Morgunblaðið - 19.05.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 19.05.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 21 ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Eyrarbakki | „Við fórum í þetta verkefni, Vorskipið kemur, þegar bæjarstjórn Árborgar sló af menn- ingardagskrána Vor í Árborg en sú dagskrá hafði mikið að segja hér við ströndina og annars staðar og kynnti vel menningu og listir í sveit- arfélaginu,“ sagði Friðrik Erlings- son, rithöfundur á Eyrarbakka, einn af frumkvöðlum dagskrárinnar Vorskipið kemur sem stendur yfir nú um helgina. Friðrik hefur verið búsettur á Eyrarbakka síðan 1998 og samfellt síðan 2003. Hann sagði að mikil vinna hefði verið lögð í Vor í Árborg og sú menningardagskrá hefði náð að festast í sessi á þeim fjórum ár- um sem hún var haldin. Mikið sjálf- boðastarf hefði verið unnið og nauð- synlegt að nýta áfram þau verðmæti sem sú vinna skapaði. Þorpin verða sýnilegri „Við vildum gera eitthvað, ekki bara láta þetta leggjast af. Hér er öflug og góð umferð ferðamanna og mikill listiðnaður í gangi sem mætti gera sýnilegri en svona hátíð dregur það fram sem hér er unnið að. Sér- staða þorpanna við ströndina er 19. öldin sem var síðasta gullöld þeirra og segja má að þegar gesti ber að garði er hér alltaf árið 1900,“ sagði Friðrik sem er mikill áhugamaður um arfleifð Eyrarbakka og Stokks- eyrar og hefur lagt áherslu á það í ræðu og riti. „Þetta svæði er næst höfuðborg- arsvæðinu og hingað geta höfuð- borgarbúar komið í þægilegan bíl- túr. Við urðum vel vör við það hérna þegar Vor í Árborg var í gangi en þá komu 1.000 manns í Húsið og á veit- ingastaðina. Það er alveg klárt að fólki líkar vel að heimsækja Eyrar- bakka og Stokkseyri, sagði Friðrik. „Við vildum aðeins ydda á sér- stöðu strandarinnar og einbeita okkur að þeim tíma þegar vorskipin komu og fólk fékk vörur og fréttir frá umheiminum. Þetta framtak okkar með vorskipið hefur fengið góðar viðtökur og dagskráin er sneisafull af skemmtilegum atriðum svo sem íslenskri glímu við Húsið, krambúð, markaði, djassi og fleiru. Svo verður aldamótamatseðill í Rauða húsinu og stórar rjómatertur sem heita Drottningarhattur.“ Eyrarbakki er 101 Ísland „Það er mjög gott að búa á Eyr- arbakka og ég segi alltaf þegar ég er spurður að þessu að Eyrarbakki sé 101 Ísland. Ég hef alltaf dregist að því að vera á kyrrlátum stað þar sem samfélagið er passlega stórt og þar sem maður finnur sig hluta af lifandi samfélagi. Þetta er annar heimur, það er eins og Ísland byrji þegar maður kemur út fyrir Reykjavík. Ég verð vel var við áhuga fólks á því að reyna búsetu hér á Eyrarbakka enda er hér verið að auglýsa lóðir, svo sem á Einars- hafnarsvæðinu,“ sagði Friðrik Erl- ingsson rithöfundur á Eyrarbakka sem bíður spenntur eftir að taka á móti gestum á menningardag- skrána Vorskipið kemur, núna um helgina. Friðrik Erlingsson er áhugamaður um arfleifð Eyrarbakka og Stokkseyrar Hér er alltaf árið 1900 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vorskipið kemur Friðrik Erlingsson, rithöfundur á Eyrarbakka, er einn þeirra sem standa fyrir hátíðinni „Vorskipið kemur“ um helgina. Hann stendur við garðinn umhverfis hið sögufræga Hús á Eyrarbakka. FJÓRIR lykilaðilar í viðbrögðum við slys- um, eldsvoðum og fleiri bráðatilvikum á suðvesturhorninu hafa gert með sér sam- komulag um gagnkvæma aðstoð og sam- eiginleg viðbrögð þar sem þjónustusvæði þeirra liggja saman. Um er að ræða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Bruna- varnir Árnessýslu, Slökkvilið Hveragerðis og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sam- komulagið nær meðal annars til virkjana Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum og Hellisheiði, Þingvalla, Hellisheiðar og Þrengslavegar. Tilgangur samningsins er að tryggja sem skjótust, öruggust og öflugust við- brögð við slysum, bráðatilfellum, elds- voðum, eiturefnaslysum og öðrum atburð- um þar sem þörf er á sjúkraflutningum og/eða slökkviliði, segir í fréttatilkynn- ingu. Flokkist viðkomandi atburður í efsta eða næstefsta forgangsstig er gert ráð fyrir að viðbragðsaðilar séu virkjaðir beggja vegna frá og allir séu upplýstir um gang mála. Þar sem svæði viðbragðsaðilanna liggja saman eru líkur á að annar en viðkomandi þjónustuaðili geti brugðist fyrr við. Þann- ig er til dæmis styttra til Þingvalla frá stöð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Tunguhálsi en frá Selfossi og Hveragerði. Í mörgum tilvikum getur aukinn styrkur frá aðila utan viðkomandi starfssvæðis ráðið úrslitum um hvernig til tekst við björgunarstörf, segir ennfremur. Samið um gagn- kvæma aðstoð í neyðarþjónustu Samstarf Kristján Einarsson, Snorri Baldursson, Óskar Reykdalsson, Birgir Finnsson, Hreinn Frímannsson og Krist- ján Hoffmann undirrita. Höfum opnað glæsilega bílasölu að Gylfaflöt 5, Grafarvogi Bjartur og rúmgóður sýningarsalur Vantar allar gerðir bíla á skrá Engin sölulaun í maí - en seljandi borgar umsýslugjald kr. 5.000 + 2.530 fyrir umskráningu MAZDA SPEED6 AWD 274 hö kemur á götuna 3/2007, 2300cc TURBO, 6 gíra ek 5 þús. km, Bose hljómkerfi, 18” álfelgur o.fl. Verð 3.790 þús. áhv. 3.050 þús. Afb. 46 þús. CHRYSLER 300C 20” Krómfelgur, árg 4/2005, sjsk. 3500cc V6 ,Leður o.fl. Glæsileg bifreið. Verð 4.290 þús. áhv. 3.060 þús. FORD EXPLORER LIMITED 4X4 árg 2006, sjsk 4015cc, leður o.fl., Tilboðsverð 3.850 þús. Fleiri Explorer í boði (YJ979) SUZUKI GRAND VITARA árg 9/2005, sjsk. 1995cc, dráttarkúla, aksturstalva o.fl. Verð 2.490 þús. www.arnarbílar.is Sími 567 2700Skeifunni 11 Sími 534 5400 www.klettur.is Klettur fasteignasala kynnir 6 herbergja íbúð á tveimur hæðum. Alls er birt stærð eignar 212,8 fm, þar af bílskúr 25,1 fm. Lýsing neðri hæðar: forstofa með flísum á gólfi og góðum skápum. Gengið inn í þvottahús sem er með máluðu gólfi og hillum. Gott hol þar sem gengið er inn í stofu, borðstofu, sjónvarpsherbergi, baðherbergi, svefnherbergi og eldhús, einnig upp á næstu hæð. Hjónaherbergi með skápum og rauðeik á gólfi. Baðherbergi með ljósum flísum og hvítri eldri innréttingu, baðkar (þarfnast lagfæringa) og sturtuklefi, gluggi á baðherbergi (verður lagfærður). Stórt sjónvarpsherbergi með rauðeik á gólfum. Stofa og borðstofa mjög rúmgóð með rauðeik á gólf- um, gengið út á svalir úr stofu. Eldhús með eldri innréttingu og kork á gólfi. Stigi upp á efri hæð er úr furu. Lýsing efri hæðar: komið inn í opið rými með máluðum gólfum, loftglugga og stórum kvistglugga, góð geymsla undir súð. 3 góð svefnherbergi, öll með skápum, tvö með parketi úr rauðeik á gólfum og eitt með máluðu gólfi. Salerni með léttri innréttingu og geymslu undir súð. Sérgeymsla í kjallara 12,7 fm. Einangraður ópússaður bílskúr með máluðu gólfi, búið að leggja fyrir rafmagni, heitt og kalt vatn (á eftir að tengja). ÁSETT VERÐ: 38,9 m. (Nánari upplýsingar hjá sölumönnum Kletts fasteignasölu.) Kristján Ólafsson hrl. og löggildur fasts. SKÓGARÁS - 6 HERBERGJA ÍBÚÐ Ölfus | Sigurður Fannar Guð- mundsson, Guðmundur Sigurðsson og Sigurður Ívar Másson fjárfest- ar hafa keypt tvo samliggjandi hluta úr landi Kotstrandar og Ak- urgerðis í Ölfusi, að því er fram kemur á fréttavefnum sudurland.- is. Fram kemur að spildurnar eru samtals 202 hektarar að stærð og kostuðu um 3–400 milljónir kr. Að sögn Sigurðar Fannars er þegar hafið skipulag á um 150 ein- býlishúsalóðum á svæðinu. Þær verða í stærri kantinum, rúmlega hektari hver lóð. Seljendur eru Þorsteinn Gunn- arsson á Kotströnd annarsvegar og hjónin Guðmundur Ingvarsson og Anna G. Höskuldsdóttir á Ak- urgerði hinsvegar, segir á frétta- vefnum. Nýtt íbúðahverfi í Ölfusi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.