Morgunblaðið - 19.05.2007, Page 31

Morgunblaðið - 19.05.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 31 Sjúkraliðanámið er ekki gamalt nám. Er ekki einhver, sem les þessa grein, sem hef- ur þurft á þjónustu að halda innan heil- brigðisstofnana hér á landi? Það eru eflaust margir sem lesa þetta sem hafa þurft að leggjast inn á ein- hverja sjúkrastofnun eða eiga einhvern sér nákominn á sjúkra- eða öldrunarstofnun. Hvaða starfsfólk er það sem er í nánustu tengslum við ykkur og ykkar fólk inni á stofnunum? Ágæti lesandi sem hefur þurft á þeirri þjón- ustu að halda, það er að sjálfsögðu sjúkra- liðinn. Vissulega eru fleiri starfsstéttir sem koma þar að, en grein þessi er rituð til þess að vekja fólk til umhugsunar um það hvað við sjúkraliðar gerum fyrir ykkur, ágætu skjólstæðingar. Starf sjúkraliða er að mínu mati vanmetið eins og önnur störf í heil- brigðisgeiranum en ég hef starfað sem sjúkraliði í 30 ár, lengst af sem almennur sjúkraliði. Eftir að Sjúkraliðafélag Íslands, ásamt öðr- um sem tengjast heilbrigðismálum, hafði frumkvæði að því að stofna til framhaldsnáms sjúkraliða í hjúkrun aldraðra var ég í fyrsta hópnum sem lauk því námi. Þessi framþróun í menntun sjúkraliða hefur fært mörgum breytt starfssvið og ekki síst hefur hún bætt gæði þeirrar þjónustu sem veitt er inni á stofunum, s.s. sjúkrahúsum, öldr- unarstofnunum, í heimahjúkrun og á dagdeildum. Þessi breyting á menntun sjúkraliða hefur gjörbreytt vinnuumhverfi margra sjúkraliða og fært þeim vellíðan í starfi. Ég vil einnig vekja athygli á öðru sem Sjúkraliðafélag Ís- lands hefur komið að ásamt öðrum, en það er að gefa fólki, sem hefur mikla starfs- reynslu við umönnun aldraðra, kost á að mennta sig samhliða vinnu í formi fullorð- insfræðslu til að verða enn hæfari stafs- kraftar eftir að það lýkur sjúkraliðanámi. Með grein þessari vil ég vekja athygli á þessari framþróun af hálfu Sjúkraliðafélagsins og einnig því hve mikið það bætir þjónustu við notendur. Sjúkraliðafélag Íslands fagnaði 40 ára afmæli árið 2006. Núver- andi formaður félagsins, Kristín Á. Guðmundsdóttir, á mikinn þátt í velgengni félagsins og fé- lagsmanna þess. Hvað hefur sjúkra- liði gert fyrir þig? Edda Sjöfn Smáradóttir skrifar um starf sjúkraliða í tilefni formannskjörs Edda Sjöfn Smáradóttir »Mikilvægisjúkraliða og menntunar þeirra í þjóð- félaginu. Höfundur er formaður deildar sjúkra- liða með sérnám í hjúkrun aldraðra. LANGÞRÁÐUR áfangi er nú loksins í höfn. Þann 24. apríl und- irritaði heilbrigð- isráðherra Siv Frið- leifsdóttir reglugerðarbreytingu sem hefur það í för með sér að Trygg- ingastofnun tekur þátt í meðferðarkostnaði einstaklinga með skaða eða sjúkdóma í miðtaugakerfi, þegar veitt er sjúkraþjálfun á hestbaki. Þetta er þó háð þeim skil- yrðum að sjúkraþjálf- ari hafi viðurkennda menntun í þessu með- ferðarformi og í um- gengni við hross. Fyrir nærri sex ár- um var haldin á Sauð- árkróki fyrsta ráð- stefnan um reiðmennsku fatlaðra. Ráðstefnugestir komu vítt og breitt af land- inu með ólíkan bak- grunn en áttu það all- ir sameiginlegt að hafa áhuga á að efla þessa þjónustu. Nokkrir sjúkraþjálf- arar voru þar á með- al, en ólíkt því sem víða er erlend- is höfðu fáir sjúkraþjálfarar á Íslandi sýnt þessu meðferðarformi áhuga. Erlendis þar sem hefðin er mun lengri fyrir að nota hestinn sem meðferðartæki í sjúkraþjálfun hefur meðferðin verið viðurkennd á við aðra meðferð sem sjúkra- þjálfari veitir og tryggingakerfið þar af leiðandi tekið þátt í með- ferðarkostnaði. Á ráðstefnunni voru einnig fjölmargir mættir sem hafa um áraraðir veitt ein- staklingum með mismunandi fötl- un möguleika á að fara á hestbak og hefur það tvímælalaust veitt fjölmörgum ómælda gleði. Bak- grunnur þeirra sem þá þjónustu veita hefur í flestum tilfellum ver- ið mikil hestakunnátta og reynsla af reiðmennsku og kennslu í þeim efnum. Markmið með sjúkraþjálfun á hestbaki er ekki eingöngu að veita gleði og skapa fjölbreytni heldur fyrst og fremst að hafa áhrif á lík- amsstöðu og færni knapans. Sjúkraþjálfarar hafa sína sérþekk- ingu á hreyfingum og færni lík- amans og sjá mikla möguleika í að nýta sér hestinn og hreyfingar hans í hæfingu og endurhæfingu þeirra sem hafa skerta færni. Hesturinn er frábært tæki til að örva og virkja vöðva, sem annars eru lítt notaðir. Á feti yfirfærir hann hita og hreyfingu í hrygg og mjaðmagrind knapans sem er nán- ast hin sama og gerist við göngu. Einstaklingar sem ekki ganga sjálfir eða hafa skerta göngu- getu upplifa því takt- fastar „gönguhreyf- ingar“ um leið og hesturinn hreyfir sig sem líkjast eðlilegu göngumynstri. Rann- sóknir hafa sýnt að spenna vöðva minnk- ar og færist í eðli- legra ástand eftir að hafa verið á hestbaki. Nálægð og snerting við lifandi felddýr veitir einnig öflug skynáhrif á öll skyn- færi knapans (snert- ingu, stöðuskyn, lykt, sjón og heyrn). Auk þessara áhrifa hefur mörgum reynst erfitt að yfirstíga hræðsl- una við að setjast á þessar stóru loðnu skepnur og það er því ótvíræður sigur þegar lítill einstaklingur getur það. Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra (SLF) hefur í meira en hálfa öld verið frumkvöðull í meðferðarúrræðum og þjónustu við hreyfihamlaða. Meðal annars hefur félagið rekið sumardval- arheimili fyrir hreyfihömluð börn og ungmenni í Reykjadal í Mos- fellsdal. Þar er frábær aðstaða til að veita hreyfihömluðum þjálfun í óhefðbundnu umhverfi, hvort sem eru gönguferðir, sund, fjallgöngur eða sjúkraþjálfun á hestbaki. Und- anfarin fimm ár hefur stjórn SLF veitt tilraunaverkefni um sjúkra- þjálfun hreyfihamlaðra barna á hestbaki brautargengi, fyrst í Reykjadal og síðustu þrjá vetur í reiðhöll Gusts, þrátt fyrir að form- lega hafi meðferðin ekki verið við- urkennd til jafns á við aðra sjúkraþjálfun. Niðurstöður óform- legra rannsókna á færni og lið- leika barna eftir meðferð á hest- baki hafa verið mjög jákvæðar og hefur ásókn í þessa tegund með- ferðar vaxið jafnt og þétt s.l. fimm ár. Í ár er sjötta árið sem sjúkra- þjálfun á hestbaki er veitt hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og hefur starfsemin nú vaxið svo að vænta má að nálægt hundrað börn fái að spreyta sig í sjúkra- þjálfun á hestbaki í Reykjadal og jafnframt í reiðhöll Gusts. Samhliða þessum tilraunaverk- efnum hefur starfað þverfaglegur samstarfshópur sem skipaður var í lok ráðstefnunnar á Sauðarkróki og samanstendur af fulltrúa reið- kennara, Hestamiðstöðvar Íslands, Íþróttasambands fatlaðra, þroska- þjálfa og sjúkraþjálfara. Markmið þessa starfshóps var að efla þjálf- un og reiðmennsku fyrir fatlaða á Íslandi. Samstarfshópurinn hefur einnig tekið þátt í norrænni sam- vinnu sjúkraþjálfara á Norð- urlöndum sem sinna þessari teg- und þjálfunar. Eitt af markmiðum hópsins var að fá meðferðarformið viðurkennt líkt og á hinum Norð- urlöndunum sem með reglugerð- arbreytingu heilbrigðisráðherra er orðið að veruleika fyrir ákveðinn hóp fatlaðra og því fögnum við sjúkraþjálfarar. Sjúkraþjálfun á hest- baki – raunhæfur möguleiki á Íslandi Hesturinn er frábært tæki til að örva og virkja vöðva, segja Guðbjörg Eggertsdóttir og Þorbjörg Guðlaugsdóttir »Með reglugerð-arbreytingu hefur heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttir við- urkennt sjúkraþjálfun á hestbaki sem meðferð- arform. Guðbjörg Eggertsdóttir Höfundar eru sjúkraþjálfarar á Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þorbjörg Guðlaugsdóttir OPIÐ HÚS MILLI KLUKKAN 14:00 OG 16:00 VALSHEIÐI 23 – HVERAGERÐI Mjög glæsilegt 193 fm einbýlishús með fallegum byggingarstíl og mik- illi lofthæð á góðum stað í Hvera- gerði. Húsið afhendist fullbúið að utan og fokhelt að innan. Skv. teikningum eru fjögur svefnher- bergi, tvískipt baðherbergi, bílskúr, stofa og borðstofa, geymsla, þvottahús og eldhús. Nútímalegt hús á frábæru verði með hagstæðu áhvílandi láni frá íbúðalánasjóði. V. 24,9 millj Þórir (s. 861 3040) tekur á móti gestum. Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58 Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is Grétar J. Stephensen lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.