Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 59

Morgunblaðið - 19.04.2007, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2007 59 Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8-16.30 handa- vinna. Kl. 9-16.30 smíði/útskurður. Kl. 9.30 boccia. Kl. 10.30 helgistund. Kl. 11 leikfimi. Kl. 13.30 mynd- list. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Ævin- týri í Póllandi: Félag eldri borgara í Kópavogi efnir til vorferðar 23.-28. maí undir fararstjórn dr. Þor- leifs Friðrikssonar, sagnfræðings. Upplýsingar og skráningarlistar á töflum í Gjábakka og Gullsmára. Kynningarfundir verða föstudaginn 20. apríl í Gjá- bakka kl. 15.45 og Gullsmára kl. 15. Ath breyttan tíma. Félag eldri borgara, Reykjavík | Almennur fé- lagsfundur um réttindamál aldraðra verður í Stangarhyl 4, laugardaginn 21. apríl, kl. 14. Bryn- hildur Flóvenz lektor við lagadeild HÍ og formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu mun ræða um réttindamál aldraðra. Félagsheimilið Gjábakki | Á morgun, föstudag, kl. 14 ætla gestir og starfsmenn Gjábakka að fagna sumri með fjölbreyttri dagskrá. Á dagskrá verður m.a.: Einsöngur, sumri fagnað, tónlistaratriði, ferðakynning FEBK á Póllandsferð í maí. Vöfflu- kaffi, kr. 400. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Sumardagurinn fyrsti lokað. FAG óskar öllum bæjarbúum og starfsmönnum félags-, tómstunda- og íþrótta- starfs eldri borgara gleðilegs sumars. Félagsstarf Gerðubergs | Í dag, sumardaginn fyrsta, fellur starfsemi niður. Starfsfólk sendir þátttakendum, samstarfsaðilum og velunnurum um land allt bestu óskir um gleðilegar og góðar sólskinsstundir, með þakklæti fyrir samstarf og stuðning á liðnum vetri. Hraunbær 105 | Gleðilegt sumar. Hvassaleiti 56-58 | Gleðilegt sumar, þökkum samstarfið í vetur. Minnum á leikhúsferð föstudag- inn 11. maí kl. 20, að sjá leikritið Ást. Skráning stendur yfir í síma 535-2720. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og Listasmiðja á Korpúlfsstöðum kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9.00-12.30, bókband kl. 9-13, handavinnustofan opin allan dag- inn, morgunstund kl. 9.30, hárgreiðslu og fótaað- gerðarstofan opin frá kl. 9, boccia kl. 10, gler- skurður kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Allir velkomnir í félagsmiðstöðina sama á hvaða aldri þið eruð. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Foreldra- morgnar kl. 10 í fræðslusal. Bænastund kl. 12. Barnastarf 6-9 ára kl. 17.15. Unglingastarf fyrir 13 ára kl. 19.30-21.30. (www.digraneskirkja.is) Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6-9 ára starf, kl. 16.30-17.30. Hjálpræðisherinn í Reykjavík | Kirkjustræti 2. Sumarvaka í kvöld kl. 20. Á dagskrá m.a. happ- drætti og veitingar. Umsjón: Anne Marie Rein- holdtsen. Laugarneskirkja | Fermingarmessur kl. 11 og 13.30. Sr. Hildur Eir Bolladóttir fermir, Kór Laugar- neskirkju leiðir söng undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar organista. Meðhjálpari er Sigurbjörn Þor- kelsson. AA fundur í safnaðarheimilinu kl. 21. Adrenalín gegn rasisma, unglingastarf kl. 17. Um- sjón sr. Hildur Eir Bolladóttir og Stella Rún Stein- þórsdóttir. Neskirkja | Bjartsýnisbusl Neskirkju, Ægisbúa og Nedó í Sundlaug Vesturbæjar kl. 10.30. Helgistund í umsjá Sigurvins Jónssonar, sr. Þorvaldar Víðis- sonar og sr. Sigfúsar Kristjánssonar. Ari Agnars- son leikur undir á harmonikku. Eftir stundina verð- ur m.a. sæhestakapphlaup og „blautbolaboðhlaup“. Allir velkomnir. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrir- bænastund í kvöld kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. 70ára afmæli. Laugar-daginn 21. apríl verður séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir, prestur Kvennakirkj- unnar, Kastalagerði 11, Kópavogi, sjötug. Af því til- efni heldur Kvennakirkjan morgunmessu klukkan 10 á afmælisdaginn og Auður Eir býður í morgunkaffi í safn- aðarheimilinu á eftir. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda til- kynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda til- kynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Hlutavelta | Þessar duglegu stelpur, Elma Jenný Þórhalls- dóttir og Helga Sóley Björns- dóttir, héldu tombólu fyrir ut- an Nettó í Salahverfi og söfnuðu alls 3.233 krónum til styrktar Rauða krossinum. dagbók Í dag er fimmtudagur 19. apríl, 109. dagur ársins 2007 Orð dagsins: En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni. (Sálm. 17, 15.) Hátíð verður í Vesturbæ í dagí tilefni af fyrsta sum-ardegi. Meðal viðburða ersöguganga um Hólavalla- garð við Suðurgötu kl. 9.30. Heimir Janusarson leiðir gönguna: „Árið 1838 tók Hólavallagarður við af grafreitnum í Aðalstræti sem þá var fyrir löngu var orðinn fullgrafinn. Mikl- ar deilur voru þó á sínum tíma um hvort ætti virkilega að flytja garðinn svona langt frá dómkirkjunni, alla leið upp á mela,“ segir Heimir. „Þegar sú ákvörð- un varð loks ofaná kom þó í ljós annar vandi, því samkvæmt þjóðtrú verður sá sem fyrstur er grafinn í kirkjugarði vökumaður garðsins, og tekur á móti þeim sem grafnir eru þar á eftir hon- um. Ekki var hægt að treysta hvaða kotungsmanni sem er fyrir verkinu, en það vildi svo til að í nóvember 1838 deyr Guðrún Oddsdóttir, kona Þórðar Svein- björnssonar háyfirdómara og þótti hún ágætur kandídat í starf vökumanns og tímabært að vígja garðinn.“ Hólavallagarður hefur leikið stórt hlutverk í menningu borgarinnar: „Þar gerast atburðir í Ofvita Þórbergs Þórð- arsonar, Tímaþjófi Steinunnar Sigurð- ardóttur og Dauðarósum Arnalds Indr- iðasonar,“ segir Heimir. „Hólavallagarður er sannkallaður lista- garður, og hafa verið reist í garðinum minnismerki um hina látnu sem eru sannkölluð listaverk. Garðurinn býr líka að einstökum gróðri, og skoðum við trjásögu garðsins sem endurspeglar ræktunarsögu Íslands frá upphafi trjá- ræktar, en í garðinum er að finna fá- gætar tegundir sem vitna um framsýni þeirra sem þar hafa gróðursett.“ Hólavallagarður endurspeglar líka borgarskipulag Reykjavíkur: „Í byrjun eru grafirnar frekar óskipulagðar og stígar hlykkjóttir. Síðar kemst meiri regla á skipulag garðsins, línur verða beinar og reitir steyptir, á sama tíma og meiri regla kemst á skipulag borg- arinnar.“ Sögugangan hefst eins og fyrr segir kl. 9.30 í dag. Aðgangur er öllum heim- ill og ókeypis en þátttakendur minntir á að klæða sig eftir veðri. Notað er hljóðkerfi svo allir geti vel heyrt leið- sögnina en áætlað er að gangan taki um klukkustund. Finna má frekari upplýsingar um Hólavallagarð og aðra kirkjugarða höf- uðborgarsvæðisins á www.kirkjug- ardar.is Þjóðfræði | Gengið um Hólavallagarð og sagt frá flóru, sögu og list Ólíkar hliðar garðsins  Heimir Björn Janusarson fædd- ist á Akranesi 1962. Hann lauk offsetljósmynd- aranámi og starf- aði í prentiðnaði í 12 ár. Hann lauk námi í skrúðgarð- yrkju frá Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölf- ussi 1994 og hefur starfað hjá kirkjugörðum Reykjavíkurprófast- dæma frá 1995 og er forstöðumaður Gufunesgarðs. Heimir er kvæntur Sól- veigu Ólafsdóttur sagnfræðingi og eiga þau þrjú börn. Tónlist DOMO Bar | Ahmad Jamal Tribute. Hljómsveitin leikur nokkur af vinsælustu lögum Ahmad Jamal tríósins, m.a. Poinciana. DOMO Bar, Þingholtsstræti 5. 19 apríl kl. 21. Agnar Már Magnússon, Erik Qvick, Þorgrímur Jónsson. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ | Kl. 20-22. Stórsveit Reykjavíkur sveiflar sér í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjöl- brautaskólans í Garðabæ. Borgardætur; Andrea Gylfa- dóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jón- asdóttir koma fram með Stórsveitinni og syngja bæði sem einsöngvarar og tríó. Stjórnandi er Össur Geirsson. Ókeypis aðgangur. Fjölbrautaskóli Suðurlands | Kór Fjölbrautaskóla Suð- urlands heldur vortónleika í skólanum fyrsta sumardag, 19. apríl kl. 20. Kór og hljómsveit framhaldsskólans á Frederiksberg í Kaupmannahöfn kemur fram, einnig hljómsveitin These Days. Rokk frá 1960-2007, einnig sí- gild verk. Stjórnandi kórs FSu er Stefán Þorleifsson. Langholtskirkja | Vortónleikar kl. 17-19. Á tónleikum Skagfirsku söngsveitarinnar í Reykjavík eru m.a. syrpur eftir Sigfús Halldórsson, syrpa úr Vesalingunum og úr My fair lady auk fjölda annarra laga. Stjórnandi er Björgvin Þ. Valdimarsson. Listasafn Reykjanesbæjar | SRB fagnar sumri með tónleikum í Bíósalnum, Keflavík kl. 15. SRB skipa: Helgi Þór Ingason, harmoniku, Matthías Stefánsson, fiðlu, Ólafur Sigurðsson, mandólín, Kormákur Bragason, gítar, Ólafur Þórðarson, gítar og Grétar Grétarsson, kontra- bassa. Myndlist Aurum | Sævar Karl sýnir málverkið „Landslag“ í Aur- um Bankastræti 4. Opið er mán.-fös. 10-18 og lau. 11-16. Skriðuklaustur | Skriðuklaustur verður opið á sum- ardaginn fyrsta kl. 13-17. Þá gefst tækifæri til að skoða 21 af Passíusálmamyndum Barböru Árnason og njóta góðra veitinga hjá Klausturkaffi. Söfn Víkin Sjóminjasafnið í Reykjavík | Sigrún Magnúsdóttir verður með leiðsögn um aðalsýningu Sjóminjasafnins við Grandagarð á Sumardaginn fyrsta kl. 13-17. Bjarni Jónsson listmálari kynnir málverkasýninguna Á flyðru- velli. Seldar verða pönnukökur og lummur með kaffinu, en aðgangur er ókeypis. Þá eru síðustu sýningardagar Úr ranni forfeðranna. SPÆNSKI nautabaninn Lopez Chavez sést hér fagna eigin frammi- stöðu í nautaati í Maestranza-hringnum í Sevilla á Spáni í gær. Sam- kvæmt hefðinni sýnir nautabaninn hugdirfsku sína með ögrandi stell- ingu og mikilli nálægð við nautið, sem virðist aðframkomið. Nautaat er rótgróin hefð á Spáni, hvort sem menn líta á það sem list, íþrótt eða misþyrmingar á dýrum, en í því á nautabaninn að sýna vald sitt yfir dýrinu og eigið hugrekki með ýmsum tilþrifum. Hættuleg hefð Dansað við dauðann Reuters Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.