Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.05.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 55 Umsóknarfrestur til 5. júní. Lagadeild Laganám í Háskóla Íslands: Reynsla, metnaður og gæði Skrásetningargjald allt skólaárið aðeins kr. 45.000.- www.lagadeild.hi.is www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477 • Þriðja hæð 346 fm efsta hæð, vandaðar og glæsilegar skrifstofur ásamt fundaraðstöðu og opnu rými. Hæðin er inndregin með mjög góðum svölum. • Jarðhæð 250 fm. og 162 fm. skrifstofur, mikið opið rými. Sameiginlegt eldhús ásamt mötuneyti. Til leigu - Lágmúli - skrifstofur Glæsilegt húsnæði, mjög góð staðsetning. Óskað er eftir tilboði í leigu. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarson í símum 588 4477 og 822 8242 og Bardar Tryggvason í símum 588 4477 og 896 5221 STÓRA tækifæri Victoriu Beckham til að kynna sig í Bandaríkjunum kemur í næsta mánuði þegar hún verður kynnir á MTV-verðlaunahá- tíðinni. Kryddpían fyrrverandi er stað- ráðin í að sigra Bandaríkin þegar hún og eiginmaður hennar David Beckham flytja til Los Angeles í sumar. Victoria mun slást í fagran hóp Hollywood-stjarna sem einnig kynna á verðlaunahátíðinni sem fer fram í Kaliforníu 4. júní næstkom- andi. M.a verða þar Cameron Diaz, Bruce Willis og Lindsay Lohan. Sögusagnir herma að Victoria geti ekki beðið eftir að komast til Banda- ríkjanna enda hefur hún mikla trú á því að í „landi tækifæranna“ bíði hennar frekari frægð og frami. Hef- ur hún m.a. litað brúnt hár sitt ljóst til að falla betur inn í Bandarískt þjóðfélag en þar hefur ljósi liturinn alltaf verið í miklum metum. Victoria vill vinsældir Reuters LEIKKONAN Eva Longoria kemst ekki í brúðkaupsferð eftir brúð- kaup sitt í júlí því hún þarf að flýta sér í vinnuna. Longoria giftist Tony Parker í París 7. júlí en tökur hefjast á Að- þrengdum eiginkonum tveimur dögum seinna í Bandaríkjunum svo hún kemst ekki langt. Longoria sagði tímaritinu People að hún ætlaði beint heim eftir brúð- kaupið því hún þyrfti að mæta í vinnuna. Longoria og Parker, sem trúlof- uðu sig í nóvember, hafa boðið tvö hundruð gestum í brúðkaupið en þetta er önnur gifting Longoriu sem skildi árið 2004 við sjónvarps- leikarann Tyler Christopher eftir tveggja ára hjónaband. Reuters Fer ekki í brúðkaupsferð LEIKKONAN Angelina Jolie hefur ákveðið að taka sér ársfrí til að eyða meiri tíma með fjöl- skyldu sinni, greinir vefsíða People frá. „Ég vinn þetta sumar, ég er í Prag í nokkra mánuði, síðan tek ég mér tveggja mánaða frí og svo vinn ég í tvo mánuði og eftir það mun ég taka mér ársfrí frá kvik- myndaleik,“ sagði Jolie í vikunni þegar hún var að kynna nýjustu mynd sína A Mighty Heart á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Spurð hvort frítíminn væri ætlaður fjöl- skyldunni svaraði hún játandi, ekki er ljóst hvort Brad Pitt ætlar að taka sér frí með henni. Þau eru nú stödd í Cannes ásamt börnum sínum fjórum en auk þess að kynna A Mighty Heart þarf Pitt að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar Ocean’s Thirteen. Jolie mun ekki taka sér frí frá góðgerðarmálunum og ætlar að halda áfram starfi sínu sem sendi- herra Sameinuðu þjóðanna. Hún sagðist ætla að halda áfram baráttu sinni fyrir réttlæti í heiminum þrátt fyrir að með því væri öryggi hennar teflt í hættu. „Ég vil ekki búa inni í kassa, ég mun fara varlega en samt vera hugrökk og ég mun læra um heiminn, enginn getur komið í veg fyrir það.“ Jolie ætlar í ársfrí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.