Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 41 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Leik- fimi kl. 8.30. Verslunarferð í Bónus kl. 10. Bingó kl. 14. Skemmtiferð til Laugarvatns og Skálholts 31. maí. Staðarskoðun á Laugarvatni. Í Skálholti tekur séra Egill Hallgrímsson á móti hópnum. Kaffiveit- ingar í Skálholtsskóla. Leiðsögumaður Gylfi Guð- mundsson. Brottför frá Aflagranda kl. 12.30. Verð kr. 2000. Nánari uppl. á Aflagranda 40, sími 411 2700. Árskógar 4 | Kl. 8.15-16 baðþjónusta. Kl. 9-12 opin handavinnustofa. Kl. 9-16.30 opin smíðastofa. Kl. 13.30 bingó (2. og 4. föstudag í mán.). Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerðir, hádegisverður, frjálst að spila í sal, kaffi. Upplýs- ingar í síma 535 2760. Félagsheimilið Gjábakki | Jóga kl. 10.50. Fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið er opið kl. 9-17, heitt á könnunni. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 10.30 leikfimi, kl. 11.40 hádegisverður. Kaffi og meðlæti fáanlegt alla virka daga. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi í Mýri kl. 12. Bíódagur kirkjunnar í safnaðarheim- ilinu. Garðaberg opið frá kl. 12.30-15. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10 Bragakaffi og síðan lagt upp í göngu um nágrennið. Frá hádegi er spilasalur opinn. Veit- ingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Uppl. á staðnum og í s. 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9-12.30 handavinna. Kl. 9 bað- þjónusta. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 14.45 bókabíllinn. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi. Laugarvatn og Skálholt miðvikudaginn 31. maí. Staðarskoðun á Laugarvatni og í Skálholti tekur séra Egill Hall- grímsson dómkirkjuprestur á móti okkur. Kaffiveit- ingar í Skálholtsskóla. Leiðsögumaður: Gylfi Guð- mundsson. Verð kr. 2000. Skráning í síma 587 2888. Brottför kl. 13 frá Hraunbæ. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.30. Brids kl. 13. Boccia kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning. Jóga kl. 9-11, Björg F. Bingó kl. 13.30, spilaðar 6 umferðir, kaffi og meðlæti í hléi. Hársnyrting, blöðin liggja frammi. Hæðargarður 31 | Í dag kl. 13 hefst afmælishátíðin. Tölvusveitin mætir, Furugerðiskórinn syngur, Thai- Chi í Lystigarðinum, söngur við píanóundirleik, leik- skólinn Jörfi í heimsókn, listmunasýning Lista- smiðju, Tungubrjótar frá Dalbraut, ávörp gesta o.fl. Kaffisala. Kátt verður í höllinni til kl. 16. S. 568 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Leikfimi í salnum kl. 11. Opið hús, spilað á spil kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Uppl. í síma 552 4161. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádeg- isverður. Kl. 13.30-14.30 sungið við flygilinn. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Kl. 14.30-16 dansað í Að- alsal við lagaval Sigurgeirs. Kl. 15 syngur kór fé- lagsstarfs aldraðra í Reykjavík (Söngfuglarnir) undir stjórn Arngerðar M. Árnadóttur. Jarð- arberjamarengsterta í kaffitímanum. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, leirmótun kl. 9, leikfimi kl. 10. Bingó kl. 13.30. Allir eru vel- komnir í bingó óháð aldri, góðir vinningar. Þórðarsveigur 3 | Kl. 13 salurinn opinn. Kl. 13 boccia. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kl. 16: Æfing fermingarbarna (börn sem fermast laugardaginn 26. maí). Kl. 17: Æfing fermingarbarna (börn sem fermast 27. maí). Áskirkja | Sóknarprestur Áskirkju verður með guðsþjónustu á Dalbraut 27 kl. 15 í dag. Furugerð- iskórinn leiðir söng undir stjórn Ingunnar Guð- mundsdóttur. Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10-12. Kaffi, djús og ávextir í boði. Allir velkomnir. Hlutavelta | Þrjár bekkj- arsystur, Bjarnþóra, Rakel og Birna Ósk, söfnuðu 5.067 krónum á tombólu til styrktar Rauða krossinum. Stúlkurnar sögðu að það hefðu helst verið fullorðnir sem keyptu af þeim dót á tombólunni og voru þær mjög ánægðar með árang- urinn. Sumir gáfu þeim líka peninga án þess að fá nokkuð í staðinn eða borguðu meira en hluturinn átti að kosta, sem þeim fannst gleðilegt. SÚ breyting var gerð á skráningu í Stað og stund að hægt er að skrá atburði í liði félagsstarfs og kirkju- starfs tvo mánuði fram í tímann. Skráning í Stað og stund fer nú beint inn á netið en allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er yfirlesinn. Breytingar á skráningu inn í Stað og stund dagbók Í dag er föstudagur 25. maí, 145. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkvunarverðastir allra manna. (1. Korintubréf 15, 19.) Háskóli Íslands býður næstavetur upp á nýtt nám í kín-versku og í Austur-Asíufræðum. Geir Sigurðs- son er forstöðumaður Asíuvers Íslands – ASÍS, samstarfsstofnunar Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri um asísk fræði. „Nemendum stendur til boða næsta vetur að stunda nám í kínversku eða japönsku við Háskóla Íslands í einn vetur og þeir geta stundað frekara tungumálanám í skiptinámi í einn vetur til viðbótar í þeim háskólum sem HÍ hefur samstarfssamninga við,“ segir Geir. „Þriðja veturinn geta nemendur sótt námskeið um menningu og sögu Austur-Asíu og lokið BA-gráðu í Aust- ur-Asíufræðum, en einnig er hægt að taka þriðjung námsins í öðru fagi, s.s. heimspeki, stjórnmálafræði eða við- skiptafræði, sækist fólk eftir öðrum áherslum í námi.“ Kennsla í japönsku hófst við Háskóla Íslands árið 2003 og Asíuver Íslands var stofnað í árslok 2005, en boðið hef- ur verið upp á nám í kínversku við Há- skólann á Akureyri um eins og hálfs árs skeið. Geir segir mikla möguleika felast í náminu: „Það dylst engum sem fylgist með þróun viðskipta og stjórn- mála á alþjóðavettvangi að áhrif landa Austur-Asíu fara vaxandi og samskipti Íslands við þennan heimshluta aukast með hverju árinu,“ segir Geir. „Að læra um sögu og tungu landa Austur-Asíu gefur nemendum þó mikið meira en spennandi atvinnutækifæri. Þessi heimshluti hefur að geyma fjögur þús- und ára gamlan menningarheim sem er djúpur á alla vegu, hvort heldur sem maður skoðar lífspeki eða bókmenntir, listir eða matargerð. Austur-Asía hefur mikil áhrif á efnahag Vesturlanda í dag og er óhætt að spá því að í framtíðinni verði menningarleg áhrif ekki minni og það á eftir að reynast ómetanlegt að skilja og bregðast við þeirri þróun sem er framundan.“ Háskóli Íslands hefur gert fjölda skiptisamninga við háskóla í Japan, og nýverið var gengið frá samkomulagi við Háskólann í Ningbo á austurströnd Kína. „Að tveggja ára námi loknu ættu nemendur að vera orðnir ágætlega tal- andi í japönsku eða kínversku, en rétt er að leggja á það áherslu að í náminu eru gerðar miklar kröfur. Nemendur þurfa að inna af hendi mikla vinnu, en þetta er vinna sem gefur mikið af sér þegar upp er staðið.“ Finna má nánari upplýsingar um nám í japönsku, kínversku og Austur- Asíufræðum á heimasíðu hugvís- indadeildar HÍ, http://hug.hi.is. Einnig má nefna að í byrjun næsta mánaðar stendur Asíuver Íslands fyrir ráðstefnu um Asíutengd kynja- og kvennafræði á Akureyri og er umfjöll- unarefni ráðstefnunnar kynjabundið varnarleysi á tímum hnattvæðingar. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu HA, http://www.unak.is. Menntun | Nám í japönsku, kínversku og Austur-Asíufræðum við HÍ Lykill að nýjum menningarheimi  Geir Sigurðsson fæddist í Reykja- vík 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá MS 1988, BA- prófi í heimspeki og félagsfræði frá HÍ 1994 og BA- prófi í heimspeki frá National Uni- versity of Ireland 1997. Hann stundaði nám við Renmin University í Peking og lauk dokt- orsprófi í kínverskri heimspeki frá Hawaii University 2004. Geir hefur verið lektor við Háskólann á Akureyri frá 2005 ásamt því að vera for- stöðumaður Asíuvers Íslands – ASÍS. Geir er kvæntur Jing Xu. Tónlist Skriðuklaustur | Finnski gítarleikarinn Matti Saarinen mun halda tónleika á Skriðuklaustri laugardaginn 26. maí kl. 17. Fyrri hluta tónleikanna mun Matti leika klassísk gítarverk og síðari hluta tónleikanna mun hann leika djassverk þar sem Kati Saarinen syngur með. Myndlist Art-Iceland | Ágúst Bjarnason sýnir í Art-Iceland frá 19. til 31 maí. Hann hefur komið víða við, má þar nefna teikningar, vatnslitamálun, dúkristur og myndskreytingar í bækur. Meginviðfangsefni hans er Reykjavík, fólk og sjómennska. Art-Iceland er opið kl. 12-18 virka daga og kl. 12-16 á laug- ardögum. Skemmtanir Gaukur á stöng | Kl. 21: Gleðisveitin Sixties ætlar að glamra og gleðja landann með nærveru sinni og frábærri tónlist á föstudagskvöldi á Gauki á stöng. Vélsmiðjan, Akureyri | Um hvítasunnuhelgina spilar Geir- mundur Valtýsson á föstudag. Á laugardag og sunnudag spilar hjómsveitin Eurobandið með Regínu Ósk og Friðriki Ómari. Húsið opnar kl. 22 alla dagana. Frístundir og námskeið www.ljosmyndakeppni.is | Ljósmyndanámskeið á Húsavík 9.-10. júní kl. 13-17, Fosshótel Húsavík. Farið í helstu stilling- aratriðin á stafrænni myndavél, ýmis góð ráð gefin til að ná betri myndum. Tölvumálin eru tekin fyrir o.fl. Nám- skeiðið kostar 12.900 kr. Skráning á www.ljosmyndari.is. Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson. Myndlistarsýning í Gallerí Kambi Ný verk eftir Gunnar Örn arrými. Myndin að ofan er tekin í Gallerí Kambi. Gunnar Örn á að baki nokkra tugi einkasýn- inga og hefur starfað að myndlist í rúm 40 ár. Sýningin í Gallerí Kambi er opin kl. 13-18 alla daga nema miðvikudaga og lýkur 17. júní. MYNDLISTARMAÐURINN Gunnar Örn Gunn- arsson opnar sýningu á nýjum málverkum í Gall- erí Kambi, Rangárþingi ytra, á morgun kl. 15. Sýningin er tengd sextugsafmæli listamannsins en einnig betrumbættri vinnustofu og sýning- Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is -hágæðaheimilistæki vi lb or ga @ ce nt ru m .is GJAFABRÉF Með Magimix safapressunni má töfra fram girnilega og heilsusamlega drykki með lágmarks fyrirhöfn. Verð frá kr.: 23.500 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 -www.eirvik.is Aðrir söluaðilar:Kokka, Laugavegi, Egg, Smáratorgi Villeroy&Boch, Kringlunni, Líf og list, Smáralind Maður lifandi, Borgartúni og Hæðarsmára Fyrir heilsuna Safapressa Fréttir á SMS MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Hægt er að hringja í síma 569 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda tilkynn- ingu og mynd í gegnum vef- síðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.