Morgunblaðið - 19.05.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.05.2007, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt konu í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á aðra konu í Sjallanum á Akureyri í apríl 2006, rífa í hár hennar og skella höfði hennar 3-5 sinnum ofan á borð og slá hana síð- an í andlitið. Þarf ákærða að greiða 102 þúsund kr. í sakarkostnað. Réðst á konu Á AUSTURLANDI er mikið um að hreindýr séu við vegi og eru veg- farendur beðnir um að aka þar með gát. Annars eru helstu vegir landsins greið- færir, að því er fram kemur á vef Vegagerð- arinnar. Vegna aur- bleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á flestöllum hálend- isvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi. Þó er fært inn í Þórsmörk. Einnig eru Uxahryggir orðnir færir og sömu- leiðis Hólssandur. Þeim sem vilja komast með bíla eða vélsleða á snjó er bent á að hægt er að fara frá Húsafelli upp á Langjökul og einnig er hægt að komast upp á Mýrdals- jökul um Sólheimaheiði. Hreindýr við vegi eystra HAFDÍS Karlsdóttir var kjörin 1. varaforseti Evrópusambands Sor- optimista á aðalfundi samtakanna í Toulouse í Frakklandi 12.-13. maí til næstu tveggja ára. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kona er kos- in 1. varaforseti, en áður hafa 3 ís- lenskar konur gegnt stöðu 2. vara- forseta. Fundinn sátu fulltrúar 67 landa sem tilheyra sambandinu en heild- arfjöldi klúbba er um 1.220. Alþjóðasamband Soroptimista, en innan þess starfar Evrópusam- bandið, er samtök starfsgreindra þjónustuklúbba um allan heim. Höf- uðmarkmið Soroptimista er að vinna að betra mannlífi. Í forystu meðal Soroptimista Forsetar Hafdís Karlsdóttir og Mariet Verhoef-Cohen frá Hollandi sem er verðandi forseti Evrópu- sambands Soroptimista. TÍU veitinga- staðir í miðborg- inni taka þátt í fiskiveislu Hátíð- ar hafsins í tengslum við sjó- mannadaginn. Veitingastað- irnir eru Við Tjörnina, Horn- ið, Apótekið, Domo, Einar Ben, Salt, Þrír frakkar, Fjalakött- urinn, Vín og Skel og Tveir fiskar. Úrvalið er fjölbreytt og gætir áhrifa víða að en m.a. má finna sushi og sashimi, saltfiskbrandade og madeiragljáa, jerusalemæti- þystlarisotto og ítalska fiskisúpu. Hátíð hafsins er skipulögð, fram- kvæmd og fjármögnuð af Faxaflóa- höfnum og Sjómannadagsráði. Fiskiveisla í miðborginni Skötuselur er herramannsmatur ÁHUGI er fyrir auknu sam- starfi milli Íslendinga og Þjóð- verja í varnar- og öryggismál- um en forviðræður fóru fram milli embættismanna þjóðanna tveggja hér á landi í gær. Tveir fulltrúar þýska utanrík- isráðuneytisins og einn frá varnarmálaráðuneytinu, auk þýska sendiherrans á Íslandi, Johann Wenzl, áttu fund með ís- lenskum embættismönnum í Svartsengi og kynntu Þjóðverj- arnir sér öryggissvæðið á Kefla- víkurflugvelli við þetta tæki- færi. Grétar Már Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu, sagði Þjóðverjunum hafa litist vel á aðstæður; töldu þeir mikla möguleika fyrir hendi á öryggissvæðinu og það mun hafa komið þeim nokkuð á óvart. Grétar Már sagði mögu- leikann á frekara samstarfi hafa verið ræddan á þessum fundi, m.a. í Afganistan þar sem báðar þjóðir hafa tekið þátt í friðar- gæslu. Um forviðræður hefði hins vegar verið að ræða og því hefðu engar ákvarðanir verið teknar en ljóst væri að mikill vinskapur væri á milli þjóðanna og töldu menn ástæðu til að halda áfram að tala saman. Er ráðgert að annar fundur verði á haustmánuðum. Ulrich Brandenburg, hátt- settur embættismaður í þýska utanríkisráðuneytinu, leiddi við- ræðurnar fyrir hönd Þjóðverja. Hann sagði að fundurinn í gær hefði verið góður. „Við ræddum öryggismál vítt og breitt, þar á meðal aðgerðir, spurningar um Atlantshafsbandalagið og eld- flaugavarnir,“ sagði hann. „Við hlýddum af miklum áhuga á það, sem Íslendingar höfðu að segja um stöðu öryggismála í Norður-Atlantshafi.“ Hann bætti við að þróun und- anfarinna ára og brottför varn- arliðsins frá Íslandi hefði verið rædd og farið yfir það hvað nú tæki við. Þegar spurt var við hverju mætti búast samanborið við það samkomulag, sem gert hefur verið við Dani og Norðmenn, sagði Brandenburg að öðru máli gegndi um Þjóðverja en Norð- urlandaþjóðirnar. „Við erum ekki inni á þessu svæði,“ sagði hann og átti við lofthelgi Ís- lands. Viðræður Þjóðverja og Íslendinga um varnarmál Annar fundur á haustmánuðum Ljósmynd/Ellert Grétarsson Skoða kort Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri (annar frá vinstri) og Erlingur Erlingsson sendi- ráðsritari sýna Holger Strohmeier ofursta og Ulrich Brandenburg aðstæður á öryggissvæðinu. RÚMLEGA 800 er- lendir gestir hafa boð- að komu sína á alþjóð- lega ráðstefnu evrópsku markaðsaka- demíunnar (EMAC) sem haldin verður hér á landi í næstu viku. Þátttakendur eru af 48 þjóð- ernum, þar af eru yfir fimmtíu frá Ástralíu og sömuleiðis frá Bandaríkjunum og meira en 100 manns eru frá Þýskalandi og Bretlandi. Það er Háskólinn í Reykjavík sem heldur ráð- stefnuna og hefst hún á þriðjudag og stendur út vikuna. Þetta er í 36. skipti sem þessi ráðstefna er haldin en á henni safnast jafnan saman flestir virt- ustu markaðsfræðingar heims í þeim tilgangi að efla fræðigreinina á heimsvísu. Halldór Engilbertsson hjá Háskólanum í Reykjavík sagði að undirbúningur ráðstefnu- haldsins hefði í raun farið af stað 2004 en þá fór hópur héðan á EMAC-ráðstefnuna sem það ár var haldin á Spáni. „Markaðsfræðin er vaxandi fræði- grein. Hún er tiltölulega ung og mikil gerjun á sviði markaðsfræða með tilkomu Netsins og auk- innar samkeppni gerir það að verkum að fyrirtæki eru alltaf að leita nýrra leiða til að vekja athygli á vörumerkjum sínum og standa út úr flórunni. Þess vegna fannst okkur svo áhugavert að bjóða til okk- ar þessu fólki sem er að kynna sínar nýjustu rann- sóknir á sviði markaðsfræðinnar,“ sagði Halldór. Söluáherslan á undanhaldi Halldór sagði að menn væru alltaf að gera sér betur og betur grein fyrir mikilvægi markaðs- fræðinnar. Markaðshneigð fyrirtæki skiluðu meiri árangri en önnur. Fyrr á tímum hefðu menn lagt áherslu á sölu: litið hefði verið svo á að það þyrfti einfaldlega að framleiða nógu mikið af vörunni og síðan finna öfluga sölumenn til að selja hana. Menn væru hins vegar sífellt að átta sig betur og betur á því hversu mikilvægt það væri að rann- saka vel hvað viðskiptavinurinn vildi. Halldór tekur Henry Ford sem dæmi, brauð- ryðjanda í framleiðslu og sölu bíla í upphafi síð- ustu aldar. Ford hafi bara viljað selja svarta bíla. Hann hafi einblínt á aukna framleiðni og minni kostnað, en gleymt að hugsa um óskir viðskipta- vina. Fyrir vikið hafi samkeppnisaðilar náð for- skotinu er fram liðu stundir, þeir hafi boðið upp á aðra liti og þannig þjónað viðskiptavinunum betur. Ráðstefnu- gestir frá 48 þjóðum HR heldur alþjóðlega ráðstefnu um markaðsmál

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.