Morgunblaðið - 24.05.2007, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 24.05.2007, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2007 55 Umsóknarfrestur til 5. júní. Lagadeild Laganám í Háskóla Íslands: Reynsla, metnaður og gæði Skrásetningargjald allt skólaárið aðeins kr. 45.000.- www.lagadeild.hi.is www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477 • Þriðja hæð 346 fm efsta hæð, vandaðar og glæsilegar skrifstofur ásamt fundaraðstöðu og opnu rými. Hæðin er inndregin með mjög góðum svölum. • Jarðhæð 250 fm. og 162 fm. skrifstofur, mikið opið rými. Sameiginlegt eldhús ásamt mötuneyti. Til leigu - Lágmúli - skrifstofur Glæsilegt húsnæði, mjög góð staðsetning. Óskað er eftir tilboði í leigu. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarson í símum 588 4477 og 822 8242 og Bardar Tryggvason í símum 588 4477 og 896 5221 STÓRA tækifæri Victoriu Beckham til að kynna sig í Bandaríkjunum kemur í næsta mánuði þegar hún verður kynnir á MTV-verðlaunahá- tíðinni. Kryddpían fyrrverandi er stað- ráðin í að sigra Bandaríkin þegar hún og eiginmaður hennar David Beckham flytja til Los Angeles í sumar. Victoria mun slást í fagran hóp Hollywood-stjarna sem einnig kynna á verðlaunahátíðinni sem fer fram í Kaliforníu 4. júní næstkom- andi. M.a verða þar Cameron Diaz, Bruce Willis og Lindsay Lohan. Sögusagnir herma að Victoria geti ekki beðið eftir að komast til Banda- ríkjanna enda hefur hún mikla trú á því að í „landi tækifæranna“ bíði hennar frekari frægð og frami. Hef- ur hún m.a. litað brúnt hár sitt ljóst til að falla betur inn í Bandarískt þjóðfélag en þar hefur ljósi liturinn alltaf verið í miklum metum. Victoria vill vinsældir Reuters LEIKKONAN Eva Longoria kemst ekki í brúðkaupsferð eftir brúð- kaup sitt í júlí því hún þarf að flýta sér í vinnuna. Longoria giftist Tony Parker í París 7. júlí en tökur hefjast á Að- þrengdum eiginkonum tveimur dögum seinna í Bandaríkjunum svo hún kemst ekki langt. Longoria sagði tímaritinu People að hún ætlaði beint heim eftir brúð- kaupið því hún þyrfti að mæta í vinnuna. Longoria og Parker, sem trúlof- uðu sig í nóvember, hafa boðið tvö hundruð gestum í brúðkaupið en þetta er önnur gifting Longoriu sem skildi árið 2004 við sjónvarps- leikarann Tyler Christopher eftir tveggja ára hjónaband. Reuters Fer ekki í brúðkaupsferð LEIKKONAN Angelina Jolie hefur ákveðið að taka sér ársfrí til að eyða meiri tíma með fjöl- skyldu sinni, greinir vefsíða People frá. „Ég vinn þetta sumar, ég er í Prag í nokkra mánuði, síðan tek ég mér tveggja mánaða frí og svo vinn ég í tvo mánuði og eftir það mun ég taka mér ársfrí frá kvik- myndaleik,“ sagði Jolie í vikunni þegar hún var að kynna nýjustu mynd sína A Mighty Heart á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Spurð hvort frítíminn væri ætlaður fjöl- skyldunni svaraði hún játandi, ekki er ljóst hvort Brad Pitt ætlar að taka sér frí með henni. Þau eru nú stödd í Cannes ásamt börnum sínum fjórum en auk þess að kynna A Mighty Heart þarf Pitt að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar Ocean’s Thirteen. Jolie mun ekki taka sér frí frá góðgerðarmálunum og ætlar að halda áfram starfi sínu sem sendi- herra Sameinuðu þjóðanna. Hún sagðist ætla að halda áfram baráttu sinni fyrir réttlæti í heiminum þrátt fyrir að með því væri öryggi hennar teflt í hættu. „Ég vil ekki búa inni í kassa, ég mun fara varlega en samt vera hugrökk og ég mun læra um heiminn, enginn getur komið í veg fyrir það.“ Jolie ætlar í ársfrí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.