Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 145. DAGUR ÁRSINS 2007 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA www.ostur.is Grill og ostur – ljúffengur kostur! KOMINN Í VERSLANIR »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Tveir ríkisráðsfundir  Annað ráðuneyti Geirs H. Haarde, ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, tók við völd- um á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Tveir ríkisráðsfundir fóru þar fram, á fyrri fundinum fengu ráðherrar fráfarandi ríkisstjórnar lausn frá störfum sínum, en á þeim seinni staðfesti forseti Íslands skipunarbréf allra ráðherra nýju stjórnarinnar. » Forsíða Kallar eftir aðstoð  Formaður Verkalýðsfélags Vest- firðinga, Verk-Vest, óttast um af- drif starfsfólksins hjá Kambi. Hann skorar á ríkisstjórnina að að- stoða erlent verkafólk. » 2 Ríkið sýknað  Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands. Telur dómurinn ljóst að starfs- hópi hafi verið ætlað að útfæra samkomulag ríkisins og ÖBÍ nán- ar. » 4 SKOÐANIR» Staksteinar: Formaðurinn og … Forystugreinar: Sjúkt hugarfar | Rusl í Reykjavík Ljósvaki: Óskastund á stefnumóti Af listum: Kraumandi listalíf UMRÆÐAN» Síminn aðstoðar Rússa við fjársvik Nokkur orð um femínisma Sameignin sameign þjóðarinnar Byggjum upp það sem brennur Bílar: Þolakstur Hver er eðlileg ending pústþjöppu? Ferðasumar: Náttúrufegurð … Bátaleiga og gisting BÍLAR | FERÐASUMAR» -  "8$ , !) !" 9 !  !! 0   1 1 1 1    1 1 1 1 1 1  1 + : '6 $  1 1 1 1   ;<==4>? $@A>=?29$BC2; :424;4;<==4>? ;D2$::>E24 2<>$::>E24 $F2$::>E24 $7?$$20G>42:? H4B42$:@HA2 $;> A7>4 9A29?$7)$?@4=4 Heitast 10° C | Kaldast 0° C  Norðan- og norð- vestan 8-13 m/s og slydda. Él fyrir norðan, bjart syðra. Hægari vindur síðdegis. » 10 Aðalsmaður vik- unnar reyndi að keyra út í Viðey, er lélegur í borðtennis og er að lesa Argó- arflísina. » 45 AÐALSMAÐUR» Stór og loð- inn í framan KVIKMYNDIR» Birta skoðar stjörnurnar í Cannes. » 48 Dæmi eru um að lög séu vitlaust eða alls ekki skráð á vefsíð- unni Tónlist.is. Árni Matthíasson fjallar um málið. » 47 TÓNLIST» Skráningu ábótavant FÓLK» Vann bæði Gettu betur og Meistarann. » 49 KVIKMYNDIR» Sýnishorni úr Astrópíu var vel tekið. » 46 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Helgi tryggði Val sigur gegn KR 2. Nauðgunarþjálfun á netinu 3. Benítez byrjaður að hreinsa til 4. 350 þúsund kr. sekt fyrir … HERMANN Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við enska úrvals- deildarliðið Portsmouth. Her- mann gekkst undir lækn- isskoðun hjá félaginu í gærkvöld og verður kynntur til sögunnar í höf- uðstöðvum félagsins í dag. | Íþróttir Hermann samdi Hermann Hreiðarsson „NETIÐ er fullt af alls konar of- beldis- og niðurlægingarleikjum og það er alveg ljóst að þetta er afar, afar ósmekklegur leikur,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, um japanska þrívíddartölvuleikinn RapeLay sem nálgast má í gegnum hið íslenska vefsvæði torrent.is. Segir hann rannsókn málsins þegar hafna og að í athugun sé hvaða lög geti átt við um háttsemina. Tekur hann fram að erfitt sé að koma lög- um yfir saknæma háttsemi í net- heimum og lögreglan þurfi að hafa lagalegar forsendur til þess að bregðast við. „Maður verður ekki nauðgari af því að spila leikinn, ekki frekar en maður verður morðingi af því að spila morðleiki,“ segir Svavar Lúth- ersson, eigandi lénsins torrent.is. Hann telur leikinn ekki munu verða fjarlægðan af torrent.is fyrr en ljóst sé að hann sé ólöglegur eða dreifing hans feli í sér brot á lögum. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra er sleginn miklum óhug vegna frétta um nauðgunar- leikinn RapeLay. Guðlaugur Þór sá fréttina á sínum fyrsta starfsdegi í ráðherrastól í gær og er hann þeirr- ar skoðunar að banna eigi fyrirbær- ið. „Mér brá afskaplega mikið þegar ég sá þessa frétt og finnst gersam- lega fráleitt að svona lagað skuli þrífast á Netinu,“ sagði Guðlaugur Þór nokkrum andartökum eftir að hann tók við lyklavöldum í heilbrigð- isráðuneytinu, þegar Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum hans. „Þetta tekur auðvitað engu tali, enda eins ömurlegt og hugsast má. Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn, en ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun minni á þessu. Svona efni ætti alfarið að banna.“ „Afar ósmekklegur leikur“  Heilbrigðisráðherra sleginn óhug  Lögreglan þarf lagalegar forsendur til að bregðast við  Leikurinn ekki fjarlægður fyrr en ljóst verði að hann sé ólöglegur Í HNOTSKURN »Nýr heilbrigðisráðherraer þeirrar skoðunar að banna eigi tölvuleiki á borð við RapeLay. »Alls eru skráðir 18.500notendur á torrent.is sem hafa aðgang að leiknum. »Notendur eru í öllum ald-urshópum. RÚNAR Kristinsson lék með KR í fyrsta sinn í 13 ár í gær en það dugði ekki til þar sem Valur hafði betur, 2:1, í Landsbankadeild karla. Íslandsmeistaralið FH er með fullt hús stiga eftir 4:0-sigur gegn HK, Hafnfirð- ingar eru með 9 stig en Valur er í öðru sæti með 7 stig. ÍA fékk sín fyrstu stig eftir 2:2-jafntefli gegn Fram. Breiðablik og Keflavík skildu jöfn, 2:2. Fylkir vann Vík- ing á útivelli, 1:0, en eftir þrjár umferðir eru KR og ÍA í neðstu sætum deildarinnar með 1 stig og blása kaldir vindar í herbúðum beggja liða. Íþróttir Endurkoma Rúnars dugði ekki til hjá KR Morgunblaðið/Sverrir FH-ingar halda sínu striki HAGAR ætla að gera aðra tilraun til að fá heimild til innflutnings á nýsjálensku lambakjöti en Guðni Ágústsson, þáverandi landbún- aðarráðherra, hafnaði beiðni frá Högum þar um fyrir skömmu. Finn- ur Árnason, forstjóri Haga, segist vongóður um að nýr landbún- aðarráðherra, Einar K. Guðfinns- son, beiti sér í ríkari mæli með hagsmuni neytenda í huga. | 6 Ekki fullreynt með lambakjötið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.