Morgunblaðið - 19.05.2007, Side 19

Morgunblaðið - 19.05.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 19 MENNING KÓR Bústaðakirkju býður til sumartónleika í Bústaðakirkju í dag kl. 17. Boðið verður upp á fjölbreytta tónlist úr ýmsum áttum. Meðal annars mun Tríóla söngtríó taka sig út úr kórnum og syngja. Tróið skipa þær Gréta Hergils, Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir og Si- bylle Köll. Þá mun kór Siglu- fjarðarkirkju koma við sögu á tónleikunum. Stjórnandi og undirleikari er Renata Ivan. Hún tók við Kór Bústaðakirkju skömmu fyrir páska og hefur ásamt kórfélögum sett saman dagskrá á stuttum tíma. Enginn aðgangseyrir er inn á tón- leikana. Tónlist Tveir kórar og Tríóla syngja Í DAG kl. 17 verða síðustu tónleikar starfsársins í kammertónleikaröð Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, Krist- alnum, en þá munu allir málmblásarar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands leika saman ásamt tveimur slagverks- mönnum í Listasafni Íslands. Á efnisskránni eru meðal annars verk Modest Mússorskíjs, Myndir á sýningu, í útsetningu fyrir málmblásarasveit eftir Elgar Howarth. Hljómsveitarstjóri í tón- leikunum er Anthony Plog. Einnig eru á dag- skrá tónleikanna verk eftir Pablo Casals og Henri Tomasi. Tónlist Blásarar Sinfó spila Myndir á sýningu KVIKMYNDIRNAR Bell- issime og Bellissime 2 eftir Giovanna Gagliardo verða sýndar í Norræna húsinu í dag kl. 17 og 19.30. Á milli sýninga verða bornar fram léttar veit- ingar. Myndirnar segja sögu ítalskra kvenna á tuttugustu öld og voru fyrst sýndar á Kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum, þar sem þær hrepptu Pasinetti-verðlaun- in. Giovanna Gagliardo er ein af þekktustu kvenleikstjórum Ítalíu, sem hefur kannað af mik- illi varfærni sálarlíf kvenna og hlutverk þeirra í samtímanum. Myndirnar verða sýndar með ensk- um texta. Kvikmyndir Fegurð ítalskra kvenna í bíó Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is TIL stendur að íslenskir rithöfundar verði í öndvegi á glæpasagnahátíð í Berlín í haust. Það eru því ekki ein- ungis hverir og fossar sem breiða út hróður Íslands heldur gegnir menn- ingin veigamiklu hlutverki, að sögn Auðar Eddu Jökulsdóttur, sendi- ráðunautar og menningarfulltrúa í Sendiráði Íslands í Berlín. Lesið á börum og kaffihúsum Hún segir að með öflugu kynning- arstarfi hafi tekist að ryðja íslensk- um bókmenntum farveg inn í stærra samhengi, meðal annars með fjölda upplestra á hverju ári og þátttöku ís- lenskra fyrirtækja í bókakaupstefn- unni í Frankfurt. „Við erum á réttri leið og það sést vel á því að fimm ís- lenskum höfundum verður boðin þátttaka á „Krimitage“-glæpasagna- hátíð í Berlín í lok október og byrjun nóvember þar sem Ísland verður í öndvegi og hafa Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir þegar stað- fest þátttöku.“ Alls verða tuttugu rithöfundar á hátíðinni og unnið mikið markaðs- starf, m.a. sex þúsund plakötum dreift um alla Berlín. „Það sem mér finnst skemmtilegast er að fengnir verða þekktir þýskir leikarar, sem kunnir eru fyrir leik í glæpaseríum, nokkurs konar Derrickar, til þess að lesa upp á börum og kaffihúsum.“ Brotist úr fámenninu Útrás menningarinnar er að nokkru leyti viðskiptaútrás, því það hefur myndast mikill iðnaður í kring- um hana, að sögn Auðar Eddu. „Það er skemmtilegt að upplifa það þegar íslensk menning kemst í stærra sam- hengi, brýst úr fámenninu, og verður hluti af alþjóðlegum markaði. Við lít- um á þetta sem skapandi iðngreinar, sem eru að verða eftirsótt útflutn- ingsvara. Í því skyni erum við farin að bjóða árlega frammáfólki úr þýsku menningarlífi til landsins og við finnum að það telur sig upplifa eitthvað mjög sérstakt, þennan kraft og sköpunargleði, – það hversu Ís- land er framsækið og leitandi.“ Auður Edda vinnur nú ásamt þýskum sérfræðingi að athugun fyrir íslensk ráðuneyti á stöðu og ímynd íslenskrar menningar í Þýskalandi og á því hvernig best verðið staðið að opinberum stuðningi við menningar- útrás í framtíðinni. Þar segir hún m.a. koma fram hversu mikilvægt sé að nýta sér þann glugga sem opnast hafi fyrir íslenska menningu ytra. Sú fjárfesting geti skilað sér margfalt til baka. Augu manna beinist að Íslandi í augnablikinu, en ekki sé víst að sá gluggi verði alltaf opinn. Menningartengsl á milli Íslands og Þýskaland styrkjast Íslenskir glæpir til Berlínar Í HNOTSKURN »Tíu þýskum menningar-fulltrúum var boðið í kynn- isferð til Íslands 11. maí til 15. maí. »Þar á meðal var list-fræðilegur stjórnandi Art Forum kaupstefnunnar í Berlín, þar sem Reykjavík verður „í fók- us“ í pallborðsumræðum í haust. » Í bígerð er að halda nútíma-lega sýningu á Kvikmynda- sögu Íslands í menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín. OPNUÐ verður sýning á myndum úr fjölskyldualbúmum Nóbelskáldsins, m.a. af ferðalögum, í Köln í október í tengslum við útgáfu ævisögu hans eftir Halldór Guðmundsson í þýskri þýðingu. Margar myndanna eru óvana- legar og hafa aldrei verið prentaðar. Morgunblaðið/Jim Smart Sýn Halldórs Laxness á öldina BRESK þing- nefnd um lagabætur leggur til að lögum verði breytt í þá veru að tón- listarmenn sem hófu feril sinn ungir, njóti tekna af höfundarrétti á efri árum, en í breskum lögum nær höfundarréttur af hljóðritunum eingöngu til fimmtíu ára. Eftir það fellur hann niður. Listamenn á borð við Paul McCartney, sem er 64 ára og Cliff Richard, 66 ára, sem báðir hófu ungir að gefa tónlist sína út, eiga á hættu að missa tekjur af elstu útgáfum sínum innan skamms verði lög- unum ekki breytt. Lagasmiðir þingsins vilja að höfundarréttur af tónlistarútgáfu verði 95 ár, eins og hann er í Bandaríkjunum. Höfundarréttur lengdur Paul McCartney „ÞETTA eru prentverk sem lýsa söfnunarþráhyggju lista- mannsins. Verðlausu glingri og skrani er sýnd jafnmikil virð- ing og dýrgripum sem venju- lega prýða veggi listasafna,“ segir Bobby Breiðholt um verk sín sem sýnd verða á sýningu sem opnuð verður í dag kl. 18 í Nakta apanum í Bankastræti. Bobby teiknar fjöldann allan af hlutum sem hann setur í röð á myndfletinum, eins og langt genginn safnari sem dáist að snældunum, bollunum og vhs- spólunum sem brátt fylla íbúð- ina. Bobby Breiðholt útskrifaðist úr hönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2005, en þetta er hans fyrsta einkasýning sem myndlistarmaður. Áður hefur hann haldið tvær ljósmynda- sýningar og tekið þátt í nokkr- um samsýningum. Bobby Breiðholt sýnir Allskyns „MÉR fannst þetta mjög frumleg og persónuleg tónsmíð hjá Haf- liða. Ég held að enginn gæti sam- ið svona verk nema Hafliði. Óper- an er beinskeytt og svartur húmor í tónlistinni eins og í sög- unum sem hún byggist á. Hljóm- sveitin er líka sérstök hjá honum, og nálgast svolítið kammer- hljómsveit – enda sprettur óper- an úr kammerverki, Örsögum. Maður getur ekki annað en borið það saman, enda þekki ég Örsög- urnar vel. Einstaklingsframtakið hjá hljóðfæraleikurum Sinfó var líka gott; alls konar sóló út um allt, alveg frábærlega spiluð. Það voru mjög sterkir sólistar í verk- inu og svo varð þetta magnaðra og magnaðra eftir því sem á leið.“ Hvernig var? Kolbeinn Bjarnason flautuleikari fór á óperu Hafliða Hallgrímssonar, Viröld fláa Morgunblaðið/Árni Sæberg Flautuleikari Kolbeinn Bjarnason. Í dag:  San Francisco ballettinn 4. og 5. sýning í Borgarleikhúsinu kl. 14 og 20.  Listahátíð í Laugarborg I Tónamínútur – verk eftir Atla Heimi Sveinsson í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit, kl. 15.  Kvika – íslensk samtímahönnun. Opnun sýningar í Listasafni Reykjavíkur kl. 16.  Gyðjan í vélinni – viðburður í varðskipi. 4. sýning í varðskipinu Óðni kl. 20.  Goran Bregovic – fjör fyrir brúð- kaup og jarðarfarir. Tónleikar í Laug- ardalshöll kl. 21. Í samstarfi við tónlist- arhátíðina Vorblót. Á morgun:  San Francisco ballettinn 6. og 7. sýning í Borgarleikhúsinu kl. 14 og 20.  Listahátíð í Laugarborg II Kvartett Kammersveitar Reykjavíkur leik- ur alla strengjakvartetta Jóns Leifs í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit, kl. 15.  Dmitri Hvorostovsky – rússneski barítónsöngvarinn. Einsöngstónleikar. Píanóleikari: Ivari Ilja. Í Háskólabíói kl. 17. Listahátíð í Reykjavík TENGLAR ..................................... www.listahatid.is listir.blog.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.