Morgunblaðið - 19.05.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.05.2007, Qupperneq 1
FORMENN Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, Geir H. Haarde og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, gengu von- góð af fyrsta formlega stjórnarmynd- unarfundi flokkanna sem fram fór í Ráðherrabústaðnum í gær. „Við höfum farið yfir nokkur mál og teljum að það séu góðar líkur á að við náum niður- stöðu innan ekki allt of langs tíma,“ sagði Ingibjörg Sólrún að fundi lokn- um. Geir Haarde kvað góðan anda hafa einkennt fyrsta fund þeirra Ingibjarg- ar þar sem lauslega hefði verið farið yf- ir málefnastöðuna og þá vinnu sem framundan væri. Þremur klukkutím- um fyrir fundinn hélt Geir á fund for- seta Íslands, Ólafs Ragnars Grímsson- ar, þar sem hann baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn féllst á beiðni Geirs, en óskaði jafnframt eftir því að núverandi ráðherrar sætu áfram í starfsstjórn, þar til nýrri ríkisstjórn yrði komið á laggirnar. Í kjölfarið veitti forsetinn Geir umboð til að hefja við- ræður um myndun nýrrar ríkisstjórn- ar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. „Trúlega kennd við foreldrið“ Ekki eru allir á eitt sáttir um stjórn- armyndunarviðræðurnar sem standa yfir. Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, fer hörðum orðum um þær í pistli sem birtist á heimasíðu flokksins í gær. „Ef þessi nýja ríkis- stjórn kemst á koppinn verður hún trú- lega kennd við foreldri sitt og nefnd Baugsstjórnin,“ segir Jón. Geir Haarde kveður það afskaplega óviðeig- andi að nota orðið „Baugsstjórn“ yfir hugsanlegt stjórnarsamstarf flokk- anna. „Ég ætla þó ekki að munnhöggv- ast við samstarfsmenn mína í ríkis- stjórninni sem eru þar enn,“ segir Geir. Ingibjörg Sólrún tók í sama streng, sagði ummæli Jóns dæma sig sjálf. Góður skriður á stjórn- armyndunarviðræðum Morgunblaðið/G. Rúnar Kaffibandalag Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde skeggræddu myndun nýrrar meirihlutastjórnar yfir rjúkandi kaffibolla í Ráðherrabústaðnum í gær. Góður andi og bjartsýni einkenndi fundinn. Morgunblaðið/RAX Á Bessastöðum Ólafur Ragnar Grímsson hefur veitt Geir Haarde um- boð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar með Samfylkingunni. Í HNOTSKURN » Fyrsti formlegi stjórn-armyndunarfundurinn fór fram í gær eftir að forseti Íslands veitti Geir H. Haarde umboð til stjórnarmyndunar Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar. »Formenn flokkanna, þauIngibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Geir Haarde, gengu glaðbeitt af fundi og kváðu gang viðræðna góðan. »Jón Sigurðsson, formað-ur Framsóknarflokksins, segir sjálfstæðismenn hafa brugðist trausti framsókn- armanna. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is  Allt í fári | Miðopna  Miðar | 4  Geir Haarde | 6 STOFNAÐ 1913 135. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is GULLBARKAFOSS TVEIR AF FREMSTU BARÍTÓNSÖNGVURUM HEIMS GLEÐJA LANDANN Á LISTAHÁTÍÐ >> LESBÓK VALSKONUM SPÁÐ SIGRI Í SUMAR KVENNABOLTI Í ÍÞRÓTTABLAÐINU FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is NÚ ÞEGAR hafnar eru formlegar stjórnarmyndunarviðræður á milli Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar velta marg- ir fyrir sér hvernig flokkarnir nái að sam- ræma afstöðu sína í stóriðjumálum, sem mikið voru rædd í kosningabaráttunni. Þá gagnrýndi Samfylkingin stjórnarflokkana fyrir stefnu sína í uppbyggingu stóriðju, sem þeir vísuðu báðir algjörlega á bug. Engu að síður má spyrja hvort afstaða flokkanna hafi ekki fyrst og fremst mót- ast af stöðu þeirra sem ríkisstjórnar- flokks og stjórnarandstöðuflokks við hlið pólanna í stóriðjuumræðunni: Framsókn- arflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Að minnsta kosti verður vart séð að stefna flokkanna í mála- flokknum sé ósamrýmanleg. Bæði Sam- fylking og Sjálfstæðisflokkur lögðu upp með það í kosningabaráttunni að gera þyrfti heildstæðar áætlanir um það hvaða auðlindir mætti virkja og hverjar skyldi vernda. Samfylkingin gekk aftur á móti lengra í stefnu sinni „Fagra Ísland“ og lagði þar til að frekari stóriðjufram- kvæmdum yrði frestað þar til gerð áætl- unarinnar yrði lokið. Jafnframt vildi flokkurinn að vald til að veita rannsókn- ar- og nýtingarleyfi vegna virkjunar- áforma yrði fært úr höndum iðnaðarráð- herra til Alþingis á meðan unnið yrði að gerð áætlunarinnar. Þótt Samfylkingin hafi sagt að áætlunin þjónaði því mark- miði að greina hvaða náttúruauðlindir ætti að virkja vegna umhverfissjónarmiða þá hefur flokkurinn ekki síður rökstutt stefnu sína með efnahagslegum rökum. Kæla þurfi efnahagskerfið í nokkur ár til að ná stöðugleika. Hversu mörg hefur í raun aldrei komið fram en samfylking- arfólk hefur nefnt á bilinu þrjú til fimm ár í þessu samhengi. Stuðningur við álver á Húsavík Ljóst er að þrjár álversframkvæmdir banka að dyrum hjá íslenskum ráða- mönnum um þessar mundir: Stækkun Alcan í Straumsvík, nýtt álver Alcoa við Húsavík og nýtt álver Norðuráls við Helguvík. Stækkun í Straumsvík var sú framkvæmd sem lengst var komin í ferl- inu en staða hennar er óljós eftir íbúa- kosningu Hafnfirðinga fyrr í vor. Þing- menn bæði Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks í Norðausturkjördæmi gáfu skýrt til kynna í kosningabaráttunni að þeir styddu byggingu álvers við Húsavík. Þar sem ekki er gert ráð fyrir að sú framkvæmd hefjist fyrr en í fyrsta lagi árið 2010 er alls ekki víst að stefna Sam- fylkingarinnar leiði til þess að fresta þurfi nokkrum framkvæmdum. Þingmenn flokksins sem styðja áframhaldandi stór- iðju í landinu hafa því getað með heilum hug sagst styðja stefnu flokksins um seinkun um nokkur ár – hvort eð er séu nokkur ár í næstu stóriðjuframkvæmdir. Stóriðja og stjórn- armyndun Geta flokkarnir náð saman um frestun? Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is GARÐAR Thór Cortes mun syngja fyrir leik Derby County og WBA á Wembley-leikvang- inum í Lundúnum mánudaginn 28. maí næst- komandi en um er að ræða hreinan úrslitaleik um hvort liðið spilar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð. Leikurinn er sagð- ur verðmætasti fótboltaleikur heims vegna þess hve mikið er undir hjá liðunum fjárhagslega og því er áhugi á honum mjög mikill. Garðar söng fyrir leik West Ham og Chelsea á Upton Park 18. apríl síðastliðinn en sá leikvangur rúmar 35.000 manns. Wembley-leikvangurinn, sem vígður var í mars, rúmar hins vegar allt að 90.000 manns í sæti. Garðar syngur fyrir stórleik á Wembley Garðar Thór Cortes

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.