Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann á fer- tugsaldri í 15 mánaða fangelsi fyrir að þröngva ungri stúlku með ofbeldi til annarra kynmaka en samræðis. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður dæmt mann- inn í 18 mánaða fangelsi. Hæstiréttur var í þessu máli skipaður sömu dómurum og milduðu dóm yfir karli á fimmtugs- aldri í febrúar sl. með því að stytta fangelsisvist hans úr tveimur árum í 18 mánuði. Karlmaðurinn sem dæmdur var í gær neitaði sök fyrir dómi en Hæstiréttur vísaði til þess, að fjölskipaður héraðsdómur hefði metið framburð stúlkunnar, sem fékk stoð í framburði annarra vitna, trúverðugan. Einnig hafði Hæstiréttur hlið- sjón af ástandi stúlkunnar eftir atvikið og niður- stöðu DNA-rannsóknar. Hefur þjáðst af mikilli hræðslu Stúlkan var 13 ára þegar ofbeldið átti sér stað í júní 2006. Í dómi héraðsdóms er m.a. vísað til bóta- kröfu hennar þar sem segir að hún hafi í kjölfar þessa þjáðst af andlegri vanlíðan, kvíða og mikilli hræðslutilfinningu. Þá hafi hún ekki treyst sér til að mæta í skóla eftir atvikið og hafi skólasókn hennar því að mestu fallið niður af þeim sökum. Þá sé hún enn barn að aldri og á viðkvæmu þroska- skeiði í lífi sínu og því séu afleiðingar verknaðarins víðtækari en ella. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Gunn- laugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gísla- son, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Verjandi var Guðjón Ægir Sigurjónsson hrl. og sækjandi Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. Fangelsisdómur fyrir kynferðisbrot mildaður TÖLUVERÐAR skemmdir urðu á húsnæði hrognavinnslufyrirtækisins Vignis G. Jónssonar á Akranesi þeg- ar í því kviknaði í gærkvöldi. Óvíst er um skemmdir á afurðum. Slökkvilið- inu á Akranesi barst tilkynning um eldinn rétt upp úr klukkan tíu í gær- kvöldi og hafði það ráðið niðurlögum eldsins korteri síðar. Að sögn lög- reglunnar á Akranesi lék ekki grun- ur á íkveikju, en talið er að eldurinn hafi kviknað út frá eldavél. Málið er í rannsókn. Bruni í hús- næði Vignis G. Jónssonar ♦♦♦ ÍSLENSKUR sérfræðingur á veg- um Þróunarsamvinnustofnunar, sem búsettur hefur verið í Afríku- ríkinu Malaví í tvö ár varð fyrir hættulegri árás í fyrrinótt þegar fjórir vopnaðir ræningjar réðust inn á hann sofandi í rúmi hans og neyddu hann til að afhenda öll verð- mæti sem hægt var að hafa hendur á. Við hús Íslendingsins eru gæslu- menn vopnaðir bareflum en ræn- ingjunum tókst að yfirbuga þá og læsa þá inni í geymslu. Því næst fóru þeir inn í íbúðarhúsið og rændu Íslendinginn. Þeir voru vopnaðir byssum og eggvopnum og hótuðu að skjóta manninn ef hann hlýddi ekki. Að ráninu loknu bundu þeir manninn og kefluðu og skildu þannig við hann í rúmi sínu. Nokkru síðar tókst gæslumönnum hans að losa sig úr geymslunni og leysa hann. Að sögn Sighvats Björgvinssonar framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar varð maðurinn fyrir gríðarlegu áfalli vegna ránsins, þótt hann hefði á hinn bóginn ekki orðið fyrir lík- amlegum meiðslum. Hann hefur nú verið fluttur til Evrópu að sögn Sig- hvats enda þarf hann sérhæfða áfallahjálp sem ekki fæst í Malaví. Á vegum Þróunarsamvinnustofn- unar eru nú þrír Íslendingar með fasta búsetu í Malaví, að þeim með- töldum sem rændur var. Allir starfsmennirnir voru fluttir til höf- uðborgar Malaví, Lilongwe, en að- alskrifstofunni verður ekki lokað. Lögreglan í Malaví tekur málið mjög alvarlega en svona atvik munu ekki vera algeng á þessum slóðum. Íslendingur í Malaví lenti í vopnuðu ráni Rekinn á fætur með byssuhótun „ÞETTA er hlutur sem ég vona að nýr félagsmálaráðherra taki á sem fyrst,“ segir Finnbogi Sveinbjörns- son, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Verk-Vest, um óvissa stöðu erlends verkafólks hjá fisk- vinnslunni Kambi á Flateyri, eftir að ákveðið var að selja kvóta félags- ins. Að sögn Finnboga eiga starfs- menn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, EES, ekki rétt á atvinnuleysisbótum, nema þeir hafi íslenskan ríkisborgararétt og skorar hann á stjórnvöld að veita þessu fólki aðstoð, allmargir séu í þessari stöðu. Verkalýðsfélagið fundaði með starfsfólkinu í gær og segir Finn- bogi að túlkur og fulltrúar fjölmenn- ingarseturs Ísafjarðar, fræðslumið- stöðvar Vestfjarða og Rauða krossins hafi aðstoðað við að skýra fyrir þeim stöðuna á ensku, pólsku og tagalog, helstu mállýsku Filipps- eyja. Fólkið hefði verið í algjörri óvissu og mörgum spurningum ósvarað. „Við fórum einkum yfir réttinda- mál. Í svona stóru fyrirtæki gilda ekki sömu kjarasamningar fyrir alla. Það eru samningar landverka- fólks og sjómannasamningar. Það var nauðsynlegt að fara yfir þessi mál þar sem fólk hafði gert sér mis- munandi hugmyndir um samn- ingana. Það fór enginn af þessum fundi í einhverri óvissu með rétt- indamál.“ Skorar á ríkis- stjórnina Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „Ég get sagt ykkur í fullum trúnaði að þetta hef- ur verið frábær dagur,“ sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, þegar hann í gær var gerður að heiðursdoktor við Háskólann í Minnesota, að- eins þremur klukkustundum eftir að annað ráðu- neyti hans, ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks, tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Það var Robert H. Bruininks, rektor Háskólans í Minnesota, sem lýsti kjöri Geirs við hátíðlega at- höfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Geir lauk meistaraprófi í hagfræði frá Háskól- anum í Minnesota árið 1977. Í framsögu Bruin- inks kom fram að með heiðursnafnbótinni vildi skólinn veita þessum fyrrverandi nemanda sínum viðurkenningu fyrir framlag hans til íslensks samfélags, sem þar með yki hróður Háskólans í Minnesota. Samstarf háskólanna tveggja á sér 25 ára sögu og hefur að sögn bæði Bruininks og Kristínar Ingólfsdóttur, rektors HÍ, reynst af- skaplega gjöfult og farsælt. Fyrr um daginn var undirritaður samningur um áframhaldandi sam- starf skólanna og ljóst má vera að stjórnendur skólans vænta mikils af því samstarfi. „Þetta er mikill heiður og óvænt ánægja,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið að athöfn lokinni. Sagði hann athöfnina hafa framkallað ánægjulegar minningar um dvöl sína við skólann fyrir rétt rúmum 30 árum. „Ég átti ánægjulega tíma úti og kom heim reynslunni ríkari með þekkingu sem nýst hefur mér vel síðar á lífsleið- inni.“ Aðspurður sagði Geir það afar mikilvægt fyrir íslenskt þjóðfélag að nemar á háskólastigi leituðu sér framhaldsmenntunar erlendis. „Þetta er ómetanlegur þáttur í okkar mennta- og uppbygg- ingarstarfi hér í þjóðfélaginu að sækja reynslu og kunnáttu til annarra landa. Ég mæli eindregið með því að ungt fólk noti sér þessa möguleika og víkki sinn sjóndeildarhring með því að fara í nám til útlanda.“ Spurður hvaða gildi endurnýjun samnings há- skólanna tveggja hefði sagðist Geir sannfærður um að sá samningur yrði til góðs. „Ég tel mjög já- kvætt að framlengja og dýpka þetta samstarf. “ „Þetta hefur verið frábær dagur“ Morgunblaðið/Kristinn Góður dagur hjá Geir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, var í gær gerður að heiðursdoktor við Háskólann í Minnesota. Rektor og einn deildarforseti há- skólans, Robert H. Bruininks (t.v.) og James A. Parente, sveipuðu Geir skikkju til marks um viðurkenninguna sem honum hlotnaðist. HEIMSÓKNUM Á fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is, hefur fjölgað að undanförnu samkvæmt nýjum niður- stöðum samfelldrar dagblaða- og netmiðlamælingar Capacent Gallup fyrir mars- og aprílmánuði. Í könnuninni kemur fram að 49,6% Íslendinga á aldrinum 12-80 ára heimsóttu mbl.is daglega en 21,7% heimsóttu netmiðilinn visir.is. Með- alfjöldi heimsókna hvers notanda á dag var 3,08 á mbl.is en 2,01 á visir.is. Litlar breytingar á lestri prentmiðla Þegar tölurnar eru brotnar niður eftir aldurshópum kemur sama til- hneiging í ljós, mbl.is er meira en tvöfalt vinsælli en visir.is í öllum ald- urshópum. Munurinn er áberandi mestur í aldurshópnum 40-49 ára en minnstur meðal unglinga og þeirra sem náð hafa 60 ára aldri. Lestur vefmiðla er mestur meðal þeirra sem eru í aldurshópunum 20- 29 ára og 30-39 ára en minnstur er lesturinn í yngsta og elsta aldurs- hópnum. Hvað lestur prentmiðla varðar hefur hann lítið breyst milli tímabila. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins var lestur Morgunblaðsins 43,6% en 43% í mars og apríl. Lestur Frétta- blaðsins hefur aukist um 0,1 pró- sentustig milli tímabila og lestur Blaðsins hefur dregist saman um 0,1 prósentustig. Aukin aðsókn að mbl.is Helmingur þjóð- arinnar notar vefinn daglega                                                       !"  #  # $ #  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.