Morgunblaðið - 25.05.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Rokkgoðsögnin
Fats Domino
hélt tónleika fyr-
ir fullum næt-
urklúbbi í New
Orleans síðast-
liðinn laugardag.
Domino fæddist í
New Orleans og
hefur ekki komið
fram á tónleikum
þar í tvö ár. Domino þótti ferskur
og kraftmikill á tónleikunum og
bar ekki með sér aldurinn, en hann
er orðinn 79 ára.
Aðdáendur goðsins æptu og
hoppuðu af kæti þegar Domino tók
lagið Blueberry Hill, sem er sjálf-
sagt hans þekktasta lag. Domino
til fulltingis var saxófónleikarinn
Herbert Hardesty en þeir félagar
hafa unnið saman í meira en hálfa
öld.
Domino tók fleiri þekkta slagara,
meðal annars Blue Monday og
Ain’t That a Shame.
Domino missti heimili sitt í New
Orleans í flóðinu mikla sem fylgdi
fellibylnum Katrínu. Hjálparstarfs-
menn björguðu Domino á heimili
hans þann 29. ágúst 2004, en þá
var húsið í hálfu kafi.
Tónleikar Dominos á laugardag-
inn voru skipulagðir af Tipitina-
stofnuninni. Ágóði af þeim rennur
til grunnskóla í borginni, til kaupa
á hljóðfærum fyrir nemendur þar
og til styrktar tónlistarmönnum
sem urðu fyrir tjóni í fellibylnum.
Fjórðungur ágóðans rennur svo
til endurreisnar á heimili Dominos,
en hún er þegar hafin.
Domino
tók lagið
Kom fram á
styrktartónleikum
Fats Domino
PINETOP Perk-
ins, Íslandsvinur
og einn fremsti
píanisti gervallr-
ar blússögunnar,
hélt í gær mikla
teiti í tilefni af
útgáfu breið-
skífu sinnar og
mynddisks sem
ber nafnið Born
in the Honey, eða Fæddur í hun-
anginu. Á mynddiskinum er ævi-
saga Perkins rakin í tónum og
myndum. Teitin var haldin á blús-
klúbbnum Antone’s í borginni
Austin í Texas.
Pinetop er vinamargur maður
og er meðal vina hans íslenska
blúshljómsveitin Vinir Dóra. Ekki
er ljóst hvort þeir mættu í teitina
í gær en menn áttu þó von á því
að sjá þar þekkta blúshunda.
Má þar nefna þá Hubert Suml-
in, Chris Layton, Scott Nelson,
Riley Osborn og Gary Clark Jr, að
ógleymdri gítargoðsögninni Buddy
Flett. Á breiðskífunni nýju má
meðal annars finna útgáfu af lag-
inu Better To Quit Her Than Hit
Her, sem hefur ekki áður verið
aðgengileg á plötu.
Útgáfuteiti
Perkins
Pinetop Perkins
NEMENDUR Ljósmynda-
skóla Sissu opna lokasýningu
sína á morgun kl. 16 að Hólma-
slóð 6. Sýningin stendur til 3.
júní og er opin alla daga frá
klukkan 14–19. Margir af
helstu ljósmyndurum landsins
kenna við skólann, m.a. Páll
Stefánsson, Spessi, Einar Fal-
ur, Golli, Börkur, Kristján Ma-
ack, Sigfús Már, Gúndi, Sig-
urgeir Sigurjónsson, Gunnar
Svanberg, Kjartan Már og Atli Már, auk Sissu og
Leifs. Enginn aðgangseyrir er á sýninguna.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans
á slóðinni www.ljosmyndaskolinn.is/
Ljósmyndun
Sýning á myndum
lokanema
Af sýningunni
ÚT ER komin hjá Bókasafni
Kópavogs Minningabók Kópa-
vogsbúa. Uppruna bókarinnar
má rekja aftur til ársins 2005
þegar Kópavogsbær fagnaði
fimmtíu ára afmæli en þá kom
upp sú hugmynd að safna
minningum bæjarbúa frá liðn-
um dögum búsetu þeirra í
bænum. Í bókinni er að finna
tæplega þrjátíu kafla en bókin
er um 170 síður. Um útgáfuna
sáu Hrafn Andrés Harðarson og Inga Kristjáns-
dóttir. Til að byrja með verður bókin aðeins til
sölu á Bókasafni Kópavogs á kr. 2.000. Frekari
upplýsingar á www.bokasafnkopavogs.is
Bókmenntir
Minningabók
Kópavogsbúa
Minningabók
Kópavogs
Í HAFNARBORG stendur nú
yfir sýning á verkum eftir Elí-
as B. Halldórsson, sem lést í
byrjun maí. Elías stundaði
myndlistarnám við Myndlista-
og handíðaskólann og fór síðan
utan til Þýskalands og Dan-
merkur til frekara myndlist-
arnáms.
Elías málaði olíumálverk,
gerði grafíkmyndir og mynd-
skreytti bækur á ferli sínum.
Árið 1993 gaf hann Hafnarborg eintak af öllum
grafíkverkum sínum fram að þeim tíma og gaf
fleiri verk á seinni árum. Sýningunni lýkur 24.
júní og er aðgangur ókeypis.
Myndlist
Verk Elíasar í
Hafnarborg
Elías B.
Halldórsson
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
ÞRENNIR tónleikar á Listahátíð
fóru að þessu sinni fram í tónlistar-
húsinu Laugarborg í Eyjafjarð-
arsveit; tvennir um síðustu helgi og
þeir þriðju á þriðjudagskvöldið. Þetta
er í fyrsta skipti sem húsið er vett-
vangur tónleika á Listhátíð. Þórarinn
Stefánsson, listrænn stjórnandi húss-
ins, vonar að framhald verði á; hann
var hæstánægður með tónlistarflutn-
inginn en varð hins vegar fyrir mikl-
um vonbrigðum með aðsóknina.
Íslensk tónlist var í boði í Laug-
arborg. „Það er í samræmi við stefnu
mína varðandi rekstur hússins að
auka fjölbreytni í tónlistarflórunni;
Myrkir músíkdagar hafa verið hér og
Listahátíð er því líka sjálfsagður hluti
í dagskránni. Við viljum vera með;
taka þátt í því sem er um að vera,“
sagði Þórarinn í samtali við Morg-
unblaðið.
„Það er vandamál hjá íslenskum
tónlistarmönnum hve lítið þeir geta
raunverulega spilað; þeir sem vinna
að metnaðarfullum efnisskrám hafa
ekki í mörg hús að venda og við vilj-
um gjarnan koma til móts við þá; því
er ekki bara verið að hugsa um að hér
á svæðinu sé blómlegt menningarlíf
heldur líka – og ekki síður – að skapa
vettvang og aðstæður til þess að gera
íslenskum tónlistarmönnum kleift að
flytja verk sín oftar en einu sinni.“
Tónlistarflutningurinn í Laug-
arborg var frábær en aðsóknin öm-
urleg, var svar Þ́órarins við spurn-
ingu blaðamanns um hvernig hefði
gengið. Hann var reyndar sáttur við
aðsókn á tónleikana með þeim Atla
Heimi en ekki hina.
Þórarinn telur ástæðu lítillar að-
sóknar geta verið þá litlu hefð sem
hann segir fyrir flutningi íslenskrar
tónlistar á svæðinu. „Hvað þá á
þrennum tónleikum í röð. Ástæða
þess að íslensk tónlist er lítið flutt hér
er sú að það koma svo fáir að hlusta,
og ástæðan fyrir því hve fáir koma er
kannski sú að það vantar hefðina!“
Þórarinn er samt hvergi banginn.
„Það tók mörg ár, jafnvel áratugi, að
skapa hefð fyrir flutningi íslenskrar
tónlistar í Reykjavík, en nú er það
orðið fastur liður. Það eru ekki nema
tvö ár síðan Myrkir músíkdagar
komu hingað norður og það er verk-
efni sem verður að vinna hægt og síg-
andi að festa flutning íslenskrar tón-
listar í sessi hér.“
Þórarinn segir ekki hafa verið rætt
hvort framhald verði á því að atriði á
Listahátíð verði í Laugarborg. „En
það er klárlega áhugi á því af minni
hálfu. Ég tel mikilvægt að það verði
stöðugt framhald á þessu; að ekki
verði tjaldað til einnar nætur því það
væri eins og að slá upp í vindinn. Í
þessu starfi horfi ég til lengri tíma
varðandi kynningu og markaðs-
setningu á Laugarborg sem tónlistar-
húsi og kynningu á íslenskri tónlist
og tónlistarmönnum á svæðinu.“
Þórarinn segir markaðinn fyrir
sunnan mettaðan. „Þar kemst ekki
meira fyrir af tónleikum og mér
finnst vel við hæfi að tónlistarmenn
líti ekki bara til útlanda varðandi út-
rás heldur líka hingað norður; útrásin
gæti því alveg orðið innrás.“
Útrásin felist í innrás
Laugarborg í Eyjafirði var vettvangur viðburða á Listahátíð í fyrsta skipti
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Líflegt í Laugarborg Þórarinn Stefánsson, listrænn stjórnandi Laugarborgar, t.v, ásamt Einari Jóhannessyni,
Nina Kavtaradze og Erling Blöndal Bengtsson þegar þau léku í húsinu á eftirminnilegum tónleikum fyrr á árinu.
Í HNOTSKURN
»Á laugardaginn var boðiðupp á flaututónlist eftir Atla
Heimi Sveinsson, þar sem léku
Áshildur Haraldsdóttir, Anna
Guðný Guðmundsdóttir og Atli
Heimir sjálfur.
»Kvartett KammersveitarReykjavíkur flutti á sunnu-
daginn strengjakvartetta eftir
Jón Leifs.
»Á síðustu tónleikunum áþriðjudaginn lék Tinna Þor-
steinsdóttir íslenska píanótónlist.
KIRKJULISTAHÁTÍÐ í Reykjavík
verður haldin í 11. sinn, dagana 11.-
19. ágúst. Hátíðin var fyrst haldin
árið 1987, á vígsluári Hallgríms-
kirkju og heldur því upp á tuttugu
ára afmæli sitt.
Að þessu sinni verða fjörutíu er-
lendir listamenn gestir hátíðarinnar,
en á fjórða hundrað flytjenda mun
koma fram á hátíðinni. Bakhjarlar
Kirkjulistahátíðar hafa frá upphafi
verið Listvinafélag Hallgrímskirkju,
Reykjavíkurprófastsdæmi og biskup
Íslands.
Tvö stærstu verk hátíðarinnar
verða flutt í Hallgrímskirkju og
Skálholtsdómkirkju og er það í
fyrsta sinn sem farið er út á land
með hátíðina. Í ár verða tvö stórverk
flutt í upphafi og við lok hátíð-
arinnar: Messa í H- moll eftir J.S.
Bach og óratórían Ísrael í Egypta-
landi eftir G.F. Händel, sem verður
flutt í fyrsta sinn á Íslandi í Skál-
holtskirkju hinn 17. ágúst og síðan í
Hallgrímskirkju á lokatónleikum há-
tíðarinnar 19. ágúst.
Meðal erlendra listamanna sem
fram munu koma er kontraten-
órsöngvarinn Robin Blaze en hann
er heiðursgestur hátíðarinnar. Blaze
syngur einsöng í báðum óratóríun-
um og leiðbeinir söngvurum í flutn-
ingi óratóríu Händels. Einn fremsti
bassasöngvari heims, Peter Kooij,
kemur einnig fram, hinn heims-
kunni, þýski tenórsöngvari Gerd
Türk og Monica Frimmer sópr-
ansöngkona.
Íburðarmikil Kirkjulistahátíð
Morgunblaðið/RAX
Himneskir tónar Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari lék fyrir gesti á
blaðamannafundi vegna hátíðarinnar í gær, í turni Hallgrímskirkju.
www.kirkjulistahatid.is
♦♦♦
ÞAU mistök urðu við vinnslu á frétt
um starfsmannakannanir SFR sem
birtist í Morgunblaðinu í gær, að
leiðrétting Tinnu Gunnlaugsdóttur
Þjóðleikhússtjóra skilaði sér ekki í
endanlega útgáfu greinarinnar. Af
þeim sökum vill Tinna koma því á
framfæri að það hafi ekki vakað fyrir
sér að draga úr ábyrgð sinni sem
stjórnanda, eða yfirfæra hana á aðra.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
Athugasemd
♦♦♦