinn af rétti einstæðra feðra og var einlægur stuðnings- maður Félags ábyrgra feðra. Benni boy kenndi okkur hinum sem tökum því sem sjálfgefnum hlut að um- gangast börnin okkar óhindrað, að það eru engin sjálfgefin réttindi. Benni boy skilur eftir sig góðar minningar og sáran söknuð. Margir eiga um sárt að binda. Ég votta systur minni og mági, Ebbu og Ár- manni, mína dýpstu samúð, missir þeirra er mikill. Þau hafa alla tíð staðið við bak sonar síns, séð hann og virt eins og hann var. Erna Kar- en, Dóra Steinunn og Ármann Ingvi hafa misst kæran bróður. Ásthildur, unnusta Benna boy, hefur misst elskulegan lífsförunaut og Ísabella Ronja misst ástríkan og skemmti- legan pabba. Megi allir góðir guðir veita ykkur styrk á erfiðum tímum, og minningin um Benedikt Inga ylja ykkur um ókomin ár. Blátt lítíð blóm eitt er, ber nafnið „Gleymdu ei mér“. Væri ég fleygur fugl, flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég una má, öðru en þér. Ingólfur. Að skrifa nokkur orð í skugga ótímabærs fráfalls Benna er ekki auðvelt. Þetta er ekki eitthvað sem er manni eðlislægt, þegar hvorki ævi mín né Benna nær þrjátíu árum. En þó eru manni skrifin kær því Benni skildi eftir sig margar góðar minningar. Benni var öllum þeim sem hann hittu eftirminnilegur frá fyrstu kynnum, og hann smitaði alla í kringum sig af ótrúlegu sjálfs- trausti. Það gustaði alltaf af Benna því persóna hans var óvenju hæfi- leikarík, orkumikil og öflug. Sé mið- að við menntaskólaárin, höfðu sam- skiptin milli okkar minnkað undanfarin ár, en maður frétti alltaf öðru hvoru af Benna og hitti á förn- um vegi. Og þó það hafi staðið í skugganum af fyrri kynnum, þá er þungt að hugsa til þess, að eiga ekki eftir að hitta hann né heyra á ný. Það sem eftir stendur er þó það sem Benna tókst. Honum tókst það sem margir hafa reynt en fáum hefur tekist, því Benni skilur þannig við, að hann er öllum þeim sem hann þekktu ógleymanlegur maður. Með þessum orðum kveð ég þennan vin minn og votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Ragnar Árni Sigurðarson. Benni var góður vinur minn á menntaskólaárunum og við brölluð- um ýmislegt saman. Hann var tíður gestur á heimili mínu þar sem ég bjó í foreldrahúsum og það er óhætt að segja að engin lognmolla hafi verið í kringum hann. Hann hafði lag á að hrífa fólk með sér í alls konar sprell og uppátæki hans voru margvísleg. Við áttum þó einnig stundir þar sem við ræddum um lífið og tilveruna af mikilli alvöru og fyrir þær stundir mat ég vináttu okkar mest. En eins og gengur urðu fundir okkar strjálli þegar hin svokölluðu fullorðinsár tóku við og leiðir skildu. Ég hitti Benna tvisvar sinnum af til- viljun eftir að Ronja litla fæddist og fékk að sjá litlu dótturina og hvað hann var stoltur pabbi. Í seinna skiptið, áreiðanlega fyrir meira en ári töluðum við um að hittast endi- lega með dætur okkar beggja og bera saman bækur um barnauppeldi Benni var gæddur þeim magnaða eiginleika að, þrátt fyrir að eiga fleiri vini en flestir, geta látið manni líða eins og maður væri besti vin- ur hans. Fáir eru líka jafnduglegir við að segja vinum sínum hversu vænt þeim þykir um þá. Ég mun alltaf sakna Benna. Katrín Atladóttir. Elsku Benni minn. Mikið er ég fegin að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að eiga þig sem vin. Ég á eftir að sakna þín svo ofsalega mikið en sem betur fer á ég svo ótal margar fallegar minningar um þig sem ég mun geyma alla tíð. Takk fyrir allt, ég mun aldrei gleyma þér. Þín Ylfa. Við viljum minnast vinar okkar með örfáum orðum. Elsku vinur okkar Benni kvaddi þennan heim alltof snemma. Hann var ein- stakur, ekki eins og fólk er flest. Opinn, fjörugur, hlýr, kannski smáhýr – sem var í lagi þar sem hann var nú Benni. Hvíl í friði, elsku vinur. Sjáumst þegar þar að kem- ur. Sölvi, Sóley og Lína. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.